Ísafold - 13.07.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.07.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýrnist einn sinni eða tvísv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. ,eða 1 >/* doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram) ISAFOLD. XXVIII. árg. { Reykjavík laug'ardaginn 13. júlí 1901. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramút, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðsliistofa blaðsins er Austurstrœti 8. . 47. bSað. I. 0 0. F. 837199 Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafn opið hvern virkan dag ki.12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) Ejd., mvd. og ld. tii útlána. Okeypis lækning á spítalrnnm á þriðjnd. og föstnd. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalannm fyrsta 07, þriðja þriðjud, livers mánaðar k. 11—1 Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar bjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. ki. 11—1. Landsbankinn opinn, hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Xýr Pyrrhusar-sigur embættisvaldsins. Hreinsuu Snæfellinga-yflr- valdsins mistekst. Allar sakargiftir sannaðar. Hann er af nákvæmlega sama tægi, sigurinn, sem sýslumaður Snæfellinga hefir unnið ( máli sínu gegn Einari ritstjóra Hjörleifssyni, eins og aðrar sigurvinningar embættisvaldsins nú upp á síðkastið. Allar ávirðingar embættismannsins, sem víttar bafa verið, sannaðar, en ritstj. sektaður fyrir að fara um þær of hörðum orðum — eða, eins og dómarinn orðar það, hin átöidu um- mæli virðast »ekki vera n æ g i 1 e g a réttlætt*. Dómarinn lýsir það því s a n n a ð, að E. H. bafi í öllu verulegu skýrt rétt frá því, er fram fór á kjörfundinum. Dómarinn lýsir það s a n n a ð, að embættismaður þessi hafi í kjörstjóra- ræðu sinni — þegar hann var að tala í embættisnafni — lýst þingmálafiokk- unum hér á landi á þann veg, að annar vildi eyða landið, vildi sólunda fé landsins f glæfrafyrírtæki og bit- linga og vildi tæla menn af landi burt með Vesturheims-gmningum, en hinn flokkurinn vildi vinna landinu alt það gagn, sem bonum væri unt. Dómarinn lýsir það s a n n a ð, að embættisnlaðurinn hafi bannað einu þingmannsefniuu að mótmæla þessu. Dómarinn lýsir það s a n n a ð, að embættismaðurinn hafi stöðugt verið að taka fram f fyrir þingmannsefninu, ýmist til þess í embættisnafni að á- minna hann um að vera stuttorðan, ýmist til þess að gera athugasemdir við ræðu hans og að sama atferli hafi annar fundarmaður haft, án þess að embættismaðurinn gerði neina gang- skör að því að hefta það. Dómarinn lýsir það s a n n a ð, að í ræðu þeirri, er L. H. B. flutti sem þingmannsefni hafi hann haldið því fram, a ð eftir tilboði stjórnarinnar í stjórnarskrármálinu 1897 væri ráð- gjafanum e k k i ætlað að vera íslend- ingur og ekki ætlað að koma á þing, a ð ráðgjafanum væri heimilt eftir stjórnarskránni að sitja á alþingi, að með veðdeildinni hefðu peningar Lands- bankans þegar aukist um 1,200,000 kr., og að einkenni slíkra banka sem íslandsbankans fyrirhugaða væri að lána gegn 4”/» vöxtum um mánuðinn. Dómarinn lýsir það s a n n a ð, að L. H. B. hafi sem kjörstjórnarodd- viti, þrátt fyrir mótmæli, sem fram komu á fundinum, verið ófáanlegur til anDars en láta sína meðmælendur taka til máls á e f t i r meðmælendum síra Sigurðar Gunnarssonar, sem var skýlaust lagabrot. Dómarinn lýsir það enn fremur sannað, að L. H. B. hafi sótt það allfast, að fá keypta húseign tilheyr- andi dánarbúi, er hann hafði til skifta- meðferðar, fyrir minna verð en boðið var í eignina af öSrum, og að amt- manni hafi þótt aðferð hans í því máli aðfinningarverð. Ummæli amt- manns í skjali, sem lagt var fram í réttinum, eru meðal annars þessi: »það er merkilegt, að L. B. skuli ekki finna til þess, að hann sem skiftaráðandi á fyrst og fremst að líta á hagsmuni bús þess, sem hann hefir til meðferðar, í stað þess rær hann öllum árum að því, að búið missi 1000 kr. . . .; hann gæti búist við, að hann fengi að vita, að honum væri frjálst að fara algerlega, eða losast við sín embættisstörf yfir höfuð«. Alt er þetta sannað, og fleira, sumpart með framburði fjölda eiðfestra vitua, sumpart með ómótmælanlegum skjölum og skilríkjum. Engin yfir- sjón, sem E. H. hefir borið embættis- ’manni þessum á brýn, er ósönnuð. Samt er E. H. sektaður. þrátt íyrir alt þetta, sem sannast hefir, var saknæmt fyrir hann a ð segjast ekki hafa gert sér sérlega há- fleygar hugmyndir fyrirfram um óhlut- drægni og prúðmensku L. H. B., að viðhafa þau ummæli, að sú þjóð sé sannarlega vesöl, sem hlíta verður slíkri leiðsögn og slíkum yfirvöldum, hvort sem vitleysan stafar af fáfræði, hsimsku éða hrekkvísi (þ. e. uppgerð), a ð segja, að L. H. B. hafi leitast við að fremja annað lagabrot en það ský- lausa lagabrot, sem hann framdi, og að segjast ætla að geta eins dæmis að endingu um kurteisi þessa prúð- mennis, sem er yfirvald Snæfellinga. f>essi ummælieru ekki tncegilega réttlætt« með því sem sannast hefir, segir dómarinn. Mikið má það vera, ef fögnuðurinn er verulega innilegur í hugskoti L. H. B. og vina hans út af þessum dómi. Manninum er skipað aS hreinsa sig af áburði ísafoldar. Hreinsunin tekst svo, að alt, sem á hann hefir verið borið, s a n n a s t. Vitaskuld vórður andstæðingur hans fyrir dálitlum fjárútlátum, ekki sízc, ef dómurinn verður staðfestur af æðri dómstólum. En er til þess vinnandi á þann hátt, að fá allar þessar á- virðingar staðfestar með dómi? ísafold er fyrir sitt leyti ekki óá- nægð. Eftir undanfarinni málaferla- reynslu hér á landi gat hún ekki við betra búist en að henni tækist að sanna sérhverja þá ávirðing embættis- mannsins, sem hún hefir vítt. Og þar sem annað eins mál og þettahlýt- ur að koma hverjum heilvita manni á landinu í skilning um það, hve þver- öfugt við alla heilbrigða skynsemi það er, að vera að halda áfram að veita' embættismönnum gjafsóknir til þess að fá sannanir fyrir öllum ávirðingum, sem þeim eru bornar á brýn, og hve spillandi það er öllutn embættisheiðri og allri. réttlætismeðvitund í landinu, að embættismenn sleppí óvíttir, þeg- ar yfirsjónirnar sannast fyrir dómstól- um, en hinir séu sekfaðir með aðstoð stjórnarvaldanna, sem að þeim yfir- sjónum finna — þá virðist oss ekki til einskis barist. það var í fyrra dag, sem dómur var upp kveðinn í hér umræddu máli fyrir bæjarþingsrétti Beykjavfkur, út af greininni *Kosningaferð« í Isafold 29. sept. f. á., sem Snæfellingayfirvald- ið hafði útvegað sér skipun til að höfða sér til »hreinsunar« og fengið 3vo sem að sjálfsögðu bæði gjafsókn og talsmann skipaðan ókeypis. Dóms- niðurstaðan varð sii, að stefndi, E. H. ritstjóri, er greinina hafði ritað og sett nafn sitt undir, var dæmdur í 60 kr. sekt og 25 kr. málskostnað. Að öðru leyti eru hór meginatriði dómsástæðnanna orðrétt: »1 grein þeirri, sem mál þetta er risið af, er skýrt frá kjörfundi í Stykkishólmi 22. sept. f. á., en þar gáfn málsaðilar háðir kost á sér til þingmensku fyrir Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu. Aðalefni þess- arar fundarskýrslu er það, að finna að framkomu stefnanda sem kjörstjóra og þing- mannsefnis og sýna fram 4, að hún hafi að ýmsn leyti verið vítaverð. Ummaeli þau í skýrslu þessari, sem sérstaklega ern átalin, eru svo látandi: »Eg get ekki sagt, að eg hafi gert mér sérlega háfleygar hugmyndir fyrirfram um óhlutdrægni og prúðmensku kjörstjórnaroddvitans, því að eg þekti hann nokkuð af afspnrn«. »Yesöl er sú þjóð sann. arlega, sem hlíta verður slíkri leiðsögn og slikum yfirvöldum, hvort svo sem vitleysan stafar af fáfræði, heimsku eða hrekkvísi (þ. e. uppgerð).« »Annað lagahrot leitaðist kjör- stjóri við að fremja á fundinum, en hætti við það fyrir fortölur mínar — sboraði á menn að ganga til kosninga án þess að gefa kjósendum færi á að leggja spnrning- arfyrir þingmannaefnin*. »Eins dseinis skal eg þó geta að endingu um kurteisi þessa prúðmennis, sem er yfirvald Snæfell- inga«. I fundarskýrslunni ern þessi um- mæli um stefnanda rökstudd með þvi, a ð hann hafi í kjörstjóra-ræðu sinni lýst þing- málaflokkunum hér á landi á þann veg, að annar vildi eyða landið, vildi sólunda fé landsins í glæfrafyrirtæki og hitlinga og vildi tæla menn af landi burtu með Yest- urheimsginningum, en hinn flokkurinn vildi vinna landinu alt það gagn sem honum væri unt; a ð stefnandi hafi hannað stefnda að mótmæla þessu, mcð því að stefnandi hefði sem kjörstjórnaroddviti leyfi til að lýsa þingmálaflokkunum á þá leið, sem hann hafði gjört; að stefnandi hafi sífelt verið að taka fram í fyrir stefnda meðan hann var að tala, ýmist til þess í embættisnafni að áminna stefnda um að vera fáorður, ýmist til þess að gjöra at- hugasemdir við ræðu hans, og sama atferli hafi annar fundarmaður haft, án þess að stefnandi gjörði neina gangskör til að hefta það; a ð stefnandi hafi í ræðu sinni sem þingmannsefni haldið fram ýmsnm skoðun- um um 2 aðalmál landsins, sem að áliti stefnda hafi verið eintóm rangfærsla og blekking, eins og ræða hans öll, frá upp- hafi til enda; að stefnandi hafi bannað sér að reykja í fnndarsalnum, jafnvel þótt hann léti einn af kjörstjórunum reykja þar óá- talið. — — — Með framburði allmargra vitna, sem við- stödd voru á kjörfundinum, verður að telja það sannað, að í öllu verulegu sé rétt skýrt frá þvi, sem þar fór fram i hinni nmstefndu blaðgrein. Enn fremur hefir stefDdi til réttlætingar áhurði sinum 4 stefnanda um hlutdrægni lagt fram nokkur skjöi, er sýna, að stefndi fyrir nokkrnm árum sótti það allfast, að fá keypta hús- eign tilheyrandi dánarhúi nokkru er hann hafði til skiftameðferðar, fyrir minna verð en boðið var í eignina' af öðrum, og að hlutaðeigandi amtmanni hafi þótt aðferð stefnanda í þvi máli aðfinningarverð. En með þessnm vitnisburðum og skjöl- um virðast þó hin átöldn ummæli og að- dróttanir nm stefnanda, að hann liafi sýnt skort á óhlutdrægni, prúðmensku og kurt- eisi i embættisfærslu sinni, að hann hafi talið kjósendum sinum trú um ýmsa vitleysu af fáfræði, heimsku eða hrekkvísi (þ. e. uppgerð), og að hann hafi leitast við að fremja lagahrot á kjörfundinum, ekki vera nægilega réttlætt, og her þess sérstaklega að geta, að þótt stefnanda kunni i einhverju atriði að hafa yfirsést að fylgja fyrirmæl- um kosningarlaganna, veitir slikt eigi heim- ild til að bera honum á hrýn, að hann hafi leitast við að fremja lagabrot*. Stjórnarskrárfrumvarp afturhaldsliðsins. UMEÆÐUÁGEIP. Umræðurnar um það fóru fram 9. þ. m., og ágrip af þeim komst ekki að í síðustu Isafold fyrir þrengslum. þingm, Snæfellinga var sýnilega ætl- aður flutningur frumvarpsins á þingi, þegar það var prentað (stóð fyrstur flutningsmanna). En svo hefur flokk- urinn vikið honum úr þeirri virðingar- stöðu, áður en málið kom til umræðu, að líkindum ekki talið sem hyggilegast að beita þeim þingmanni fyrir sig, eða líklegt til að afla málinu vinsælda. f>ví að Hannes Hafstein kvað fallið hafa í sitt hlutskifti, að gera grein fyr- ir frumvarpinu. Hér fer á eftir ágrip af umræðun- um. Hannes Hafstein: þeim, sem verið hafa mótfallnir stjórnarfrv. því, er flutt hefir verið á síðustu þingum, hefir verið borið á brýu, að þeir væru ní- hilistar, hefðu ekkert »prógramm«. Nú þykjumst vér hafa rekið af oss slindru- orðið. Að VÍ8U er annað frv. kornið í þessu máli, og vér hefðum getað, reynt að fá þvl breytt. En líkindi eru til, að þá hefðu þær breytingar fremur verið skoðaðar sem fleygar. þess vegna hefir þótt réttara að flytja sjálfstætt frv., og ræðum. vonaði, að nefndin þyrfti ekki að klofna á því. Aðalatriðið er það, að æðsta valdið só í landinu sjálfu. J>að hefir verið mergurinn málsins í öllum kröfum vor- um þangað til á síðustu árum. Ekki eru nema 6 ár síðau er gengið var miklu lengra í stjórnarbótarkröfum hér á þingi. Og ekki þarf mörg orð

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.