Ísafold - 24.08.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.08.1901, Blaðsíða 1
Kemnr nr. ýinist einu sinni eða tvisv. í vikn Verff &rg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógiid nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík laugarda^inn 24.. ág-úst 1901. 59. bíað. Auglýsing. VlÐ verzlanir undirslaifaðra á Búðum, í Ólafsvík, Stykkishólmi, Búðardal, Skarðstoð, Flatey, Patreksfirði, Bildudal, Þingeyri, Haukadal verða frá nýári 1902 greiddir 5°/o vextÍF af skuldum — hvorttveggja rniðað við 50 kr. upphæð og þar yfir. Vextir reiknast af upphæð þeirri, er stendur við hver árslok, og tilfærast í fyrsta sinn 31. desbr. 1902. I ágúst 1901. Pr. Aktieselskabet N. Chr- Grams Handel Ilolger Adolph. Pr. Islandsk Handels & Fiskerikompagni Aktieselskab Pétur A. Ólajsson Pr. pr. Leonh- Tang Sæm Halldórsson gP. J. Thorsteinsson & Co- Ámi Biis. Biðjið ætíð um OTTO MONSTBD’S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. XXVIII. árg.J I I. 0 0. F. 838309 Forngripas. opið md . mvd. og ld 11—12 Lanasbókasafn opið hrern virkan dag k). 12—2 og einni stnndu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tfl útlána. Okeypis lækning á spitalpnnm á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrst.a og þriðja þriðjud. hvers mánaðar fc. 11-1- Ókeypis tannlækning i liúsi Jóns Svems uonar lijá kirkjunni l. og 3. mánud. hvers mán. ki. 11—1. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Baukastjórn við kl. 12—1. Fyrir þeim, er lán hafa fengið úr veðdeild landsbankans, skal brýnt það, er hér segir: 1. Gjalddagi hinnar árlegu greiðslu (afborgana, vaxta o. fl.) er i. okt- óber. 2. Greiða verður nákvæmlega þá upp- hæð, er hverjum lántakandahefir við lántökuna verið afhent skír- teini um, að honum beri að grein.a á ári hverju. Afborgun fram yf- ir skyidu er þó leyfileg, en verð- ur að standa á ioo kr. og greið- ast i. október. j. Sé greiðslan eigi komin til bank- . ans fyrir októberlok, ber að greiða í dráttarvöxtu i°/o fyrir hvern ’ 'mánuð, og er þá brot úr mánuði reiknað sem heill mánuður. 4. Tikaka verður, nákvæmlega upp í hvaða lán greiðslan eigi að ganga (helzt nefna lánsnúmerið), hvað sé að veði 0. s. frv. 5. Frest á ákveðinni greiðslu afborg- ana og vaxta af veðdeildarlánum, er cigi unt að veita, og er pví ó- hjákvœmilcgt að .ganga að vtðinn, séu vanskil sýnd. 6. Þeir, er lán hafa fengið út á hús, sem eigi eru í Reykjavík, verða c að gæta þess, að húsunum sé haldið vátrygðum samkvæmt regl- um bankans; sé þetta vanrækt er alt lánið fallið í gjalddaga. — Sama gildir um þau hús á jörðum, er gjört hefir verið að skyldu að vá- tryggja. — Reykjavik, 22., ágúst, 1901 Tr. Giuuiaiisson. SkógrœktarfólBg Plensborg skóg- ræktarmaður álitur landið við Rauða.vjitn einkum vél fallið til skógræktar, og hafa bæjarbúar nú svo vel tekið þessari bend- ingu bans, að til stendur að stofna hið fyrsta skógræktarfélag landsins og kaupa þar land og girða um 35 dagsláttur. — Skógarsvæðið er svo stutt frá bænum, að það er ekki nema rnátulegur skemtigangnr þangað á sunnudögum. Skógræktarmaður- inn gefur beztu vouir um, að eigendurnir fari að hafa ánægju af fyrirtæki sínu eftir ein 6—8 ár. Póstskipið Laura kom í morgun og með þvi nokkuð af farþegum, frá Englandi og Khöfn, þar á meðal háskólakand í lækn- isfrteði Sig. Magnússon (frá Laufási), lækna- skólakandídatarnir Ingólfur Gíslason, Jónas Kristjánsson og Þorbj. Þórðarson, stnd. theol. (lísli Skúlason, Valdemar Ottesen verzlm., frk. Þórdis Gruðlaugsd. sýslumanns, 0. fl. Ennfreirmr tlðindaritari frá blaðinu »Poli- tikenc i Khöfn, kand. Jörgensen; ferðast kringum land með Laura. Síðasta atrennan. Síðasta óyndisúrræði afturhaldsliðs- insins til að gera stjórnarbaráttu vora enn áraneurslausa, bótt búið væri nú loks að afgreiða málið frá þinginu í frumvarpsformi, var að reyna að fá neðri deild til að verða tvísaga — til að taka aftur atbvæði það, er hún hafði fyrir skemstu greitt með stjórn- arakrárfrumvarpinu. það ætlaði að fá hana til að samþykkja og senda frá sér þingsályktun þess efuis. fjoir komu sinn með hvora tillög- una i þá átt, mágarnir vestfirzku, þm-i Snæfellinga og 2. þm. Isfirðinga, sem allir vita að eru höfuðmeðbjálparar landshöfðingja í þeirri lofsamlegu iðju, að koma allri stjórnarbót fyrir kattar- nef, og halda sem lengst í þetta stjórn arástand, sem nú eigum vér við að búa. • Tillaga Snæf.þm. var svo látandi: Neðri deild alþingis skorar á stjórn- ina, að leggja fyrir næsta þing frum- varp til stjórnarskipunarlaga fyrir ís- land, er veiti þjóðinni ríflegri bætur á stjórnarfari hennar og innlendari stjórn en farið er fram á í frumvarpi því, er nú er samþykt í þáðum deildum, en útkljáð var í neðri deild áður en kunnugt var orðið um stjórnarskiftin í Danmörku. Hiun (H. H.) kemur því næst með svofelda umbót á smíð mágs síns og félaga: Neðri deild alþingis skorar á stjórn- ina, að leggja fyrir næsta alþing frum- varp til stjórnarskipunarlaga um hin sérstaklegu málefni íslaDds, er komi í stað frumvarps þess um breyting á stjórnarskránni, er nú er samþvkt af báðuiri deildum alþingis, en útkljáð var í neðri deild, áður kunnugt var orðið um stjórnarskiftin í Danmörku, og 80 í því frumvarpi skipað fyrir um alinnlenda stjórn, eftir því sem frek- ast má við koma án þess skert sé eining ríkisins, eður að minsta kosti sú breyting gjörð á fyrirkomulagi hinnar æðstu stjórnar í sérmálum ís- lands, að hér búsettur, innlendur mað- ur, er mæti á alþingi og beri ábyrgð á allri stjórnarathöfninni fyririnnlend- um dómstóli, hafi yfirstjórn sérmál- anna á hendi. Dm þessar tillögur, með nokkrum smábreytingum, spunnust í fyrra dag allmiklar umræður og snarpar, og jafnframt um þá tillögu frá stjórnar- bótarmönnum, að fela stjóruarskrár- nefndiuni í neðri deild að semja í þeirra stað ávarp til konungs. Svo lauk, að báðar tillögurnar voru feldar, og sömul. að senda konungi ávarp frá Nd. Lárus H. Bjarnason: þegar stjórn- arskrármálið var hér til umræðu, voru nálega allir samdóma um það, að það fullnægði ekki þörfum þjóðarinnar. Formælendur frv. þess, er samþykt var, kváðust hafa farið svo skamt af því, að engin von væri um meira. Andmælendur þess vouuðust eftir frjálslyndri stjórn og bjuggust við, að húu mundi gefa oss miklu meiri bæt- ur á stjórnarfarinu, höfðu það eftir ýmsum helztu mönnum vinstrimanna. þess vegna fóru þeir lengra í 10 manna frumvarpinu og breytingartillögum við frv. meiri hlutans. f>á var enginn á- nægður, því síður nú. Vór vitum, að hin nýja stjórn vill oss vel, en getum ekki búist við, að hún veiti oss meira en hún er beðin um. Alt er því undir því komið, að hún fái að vita sannar óskir þingsins. Efri deild bar ekki giftu til að láta málið óútrætt, þótt á hana væri skorað. Nú getur neðri deild bætt úr skák, ef hún vill segja satt. Tillagan ér borin fram í því skyni einu að gefa stjórninni rétta hugmynd um \ilja þmgsins. Breytingartíllaga H. H. er ákveðnari og flokksbræður ræðumanns vilja hana engu síður. Onnur breytingartill. er um ávavp til konungs. Ræðum. er ekkert kapps- mál, hver búningurinn er við hafður, en telur þingsályktunarleiðina vænlegri og réttari. Vér eigum enga heimting á að konungur svari oss. En stjóruin er jafningi vor og vér eigum heimting á, að hún svari. Dr. Valtýr Guðmundsson: Eg furð- aði mig á þessari þingsályktunartil- lögu, þegar eg sá hana, því að eg kannaðist ekki við, að það væri þing- leg aðferð að senda þingsályktun í sama máli, sem frv. hefir verið sam þykt um. Reyndar er það satt, að vér höfum lítinn stjórnmálaþroska, litla þingmálaæfingu. En þetta stafar þó að líkindum af því, hve margir þingmenn eru nýir í þetta sinn. Svo er efnið. Sérstakl. vill ræðum. minnast á breytingartillöguna, sem flutningsm. taldi flokk sinn ánægðan með. Hún fer í öfuga átt við það, sem samþylct hefir verið, afturkallar það, sem þingið hefir afgreitt. Hún der fratu á það, að þingið standi tví- saga, segi eiua stundina þetta, aðra stundina hitt. Flutningsm. taldi ástæðu til að bú ast við rfflegri umbótum vegna þeirrar breytiugar, sem nú' er orðin á stjóru- inni í Kaupmannahöfn. Eg veit ekki, á hverju hann byggir þær vonir. Eg get ekkert á því bygt, sem ábyrgðar- lausir menn kunna að hafa sagt; eg þekki suma mennina, sem í stjórninni eru, og eg geri mér ekki þær vonir, sem flutningsm. segist búa yfir. Annars tel eg ekki unt að koma á alinnlendri stjórn, nema breytt sé sambandinu, eins og það er ákveðið í stöðulögunum, eða þá að sú stjórn verði oss til tjóns og að eins að nafn- inu, eíns og sú stjórn,. er fram á var farið í frv. tíménninganua. J>ar sem nú tillögum andstæðinga vorra víkur svona við, bæði að formi og efui, þá vill stjórnarbótarflokkurinn reyna að koma málinu í betra horf og fara ávarpsleiðina. það er þingleg aðferð og alþingi hefir oft notað hana. Til samkomulags höfum við sent mann á fund flutningsmanna og farið fram á það, að þeir tækju tillögur sínar aft- ur, en að stjórnarskrárnefndin kæmi sér saman um ávarp til konungs. í því ávarpi vildum við taka það fram, að þó að alþingi hefði bundið sig við boðskap konnngs í þetta sinn, þá hefði þjóðin á undanförnum árum þrásiunis látið í ljós, að hún óskaði eftir alinn- lendri stjórn, eins og frumvörp þau, er þingið hefði samþykt 1885, 86, 93 og 94, bæru með sér; jafnframt vildum við fara þess á leit í ávarpinu, sð stjóruin léti uppi, hvort hún treysti sér til að sinna þeim óskurn þjóðar- iunar. þessari málaleitan var hafnað af andstæðingum vorum. þá komum við með þá breytingartillögu, er hér ligg- ur fyrir frá okkur, sem síðustu sam- komulagstilraun. Kkki væri unt að skýra stjórninni frá öðrum vilja þjóðarinnar utn alinn- lenda stjórn en þeim, er kom íram í hinni endurskoðuðu stjórnarskrá, sem við Ben. Sveinsson er kend. þjóðin hefir enn ekki aðhylst neitt annað fyrirkomulag á innlendri stjórn. Miðl- unin frá 1889 var barin niður. Frum- varp tímenninganna heflr aldrei legið fyrir þjóðinni. Benedizkan er hið eina, sem þjóðin hefir sýnt að hún hallist að. Én ekkert verður um það sagt, sem stendur, hvað þjóðiu vill. Ástæða er til að ætla, að hún sc nú orðin mótfallin benedizkunni. Sé svo, þá vitum vér ekkert, hvað hún mundi vilja fromur en frumvarp það, sem nú hefir verið samþykt. Gerum nú ráð fyrir, að vér kæmum til stjórnarinnar og bæðum um inn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.