Ísafold - 24.08.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.08.1901, Blaðsíða 2
f 234 lenda stjórn. Hún mundi spyrja, hvernig viðhefðum hugsað okkur hana. Einn mundi þá segjast vilja benedizk- una, annar miðlunina frá ’89, þriðji frv. tímenninganna, fjórði eitthvað ann- að og fimti frv., sem nú hefir verið samþykt. Væri það skemtilegt að standa svona frammi fyrir stjórninni og vita ekkert, nvað við viljum? En svona færi. Og stjórnin getur ekki tekið það til greina, ef við látum við það sitja að heimta innlenda stjórn, en getum enga grein gert fyrir því og ekki komið okkur saman um, hvernig sú innlenda stjórn eigi að vera. Samþykki deildin breytingartillögu ræðum., er hægt að skýra stjórninni frá, hvernig óskir þjóðarinnar um al- innlenda stjórn h a f i komið fram. Meira getum vér ekki sagt. Sinni stjórnin þeirri bendingu, getum vér fengið frumvarp frá henni á aukaþing inu. Hannes Hafstein: Mér kemur það ekki á óvart, að V. G. er á móti til- lögu minni, því að hún fer einmitt fram á það, að deildin lýsi óánægju með frumvarp hans, segi þann sann- leika, að sf fréttin um stjórnarskiftin hefði komið nógu snemma, þá hefði þetta frumvarp ekki verið samþykt. |>ingið getur vel sent konungi ávarp. En vafasamt er, hvort rétt er að senda konungi pólitisk ávörp. j?ar á móti á við að senda stjórninni þings- ályktun um málið. f>ingsályktun var send 1895, og hún hafði þann árang- ur, sem allir vita. f>á var þaS fundið þessari aðferð til foráttu, að ekki væri rétt að afgreiða stjórnarskrána nema í frumvarpsformi. En því var ræki- lega mótmælt af þingm. Vestur-Skaft- fellinga. Sjá má á ræðum hans, að hann áleit þá ekkert rangt að senda bæði þingsályktun og frumvarp um málið. Hvar stendur það í þingsköp- unum eða stjórnarskránni, að þetta megi ekki gera? Vilji deildin láta í ljósi, að sér hafi orðið skyssa á, þáer engin önnur leið til 'en þessi. V. G. sagði hiklaust, að ómögulegt væri að koma á innlendri stjórn, án þess að skerða ríkiseininguna. Hann, sem er hægri maður, ætti að tala gætilegar nú, því að nú er kom- in að ný stjórn, sem kann að líta öðrum augum á þetta. Við hinir erum alveg vissir um að fá má alinn- lenda stjórn, án þess að koma í bága við ríkiseininguna. f>að nær jafnvel ekki nokkurri átt að benedizkan komi í bága við hana. f>etta er ekkert annað en viðbára. f>að er eingöngu persónuleg skoð- un V. G., að innlend stjórn mundi verða skaðleg. Engin rök hafa heldur verið færð fyrir því, að frv. tímenning- anna mundi gera skaða, né .því, að það komi í bága við ríkiseininguna. Aðfinslurnar við það hafa verið út í loftið. Um það fer eins og annað gott: fyrst mætir það mótspyrnu og er skammað, en svo vex það eins og stormurinn, sem þýtur í laufinu. Með því væri stigið stórt spor áfram. Ræðum. endurtekur það, að ekkert sé móti því að senda konungi ávarp. En það er alt annað en það, sem hér er um að ræða og því hefði átt að vísa frá þessum umræðum. Skúli Thóroddsen: Eg furða mig á því kappi, sem sýnist vera komið í málið. Út af ummælum H. H. um, að ekki ætti við að setja pólitík inn í ávarp til konungs, skal eg taka það fram, að það er algerður misskilning- ur. Konungi er ekki sent ávarp öðru vísi en sem konstítútiónellum stjórn- anda, enda hafa ávörp þingsins til konungs hingað til lotið að stjórnar- skrármálinu og óskum þjóðarinnar því viðvíkjandi. L. B. tók fram, að meiri hluti deild- arinnar væri óánægður með frumvarp- ið. f>að er ekkert annað en ósannað- ur sleggjudómur. Meiri hluti honnar samþykti frumvarpið í því fullu trausti, að það næði staðfesting og með þeim vilja, að það fyrirkomulag kæmist á, sem þar er fram á farið. Yið lítum öðrum augum á stjórnar- farið en andstæðingar okkar. f>eim þykir ekkert að því, og þess vegna er engin von, að þeirn liggi neitt á, þeg- ar um breytingar á stjórnarfarinu er að ræða. f>að sýnir sig, þegar eitt- hvað er að stjórnarfarinu fundið. f>ær aðfinslur koma aldrei úr þeirra flokki. Við finnum, hvernig stjórnarástandið er, og að við v e r ð u m að fá því breytt sem fyrst. Engu er spilt, þó að vinstrimenn gefi aukaþinginu að sumri ekkert í skyn um það, að þeir vilji fallast á frekari breytingar. því að hvenær sem þmg- ið getur komið sér saman um þær breytingar og ráðgjafi vor verður fá- anlegur til að sinna þ im, þá er ekk- ert því til fyrirstöðu, að þeim verði framgengt. Standi vinstrimenn við þau meginatriði í stjórnmálum, sem þeir hafa barist fyrir, þá verður ekki örðugt að koma á þeirn breytingum, sem þingið kemur sér saman um. Nú getum vér ekki komið oss saman um neitt annað eu það, sem vér höfum samþykt. Er þá ekki betra að taka því, sem er til bóta og vér höfum komið okkur saman um? Andstæðingar vorir vilja stofna þessu máli í töluverðan voða, hætta við þetta, sem samþykt hefir verið, og svo veit enginn, hvert við eigum að stefna. Okkur dugir ekki að hrópa á innlenda stjórn, ef við vitum ekkert, hvernig henni eigi fyrir að koma. Eg fyrir mitt leyti hefi enga trú á að við fá- um innlenda stjórn, nema við fáum jarl eða landstjóra. Vilji vinstrimenn veita 088 stjórn með því fyrirkomu- lagi, skal eg vera fyrstur manna, en ekki síðastur, til að þiggja haDa. Til þess að nú að afstýra því ekki, að þjóð vor geti fengið rlfari sjálfstjórn, ef þess er nokkur kostur á annað borð, hefir vor flokkur lagt það til, að deild- in sendi konungi ávarp, þar sem vikið sé að frekari óskum þjóðarinnar. En þetta vilja hinir ekki. f>eim nægir ekkert annað en það að ónýta starf þingsins í málinu. f>að eitt vakir fyrir þeim að glepja þjóðinni sýn, eins og blað eitt hér í bænum er stöðugt að reyna, koma þeim misskilningi inn hjá mönnumj að þeir einir vilji veita þjóð- inni sjálfstjórn. f>að er alt saman ryk, sem þyrlað er upp í því skyní, að rifr- ildið geti haldist áfram. Eg vil þess vegna biðja deildina að hugsa sig vel um, áður en hún fellir tillöguna um ávarp til konungs. 'Geri hún það, munu allar tillögur falla, og frá sjónarmiði andstæðinga vorra hlýtur það að vera illa farið. f>á íer sem sé ekkert héðan til stjórnarinnar annað en frumvarpið. En fái konung- ur slíkt ávarp sem það, er vór bjóð- umst til að senda, þá hefir stjórnin fylstu hvöt til þess að taka alt málið til rækilegrar íhugunar. En falli all- ar tillögurnar, getum vér ekki búist við öðru frá stjórninni en yfirlýsingu um frumvarpið. Ldrus H. Bjarnason: Leiðin, sem við viljum fara, er hvergi bönnuð í stjórnar8krá né þingsköpum. Hér stendur einstaklega á: deildin lét frá sér fara frv., sem hún var óánægð með. f>ess vegna verður að grípa til óvenjulegra ráða. f>egar V. G. skýrði frá samkomu- lagstilboði flokksbræðra sinna, gleymdi hann aðalatriðinu. f>eir neituðu að láta þess getið í ávarpinu, að deildin hefði ekki farið lengra en hún fór í kröfunum að eins vegna þess, að hún hafði ekki vitað um stjórnarskiftin. Yið höfum alt af viljað samkomulag og alt af látið draga okkur á eyrun- um. f>að er ekki satt, að við viljum gera þingið tvísaga. Við viljum að eins láta stjórnina vita hið sanna. Um ummæli vinstrimanna er það að segja, að nokkur ástæða er til að taka mark á því, sem mennirnir hafa sagt skömmu áður en þeír komu til valda. Við höfum boðið að senda nefnd á fund stjórnarinnar úr báðum flokkum. Andstæðingar okkar segja, að hún mundi ekki geta orðið sammála. Eg held nú, hún geti það. En hvað gerði það til, þó að hún yrði ekki sammála? Aðalatriðið er að fá svar frá stjórninni um það, hvað við getum fengið. Enginn lögfróður maður skilur það, að alinnlend stjórn þurfi að koma í bága við eining ríkisins. f>au mót- mæli, sem komið hafa fram gegn 10 manna frv., eru misskilningur. fúngið hefir ekki viljað þetta frv. Og þjóðin er ekki ánægð með það, að eins viljað ganga að því, ef ekkert betra fengist. V. G. hefir alt af boð- ið það minsta, en fært sig upp til- neyddur. Og lítils er vert um þær bætur, sem frv. hans hefir tekið. Ræðum. neitar því, að hann sé á- nægður með stjórnina. En hann sér enga ástæðu til að Ieggja hana í ein- elti. Guðl. Guðmundsson vill gera athuga- semd við formhlið málsins. f>essum tillögum víkur öðru vísi við en stjórn- arskrármáls-tillögunni 1895. Hann kom ekki fram í neðri deild fyr en efri deild hafði sama sem felt stjórnarskrár- frumvarpið. Við getum ekki samþykt í sama málinu tvær lögformlegar álykt- anir, sem fara í gagnstæðar áttir. Umræðurnar hafa ekki gefið tilefni til að fara mikið út í málið. H. H. þykir sinn fugl fagur og hann hefir gert nokkuð mikið úr kostum tímenn- ingafrumvarpsins, en lítið úr aðfinsl- unum við það. Reykjavíkurráðgjafinn yrði settur skör lægra en Khafnar- ráðgjafinn og fyrirkomulagið mundi fara í bága við einingu ríkisins, eins og stjórnin skilur hana. En hér er annað meira og dýpra, sem á milli ber. Andstæðingar okkar vilja annaðhvort halda öllu óbreyttu eða fá hingað ráðgjafa. En yfir þeim ráðgjafa hugsa þeir sér aðra stjórn er- lendis. f>eir vilja gera stjórnina hér sem öflugasta og einvaldasta inn á við, andspænis þjóðinni; en þeir vilja hafa hana öðrum háða út á við. f>etta er skökk stefna. Okkar stefna er sú, að hafa sem fæsta milliliði milli þingsins og kon- ungs og hafa þá engu háða nema þiugi og þjóð. Aðrir vilja efla embættisvaldið gegn þjóðinni. Við viljum draga það undir þingið og gera það óháð öllu öðru. Tillögur andstæðinga vorra fara fram á það að deildin lýsi yfir því, að hún sjái eftir að hafa samþykt frumvarpið. Sú krafa er alveg í lausu lofti og það gengur ósvífni næst að fara þess á leit við menn, sem samþykt hafa frum- varpið með opnuin augum, að þeir fari að lýsa yfir því, að þeir hafi greitt atkvæði eins og börn. Mér dettur ekki í hug að deildin fari að óvirða sig með bvo barnalegum hringlanda- hætti. L. B. gerði lítið úr þeim umbótum, sem orðið hafa á frv. síðan 1897. Hann gerir lítið úr því að rýmkað er um kosningaréttinn og lítið úr þeirri breytÍDg á efri deild, að þjóðkjörnir menn verða þar alt af í meiri hluta! Alt af hefir verið látinn uppi skýr fyrirvari um það, að allar sjálfstjórn- aróskir þjóðarinnar væru ekki fólgnar í þessu frv. J>ess vegna getur ekkert verið því til fyrirstöðu, a.ð þingið 1903 hreyfði kröfum um breyting á sam- bandinu við Danmörku, jafnvel þótt þetta frv. verði staðfest. En í hinu er ekkert vit, að hleypa málinu enn í voða, jafnvel þótt allir viðurkenni, að hér sé um miklar umbætur að ræða. Ldrus H. Bjarnason vill leiðrétta þau ummæli G. G., að flokksbræðui; hans vilji gera innanlandsstjórnina háða útlendu valdi. Hvaðan hefir þingmaðurinn þetía? (dr. V. Guðm.sonr 10 manna frv. sýnir það.). Ráðgjafinn í Khöfn á ekkert að vera annað en varaskeifa, umboðsmaður Reykjavíkur- ráðgjafans, og annars bera fram ó- merkilegustu mál. Dr. Valtýr Guðmundsson: H. 11. spurði, hvar það stæði í þingsköpun- um, að það væri óþinglegt að senda tvær gagnstæðar, lögformlegar álykt- anir um sama málið. f>að stendur hvergi. En það liggur í hlutarins eðli. Engum hefir dottið í hug að banna slíkt, af því að það kemur ekki fyrir á nokkuru þingi. f>ví hefir þegar verið svarað, hvers vegna ekkert sé því til fyrirstöðu, að vér sendum konungi pólitískt ávarp. Hvað ætti líka að vera að því, þegar konungur sendir þinginu pólitískan boðskap? Hver heilvita maður sér, að það er ekki nema sjálfsagt. Stöðulögin gera ráð fyrir, að æðsta stjórn Islandsmála sé í Khöfn. Með- an þau gilda, og meðan þau eru skilin eins og hingað til, getum vér ekki fengið alinnlenda stjórn. En auðvitað má reyna að fá þeim breytt. Mér er brigzlað um, að eg sé hægri- maður. Hvernig hefir þá hægristjórn- in stutt það mál, sem eg hefi barist fyrir? Flestir konungkjörnir menn eru móti. Landshöfðingi hefir lýst því yf- ir, að hægrimanna-stjórnin staðfesti ekki. Er eg þá að reka erindi hægri- manna stjórnar? |>að eru hinir, menn- irnir, sem spyrna móti öllum breyt- ingum, sem eru hægrimenn í islenzk- um málum. En þeir eru ekki svo hreinlyndir, að þeir vilji verja þessa stjórn, sem þeir eru að halda í, af því að þeir þurfa að blekkja þjóðina. H. H. sagði, að aðfinslur við frv. tímenninganna heíðu verið »út f loft- ið«. Hann notar nokkuð mikið það orðatiltæki. í sumar sagði hann á þingmannafundi, að tíu manna frum- varpið hefði verið »tilraun út í loftið«. (Hannes Hafstein: Osatt! Ymsir þingmenn: Nóg vitni!) Flokksbræður mínir neituða að segja í ávarpi til konungs, að frum- varpið hefði eingöngu verið samþykt af því að ókunnugt var um stjórnar- skiftin. |>ví að það hefði verið ósatt. Landshöfðingi og flokkur hans full- yrti, að frumvarpið yrði ekki samþykt af stjórninni, sem nú erfarin. Frum- varpið var samþykt, af því að boð- skapur konungsfvarð ekki skilinn öðru- vísi en svo, að hann mundi taka sér annan ráðgjafa, ef þáverandi ráðgjafi réði frá staðfesting á frv., sem hald- ið væri á samningagrundvellinum, og jafnframt var það samþykt með von um vinstrimannastjórn. Síðustu kosningar sýna það, að þjóð- in vill una við þetta frumvarp. Og allar kröfur, sem komið hafa fram á þingmálafundum á þessum grundvelli, hafa verið teknar til greins, að eitt hvað tveim fundum undanteknum. J>að er sjálfsagt að færa sig upp á skaftið, samkvæmt kröfum þjóðarinn- ar. Eða er hin aðferðin betri, að byrja með benedizkunni, og komast svo ofan í óskapnaðinn í frumv. tí- menninganna? Ráðgjafinn í Khöfn á ekki að vera annað en varaskeifa, segir L. B. Frv. sjálft segir, að hann skuli afgreiða þau mál, er eigi má fresta. Og sjálf- ur sker hann úr því, hverju megi fresta. Hann hlýtur að skrifa undir mikið af lögum og stjórnarráðstöfun- um. Ábyrgðin er bundin við undir- skriftina. f>ess vegna lendir ábyrgð- in á Khafnarráðgjafanum fyrir alt, sem hann skrífar undir. Hannes Hafstein: það á ekki við að senda konungi flokksmál. Og þetta er flokksmái. J>eir, sem eru með okk- ur, vilja fá frekari stjórnarbót, hinir vilja það ekki. Ræðum. neitar því

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.