Ísafold - 31.08.1901, Page 3

Ísafold - 31.08.1901, Page 3
1 vísi stendur á en gert er ráð fyrir í næstu grein á undan, greiðíst úr sjóði hrepps þess eða kaupstaðar, er hlut á að máli. ð. gr. Nú verður sauðkind sjúk með þeim hætti, að kláði kann að vera, og skal þá sá, er kindina hefir undir hendi, tafarlaust segja hreppstjóra eða aðstoðarmanni hans til um það, enda einangri fjárhafi kindina þangað til næst til annarshvors. 6. gr. Nú brýtur einhver lög þessi, tilskipun um fjárkláða og önnur næm fjárveikindi 5. janúar 1866 eða tilskip- un um viðauka við nýnefnda tilskipun 4. marz 1871, og verður hann þá út- lægur ð—200 kr., er renni í sýslusjóð þar, sem brotið er framið, enda sé far- ið með mál út af slíkum brotum sem almenn lögreglumál. 7. gr. Ákvæðin í 3. gr. tilsk. ð. janúar 1866 eru úr gildi nutnin að því, er snertir niðurjöfnun á þóknun fyrir störf hreppstjóra og aðstoðarmanna þeirra, samkvæmt 1. og 2. gr. tilskip- unarinnar. Jafnframt er seinni máls- grein í 6. gr. nefndrar tilskipunar og sektarákvæðin í 7. gr. feld úr gildi. Búnaðarstyrks-reglur. þessar nýjar reglur um skilyrði fyr- ir styrkveitingum til búnaðarfélaga hefir alþingi sett og samþykt í sumar. Alþingi ályktar, að skilyrði fyrir styrkveitingu úr landssjóði til búnað- arfélaga og reglur fyrir úthlutun styrksins, skuli, þangað til alþingi gerir nýjar ráðstafanir, vera á þessa leið: A. Almenn skilyrði. 1. Að 8 menn eða fleiri í félagi hverju hafi á næsta ári á undan því, er Btyrkurinn er veittur, unnið að jarðyrkjustörfum þeim, er til greina eru tekin við styrkveitingu samkvæmt eftirfylgjandi reglum, og að félagið hafi á nefndu ári unnið að |ninsta kosti 12 dagsverk fyrir hvern búartda, sem í félaginu er, að nefndum störf- um. 2. Að félagið hafi sett sér lög og stjórn. 3. Að bónarbréf um styrkinn sé stíl- að og sent til landshöfðingja; skulu því fylgja: a. Afrit af lögnm félagsins í eitt skifti (næsta ár) og síðan í hvert sinn, er efnisbreyting er gerð á þeim. b. Reikningur um tekjur og gjöld félagsins síðastliðið félagsár. c. Skýrsla um unnar jarðabætur í félaginu á síðastliðnu félagsári, útgefin af stjórn félagsins. Skal skýrslan samiu eftir formi (ske- ma), er landshöfðingi semur og úthlutar, og tiltaka stærð hverr- jarðabótar, svo og dagsverka- tölu hjá hverjum félagsmanni. 4. Að skoðunarmaður, er sýslunefnd eða bæjarstjórn hefir til nefnt, rann- saki og mæli allar þær jarðabætur, er í skýrslu eru teknar, og votti á skýrslunni, að þær séu, þar rétt taldar, vel af hendí leystar samkvæmt til- gangi sínum, og hlíti að öðru leyti þeim skilyrðum, er sett eru fyrir styrkveitingu. Skoðunarmenn þessir skulu eigi fleiri vera en 3 í sýslu hverri. B. Reglur. 1. þessar jarðabætur skulu .teknar til greina við styrkveitingu: a. Túnasléttur (þaksléttur og grón- ar flag8léttur). b. Sáðreitir, ný-yrktir (flatarmálið). c. Gripheldar girðingar um tún, sáðreiti, fjárbæli og engi, svo og hestaréttir. 243 d. Varnarskurðir, gripheldir. e. Flóðgarðar (uppistöðugarðar) f. Stíflugarðar. g. Vatnsveitingaskurðir. h. Lokræsi. i. Áburðarhús og Iagheldar safn- þrór með þaki. Endurbætur á gömlum jarðabótum, þeim er búnaðarfélag hefir stutt að, skal eigi telja á skýrslu, né heldur þær jarðabæiur, sem eigi eru full- gerðar samkvæmt reglum þessum. 2. Jarðabætur skulu lagðar í dags- verk þannig: a. Túnasléttur 12 □ Eaðm. b. Sáðreitir byltir og blandaðir 20 □ faðm. c. Girðingar gripheldar: 1. Grjótgarðar einhlaðnir 4' á hæð 4 faðmar. 2. Grjótgarðar tvíhlaðnir 4' á hæð 2 faðmar. 3. Grjótgarðar úr höggnu grjóti 4' á hæð 1 faðmur. 4. Garðar úr torfi og grjóti 4' á hæð 3 faðm. 5. Garðar úr torfi 3' á hæð 4'—5' á breidd að neðan 4 faðm. 6. Vírgirðingar með að minsta kosti 3 strengjum, og vírnets1- girðingar, 3 feta háar, með járnstólpum og tryggri undir- stöðu ð faðmar d. Varnarskurðir 6'—7' á breidd, 2'—3' á dýpt og garður hlaðinn á bakkann 2'—3' á hæð 5 faðm. e. Flóðgarðar 2ð0 ten.fet. f. Stíflugarðar lðO ten.fet. g. Vatnsveitingaskurðir: 1. Einstungnir ðOO faðmar. 2. Tveggja feta djúpir 400 faðm. 3. þriggja feta djúpir 350 faðm. h. Lokræsi: 1. Með grjóti (malræsi) 3 faðm. 2. Með hnaus (holræsi) 6 faðm. 3. Með pípum (pípuræsi) 4 faðm. i. Áburðarhús og þrór: 1. Áburðarhús (ð—6’ vegghæð) 80 teningsfet. 2. Safnþrór úr grjóti steinlímdar ðO ten.fet. 3. Safnþrór úr öðru efni 100 ten. ingsfet. 3. Styrkveitingar skal miða við dagsverkatölu, er að framangreindum jarðabótum hafa verið unúin í félagi hverju næsta almanaksár á undan því, sem styrkurinn er veittur. 4. Bónarbréf um styrkinn eiga að vera komin til landshöfðingja fyrir 1. ágúst það ár, sem styrkurinn er veittur. C. Til skýringar skoðunarmönnum. 1. Jarðabætur, sem eigi mega full- gerðar teljast, eru meðal annars: sáð- garðar, fjárbæli og bestaréttir, ef girð- ing er eigi komin gripheld á alla vegu. 2. Sé girðing eigi gripheld að áliti skoðunarmanns, enda þótt hún að hæð og breidd fullnægi reglum þess- um, og skal hún því að eins fullgerð talin, að hún sé gerð gripheld með vírstreng, eður á annan jafntryggan hátt. Sama gildir og um varnar- skurði (sbr. B. 2. d.). 3. Með tvihlöðnum grjótgörðum má telja þá garða, er hafa sjálfstæða hleðslu úr grjóti varnarmegin, en upp með henni tryggilega torfhleðslu. 4. ÍJr torfi og grjóti eru þeir garð- ar taldir, er hafa grjót og torflög á víxl. 5. Hestaréttir teljast því að eins til jarðabóta, að þær séu við tún eða bæ og tilheyri heimilinu. 6. Undirstöðu vír- eða vírnetsgirð- ingar má því að eins telja trygga, að járnstólparnir séu festir í berg eða stöðuga undirBtöðusteina, eða á annan hátt svo um stólpana búið, að þeir eigi raskist, þótt gripir ráðist á girð- inguna. Vírgirðingar má því að eins taka gildar, að þær séu gerðar úr gadda- vír eða galvaníseruðum þml. gild- um járnvír. 7. Stíflugarðar teljast allar fyrir- hleðslur í ár, læki, farvegu, jarðföll eða síki, enda sé þær meíri að hæð og þykt en venjulegir flóðgarðar. 8. Með rúmmáli áburðarhúsa skal eigi telja risið né það rúm annað, sem \era kann ofan við 6 feta vegg- hæð (innanvert). 9. Lagheldar safnþrór t -ljast, auk þeirra, sem steinlímdar eru, þær, sem eru annaðhvort alþiljaðar, eða þéttar með vatusheldum leir í botuinn og hlaðnar tryggilegri torfhleðslu (streng) alt í kring upp í gegn. Raddir frá almenningi um stjórnarskrármálið Bréfkafli úr Húnavatnssýslu, dags. 20. ágúst. Svo sem þér getið nærri, er eg nú betur en nokkuru sinni ánægður með form og efni frumvarpsins ura breytingu á stjórnarskránni. Benedizkuna vildi eg aldrei og vildi hana ekki enn, þó að hún stæði til boða. Þér vitið, að eg var aldrei rólegur með Valtys-frum varpið, eins og það þó lagaðist í efri deild á þingunnm 1897 og 1899 — þó að eg væri ekki í vafa úm að aðhyllast fremur þá hlið málsins og alla framkomu og starf þess flokksins, sem þeim megin vann. Mér hefir alt af fundist sá flokkur líta með meiri ígrundun og rannsókn á það, hvað ó- umflýjanlega þarf að breytast, hvað bezt samsvari pólitiskum þroska þjóðarinnar og hvers vér getum vænst af Dönum, sem ekki að eins líta á rfkisheildina, heldur og — með róttu eða röngu — telja sór skylt að gæta þess, að vér ekki fyrir þroskaskort og fyrirhyggjuleysi hlaupum gönuskeið. En eins og þessir 12 menn í neðri deild gengu frá frumvarpinu, er eg á- nægður með það, og eg óska, að ógæfa lands og þjóðar só eklti svo mikil, að enn takist þeim andstæðingum vorum, sem ógagn eitt geta eftir sig látið liggja, að spilla eða tefja fyrir framgangi frumvarpsins. En það tek eg fram, að eins og eg er nú orðinn það ánægðastur, sem eg hefi nokkuru sinni verið frumvarp til breytingar á stjórnarskránni, þá þakka eg það engu síður hinum vitrustu og beztu mönnum úr andmælenda-flokknum. En svo verða þeir líka að gera sig á- nægða með það, sem komið er, því að anr.ars verður að líta svo á, sem gagn það, er andstæði þeirra hefir gert, hafi verið þeim ósjálfrátt, sem ekki má nein- um góðum Islendingi ætla. Meir en ÍOOO pd. af þ. á. Alþing- istiðindum hefir sent verið þessa dagana út um land með póstnm og strandskipum. Það er að eins skjalaparturinn mestallur, rúmar 100 arkir. Ekkert komið út enn af umræðupörtunum, vegna þess, að hvert mál er prentað sér, en sumir þingmenn ekki farnir i þinglok að leiðrétta ræðnr sínar frá því snemma á þingi. I>au ein lög og ályktanir frá þinginu í sumar, sem almenningi er sérstakleg nauð- syn að fræðast um, eru hér hirt i hlaðinu, og þá í heilu líki. Svo er til dæmis að taka um kláðalögin og búnaðarstyrksregl- urnar. Annars verður að láta sér lynda yfir- leitt fyrirsögnina. Með því að nú eru lítið fleiri tölu- hlöð eftir af árgangi Isafoldar (20) heldur en vikurnar til ársloka (17), hlýtur hún að koma að eins út einu sinni í viku lengst af þangað til. Um pukurs-sendiförina utan, til að bæta(!) fyrir stjórnar- skrármálinu, er afturhaldsmálgagnið að reyna að sá ryki í augu almennings, svo sem það á vanda til. Segir að það 8é H. Hafstein einn, sem sendur hefir verið og för bankastjórans eigi ekkert skylt við erindi hins, sem liafi verið að vita, »hvað stjórnin danska vildi oss frekast veita í sjálfstjórnar- kröfum vorum«. það er hvorttveggja, að ekki munu margir taka mark á því, sem aftur- haldsmálgagDÍð segir um mál þetta nú fremur eu endranær, enda er mála- leitun sú, sem felst í konungsávarpinu frá efri deild, er samið var með ráði stjórnarbótarflokksins í neðri, deild, svo ákveðin og eindregin í sörnu átt og eriudrekinn tjáist fara, að hann hefði sannarlega verið óþörf árétting í því efni. Hitt munu flestir fara nærri um, að erindið hafi í raun réttri ver- ið alt annað. Eða hvað mundu marg- ir heilvita menn fást til að trúa því, að þessi maður (H. H.), aðalmeðhjálp- ari landshöfðingja á þingi í sumar og honum manna handgengnastur að fornu og nýju, fari með það erindi, að reyna að útvega oss meiri stjórnarbót? Slíkt er nokkuð djarflegur tilbúningur. Eða hvað átti skrautritaða skjalið, sem hann fór með og þeir fólagar, að þýða, ef það hafði ekki annað að geyma en sama eða líkt efni eins og er í kon- ungsávarpinu? Og því þurfti eða þarf að halda því leyndu? því mátti eigi birta það almenningi, eins og konungs- ávarpið? |>að leynir sér ekki á neinn hátt, hve hér er um hreint að véla, eða hitt heldur. Um för bankastjórans er það að segja, að hann hafði ráðgert hana meðan sem óvænlegast á horfðist um bankamálið frá hans sjónarmiði, í því skyni auðvitað, að»bjargaþví við«,sem hann mundi svo kalla. En svo »bjarg- aði« landshöfðingi »því við« fyrir hann síðustu þingdagana, og kom þá eng- um manni annað í hug en að þá félli utanför hans, bankastjórans, alveg úr sögunni. En svo kemur það upp úr dúrnum, að hann er jafnráðinn að fara eftir sem áður, og er honum þá orðið mjög örðugt um að tilgreina erindið! þá gat enginn misskilið framar, hvar fiskur lá undir steini — sízt þeir, sem vita, hve hjartanlega hann hatar stjórnarbótina, og eins hitt, hvílíkt traust hanu hefir jafnan á sjálfum sér til málaleitana á »hærri stöðum«. Afturhaldsmálgagninu verður því til lftils alt þess óböndulega yfirklór. Fjárlög'in. Þetta var eftir um daginn af úgripinu úr þeim (þar var sú villa, að við 1200 kr. til G-uðm. Magnússo.nar lækna- kennara stóð hvort árið, en átti að vera: »fyrra árið«): Viðlagasjóðslán. Hlutaféiag á Seyðis- firði 65 þús. til að stofna klæðaverksmiðju, gegn 4°/0 í vöxtu, afborgunarlaust 5 ár, afborgist síðan á 15 árum. Til stofnunar- mjólkurhúum 20 þús. kr. með sömu kjörum, nema að eins 3°/0 í vöxtu. Þurrabúðarmönnum utan kaupstaða 15 þús. kr. hvort árið til jarðræktar og húsa- hóta, 400 kr. á mann, gegn ábyrgð sýslu- félaga og með 3l/3°/01 afborgunarlaust íyrstu 4 árin, endurborgist siðan á 20 árum. Til þilskipakaupa 30 þús. kr. hvortárið, afborgunarlaust þrjú fyrstu árin, en borg- ast siðan á 5 Úrum; vextir 3°/0. Mest 6000 kr. til hvers skips. Til skipakviar eða tveggja dráttarhrauta, svo að draga megi þilskip á land, aðra í Hafnarfirði, en hina í grend við Rvík, 30 þús. kr., afborgunarlaust 6 fyrstu árin og borgist síðan á 20 árum; vextir 4°/.0. Hirti trésm. Hjartarsyni og félögum hans 15 þús. kr. til að koma upp trésmíðaverk- smiðju i Reykjavík; afhorgunarlaust 5 ♦

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.