Ísafold - 21.09.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.09.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku Yerð árg. (80'ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/a doll.; korgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skiifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXVIII. árg Reykjavík laugardaginn 2S.. sept. 1901. 64. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. 1.0 0. F. 839278*/2 II.__________ Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafn opið hvern virkan dag -ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nad., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitals.num á þriðjud. og föstud. kl. ll —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Svems- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. ’xiv’viv Háseta á flskiskip ráðum við undirritaðir, fyrir næstkom- andi útgerðartínia (1902), upp á hálf- drætti og mánaðarkaup. Atyinnan borgast að öllu leytií peningum. Menn snúi sér til Sigfúsar Bergmann í Hafnarfirði, sem gefur nánari upp- lýsingar og semur um vistráðin. Bíldudal í ágúst 1901. P. J. Thorsteinsson & Co. Utanferðir í nýjum sið. Ekki er vel yfir látið í sögu lands vors utanferðum stórmenna hér í göml- um sið, á 13. öld, til Noregs, til að afflytja hver annan og koma sér sjálf- um í mjúkinn hjá höfðingjum, er ríki réðu þar. Mundu þær verða vinsælli á sínum tíma, utanferðirnar, sem vér byrjum á 20. öldina, til að afflytja aðallands- stjórnarvald vort, alþingi, og reyna að fá ónýttar gerðir þess í hinu mesta velferðarmáli voru, stjórnarskrár- málinu? það kann að þykja sumum djúpt tekið í árinni, að bera þetta tvent saman — bera saman utanför þeirra afturhaldsflokksforingja vorra núna í þinglok við fyrnefndar utanferðir for- feðra vorra á 13. öld. En munu þeir sjálfir, hvað þá held- ur aðrir, treysta sér til að bera á móti því, að erindið sé eða hafi verið að reyna að afstýra því, að stjórn vor í Khöfn taki nokkurt mark á samþykt- um þingsins i sumar, ekki einungis í stjórnarskrármálinu, heldur einnig í öðru hinu mesta velferðarmáli voru, bankamálinu? Og hvað er að afflytja þingið, ef það er ekki að tjá það ókunnugum yfir- drotnum vorum erlendis, að þingið viti ekki, hvað það er að gera, og ,að ekki megi eða eigi að taka mark á því, með fleira, er þann málstað styður? |>að er ótrúlegt, að ekki komi ein- hvern tima sú tíð, að slíkt hátterni verði miður vel þakkað eða þokkað af landsmanna hálfu — að þeir verði eigi alla tíð þeir sauðir, að láta bjóða sér annað eins og taka því með virktum og þökkum. jþeir sem kynnu að vilja bera brigð- ur á, að erindi þeirra H. Hafsteins og huns félaga til Khafnar núna eftir þinglokin hafi verið svo vaxið, sem hér er lýst, þurfa naurnast meira en að lesa eftirfarandi skýrslu, til að ganga úr öllum skugga. Hún er um samtal, sem danskur blaðamaður (frá Nationaltid.) hefir átt við H. H. og segir frá í því blaði 6. þ. m. H. H. byrjar á rokná-ósannindum um flokkaskipunina á alþingi. Hann Begir, að stjórnarbótarflokkurinn (flokk- ur dr. Valtýs) hafi ekki haft nema 1 atkvæðis meiri hluta á þinginu. Kunnugir vita, að stjórnarskrárbreyt- ingin var þó samþykt með 2 atkv. meiri hluta í neðri deild -og eins í efri. En 2 + 1 eru = 3, en ekki = l. Hitt þegir hann vitanlega um þar að auki, að í stað þess að hafa fylgi allrá hinna konungkjörnu með stjórnarskrár- breytingunni, sem eftir aðdraganda hennar og konungsboðskapnum í vor naumast virtist hægt að skoða öðru vísi en samkvæma hennar vilja að mpstu eða öllu leyti, þá hafði verið svo laglega spilað með þeirra kjör síð- ari árin, að helmingur þeirra í minsta lagi var henni (sjórnarbótinni) andvíg- ur. Ráðgjafinn hafði með öðrum orð- um verið látinn undirskrifa kjör þeirra í þeirri trú, að þeir væru allir sér fylgj- andi í þessu máli. Svo fimlega hafði verið við hann leikið, að vér ekki segjum: á hann leikið. En þrátt fyrir þær brellur og þvílíkar lendir mót- stöðuflokkurinn í minni hluta. Að öðrum kosti hefði meiri hlutinn fyrir stjórnarbótinni í sumar orðið hér um bil eins og 2 á móti 1. f>á bar »erindrekinn« (H. H.) fast- lega af sér og sínum flokksmönnum, að þeir sé samtíningur af embættis- afturhaldsliði og heimtufrekustu heima- stjórnarmönnum. »Vér höfum alla bændur þingsins með oss« segir hann. »Já, vér höfum nokkra embættismenn — það hafa hinir líka —; en þeir sem eru með oss, eru eindregnir fram- sóknarmenn bæði í stjórnmálum og bókmentum (baade politisk og literært radikale Mænd). Eg sjálfur er t. d. einn þar á meðal. Vér er^ kosnir sem mótstöðumenn þeirrar stjórnar- stefnu, sem hin fyrri dönsku ráðaneyti fylgdu.« — f>að eru dýrðleg sannindi, þetta! Lárus H. Bjarnason, J. Jónassen, J. Havsteen, Tr. Gunnarsson — þetta eru »baade politisk og literært radi- kale Mænd»! Og allir bændur þingsins þeirra megin! f>órður í Hala eftir því e k k i bóndi, ekki Ólafur Briem, 'og Sigurð- ur Sigurðsson ekki bændastóttar maður. En hvernig stendur hins vegar á bændafylginu, sem þeir hrósa sér af, H. H. og hans félagar? f>að vita nátt- úrlega ekki danskir lesendur og mega ógjarnan vita. En það vita kunnugir ofurvel. f>eir vita, að ’ þorri þeirra er »tryggar leifar« Vídalínsflokksins frá fyrri þingum; og þeir vita líka, eftir hvers höfði sá flokkur danzaði, — eftir hvers höfði Vídalín og hans föruneyti var látið danza, — að það var ekki andi framsóknar og 9indregins lýðvalds, er yfir þeim vötnum sveif. Hitt eru hinir nýju þingmenn Húnvetninga, menn, sem eiga kosningu sína að þakka sama þjóðar-viljanum (eða hitt heldur), sama andanum, sem talinn var ráða orðum og gjörðum Vídalíns- liðsins í stjórnarskrármálinu; því það munu þeir jafnvel sjálfir kannast við í hjarta sínu, hvað þá heldur aðrir, að Húnvetningar eiga til bændur jafn- vel svo tugum skiftir þeim snjallari til þingmensku; en það bagar, að þá skortir áminstan kost eða yfirburði. Og loks er það þingmaðurinn frá Gröf (þm. Bf.). f>að er sjálfsagt, að hann hefir jörð í ábyrgð. En að kalla hann bónda fyrir það eitt, er ekki fremur ástæða til en að telja sýslumenn með bændum, eða presta, er bú hafa. f>ví hr. B. B. er frægur búvísindamaður og fjölvitur og míkilvirkur rithöfund- ur, er búnað hefir að eins sér til hress- ingar og tilbreytingar í sínum fáu tómstundum frá annari iðju, frá vís- indalegri starfsemi sinni og ritmensku m. m. þ>m. Flóamanna fyllir vitanlega þennan sama flokk. En meðal bænda munu hvorki þeir né sjálfur hanu hirða um að fá hann talinn. — þá minnist »erindrekinn« á tiu- mannafrumvarpið, með tígulkóngun- um 2, og telur því sitthvað til gildis, sem lög gera ráð fyrir, — hverj- um þykir sinn fugl fagur —; en þó sé það ekki eftir þeirra hjarta, félag- anna, og því hafi þeir viljað láta mál- ið bíða, til þess að fá annað betra hjá hinni nýju stjórn; en hann — verst sem fyrri allra frétta um það, hvernig þetta betra eða »meira« eigi að vera vaxið! |>á fréttir blaðamaðurinn hann um, hvort hann hefði ekki meðferðis ávarp til íslandsráðgjafans nýja (Alberti). Hann kannaðist við, að svo væri, eða þá nánast umboð frá sínum flokki til að semja við ráðgjafann. (Ekki lét hann þess getið, sem hér hefir kvisast, að eitt höfuðatriði í þessu ávarpi væri að biðja um hann, H. Hafstein, fyrir lslandsráðgjafa! Hefir ef til vill haft veður af, að ekki mundi öllum þykja viðkunnanlegt, að hann s j á 1 f u r flytti slíka bænarskrá!) Við þetta tækifæri skýtur hann (H. H.) inn þeirri athugasemd, að kon- ungsávarpið, sém staðið hafi í blaðinu (Nationaltidende), hafi að eins verið undirskrifað af 6 — sex — mönnum, meiri hluta efri deildar. Eins og oft- ar í þessu viðtali, skrökvar serindrek- inn« hér blátt áfram og berum orð- um. Konungsávarpið var ekki, fremur en vant er, undirskrifað af neinum nema forseta og skrifara deildarinnar, eins og önnur skjöl frá henni. En sam- þykt var það hins vegar, ekki af 6 mönnum, heldur í einu hljóði, þ. e. af öllum, sem á fundi voru. En þeir voru 8. J?að voru 8 af 11 deildar- mönnum, auk forseta. Einn hafði til- kynt forföll frá fundi; annan vantaði hins vegar, og hinn þriðji var að vísu á fundi, en gekk út á undan atkvæða- greiðslu, hvort sem það hefir verið af tilviljun eða — að undirlagi návenzla- manns síns, sjálfs »erindrekans« (H. H.), svo sem sumir gátu til. — Afdráttarlaust fortekur erindrekinn, að nokkrar líkur séu til, að valtýski flokkurinn verðí ofan á í vor í kosníng- um til aukaþingsins! Frv. meiri hlutans (dr. V. G.) segir hann, að sér og þeim félögum virðist vera afturför, og meðal aanars mesta fjarstæða, að láta launa ráðgjafanum úr ríkissjóði. (Gizkar á, að sú athugasemd muni falla dönskum lesendum vel í geð. Hins lætur hann ógetið, að það eru stöðulögin frá 1871, þ. e. aldönsk lög, gefin út af ríkisþinginu og kon- ungi, sem svo mæla fyrir, — meðfram í notum hins mikla fjár, sem landið átti inni í ríkissjóði frá fyrri tímum og »tillagið« hrökk skamt upp f). Hann gefur í skyn, að hann og flokksmenn hans séu framfaramennirn- ir, sem byggi alt sitt traust og allar sfnar vonir á hinni úýju vinstrimanna- stjórn, en hinn flokkurinn á hægri- mannastjórninni sálugu! — Hann treystir því sýnilega, að þetta muni kitla eyru hinnar nýju stjórnar. J>egar svona er nú talað í heyranda hljóði, frammi fyrir almenningi, þá má fara nærri um, hvaS muni vera látið fjúka í einslegu tali við ráðgjaf- ana. Enda höfðu þeir ekki beðið boð- anna, félagarnir, dr. Finnur og »er- indrekinn«, eftir að þeir stigu á land í Khöfn, heldur tóku jafn-harðan stjórann á ráðherranna fund, samdæg- urs, hvers á fætur öðrum, og var eitt- hvað ekki lítið niðri fyrir. — |>að kunna einhverír að ímynda sér, sem ókunnir eru blaðasiðum, að ekki sé að henda reiður á það, sem þessi blaðamaður (í Natt.) hefir eftir »erindrekanum« (H. H.); hann geti haft það miður rétt eftir, alt samtalið. En ekki tjáir að slá því fram; því það er föst regla, að láta hlutaðeiganda

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.