Ísafold - 21.09.1901, Blaðsíða 2
254
líta yfir í próförk það, sem eftir hon-
um er haft og gera honum kost á
þeim leiðréttingura, sem hann vill.
J>á hefði og átt að vera rokinn af
honum (H. H.) hitinn, sem blaðamað-
urinn talar um að í honum hafi ver-
ið og enginn mun rengja, sem minn-
ist framkomu hans hér á þinginu í
sumar.
Kynbótastofnanir fyrir sauðfé.
Um kynbótastofnanir fyrir sauðfé
hefir Sigurður búfr. Sigurðsson skrifað
í 12. bl. »Fjallk.« þ. á.
Hann telur eina slíka stofnun æski-
lega hér í Árnessýslu, í líkingu við kyn-
bótastofnun þingeyinga. Bn hann tel-
ur óráðlegt að hafa til þessarar kyn-
bótastofnunar þingeyska fjárkynið, sök-
um ólíks loftslags, léttari landkosta
og heyja, hirðingar og húsakynna.
Eg er nú í alls engum efa um það,
að hr. S. S. er sannfærður um, að
hann líti rétt á það, að þingeyska fjár-
kynið sé óviðeigandi hér á Suðurlandi;
því hann er samvizkusamur maður,
drengur góður og hefir mjög sterkan
áhuga á öllu því, sem hann hyggur
landbúnaðinum mega að gagni koma.
En hann er maður ungur og getur því
ekki haldið þessu fram af sjálfs sín
reynslu. Hann hlýtur því að styðja
þessa skoðui^ við annara sögusögn, og
þá þeirra manna, sem ekki hafa verið
færir um, að skýra honum hleypidóma-
laust frá eða með nægri þekkingu í
þessu efni.
Árið 1858 var alls engin sauðkind til
í öllum efri hluta Árnessýslu, og þá
um haustið fengu þessar sveitir sér
fjárstofn af Norðurlandi, Gnúpverjar
úr þingeyjarsýsln. Síðan hefi eg um-
gengist þetta fé, og haft tækifæri til
að sjá, hvernig því hefir vegnað í kring-
um mig.
|>egar þessi nýi fjárstofn var kom-
inn, þá vildu nú mennirnir hirða
kindurnar sínar, og það sást þá ekki
annað en að þeir gætu það; enda báru
þær þeim svo mikinn arð, að enginn
þekti neitt líkt því áður; og svo hélt
þetta fjárkyn sér vel fyrstu 10—15
árin, að litlu eða alls engu munaði
á við fé fúngeyinga á sama tíma, í sunn-
lenzku loftslagi og veðuráttufari, með
sunnlenzku hagbeitinni og á léttu heyj-
unum, með sunnlenzkri hirðingu og
húsakynuum.
þ>etta er hægt að sanna.
En að þeim tfma liðnum fór fénu
að hnigna.
f>á var það farið að fjölga til muna
og kynbætur engar, en hafði þó nokk-
uð blandast lakara fé, helzt úr Eang-
árvallasýslu og Skaftafells. f>á fóru
bændur að sjá, að svo búið mátti
ekki standa; og þótt til þess þyrfti
langan umhugsunartíma, varð þó úr á
endanum, að sóttar voru kynbótakind-
ur norður í Bárðardal, með mikiili
fyrirhöfn og kostnaði.
Heldur nú hr. S. S., að mennirnir
hefðu gert þetta, hefði reynslan venð
búin að sýna þeim, að norðlenzka fjár-
kynið gæti ekki þrifist hér?
þ>eir voru þó búnir að reyna það.
|>essi tilraun lánaðist yfirleitt illa.
LangfleBtar kindurnar dóu úr pestinni
á fyrsta, öðru og þriðja ári; og þegar
þess er gætt, að þær voru aldrei fleiri
en 40, þá er varla til mikils að ætlast
af því, sem eftir lifði. En svo mikið
sást þó, og það niður í ;Flóa, t. d. í
Hjálmholti, Bitru, Óseyrarnési og víð-
ar, að það gerði »stórgagn«; því að fá-
um árum liðnum var féð á þessum
bæjum mörg hundruð kr. meira virði
eftir en áður.
f>ó ótrúlegt sé, þá hefir þessi kyn-
bótatilraun verið notuð sem ástæða
fyrir áfellisdómi þingeyska fjárkynsins.
f>að eru menn til, sem níða það niður
undir allar hellur; segja það hafi flutt
hingað alla kvilla, jafnvel bæði hor og
bráðapest!
f>eim er í fersku minni þessi kyn-
bótatilraun með 40 kindum; en hafa
gleymt því, að mörg þúsund af þing-
eysku fé hafa sýnt það, að loftslagið,
hagarnir og hirðingin hefir ekki verið
því til tálmunar á Suðurlandi.
f>að sem fundið hefir verið að þessu
fé með ástæðu, er, að því er pesthætt-
ara. En allir, sem af pestinni hafa að
segja, vita, að hún liggur mest í bezta
fénu, hvar sem það er og hvaðan sem
það er.
Nú er komin, ef ekki vissa, þá að
minsta kosti mjög álitleg von um, að
verjast megipestinni með bólusetningu
að mestu eða öllu leyti, og úr því er
það enginn efi, að allir þeir, sem vilja
bæta fjárkyn sitt, ættu að fá fé Bárð-
dælinga til þess, fremur öllu öðru fjár-
kyni hér á landi.
Kynbótastofnun sú, sem hr. S. S.
ræðir ura í áðurnefndri grein, kann
gjarnan góð að verða, En eg verð
að kannast við það, að eg hefi mjög
litla trú á henni, eins og hún er hugs-
uð þar. f>ví hún hlýtur að verða af-
arseinvirk í því, sem eg tel aðalatrið-
ið, en það er að kenna almenningi að
þekkja nauðsyn og nytsemi fjárrækt-
arinnar, og að vilja bæta hag sinn
með því.
Til þess eru að minni hyggju sýning-
ar með verðlaunum fyrir framúrskar-
andi skepnur eina ráðið. Verðlaunin
ættu að vera þrenn; fyrstu verðlaunin
talsvert há, en mjög sjaldgæf; þriðju
verðlaun að eins viðurkenning.
Stjórn Búnaðarfélags íslands ætti
að taka þetta að sér, sjá um hagkvæmt
fyrirkomulag og verja nokkuru af sjóði
sínum til kostnaðarins. Að öðru leyti
ætti þingið að veita fé til þessa.
Kolbeinn Eiríksson.
Klausturskólinn
í Landakoti.
I.
Margur mun halda, að Beykjavík
sé afarmerkur bær, með tilliti til þess
fjölda manna sem hér býr, er gengið
hefir í opinbera skóla, hærri og lægri,
og tekið hefir opinbert próf.
En af ávöxtunum skuluð þér þekkja
þá.
Eitt er af tvennu: annaðhvort er
hér sárfátt hugsandi fólk, eða það lifir
í einhverjum skýjaheimi, langt fyrir
ofan eða utan hið verulega líf.
Eða er orsökin enn önnur? Er fólk-
ið algerlega kærulaust?
Sama setningin ómar um land alt:
alþýðumentun vor er farin að verða á
eftir öðrum þjóðum, og þetta má ekki
svo til ganga.
f>ví er haldið hiklaust fram, að
meiri alþýðumentun sé skilyrði fyrir
því, að þjóðin eigi í raun og veru betri
daga fyrir höndum.
Vér viljum höggva sundur öll bönd,
sem hægt er að leggja á hugsunar-
frelsi manna. Vér krefjumst, að hver
einstaklingur hafi fullkomið hugsunar-
frelsi, og það með réttu.
Og jafnvel afturhaldsmennirnir vilja
/heita vinstrimenn, þó ekki sé nema að
nafninu til.
II.
Kaþólska trúboðið er komið af nýju
hingað til lands.
Trúboðið sjálft ber að láta í friði.
f>að á rétt á vernd laga vorra, eins og
önnur trúarbragðafélög, og það er
sbylda vor, að sýna trú þessari um-
burðarlyndi, þótt vér viljum ekki hall-
ast að henni sjálfir.
En það er ein tegund af starfsemi
þesBa trúboðs, sem vór megum ekki
láta sem vind um eyrun þjóta.
f>að er barnaskólinn kaþólski.
Hann byrjar að kenna í Reykjavíkur-
anda. Hann leggur aðaráherzluna á
tungumál.
f>að er ekki spurt um þá kenslu, er
veki sjálfstætt hugsanalíf, rannsabandi
athygli, víkki sjóndeildarhring sálar-
eðlisins og ali upp þroskaða einstakl-
inga með starfsömum framfaravilja,
heldur um þá kenBlu, er láti alt þetta
sitja á hakanum, jafnvel kæfi og keng-
beygi viljann, en — nemandinn læri,
nvað hundur og köttur eru nefndir á
framandi tungum!
Já, djúpt erum vér fallnir í brunn-
inn.
f>ví hve nær hefir kaþólskur skóli
starfað í sama anda og stefnt að sama
markmiði sem mentastofnanir hins
protestantiska heims?
Er ekki kaþólsk alþýða brenni-
merkt af hjátrú og fáfræði, ogþaðþví
dýpra, sem nær dregur sjálfum páfa-
stólnum?
Lítum á alþýðumentunina ;ú Ítalíu,
Spáni, Portúgal, Mexico, Mið-Ameríku
og Suður-Ameríku, þar sem kenslan er
alment algerlega í höndum kaþólsku
klerkastéttarinnar.
Hvar getur aumlegri sjón?
Lítum því næst á Erakkland, Belgíu,
Suður-f>ýzkaland, Sviss og Austurríki.
f>ar gengur stöðugur ófriður milli ka-
þólsku klerkastéttarinnar og stjórnend-
anna út af skólamálunum, og ment-
unin eykst eða minkar á víxl eftir þýí,
hvort ríkið lætur meira eða minna til
sín taka.
Lítum loks á protestantisku lönd-
in: Norður-Evrópu, Norður-f>ýzkaland,
Holland, Bretland, Kanada, Bandarík-
in, Ástralíu og Nýja-Sjáland.
f>orir nokkur að neita því, að í þess-
um löndum sé alþýðumentunin komin
lengst áleiðis?
Er nú ekki hægt að ganga úr skugga
um, að því meira vald sem kaþólska
kirkjan hafi yfir kenslumálum, þá sé
fáfræði almennings þess meiri?
En þegar hingað kemur, þá á ka-
þólski skólinn að vera fyrirmyndar-
skóli.
Bágur mætti barnaskólinn hér vera,
ef slíkt væri satt.
En sem betur fer eru þetta draum-
órar og ímyndun ein. Barnaskólinn
hér þarf ekkert að fyrirverða sig fyrir
kaþólska skólanum.
Gætum þess þó, að gera ekki ka-
þólska skólanum rangt til. Viðurkenn-
um, að hann muni dágóður nú sem
stendur.
En eru nokkur líkindi til, að svo
mundi verða, er fram í sækti?
Eru líkindi til þess, að verndari fá-
fráfræðinnar í Suðurlöndum muni verða
frömuður mentunarinnar hér á landi?
Nei; þá færi nú að verða hausavíxl
á hlutunum.
III.
Kaþólska kirbjan veit hvað hún vill.
Hún ætlar sér að standa til heimsins
enda. Hiln trúir því, að svo muni
verða, og hún breytir eftir því.
Hún getur því farið hægt, og þarf
ekki að flýta sér. Hún hefi fyrir sér
aldir og áraþúsundir. En ísland á að
verða algerlega kaþólskt land, og öll
skólamál að komast í kaþólsbu kirkj-
unnar hendur. f>að er auðsjáanlega
hennar mark og mið.
f>að var ekki mikið, sem var sér-
kennilegt fyrir kaþólsba trú, sem pré-
dibað var !• kirkjutrúboði þeirra fyrsta
árið. Nei, þá var laðað að með því,
að tala um það, sem sameiginlegt er
öllum kristnum mönnum.
Nú er búið að varpa þeirri aðferð-
inni fyrir borð.
IV.
f>ví mun svarað, að þetta snerti
ekki skólann; hann hafi engin trúar-
leg áhrif á börn þau, sem í honum
eru.
Gerum ráð fyrir, að svo sé, þó á-
stæða sé að efast um það. Hversu
lengi mun það vera?
Kaþólska kirkjan fer ekki að eins
og fífl, að hún sái kálfræi um miðjan
daginn, og leiti að gulrófunum að
kvöldi.
Hún veit, að dropinn holar steininn.
Sé hann mjúkur, þá gengur það fljótt;
sé hann harður, verður það að taka
lengri tíma.
íslendingar þyrftu að vera úr því
efni gerðir, sem þessi tímans tönn ynni
ekki á.
Kaþólsku kirkjunni er alls ekki lá-
andi, þó hún fari hyggilega að ráði
sínu. Sá er maður að meiri, sem legg-
ur eitthvað í sölurnar fyrir trú sína og
sanDfæringu.
En oss, bæjarbúum, er láandi blindn-
in og hugsunarleysið, að sjá ekki, hvar
fbkur liggur undir steini og skilja ekki
tímans tákn.
f>að má vera meiri fásinnan, að
senda börn sín í þann skóla, sem eft-
ir eðli sínu hlýtur að vera settur til
höfuðs alþýðumentuninni í landinu.
f>að er enginn efi á því, að hversu
mikið 8em kent er í skóla þessum,
þá taki hann þegar að móta ungling-
ana, svo þeir á sínum tíma geti orðíð
efni í verkfæri kaþólsku kirkjunnar, og
þó börnum þeim, sem þangað ganga
fyrst í stað, sé ekki kend kaþólska, þá
verði svo undirbúið, að hægt verði að
eigi við niðja þeirra. —
Hugsum oss þó t. d. þá biflíusögu-
sögukenslu, sem þar er veitt.
En hvað sem trúarbrögðunum líður,
þá er eitt þó víst, að með því að senda
óþroskaða unglinga í kaþólskan skóla,
eigum vór á hættu, að viljaþrek þeirra
sé lamað og einstaklingseðli þeirra
afmáð.
Blæm er kínverska fót-blemman og
annað, sem aflagar líkamann; en verra
er þó, séu fjötrar lagðir á sálina.
Hjálmar Sigurðsson.
Erlend tíðindi.
Þau eru fá söguleg, utan banatilræð-
ið við Bandaríkjaríkjaforsetann, Mc-
Kinley, 6. þ. m.; pólskur þorpari, ó-
stjórnarliði, slcaut á hann 2 skotum af
marghleypu, öðru í brjóstið, en hinu í
kviðinn, og hefir kúlann sú enki fundist
eða náðst. Þetta var í borginni Buffalo,
í New-York-ríki. Þar var forseti stadd-
ur á syningu. Morðinginn lózt ætla að
heilsa honum með handabandi. Forseta
var ekki ætlað líf fyrst eftir tilræðið,
og ekki talinn úr allri hættu, er síðast
fréttist, þótt læknar væru vongóðir
orðnir.
Af viðureign Búa og Breta ekkert
öðru n/rra sögulegt. Hafa Búar heldur
stælst en hitt fyrir harð/ðgishótan
Kitcheners lávarðar, um afarkosti þeim
til handa, er eigi hefði á hönd gengið
Breturn 15. þ. m.
Nú á loks um það leyti að vera full-
gerður friður með Kínverjum og stór-
veldunum.
Nylega kominn til Berlín Chun keis-
arabróðir frá Peking, í áskildum frið-
þægingarerindum fyrir morð v. Kettelers
sendiherra í fyrra. Hann veiktist á
leiðinni, í Sviss, eða gerði sór upp veiki
vegna þess, að honum þótti heldur hart
aðgöngu að eiga að falla fram 9 sinti-
um fyrir keisaranum í Berlín, í viður-
vist hirðarinnar. Eftir nokkurra daga
hraðskeytahríð milli kínversku stjóruar-