Ísafold


Ísafold - 21.09.1901, Qupperneq 3

Ísafold - 21.09.1901, Qupperneq 3
'255 innar og Þyzkalandskeisara varð sú mála- miðlun, að töluvert minna skyldi vera um hneigingar og ekki væru aðrir við- staddir fund þeirra keisara en túlkur. Þá batnaði Chun sóttin, svo að hann hólt áfram ferðinni, og fór alt skaplega. Dáinn er í Svíþjóð Gunnar Wenner- berg, fyrrum ráðherra (tvívegis) og nafnkent skáld og ljóðlagahöfundur (Gluntarne), á níræðisaldri. Slys varð mikið nylega á sjó við Alaskaskaga. AU-stórt farþegaskip með nál. 200 manna rakst á hafísjaka og sökk; druknuðu 60—70, en rúmum 100 bjargað. Meðal þeirra, er druknuðu, var landsstjórinn í Alaska, Ross að nafni, og fjölskylda hans, svo og skip- stjóri sjálfur. Danir hóldu fagnaðarhátið, allmikla þjóðhátíð, 1. þ. m., í Khöfn, út af ráð- herraskiftunum í sumar. Hafði verið gengist fyrir kosningu fulltrúa um land alt, 60 almúgamanna, í nefnd, er færa skyldi konungi þakkarávarp fyrir þau. Mörg þúsund manna vlðs vegar að veittu nefndinni föruneyti til Khafnar. Þar var síðan gengið í prósessíu úr Rósin- borgargarði til konungshallarinnar (Amal- íuborgar), 8—10 þús. manna, með hljóð- færaslætti og annari viðhöfn. Þar flutti bóndi einn tir nefndinni konungi ávarp- ið, en hann svaraði mjög ljúflega. Við- statt var þar margt skyldfólk konungs, þar á meðal auk Friðriks konungsefnis, Georg Grikkjakonungur, Alexandra Engladrotning og Dagmar keisaramóðir frá Rússlandi, og áttu tal við ávarps- nefndina. Eftir það hófst þjóðhátíðin í Rósinborgargarði, og stóð til kvelds með miklum fagnaði. Þar komu 50—60,000 manna. En borðhald í hertamningar- skálanum fyrir 2500 manna. Þar flutti meðal annara Deuntzer yfirráð- gjafi snjalla ræðu, um stefnuskrá hins nýja ráðneytis. Nikulás Rússakeisari kom til Dan- merkur degi síðar. Og von á Játvarði Englakonungi bráðlega. Nikulás ætlaði að bregða sér snöggvast til Prússlands að hitta þar Vilhjálm keisara; hverfur svo aftur til Danmerkur. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Samþ. á fundi 19. þ. m. við 2. umr. fjárhagsáætlun um árið 1902 með litlum breytingum Fjárhagsnefnd falið að gera tillögu um ráðstöfun eftirleiðis á Stekkjarkots- túni, er fellur til bæjarstjórnar úr leigu- haldi Bernhöfts bakara. Bæjargjaldkera leyft að hafa fyrst um sinn skrifstofu í húsi sínu við Smiðju- stíg, með því skilyrði, að hann hafi hana opna umfram það sem verið hefir kl. 5—7 síðdegis. Barnaskólakensla veitt ókeypis næsta vetur 46 börnuni að öllu leyti og 23 að hálfu. Landlækni J. Jónassen veitt 1909 ferh.faðma viðbót við erfðafestuland hans á Melunum, gegn 5 álna eftir- gjaldi af dagsláttu; og Helga Zoéga 1338 ferh.faðma viðbót hjá Sauðagerði gegn 6 álna eftirgj. af-dagsl. Jóni Þórðarsyni kaupmanni og Þórði Þórðarsyni bónda í Lauganesi veitt land til erfðafestu til ræktunar sunnan við Laugarnestún að Laugalæknum og vest- ur að Spítalastíg, svo að 20 faðma breið rænm só þar í milli, gegn 10 álna ár- gjald eftir dagsl. Nokkrum mönnum gefin eftir auka- útsvör og skólagjöld að nokkru eða öllu. Samþyktar ýmsar brunabótavirðingar: hús Guðm. Guðmundssonar og Guðm. Þorleifssonar við Bergstaðastr. 5707 kr.; Guðjóns Jónssonar og Hildibrands Kol- beinssonar á Hákotslóð 5490 kr.; Páls Hafliðasonar við Ingólfsttræti 4417; Jóns Teitssonar við Bergstaðastr. 3977; Otta Guðmundssonar við Vesturg. 3140; Ellerts Schram við Brb.stíg 2885; Gunn- ars kaupm. Einarssonar við Tjarnar- götu 2700; Jóns Bjarnasonar við Bræðraborgarstíg 2390; Guðj. Gíslason- ar við Hverfisg. 2385; Péturs Þorvarðs- sonar á Helgastöðum 1955; GíslaMagn- ússonar í Eskihlíð 1915; Þórðar Breiðfj. Þórðarsonar við Kaplaskjólsveg 1760; Geymsluhús verzl. Godthaab (Austurstr. 16) 1221. Sigling. Þessi kaupför hafa hingað komið til bæjarins þennan mánuð: Septbr. 6. »Waldemar« (88, 76; Albertsen) frá Liver- pool með salt til W. Fisehersverzl 11. »Thor« (212, 62; H. C. Hansen) frá Gran- ton með kolafarm til J. P. T. Bryde. S. d. »Minna« (76, 31; P. Ostmann) frá Hamborg með ýmsar vörur til B. Kristjánssonar. 14. »Emanuel« (217, 10; J. Amundsen) frá Methil með kol til W. Ó. Breiðfjörðs. 16. »Ferona« (131, 96; Pettersen) frá Mandal með timbur til B. Guðmundssonar. S. d. »Alliance« (79, 61; Hansen) frá Dysart með kol til G. Zoéga. 18. s/s »Hermes« (210,45; L. Vaaland) frá Leith með kól og olíutil verzl. Edinhorg. S. d. »August« 1 (77, 95; N. H.^ Drejo) með salt frá Liverpool til H, Th.A. Thomsen 20. s/s »ísafold« (193,78; N. M. Jensen) frá Khöfn með ýmsar vörur til J. P. T. Bryde. Póstgufuskip Vesta kom 17. þ. m. að kveldi frá útlöndum og Austfjörðum. Frá Khöfn komu með henni stúdentar þeir og kandídatar, er sótt höfðu kristil. stú- dentafundinn í Leekö í Sviþjóð, þar á með- al Sigurbj. Ástv. Gíslason, er dvalið befir erlendis frá í fyrra. Prestvígsla á að fara fram á morgun í dómkirkjunni: 3 kandidatar að vígjast. Engin síðdegisguðsþjónusta á morgun vegna prestvigslunnar. Strandb. Skálholt kom í fyrra dag að morgni norðan um land og austan, með um 200 farþega. Þeirra á meðal var Kristjáu Þorgrimsson kaupm., kand. Stefán Kristins- son (til vigslu) o. fl. Mikið ódæði! Afturhaldsmálgagnið talar um það í gær sem mikið ódæði, er dr. Valtýr sé valdur að, að i þýðing þá af konungsávarpi efri deildar, er birtist í Nationaltid. 4. þ. m., vanti eina setningu; talar um það svona hér um bil eins og það sé visvitandi skjalafals! Hlutdeild dr. V. í þessu ódæði er sú, eft- ir því sem sjálft blaðið (Natt.) skýrir frá, að hann (V. G.) hefir lánað manni úr rit- stjórninni ávarpið á frummálinu, islenzku, en ritstj. síðan látið snara því á dönsku handa blaðinu. Nú er tvent, til: að setningin, semí vant- ar, hafi fallið úr hjá þýðandanum, eða a ð það hafi ekki verið réttur texti af ávarp- inu, sem ritstj. fekk í hendur, og er það liklegra — sem sé verið ávarpið eins og það var fyrst prentað, og margir þm. munu haft hafa milli handa, og meira að segja alls eigi vitað af þeim nauðalítilfjörlega viðauka, sem gerður var við það fyrir lukt- um dyrum siðasta þingdaginn, sama daginn sem póstskip lagði á stað með dr. V. G. o. fl. þm. Setningin, sem úr hefir fallið, eru þessi stórvægilegu orð: »Enda hefir þessi skoð- un komið fram á þingi í sumar hjá mörg- um þingmönnum«. Þetta mun vera nóg til að gera almenn- ingi skiljanlegt, hæði hve voðalegt ódæðið er, og hvernig á þvi muni standa. Alþingistíð. Lokið 2. og 3. hefti af umr. neðri deildar, 11.—30. örk, með nið- urlagi stjórnarskrármálsins, bankamálinu öllu, tollmálinu, gjafsóknum og um helming hotnvörpumálsins. Sömuleiðis lokið við 1. hefti af umr. efri deildar, 10 arkir, með umræðum um stjór ö arskrármálið og bankamálið mestalt í þeirri deild. Prestkosning í Hjarðarholti ólögmæt. Atkvæði skiftust þannig: síra Jósef Hjör- leifsson 23, sira Ólafur á Lundi Ólafsson 16, og kand. Magnús Þorsteinsson 8, Veðurathuganir i Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson 1 9 o 1 sept. Loftvog millim. Hiti (C.) í>- ei* < a> cx >-í cr 8 cx Skymagiil Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 14.8 760,5 8,1 SSE i 10 1,8 5,1 2 761,1 10,6 S i 9 9 760,6 8,6 0 9 Sd. 15.8 758,3 10,1 SE 1 8 7,0 2 756.7 10,6 SSE 2 8 9 755,0 9,7 S 2 10 Md. 16.8 749,7 10,9 SE 2 10 9,0 2 746,9 10,7 E 3 10 9 744,7 10,7 E 2 10 Þd. 17. 8 741,3 S,6 E 3 8 8,1 2 742,1 10,8 E 2 6 9741,5 9,0 E 1 10 Mvdl8.8 739,0 10,2 NE 1 9 2,2 6,8 2 739,0 9,6 SE 1 9 9 737,0 8,5 E 1 8 Fd. 19.8 736,5 11,3 E 1 10 7,2 2 737,7 13,2 E 1 10 9 740,0 13,5 E 1 8 Fsd.20.8 744,8 11,3 ENE 1 7 9,2 2 754,4 12,6 N 1 6 9 744,0 10,4 N 1 lio I heljar greipum. Frh. *Eg held, að það væri of langt far- ið. Við megum til með að fá að vita, hvað hann á að segja okkur.« Cochrane yptir öxlum; hann var orð- inn geðstirður af þrautunum og varð að bíta í varir sér til þess að svara ekki neinum napuryrðum. Hann gekk á burt hægt og með hermannlegu fóta- taki. »Hvað sagði hann þá?« spurði Bel- mont og leit á túlkinn jafn-harðlega og fyrirlitlega og hersirinn hafði áður gert. »Hann virðist vera í nokkuru betra skapi en áður. Hann segir, að þið skylduð hafa fengið meira vatn, ef hann hefði haft það til; hann segir, að á morgun komum við að uppsprett- unum við Selimah, og þá skuli allir fá nóg af vatni — úlfaldarnir líka«. • Sagði hann, hvað við héldum lengi kyrru fyrir hér?« «Mjög stutt, sagði hann, og svo á- fram! Ó, hr, Belmont —« »Haltu þér saman!« sagði Irlending- urinn byrstur, og fór svo enn af nýju að ætlast á um tíma og fjarlægð. Færi alt eins og hann gerði sér von um, hefði konan hans getað fengið utan- ríkisráðherrann lata til þess að bregða við tafarlaust, þá ættu björgunarmenn þeirra að vera á hælunum á þeim. Úlfaldaflokkinum, sem nefndur var »egipzki hesturinn«, gat gengið ferðin greiðara í tunglsljósi en dagsbirtu. Hann vissi, að í Halfa var það siður, að hafa að minsta kosti eina riddara- sveit til taks ferðbúna, hve nær sem á þyrfti að halda. brauzt um á allar lundir til þess að losna úr höndum þeirra. »Bölvaðir morðingjarnir!« æpti hann. Svo kom hann auga á förunauta sína rétt fyrir framan sig og hrópaði þá, »Belmont, þeir eru búnir að drepa Cecil Brown!* Gerst hafði það er nú skal greina. Cochrane hafði verið að reyna að stilla geð sitt og í því skyni gengið upp á næstu hæðina. I dalverpinu fyrir neðan sig hafði hann þá séð úlf- aldahóp og dálitla mannþyrping þar utan um. Brown var þar í miðri þrönginni; stóð þar föileitur, með dauf- leg augu og uppsnúið, ytt yfirskeggið, og letilegur, eius og hann var vanur. Mennirnir voru búnir að leita vand- lega f öllum vösum og höfðu nú afráð- ið að rífa af honum fötin í þeirri von, að finna eitthvað fémætt, er hann hefði falið. Andstyggilega ljótur svertingi með silfurhringi í eyrunum óð elginn án afláts og horfði glottandi framan í stillilegt andlitið á hinum unga stjórn- arerindreka. Hersinum fanst eitthvað stórfenglegt, nærri því meira en mannlegt, í þess- ari stillingu og þessum augum, sem virtust benda á, að maðurinn væn um allt annað að hugsa. Frakkanum var þegar búið að hneppa frá honum og svertinginn þreif nú með stórri, svartri krumlunni í hálsinn á Brown og svifti sundur skyrtunni alt ofan í beltisstað. Uppboð a nýjum og góðum , verður haldið í Sölf- hólsvör mánudaginn 23. þ. m. kl. 11 f.h. (*. Zoega. Stúlka, se“ eif þr‘f,.“ g?tu; ' getur fengið vist fra 1. október næstkomandi. Ritstj. visar á staðinn. lítil herbergi fást til leigu frá 1. október. Uppbúin rúm geta fylgt ef vill. Semja má við Guðmund Jakobsson, Þingholtsstræti 23. TVÖ herbergi eru til leigu skamt frá miðjum hænum í nýju húsi undir suð- urhlið. Aðgangnr að eldhúss- og geymslu- plássi, ef óskað er. Ofnar i báðum stof- um. Alt í góðu lagi. Ritstj. visar á. í PÓ8THÚSSTBÆTI 16 verð- ur selt fæði í v e t u r um daginn eða 3 máltiðir fyrir karlmenn 85 aura og fyrir kvenmenn 75 au. Liaa fæst kaffi og sér- stakar máltíðir. T-Ti ícírDláctc; ti! leigu fyrir litla 1 lUoþ/iaoo familiu, utarlega í hænum. Ritstj. vísar á. til leigu i miðbænum með stofu- gögnum og fæ^i, ef óskað er. — Ritstj. vísar á iiámsmeyjar geta fengið ágætt her- hergi til leigu í miðjum bænum. Ritstj. visar á. Belmont hafði borðað miðdegisverð með foringjunum, og þeir höfðu sagt honum, hve fljótir þeir gætu verið að komast á stað. þeir höfðu sýnt hon- um vatnskrukkurnar og fóðrið við hlið hvers úlfalda, og hann hafði dáðst að því, hve öllu var haganlega fyrir kom- ið, en ekki grunað, hve mikilvægt þetta kynni að verða síðar fyrir sjálfan hann. þeir hlutu að verða þarna á áningar- staðnum eina klukkustund að minsta kosti. Með því græddu þau að minsta kosti eina klukkustund. Hver veít, nema snemma á morgun-------- Nú var skyndilega tekið fram í hugs- anir hans á hræðilegan hátt. Hersir- inn lét eins og vitlaus maður uppi á brúninni á næstu hæð og sinn Arabi hékk á hvorum úlflið hans. Hann var purpurarauður í framan af geðofsa, og HERBEROI tú'T á bezta stað í bænum. Ritstj. visar á. Þakkarávarp. Ollum þeim, sem i orði eða verki liafa sýnt okkur hjálp og hluttekning eftir hið sorglega fráfall okkar elskuðu eiginmanna Pálma Guðmundssonar og Arna Jónssonar, sem druknuðu 20. mai siðastliðinn, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Stigliúsi í Vestmanneyjum 20. ágúst 1901. Guðbjörg Sighvatsd. Olöf Jónsdóttir. CRAWFORDS ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORDS & Son Edinborg og London Stofnað 1813. Einkasali fyrir Island og Færeviar F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.