Ísafold - 09.10.1901, Síða 3

Ísafold - 09.10.1901, Síða 3
267 Enn um rekstur holdsveikraspítalans. Prá alþiu. Þórði J. Thoroddsen. I. Sæmundur Bjarnhéðinsson verður að fynrgefa mér, að eg vegna annara anna ekki hefi haft tíma fyr en þetta til að svara grein hans um rekstur holdsveikraspítalans í 56. tölublaði ísa- foldar. — í sjálfu sér er óþarft fyrir mig að tala um þetta mál lengur, af því að Sæmundur viðurkennir með grein sinni, að öll þau atriði, sem eg hefi gert að umræðuefni og átalið við rekstur holdsveikraspítalans, séu sönn og rétt, og þá má eg vera ánægður. Hann viðurkennir í grein sinni, 1. að kaup hinna lægri starfsmanna á holdsveikraspítalanum sé hcerra en alment gerist; 2. að hjúkrunarnemum sé ekkert kaup goldið í spítölum í Kaupmannahöfn, hjúkrunarnemum, sem að eins eru stuttan tíma, £—£—1 ár, eins og á sér stað í holdsveikraspítalanum; 3. að fœði hvers holdsveiklings sé dýrara en í samsvarandi stofnunum í Noregi; 4. að fatnaður sé keyptur dýrari en þörf gerist; 5. að meðulin séu ekki samsett í lyfja- búð holdsveikraspítalans; 6. að meðulin séu keypt dýrari en þörf er á; 7. að stofnunin yfir höfuð sé dýrari en holdsveikrastofnanir yfirleitt í Noregi. Pleiri atriði en þetta tók eg mér ekki fyrir að víta við rekstur holds- veikraspítalans, þótt ástæða hefði ver- ið til að minnast á fleiri, og öll eru þau nú viðurkend — hvert eitt ein- asta — rétt að vera af hr. Sæmundi. Eftir öll ofboðslætin og óskapagang- inn er það mjög leitt fyrir hann að þurfa að viðurkenna þetta, og furðar mig því ekki, að hann reynir að bera í bætifláka fyrir ýmislegt, er snertir spítalann. En á því er eg hissa, að hr. Sæmundur skuli temja sér þann rithátt, sem kemur fram í grein hans. Hann, sem er hinn viðkynningarbezti og siðprúðastí maðar í allri umgengni og orðvar mjög, hann snýst á hæl og hnakka með hnútum og hnífilyrðum, ókvæðisorðum og öðru verra, undir eins og hann tekur sér penna í hönd. |>að hleypur einhver illur andi í hann. J>að er leitt að eiga orðastað við menn, sem svona eru gerðir, og sjálf- um þeim og málstað þeirra er það til ills eins. J>ó að einhverjar sannar rök- semdir væru að finna hjá þeim, og það enda gullkorn, þá sjást þau ekki fyrir soranum. þegar eg nú tek mér fyrir hendur að gera athuga3emdir við grein hsrra Sæmundar, þá er það í þeirri von, að hann afleggi þennan ljóta vana, ef hann sér ástæðu til að svara aftur, láti geðshræringar ekki yfirbuga sig, en komi fram eins og sá siðprúði og kurteisi maður, sem hann í raun og veru er. Og eg vil taka það fram, af því að Sæmundur hefir getið sér annars til, að mínar aðfinningar eru ekki sprotnar af neinum illvilja til holdsveikraspítalans eða til þess gerð- ar að vekja óvild og kala á honum. J>að er að eins málsins sjálfs vegna, að eg læt mig þetta nokkru skifta, og til þess gert, að það ólag, sem að ýmsu leyti er á rekstri hoídsveikra- spítalans, geti breyzt til batnaðar. Hr. Sæmundur segir í grein sinni, að vinnukonur í Reykjavík fái víðast hvar orðið 60—70 kr. í kaup, auk jóiagjafa, sem hann metur 10 kr., og vill með því réttlæta hið háa kaup vinnukvennanna í holdsveikraspítalan- um. Eg hefi grenslast eftir þessu í Reykjavík og borið það undir ýmsa menn þar. Hefir mér verið skýrt svo frá, að líkt kaup og þetta sé ekki gefið nema hjá embættismönnum og kaup- mönnum og þess háttar fólki, en að alment sé kaupgjaldið mun lægra. Og það veit eg með vissu, að hvergi, þar sem eg til þekki utan Reykjavík- ur, er slíkt kaup gefið. Vinnumenn spítalans segir hann, að til þessa hafi ekki haft hærra kaup en 200 kr. — Gott er það. — En þá er að reyna að láta það ekki hækka. En það, sem eg hafði fyrir mér, er eg talaði um 250 kr. árskaupið, var það, að stjórnarnefnd spítalans fullyrti í skýrslu sinni til alþingis í sumar, að ekki sé auðið að fá vinnumenn fyrir minna en þetta, og vildi láta þingið hækka kaupið sem þessu svarar. Pjár- laganefnd neðri deildar vildi ekki sam- þykkja þetta, en þeir úr stjórn spítal- ans, sem í efri deild eiga sæti, fóru fram á, þegar fjárlögin komu þar til umræðu, að kaupið væri hækkað, og sá þeirra, sem orð hafði fyrir (Júlíus amtmaður), tók það beinlínis fram í ræðu, að vinnumenn væri ómögulegt að fá fyrir minna kaup. — En svo borginmannlega sem hr. Sæmundur lætur, er vonandi að úr þessu verði bætt. Annars munar það eitt út af fyrir sig minstu fyrir landssjóð, hvort kaup nokkurra vinnumanna er 20—30 kr. hærra en brýna nauðsyn virðist bera til, eða hvort vinnukonur fá nokkrum kr. meira en annarstaðar tíðkast, enda þótt safnist þegar saman kemur. En það er fleira sem getur komið hér til athugunar, þegar um hina lægri starfs- menn og kaup þeirra er að ræða. f>að má t. a. m. vekja upp þá spurningu: Er þörf á svona mörgum vinnukonum og svona mörgum vinnumönnum við holdsveikraspítalann í Laugarnesi? J>egar litið er á vinnuhjúafjöldann í samanburði við sjúklingafjöldann í holdsveikrastofnunum í Noregi, og það svo borið saman við Laugarnesspítal- ann, þá er eitthvað grunsamur þessi mikli vinnuhjúafjöldi þar. Samkvæmt skýrslu Guðmundar hér- aðslæknis Björnssonar til alþiugis 1897, sem eg í fyrri grein minni hefi getið um, er árið 1890/97 áætlað að sjúk- vinnu- í hjúkrunarstofn- lingar hjú un nr. 1 verði 150 18 — Reitgjærdet 195 20 — Reknæs . . 80 10 — Lauganesspítala eru nú . . . 50—60 17 Orsökin til þess, hve mörg vinnu hjú eru haldin í Laugarnesi, handa ekki fleiri sjúklingum, mun vera sú auk annars, að holdsveiklingarnir sjálf ir eru lítið sem ekkert látnir vinna, svo sem ekkert hjálpa til. þetta getur haft mikla þýðingu fyr- ir vasa landssjóðs, meiri en þá, hvort nauðsynlegur vinnumaður, eða vinnu- kona, sem ekki er hægt án að vera, hefir í kaup nokkrum krónum meira eða minna, enda þótt slíkt geti haft ekki svo litla þýðingu fyrir landið í heild. Hátt hjúakaup í holdsveikra- spítalanum getur orðið þess valdandi, að hjúakaup yfirleitt hækki með tím- anum á öllu landinu. Hjriin út um landið fara að vitna í holdsveikra- spítalann og heimta sama kaup. — |>að er altítt, að margir góðir siðir, og líka ósiðir, flytjast frá höfuðborgum landanna út um héruðin, og það ekki síður í Reykjavík en á örðrum höfuð- borgum. Er þvl ekki hætt við öðru en að hjú til sveita læri þetta með tímanum. Sveitabændur, sem þegar tala um, að búskapur borgi sig ekki meðfram vegna kauphæðar vinnufólks ins, munu þá telja, að holdsveikraspí- talinn hafi unnið eitt óhappaverkið enn. Fyrsta óhappið var, eftir því sem fram- sögumanni fjárlaganefndar efri deildar fórust orð í ræðu, að holdsveikraspí- talinn drap landsspítalann á þinginu í sumar, og það af engu öðru en því, hvað þingmönnum hafi blöskrað kostn- aðurinn við holdsveikraspítalann. þeðar eg sýndi fram á það í grein minni, að fæði hvers holdsveiklings í Laugarnesspítalanum er að mun dýr- ara en í Noregi, tók eg til saman- burðar fæðiskostnaðinn við spítalann 1898 og 1899. Nú finnur herra Sæ- mundur að því, að eg hefði tekið þessi ár, og segir, að eg vílji ekki taka eft- ir því, »að fyrsta haustið eftir að spí- talinn tók að starfa (haustið 1898) voru tiltölulega fáir sjúklingar í spí- talanum, fyrstu mánuðina ekki nema tæpir 20 að meðaltali. Fæðið því til- tölulega miklu dýrara«(!!) Hr. Sæmundur talar oft um þvætt- ing hjá mér og fleiri þingmönnum. Hann elskar mjög það orð. Eg segi nú ekkí annað en það, að manni er hættara að Bjá flísina í annars auga en bjálkann í sínu eigin. í holdsveikraspítalanum er höfð matarskrá. Henni var útbýtt prent- aðri meðal okkar þingmanna í sumar, eftir að Stefán þingmaður frá Fagra- skógi hafði lesið upp í heyranda hljóði eitt af þeim mörgu umkvartanabréf- um, sem komið höfðu til þingmanna frá holdsveiklingum í spítalanum. Á matarskránni er til tekið, hvaða mat hver sjúklingur á að fá á degi hverj- um og hvað mikið af hverri matarteg- und. Hver sjúklingur fær daglega sinn afvegna og afmælda skamt og meira ekki. Hver sjúklingur fær svo og svo mörg lóð af brauði, kjöti, fiski, smjöri, grjónum eða hvað það nú er. Og þegar öllu er þannig fyrir komið, er óskiljanlegt, að nokkur maður skuli geta látið sér þau orð um munn fara, að fœðið verði dýrara fyrir livern ein- stakan sjúkling á dag, þó að fáir séu í spítalanum. f>að liggur í augum uppi, að á því heimili, þar sem öllum er veginn út sinn skamtur, þar verður fæðið dag- lega, tekið fyrir hvern einstakan mann, jafndýrt, hvort heldur fáir eru eða margir, 10 eða 20, 5 eða 100, hvort heldur rætt er um eitt ár eða fieiri, part úr ári eða heilt ár, og er því al- veg réttur samanburðurinn hjá mér, þótt eg taki árið 1898 með. Fyrir reikningslaganefndinni lágu heldur ekki reikingar nema fyrir þessi tvö ár, 1898 og 1899. Engir reikningar spítalans fyrir 1900 lágu fyrir, og var því ekki hægt um þá að ræða. Frá annari hlið hefi eg fengið vitneskju um, að fæðið það ár hefir kostað um 35 aura fyrir hvern sjúkling, og bætir það ekki stórum ixr. [Framh.]. Vestmanneyjum 4. okt. Íaprílmán- uði var mestur hiti 27. 10°, minstur 3. -f- 12° (mesta frost á vetrinum). í mai var mestur liiti 25. 15,7°, minstur 13. 0,7. í júní var mestur hiti 22. og 23.14,8°, minstur aðfaranótt 9. 3,3°. í júlí var mestur hiti 26. 16,8°; minstur aðfaranótt 25. 6,4°. í ágúst var mestur hiti 10. 16,2°, minstur aðfara- nótt 28. 3,5°. I septemher var mestur hiti 9. 13,9°, minstur aðfaranótt 2. 2°. Úrkom- an á þessumö mánuðum var: 106,3—108— 86,5—118—123 — og 88 millímetrar. Sum- arið hefir, svo sem sést á úrkomunni, verið fjarskarigningarsamt, og í september voru nálega sífeldir austanstormar með að eins 8 regnlausum dögum, en jafnframt oftast 8—10“ hita. Meiri hluti af töðum náðist hér ólrak- inn, en nokkuð var meir og minna skemtj Lundaveiði var með hetra móti; þar á móti Var fýlungi í fæsta lagi, og súlan tap- aðist að mestu leyti sakir ótíðarinnar. Jarðeplauppskera er í hezta lagi, eink- um í sandgörðtim. Fiskiafli er, siðan vorvertíð lauk, ekki teljandi. Heilbrigði hefir verið góð. Skarlatssótt- in dó út í byrjun á ágústmán., og hefir hennar ekki orðið vart síðan. Á fundi 1. f. mán. var af öllum þorra helztu manna hér saiuþykt og undirskrifuð áskorun til etazráðs Bryde um að hætta d- fengisverzlun frá næstu áramótum. Veizl- unarstjórinn, sem var viðstaddur, hafði góð orð um að veita áskorun vorri meðmseli sin, og gera menn sér þvi góðar vonir um æski- legan áraugur, þvi fremur sem ætla má að etazráð Br. sé áfengisverzlun ekkert áhuga- mál hvorki að fornu né nýju, áhatiun enda nokkuð tvisýnn, þá er alt er vel athugað, en tjónið fyrir landsmenn i augum uppi. Þjóðhátíð var haldin hér í Herjólfsdal 17. ágúst í bezta veðri. Fyrst var kapp- róður á höfninni, þvi næst var kl. 12 á há- degi gengið í fylkingu inn í dalinn — ná- lægt hálftíma gangi og — var hátíðarsvæðið skreytt eftir föngum. Fyrst var mælt fyr- ir minni konungs, Islands og Eyjanua Því næst voruglimur, kapplilaup og margs kon- ar þjóðlegar listir, dans um kvöldið. Kaffi og sodavatn var veitt í tjöldum, en ekkert á- fengi. Fór hátíðin fram með glaðværð og góðri skemtun. Póstgufusklp Laura, kapt. Aasberg, kom í fyrri nótt og með því allmargir far- þegar, þar á meðal bankastj. Tr. Giunnars- son, konsúll Th. Thorsteinsson (albata) og hans frú, adj. Þorleifur Bjarnason, stýri- mannaskólakennari Páll Halldórsson, kaupm. Thor Jensen, Vilhj. Jónsson póstafgrm., frú Pálína Þorkelson, frk. Sofia Jónassen, frk Marta Stephensen (Viðey), frk. Emilia Möller (Sth.) o. fl. Tapast liefir poki, er kommeð Reykja- vikinni siðast úr Borgarnesi, merktur Ei- ríkur Stefánsson, Borgarnes. Handhafi er beðinn að skila til Eiríks Stefánssonar Þing- holtsstræti 12, gegn fundarlaunum. VAUTAE af fjalli mógráan fola, 1 vetrar, óafrakaðan, vakran, ómerktan; finn- andi gjöri aðvart til Guðbrands Guð- mundssonar á Kleppjárnsreykjum i Reyk- holtsdal. Stormhúfur Oturskinnshúfur — Enskar húfur fl. teg. — Kaskeiti í verzl. Guðm. Olsen. Skóverzlun L. í Lúðvígssonar hefir fengið með Laura og Ceres : Leikfimisskó fyrir fullorðna og börn. Kvenskó margar tegundir Barnaskó, unglingaskó, dansskó Strigaskó með guttaberkasólun Flókaskó o. m. fl. Þakkarávarp. Þess ber að geta sem gert er. Þegar eg varð fyrir þeirri mæðu, að kona min lagðÍ6t í hættulegri veiki, sið- astliðinn vetur, og eg stóð einn eftir með fimm börnum, þá urðu margir til að rétta mér hjálparhönd, sem fyrst skal nefna heið- urshjónin síra Stefán og konu hans, ma- dömu Jóhönnu á Staðarhrauni, sem ótil- kvðdd vitjuðu okkar fátæka heimilis með gjöfam og góðum orðum. Ennfremur skal getið yfirsetukonunnar Guðrúnar Norðfjörð í Lækjarbug, sem vitjaði hennar i langan tíma og keypti mikið af meðulum handa henni án enaurgjalds, með öðru fleira sem hún útvegaði og. gaf henni. Að siðustu skal nafngreina heiðurshjónin Boga Helga- son og konu hans Guðbjörgu Jóhannesdótt- ur, sem tóku hana á heimili sitt og hjúkr- uðu henni af mestu snild i 11 vikur, sem þau gáfu henni þegar hún fór keim. Svo voru ýmsir fleiri, skyldir og vandalausir, sem hjálpuðu okkar bágstadda heimilis. Öllum þessum, nefndum og ónefndum, biðjum við af hug og hjarta almáttugan guð, sem ekki lætur ólaunaðan vatnsdrykk í lærisveins nafni gefinn, að launa öllum þessum sín miklu kærleiksverk við okkur, óverðskuldað í té látin. Múlaseli i Hraunhreppi 2. sept. 1901. Eggert Benjaminsson. Rósa Helgadóttir. Til leigu á bezta stað í miðjum bæn- um ágætt hásnæði fyrir litla fjölskyldu, 3 herbergi auk eldhúss m. m. Ritstj. vísar á.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.