Ísafold - 09.10.1901, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.10.1901, Blaðsíða 4
268 Til verzlunar Th. Thorsteinsson ♦ kom nú með Laura stórt íirval af: VEGG- HENGI- BORÐ- NATT- LÖMPBM Allsk«nar emailleruð áhöld, nijög ódýr. Ofnskermar. Olínmaskínur, f 1 eiri tegundir. Skólatöskur. Gólfmottur. ÁLNAVARA margskonar. Lífstykki. Ljómandi falleg kvenslifsi. Mikið af allskonar prjónlesi, hvergi meira úr að velja. Bláar karlmanns-peysur. ALlskonar matvara. Mjög margar tegundir af allskonar niðursoðn- um mat, svo sem : k j ö t f i s k u r o. fl. Chocolade — Cacao. Eítir nokkraa daga er von á skipi með Steinolíu (R°yal Daylight). Uppboðsauglýsing. Við opinbert uppboð, sem haldið verður mánudaginn hinn 28. þ. m., verður samkvæmt beiðni erfingja H. A. Linnets kaupmanns selt íbúðarhús það í Hafnarfirði, er áður átti Jón Steingrímsson trésmiðurr Húsið er 13x68/4 al. að stærð, og fylgir því á- fastur skúr S1/iX^1/i ah Uppboðið fer fram kl. 12 í húsi þvf, er selja á, og verða söluskilmálar birt- á undan uppboðinu. Skrifstofu Gullbringu og Kjósarsýslu, 3. okt. 1901. Páll Einarsson- éC. Shinífíaíj y f ii réttarmálafærsl umaður, tekur að sór skuldheimtur og annast mál í Kaupmannahöfn fyrir íslendinga. — íslenzk skjöl þarf eigi að þýða. — Utanáskrift: Overretssagförer H. Stein- thal, Vestre Boulevard 33, Köbenhavn B. Með því að viðskiftabók við spari- sjóðsdeild landsbankans nr. 430 (aðal- bók A. bls. 155) er sögð glötuð, er handhafa téðrar viðskiftabókar sam- kvæmt 10. gr. laga um stofnun lands- bankans 18. sept. 1885 hérmeð stefnt til þess að gefa sig fram innan 6 mán- aða frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Landsbankinn, Reykjavík 5. sept. 1901. Eiríkur Briem settur. Héraðsfundur. þriðjudaginn þ. 29. október þ. á kl. 12 á hádegi verður héraðsfundur hald- inn í Goodtemplarahúsinu í Hafnar- firði. Verkefni fundarins er að taka ákvörðun um samþyktarfrumvarp, er sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu samþykti á síðasta aðalfundi þess efn- is, að nema skuli úr gildi fiskiveiða- samþykt 17. febr. 1897 um notkun fiskilóðar í sunnanverðum Faxaflóa. Atkvæðisrétt á fundinum hafa allir þeir, er kosningarrétt hafa til alþingis í Reykjavíkurbæ, Seltjarnarneshreppi, Bessastaðahreppi, Garðahreppi, Vatns- leysustrandarhreppi, Njarðvíkurhreppi, og Rosmhvalaneshreppi. Skrifstofu Gullbringu-og Kjósarsýslu 26. sept. 1901. Páll Einarsson. gg* Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar í af- greiðslustöfuna Austurstræti 8. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu landsbankans og að undangengnu fjárnámi 10. júní þ. á. verður bærinn Holtastaðir við Kapla- skjólsveg hjer í bænum seldur til lúkn- ingar 250 kr. veðskuld og áföllnum vöxt- um og kostnaði á 3 opinberum uppboð- um, sem haldin verða kl. 12 á hád. 2 hin fyrstu hjer á skrifstofunni laugardag- ana 12. og 26. þ. m. og hið síðasta laugardaginn 9. nóvbr. næstkomandi á eigninni sjálfri. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Bæjarfógetinn í Rvík, 3. okt. 1901. Halldór Daníelsson. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jamúar 1861 er hjermeð skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Jóns Einarssonar frá Görð- unura (áður í Skildinganesi), sem drukn- aði 17. apríl þ. á., að lýsa kröfum sín- um og sanna þær fyrir skiptaráðand- anum í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessar- ar auglýsingar. Erfingjar taka eigi að sjer ábyrgð á skuldum búsins. Bæjarfógetinn í Rvík 2. okt. 1901. Halldór Daníelsson. Á 3 opinberum uppboðum, er hald- in verða þriðjudagana 29. þ. m. og 12. og 26. nóvbr. næstkomandi á há- degi verður boðin upp til sölu lóð á Skipaskaga, sem kend er við hótel »Akranes«, til lúkningar.veðskuld við verzlun H. Th. A. Thomsens, ásamt fjárnáms- og uppboðskostnaði. 1. og 2. uppboð fer fram hér á skrifstofunni, en hið síðasta á lóðinni, sem selja á. Söluskilmálar verða birtir á uppboð- unum. Skrifstofu Mýra-og Borgarfjarðarsýslu 2. okt. 1901. Sigurður Dórðarson. Hér með er skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Ólafs Gunn- laugssonar, form. á Bræðraparti á Akra- nesi, er andaðist 10 .f. m., að lýsa kröf- um sínum og sanna þær fyrir skifta- ráðanda hér í syslu áður en 6 mánuð- ir eru liðnir frá síðustu birtingu þess- arar auglýsingar. |>eir, sem skulda búinu, eru beðnir að greiða skiftaráðanda skuldir sínar á^ama fresti. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 21. septbr. 1901. Sigurður Dórðarson. Eftirfarandi svonefnda *leiðrétting« heimt- ar nú Snæfellingayfirvaldið tekna i ísafold: í 60. tfilubl. XXVIII. árg. ísafoldar, dags. 28. f. m., hefur E. H. skrifað grein, er hann nefnir: Lárus skiftir búi. Þvi er meðal annars dróttað að mér í þessari grein, að eg hafi, sem skiftaráðandi i dánarhúi Sigurðar sýslumanns Jónssonar, gjört tilraun til þess að hafa 1000 kr. af búinu. Tilraunum mínum er lýst svo: »Meðan óséð var, hverjar rúðstafanir þeir læknir og prestur gjörðu til þess að afla sér húsnæðis, dró sýslumaður málið á lang- inn, þóttist að sönnu ætla að kaupa, en vera neyddur til þess að fresta kaupunum fyrir peningaþröng, og gjörði auðvitað enga gangskör að því, að fá annan kaup- anda. En þegar þessir emhættismeun, iæknirinn og presturinn, höfðu ráðið af að veisa sér hús sjáifir, lét sýslumaður það loks uppi á skiftafundi í húinu, að ekkert hoð hefði komið í húseignina«. Þar stendur ennfremur: »En þó ótrúlegt sé, fekk hann hina um- boðsmennina, tvo borgara i Stykkishólmi, til þess að fallast á þessa kröfu sína (um að fá húsið fyrir 7000 kr.). Það er nokkur bending, og hún ekki sem fegurst, um á- standið þsr vestra*. Mér dettur ekki í hug, að far að leggja mig niður við að svara þessar' grein orði til orðs. Eg læt mér nægja að lýsa þvi yfir, að hún er ósanniudauppspuni frá upp- hafi til enda. Sérstaklega lýsi eg aðdrótt- un þá, sem felst í ofan tilfærðum orðum, tilhæfulausar getsakir. Eg tók við sýslunni um miðjan ágúst 1894, og hafði lengi framan af í mörg horn að líta, Meðal annara embættisverka biðu min nokkur stór og flókin bú, þar á meðal hú síra Sigurðar sýslumanns. Það opin- bera átti miklar kröfur í því búi, og því flýtti eg einmitt því, sem mest mátti, hélt skiftafund í þvi 23. febr. 1895, og þar var ákveðið með öllum atkvæðum, að reyna að sel.ja húsið utan uppboðs. Auglýsingin var birt í 26. tölubl. XXII. árg. ísafoldar, dags. 28. marz 1895, og hljóðar svo: Hús til sölu. Samkvæmt ákvæði skiftafundar, er hald. inn var i dánarbúi Sigurðar sýslumanns Jónssonar 23. f. m., auglýsist hér með, að húseign búsins í Stykkishólmi er fáanleg til kaups. Húsið er einloftað en portbygt, 18*/4 áln. á lengd og 14l/a á breidd. Manngengur - jall- ari o. 10 áln. ummáls er undir húsinu, niðri 4 herbergi auk eldhúss, og uppi önnur 4, en minni, að ótöldum geymslukompum; efst er geymsluloft. Húsinu fylgir einloftað geymslu- hús, 12 áln. á lengd og 6 á breidd. Á hús- eigninni hvilir 4678 kr. 57 a. skuld tii lands- sjóðs, að ótöldum ógreiddum eins árs vöxt- um, en nýbygð var eignin virt á 18000 kr. Kaupendur gefi sig fram við skiftaráð- anda inDan 1. júní næstkomandi, og skal þess jafnframt getið, að minna hoði en 7000 kr. verður ekki sint. Skiftaráðandinn í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Stykkishólmi 6. inarz 1895. Lárus Bjarnason. Þrátt fyrir þess auglýsingn, kom ekkert boð í húsið, og hafði þó hvorki prestur né læknir þá ráðið neitt af um það, hvernig þeir ætli að afla sér húsnæðis. Þeir bygðu fyrst sumarið 1896. Siðan var skiftafnndur aftur haldinu 23. nóv. 1895, og þar aftur úkveðið með öll- um atkvæðum, þar á meðal atkvæði síra Sig. Grunnarssonar, er mætti fyrir ekkju og systskini Sigurðar sýslumanns, og atkvæði Daviðs læknis Thorsteinssons, er mætti fyr- ir tvo skuldheimtumenn, að bjóða skyldi húsið fram til sölu á ný. Auglýsingin var birt í 1. tölubl ísafoldar 1896, dags. 4. jan- úar, og hljóðar svo: Búseign dánarbús Sigurðar sýslumanns Jónssonar með tilheyrandi geymsluhúsi er, samkvæmt ákvæði seinasta skiftafundar, hér með boðin fram til sölu á ný. Boð séu komin til skiftaráðanda fyrir aprilmánað- arlok n. á., en lægra boði en 7000 kr. verð- ur ekki tekið Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Stykkishólmi 30. nóv. 1895. Lárus Bjarnason. Af því °em hér er sagt, sést hve átyllu- laust það er, að segja að eg hafi dregið hússöluna þangað til prestur og læknir höfðu bygt, enda munu þeir báðir verða að kann- ast við, að þeir hafi sagt mér og fleirum, að þeir hafi aldrei ætlað sér hús Sigurðar sýslumanns. En jafn-tilhæfulaust er hitt, að eg hafi fengið tvo borgara í Stykkishólmi til þess að fallast ú kröfu mína. Það mun vera átt við Sæm. kaupm. Halldórsson og Möller lyfsala. Þeir einir mættu á fnndinum. Eg hafði ekki með einu orði gert tilraun til að fá þá til að greiða atkvæði mér í vil. Hinu dettur mér ekki í hug að neita, að eg hafi sagt eitthvað i þá átt, enda bæði víð ekk.ju Sigurðar sýslumanns, frú Guð- laugu Jensdóttur, og Jón yfirdómara Jens- son, er bæði hvöttu^mig mjög tii að kaupa húsið, að eg mundi ef til vill »ekki ganga frá þvi« fyrir 8000 kr., ef til kæmi og mér likaði það. En það var hvorttveggja, að ekki kom annað boð í húsið, enda húsið ekki alveg eins og því var lýst fyrir mér, Þannig voru ekki nema 2 herbergi uppi og 3 skonsur. Eg hafði í söluauglýsingunni farið eftir sögu annara. Og 1250 kr. kost- aði mig að gjöra við húsið vorið 1897, er eg keypti það. Hins vegar var það til skifta ekki metið nema 8200 kr. af snikk- urunum Sveini Jónssyni og Jósafat Hjalta- lin. Eg þykist því, þrútt fyrir lýsingu E, H. og prívatbréf Havsteens amtmanns, geta horft framan í hvern sem er án þéss að blikna, enda sagði amt-maður 2 mönnum siðastliðið vor, að »hann hefði skrifað svo meðal annars, af því að eg hefði verið af- fluttur« fyrir sér. Þessa leiðréttingu á ofannefndri Isafold- argrein, krefst eg, samkv. 11. gr. í tilsk. 9. mai 1855 um prentfrelsi, að verði tekin upp i 1. eða annað tölublað, er út kemur af ísafold, og lýsi eg því jafnframt yfir, að eg hefi gjört raðstöfun til m'álshöfðun- ar g«gn Einari Hjörleifssyni, út af grein- inni. Eg bæti því við, að eg he.fi falið manni að heimta leiðréttingu mina tekna orði til orðs og ósundurslitna upp í ísatold. Eg hafði heimtað leiðréttingu á frásögu Isafoldar um dóminn I meiðyrðamúli mínu gegn Einari tekna upp í blaðið, en blaðið hafði leyft sér að sleppa ýmsu úr leiðrétt- ingu minni, og svo slitið hana í sundur, sbr. ísafold 20. júlí þ. á., 3. bls. Eg hafði ekki tima til þess að rekast i þessu þá, vegna þinganna, en líð blaðinu það ekki aftur. Stykkishólmi, 21. sept. 1901. Lárus H. Bjarnason. Syltetöj fleiri teg. og mjög ódýrt í verzlun Guðm Olsen. Verzlun W.Fischer’s Nýkomnar vörur Kaffibrauð, margar teg. Sveskjurnar góðu Consum-chokoiade (frá Galle & Jessen) Nægar birgðir af alls konar nauðsýnjavörum og margt fleira Kartöfiur í verzl. Guðm. Olsen. Enska vaðmálið, fliínnclin góðu, beltisborðinn, floskantarnir a 1 þ e k t u, vetr- arskór, alfatnaðir, fataefni, yfirfrakkar á yngri menn með mjögf lágu verði. Karl- mannsyflrfrakkar o. fl. Björn Kristjánsson. tvær teg., verzl. Gruðm. Olsen. Vetrarsjöl, kvenslifsi og ýmislegt fleira í verzlun Gr. Zoega. Ritstjóri Björn Jónsson. í saf ol darprentsmið j a i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.