Ísafold - 02.11.1901, Blaðsíða 3
281
En það þýðir ekki. Eg marka
meira 25-ára-{æðis9kýr8lu, sem eg
nefndi framar í greininni, en eins árs
skýrslu hr. Thoroddsens. Hann getur
þess, að eitt árið hafi fæðið verið í
einni stofnuuinni 26 aurar. þetta veit
eg vel. Einu sinni var það ekki nema
24 a u r a r, en einu sinni var það og
44 a u r a r. Af þessu má sjá, að það
er algjörlega óleyfilegt, að álykta út
frá einu ári, þegar á að bera nýjan
spítala saman við 40—50 ára gamla
spítala.
Hr. Th. eogir það ekki rétt hjá
mér, að kjötskamtarnir í Laugarnes-
spítalanum séu stærri en í norsku
holdsveikraspítölunum, og þó játar
hann, að í Laugarnesi fái
hver sjúklingur 300 grömm
a f k j ö t i á móts við 2 50 íNoregi
í m á 11 í ð. þegar eg tala um skamt á
eg við máltíð, samkvæmt íslenzkri
málvenju. f>að er rétt, að sjúkling-
arnir fá einu sinni sjaldnar kjöt í viku
en í Noregi, en þann dag fá þeir fisk.
Eg bið hr. Th. í öllum guðanna bæn-
um, að segja ekki næst, að eg hafi
játað, að mínir sjúklingar fengju
minni kjötskamt en í Noregi, o: að 250
væri meira en 300.
Eitt skal eg benda hr. Th. á. Sjúk-
lingar spítalans hafa frá upphafi
fengið smurt brauð með »eftirmiðdags-
kaffi«. því miður gleymdist að setja
það á matarskrána, þegar hún var
skrifuð til prentunar. f>að var því
vorkunn, að hr. Th. varaði sig eigi á
þessu.
Hr. Th. segir, »aðíraun og
veru sé fæðið d/rara en það(
erbókfært í reikningunum,
og stafi það af ráðlauslegri aðferð við
innkaup á vörum til spítalaus*. Yör-
urnar séu teknar í smáskömtum, eftir
því sem spítalinn þarfnist þeirra, en
»ekki í stórkaupum allar í
einui. f>ess vegna verði að halda
mann, hest og vagn.
það vita allir, og f>órður að minsta
kosti, að í reikningunum, þar sem
fæðið er talið, eru að eins reiknuð
efnin í matinn, en hvorki elds-
neyti eða annar kostnaður (tilbúning-
ur, flutningur o. s. frv.). Fæðið o:
efnin, eru því hvorki dýrari né ódýrari
en reikningarnir sýna.
Að spítalinn taki allar vörur í einu
fyrirfram, erómögulegt af tveim
ástæðum:
1. vegna geymsluhússvöntunar;
2. vegna þess, að fjöldi af vörum
geta eigi geymst í heilt ár ó-
skemdar, sumar ekki nema 1—2 daga.
Hr. Th. vitnar til síns bygðarlags
sem fyrirmyndar. Nýr fiskur og nýtt
kjöt geymist ekki hjá okkur óskemt
óísvarið. Eg gæti trúað, að það væn
farið að slá í þessar vörutegundir í
bygðarlagi þórðar löngu áður en árið
er liðið. jþað kann að vera talinn
»búhnykkur« þar syðra, að kaupa rúg-
brauð og önuurbrauð til heils árs. Við
verðum að sækja þau annanhvorn
dag, til þess að þau séu boðleg.
þó við tækjum allar aðrar vörur til
heils árs fyrirfram, þá verðum við að
minsta kosti 4 sinnum í viku að senda
mann, heBt og vagn til þess, að sækja
þessar þrjár vörutegundir, auk ýmissa
annarra vörutegunda og hluta, sem spí-
talinn þarf.
Hr. f>. Th. þykir það óviðfeldið, að
eg hefi 2—3 sinnum talað um, að
hann færi með »þvætting«. |>egar eg
hefi brúkað þetta orð, hefi eg haft
fylstu ástæðu til þess og sýnt fram á
það m e ð gildum og góðum rökum.
Hr. Th.| brúkar óþarflega oft orð
sém »ráðlausleg kaup, aðferð, stjórn«
o. s. frv., þegar um holdsveikraspí-
talann er að ræða, án þess að sann-
anir þær, sem hann hefir komið með,
hafi við rök að styðjast.
Eitt er enn:
Eg veit það vel, að framsögumaður
fjárlaganefndarinnar í efri deild sagði,
að Lauganesspítalinn hefði unnið það
óhappaverk, að drepa landsspítalann.
Ýmsir fleiri landsspítalavinir hafa ef
til vill hugsað þannig.
Vegna þeirrar fræðslu, sem þingm.
fengu hjá hr. f>. Th., getur verið að
mótstöðumenn landsspítalafrumvarps-
ins hafi notað Laugarnesspítalann sem
grýlu. En sé svo, er Laugarnesspí-
talanum þaö að ein3 ó b e i n 1 í n i s
að kenna, en beinlínis framsögu-
manni landsspítalamálsins í neðri
deild, sem með röngum frásögnum hef-
ir að líkindum komið sumum þingm.
á þá skoðun, að meðferð spítalans á
landsins fé hefði venð »ráðlausleg«.
f>ar sem læknastéttin á því láni að
fagna, að einu úr hennar flokki situr
í fulltrúadeild þingsins, hefði eg búist
við því, að sá rnaður mundi styðja
þau mál, sem hana varða, læknamál
og heilbrigðismálin í heild sinni, mundi
eftir megni efla og vernda hennar
stofnanir, halda hlífiskyldi fyrir þeim
gegn ástæðuulausum árásum og
auðvitað finna sjálfur að því, sem að-
finsluvert er, en gjöra það ekki ntma
hann geti með góðum og gildum
r ö k u m sýnt fram á að svo sé.
Svona hefir hr. |>órður kollega
minn Thoroddsen e k k i hagað sér
að því er Laugarnesspítalann snertir.
2B/10 1901. Sœm. Bjarnhéðinsson.
Ýmislegt utan úr heimi.
f>að sem síðast heyrðist til Mac-
Kinley forseta, áður eu hann gaf upp
öndina, var upphafsorð sálmsius
»N e a r e r, m y G o d, t o T h e e«,
sem er mjög frægur sálmur um allan
hinn enska heim, viðlíka eins og
»Alt eins og blómstrið eina« hér á
landi. Hann er eftir enska konu, er
Sarah Adams hét og lézt 1848. Síra
Mattfas hefir snúið honum á íslenzku
og er þetta fyrsta versið:
Hærra, minn guð, til þin
Hærra til þin,
Enda þótt öll sé kross
Uppheiðin min;
Hljóma skal harpan min
,:, Hærra, minn guð, til þín ,:,
Hærra til þín.
Kl. 3 útfarardag MacKinley forseta,
19. sept., einmitt þau augnablikin,
sem verið var að koma líkinu í jörð-
ina, stöðvaðist æðarslag Ameríku 5
mínútur, frá Atlanzhafi vestur að
Kyrrahafi. Sérhvert gufuskip, sérhver
járnarbrautarlest, sérhvert ritsímatól
hélt kyrru fyrir 5 mínútur. Allir, sem
eitthvað voru að gera, lögðu það frá
sér þá stund. Allir, sem voru á
gangi úti við, námu staðar, tóku ofan,
og stóðu kyrrir í sömu sporum 5
mínútur. f>að þóttu mikil viðbrigði,
þar sem mannferð er mest í stórborg-
unum og meiri kliður og skarkali en
í nokkru fuglabjargi, að þar var steiu-
hljóð 5 mínútur.
Bandaríkjaforsetinn nýi, Theodore
Eoosevelt, er af hollenzku kyni langt
fram í ættir, kominn af Hollending-
um þeim, er land námu þar sem
NewYork stendur nú, fyrir nær 3
öldum; því hét sú borg fyrst framan
af Ný-Amsterdam. Bandaríkin hafa
einu sinni áður haft forseta af hol-
lenzku kyni; það var Martin van
Buren, sem var forseti 1837—1841.
Maclvinley var þriðji forsetínn með
þjóðlegu skozku nafni. Hinir voru
Monroe 1817—1825, og Grant 1869
—1877.
En svo margt sem er um Ira í
Bandaríkjunum, þá hefir samt enginn
maður af írsku kyni komist þar til
forsetatignar. f>að hefði orðið, ef
Bryan hefði borið hærra hlut í síð-
ustu kosningabaráttu. f>að er
Brjáns-nafnið gamla.
Eoosevelt er ungur maður til þess
að gera, rúmlega fertugur. Hann
komst á þing hálfþrítugur, lögþingi
New-York-ríkis, og varð þingforseti 2
árum eftir. þjónaði síðan ýmsum
embættum; var meðal annars lögreglu-
stjóri í New-York. Hann var sveit
arhöfðingi í ófriðinum á Cuba og þótti
ganga þar mjög vasklega fram. Eft-
ir það varð hann ríkisstjóri í New-
York-ríki. Forsetakosningarbardagann
síðasta háði hann af miklum vaskleik
og átti drjúgan þátt í sigri samveldis-
manna þá. f>á varð haun varaforseti
Baudaríkjanna og var honum það þó
í móti skapi. Hann er sagður ham-
hleypa að vinna og mjög fylginn sér.
Um 3 rpilj. franka eða fullar 2
miljónir króna kostuðu Frakkar til að
fagna keisarahjónunum rússnesku, er
þau heimsóttu þá í haust, og var þó
viðstaðan ekki nema 3—4 dagar.
f>au stigu á land í Dunkerque, en þar
hafði Loubet forseti siglt í móti þeirn
langt norður í sund með mikið af her-
skipastól Frakka, í stórsjó og vondu
veðri. Gisting var þeim búin í einni
sumarhöll Napóleons mikla, Compiégne,
er auð hetir staðið og ónotuð meir en
30 ár, og þurfti mikillar aðgerðar, svo
að sæmdi slíkum stórhöfðingjum, og
er hún hið veglegasta skrauthýsi. f>á
var höfð hersýning mikil í Eheims, og
mikið af látið, hve herinn franski
hefði verið vasklegur að sjá þar og
glæsilegur. f>eir fluttu margar ræður,
keisari og forseti, með forkunnarfögr-
úm formála um dálæti það, er þeir
hefðu hvor á öðrum og á bandamensku
ríkjanna. Ekki þótti það neitt tíð-
indum sæta, er þeir létu sér um munn
fara, nema ef vera skyldi þau um-
mæli keisarans, að það væri misskiln-
ingur, ef menn ímynduðu sér, að það
sem orðið hefði að fundarsamþykt á
friðarfundinum í Haag um árið, væri
ekki annað en pappírsgagn. En ekki
ber á því enn, að Búar njóti þess
mikið.
Ekki kom keisarinn til París í þetta
sinn, en hét að gera það næst, þegar
hanu yrði á ferð. Sumir segja, að
það hafi þótt óvarlegt, vegna óstjórn-
liða, sem sitja nú víða um þjóðhöfð-
ingja. Um 6000 lögreglumanna voru
saman komnir í Dunkerque meðan
keisari var þar staddur.
f>úsund-ára-minning Elfráðs hins
ríka Enelakonung3 var haldin í Win-
chester 20. f. mán. Hann réð ríkjum
á Englandi 871—901, aðallandnáms-
tíð Islands. Dag þennan var afhjúp-
að tröllvaxið líkneski hans þar á höf-
uðtorgi borgarinnar. Eosebery lávarð-
ur flutti afhjúpunartöluna og þótti vel
segjast. Suma furðaði þó á þvi, að
hann var til þess kjörinn, með því að
hann er Skoti, skozkur jarl, en Elf-
ráður konungur réð að eins fyrir
Englandi, en ekki Skotlandi. Messa
var flutt á undan í dómkirkjunni,
stærstu dómkirkjunni á Bretlandseyj-
um, annari en Pálskirkju í Lundúnum;
það gerði biskupinn þar. En kveld-
söng flutti erkibiskupinu af Kantara-
borg. Ymsír ráðherrar konungs voru
viðstaddir og fuJltrúar frá helztu borg-
nm ríkisins. f>au konungur og drotn-
ing voru stödd í Danmörku um þær
mundir.
Eldsvoði varð mikill í Björgvin í
haust, fyrir 5 vikum rúmum, og er
rnælt að tjónið hafi numið 3 milj. kr.
Svo segir í þýzku tímariti, að eigur
23 auðkýfinga í Bandaríkjunum í Am-
eríku hafi aukist í fyrra um nær 1100
milj. kr. — ellefu hundruö milj. kr.
Garðarsfélaginn
var slátrað í haust og eigur þess
seldar á uppboði, er stóð 3 daga. —
Boðið var í skip þess 5 af nokkurum
mönnum í félagi, er skiftu þeim síðan
með sér, og blaut Sig. kaupmaður
Johansen á Seyðisf. 2 þeirra, «G. I.
C«. og »Vesper«, þórarinn kaupm, Guð-
mundsson 1, »Morning Star«; Pétur
kaupm. Thorsteinsson á Bíldudal 1,
»Eldorado«; og Ólafur kaupm. Árnason
á Stokkseyri 1, »Golden Hope«. f>au
fóru á uppboðinu á 4900—6100, en við
skiftin varð verðið á »C. I. C.« 7700
kr., og fengu þeir, sem 1 uppboðsfé-
lagsskapnum voru, 200 kr. í hlut í á-
góða.
Mestu eignina, bryggju með tilheyr-
andi lóð, ibúðarhúsi og 3 húsum öðr-
um keypti bærinn, Seyðisfjarðarkaup-
staður, fyrir 25,000kr.,og talið ekki hálf-
virði. Bryggjan sögð stærsta og
dýrasta bryggja landsins, en ekki al’
veg fullbúin.
f>á fóru íshús 3 samföst með fs í á
5,5000 kr, og hlaut þau Jón í Múla
pöntunarfélagsstjóri.
Stórt íbúðarhús einloftað með járn-
grind og járnvarið utan keypti þeir
Jón Bergsson á Egjlsstöðum og Gunnl.
Jónsson í Múla fyrir 2510 kr.
Uppboðið nam alls rúml. 71 þús.
kr. En mörg hundruð þúsund kr.
hafa sjálfsagt verið lagðar í eigur fé-
lagsins að upphafi.
Alþingistíðindin. Af umr. neðri d.
nýprentað 8. hefti (71.—80.) örk), með um-
ræðum um alþingiskosningalögin og skift-
ingu Isafjarðarsýslu í 2 kjördæmi, bruna-
bótafélag, sýslumannalaun og ýms smámál.
Sömuleiðis út komið 3. hefti af umr. efri
d. og þar í þjóðjarðasala, friðun fugla,
bólusetningar, heilbrigðissamþyktir, ósútað-
aðar búðir, vinnuhjú og daglaunamenn,
verkkaupsgreiðsla, fiskiveiðamál, verðlags-
skrár o. fl. smávegis.
Slðdegisinessa í dómkirkjunni á morg-
un kl. 5 (J. H.).
V.-Skaftafellss. (Mýrdal) 18. okt.
Fréttir héðan helztar eru málaferlin
milli dr. Jóns Þorkelssonar og Þorsteins í
Yík. Nýlagt í dóm. Það er annars óHk-
legt, að Jón leiti fyrir sér aftur um kosn-
ingar hér; því kosningabrask hans eða þess-
ara 2 náunga, sem flekuðu hann hingað,.
getur ekki talist þeim til neins sóma eða
vinsælda hér. Eg ætla og réttast, að gera
ekki mjög mikið úr þjóðviljanum hér; mun
mega segja svo hér, sem víða annarsstaðar,
að almenningur gefi sig lítið við landsmál-
nm, að fráteknum stöku mönnum, og hefir
því nauðalitla þekkingu á þeim. Næsta ó-
liklegtt.el eg þó, að hingað eigi nokknr mað-
ur erindi úr »heimskustjórnarflokknum« til
þingfarar; svo mikla ræuu hefir almenning-
ur, að forsmá og fyrirlíta þá hneykslisó-
mynd.
Skólamál Vestur-íslendinga.
Það hefir gerst í haust i því máli,
að hætt hefir verið við að svo stöddu,
að koma þar upp sjálfstæðri íslenzkri
mentastofnun, er safnað hefir verið til
fó í mörg ár, en samið í þess stað við
stærstu háskólastofnuna í Winnipeg,
Wesley College, að þar skyldi skipaður
íslenzkur maður í kennaraembætti, er
hafi á hendi kenslu í íslenzkri tungu,
og ísjenzkum bókmentum. Fenginn
hefir verið í embætti þetta síra F r i ð-
r i k J. B e r g m a n n, sem er því hætt-
ur við prestskap og orðinn prófessor í
Winnipeg, frá 1. okt. þ. á., og munu
þeir, er til hans þekkja, kalla það kjör