Ísafold - 02.11.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.11.1901, Blaðsíða 2
280 Og svo bætist enn þará ofan, að í stað þess að veltuíé bankans þarf að fara heldur vaxandi en minkandi, þá fer það með þessu móti síþverrandi. — Seðlafúlgan mínkar um 30,000 kr. á hverju ári, unz hún er horfin alger- lega eftir 28 ár. þetta væri því, hvernig sem á er litið, blátt áfram hinn fiónskulegasti bankabúskapur, sem hugsast getur. VIII. þessi yrði þá niðurstaðan fyrir þess- ari lántöku, er bezt léti, þ. e. ef út fengist gefin út á ^ miljónina í gulh heil miljón í nýjum seðlum, um fram þá f miljón, sem áður er út gefin. En nú mundi alls ekki verða því að heilsa einu sinni. Sarakvæmt tillögum þjóðbankans danska, sem stjórnin hefir haft og mun hafa áfram að ráðunaut sínum í bankamálinu, mundi ekki fást bætt við seðlafúlguna nema \ milj., svo að hún yrði að eins 1 milj. alls, 1 göml- um seðlum og nýjum. Hún mundi sem sé ekki ganga að öðru en að seðlarnir a 11 i r gerðust innleysan- legir. Hún mundi aftaka það, að hafa þá nokkra innleysanlega (hina nýju), en nokkra óinnleysan- lega, þ. e. hina gömlu, af þeirri ein- földu ástæðu, að svo mjög er hætt við, að hinir óinnleysanlegu lækkuðu þá í verði, en það kæmi á bak lands- sjóði, sem þá ábyrgist. En með að eins J milj. í seðlum til þess að standast kostnað af £ milj. kr. láni yrði framanskráð yfirlit hálfu voðalegra fyrir bankann, eins og hver maður sér. |>á yrðu tekjurnar af seðlunum 1. árið að eins 10—12 þús. kr., en lánskostnaðurinn 30 þús., sem héldi áfram alia tfð, 28 ár, en seðlatekjurnar færu síþverrandi. Vitaskuld væri og þá ekkert vit í, að nota lánið sem seðlatrygging, held- ur væri þá sjálfsagt að hagnýta gull- fúlguna beint til útlána. En hvað arðsöm verzlun það yrði, sjá allir óðara á því, að það, lánið, kostar 6°/. um árið, en væntanlegar tekjur af því, er bezt léti, að eins 5°/«. IX. Hvað sýnir þá þetta, sem nú höf- um vér grein fyrir gjört svo skilmerki- lega, að hverju mannsbarni liggur í augum uppi? J>að sýnir það, að banka er ekki hægt að reka hér öðru vísi en með eignarfé eða afborgunarlausu láni. þ e s s vegna er það stakasta heimsku-bull, þegar verið er að hreyta þvf fram, að Landsbankinn geti alveg eins haft svo stóra peningaverzlun, sem vill og þarf, eins og aðrir, — eins og hlutafélagsbanki. |>að er einmitt það, sem hann get- ur ekki, — getur aldrei, vegna þess, að hann má til að verzla með af- borgunarlánum. Oðru vísi geturhann ekki fé fengið til þess að auka verzl- un sína um fram það, sem landssjóð- ur hefir getað útvegað honum nær kostnaðarlaust, og umfram það, er sparisjóðsinnlögin nema. Hann fær ekki fé til að verzla með öðru vísi, svo neinu nemi. f>að þarf að koma frá útlöndum, ef nokkuð á um það að muna. Og segi einhver sem svo, að útlendingar geti eins vel lagt fé í Lands- bankann til ávöxtunar, þ. e. tekið hluti (aktsíur) í honum, þá liggur svarið þar í augum uppi: að til þess brestur þá traust á Landsbankanum; þá breatur eðlilega traust á því, að Lanksbankanum, með tómum óbanka- fróðum mönnum í stjórn hans, óbanka- fróðum bæði bóklega og verklega, geti orðið stjórnað af því viti og þeirri þekkingu, er til þess þarf, að það geti orðið góð og sæmilega arðsöm verzlun. f> e s s vegna getum vér eigi farið öðru vísi að til að bæta úr banka- leysinu en að fá til þess útlenda menn, sem fjárráð hafa eða það traust þar, að peningamenn vilji trúa þeim fyrir, að ávaxta eigur sínar. Og vór megum sannarlega þakka fyrir, ef þess er kostur, og það með þeim hætti, að vér höfum meiri hluta í aðalstjórn bankans. Stofnendurnir ganga að því í því trausti, að vér neytum eigi þess meiri hluta til aun- ars en að sjá borgið hag landsins, en ekki til þess, að láta vit og þekkingu á því, hvernig stjórna á banka, svo að vel fari, lúta í lægra haldi fyrir heimsku og þekkingarleysi. Eða hvernig fóru Skotar að, þegar þeir stofnuðu sinn banka? f>eir áskildu, að annarhvor maður í stjórn hans (fulltrúaráði og fram- kvæmdarstjórn) væri Englendingur,— af því, að Englendingar voru búnir að stofna hjá sér banka á undan og því afla sér meiri þekkingar í þeim efnum en Skotar höfðu þá. Og þó var England þá annað ríki en Skot- land. f>etta mátu þeir þekkingupa, og þetta tortrygðu þeir hina útlendu þjóð, eða hitt heldur. En þ e i r voru og eru búhygnir menn og framsýnir. Holdsveikraspítalinn. Svar tíl hr. Þórðar alþm. J, Thorotldsen Hyaðan kennir þef þenna T’órður andar nú handan. ( Sturl.). Hr. f>órður J. Thoroddsen segir í hinni löngu grein sinni í 67.—68. tbl. »Í8afoldar«, að eg hafi í svari mínu í 56. tölubl. »játað, að öll þau atriði, sem hann hafi átalið við rekstur holdsveikraspítalans, væru sönn og rétt«. í neðri deild þingsins, þar sem hr. þ. J. Th. var falið á hendur að at- huga reikninga spítalans, og var vitan- lega eini maðurinn, sem rannsakaði það mál, gat hann vænst þess, að sög- um sínum um stjórn hans yrði trúað. f>ar sem hann er sjálfur læknir og hafði drengilega stuðlað að því, að landið tæki spítalann að sér, var alls engin ástæða fyrir þingmenn að gruna hann um missagnir, eða láta sér detta í hug, að hann mundi gera úlfalda úr mýflugu. f>að hefði þvert á mótiver- ið mannlegt, þótt samþingismenn hans hefðu f r e m u r grunað hann um að draga dálítið úr, þar sem hins vegar var um spítala að ræða. f> a r var því eðlilegt, að hr. f>órði yrði trúað. En nú er búið að ræða þetta mál svo mikið í blöðunum, að erfitt verður að telja fólki trú um alt, sem hann kynni að óska. Eg geri ekki ráð fyr- ir, að lesendum »ísafoIdar« verði t. a. m. talið trú um það, að eg hafi »játað öll aðfinsluatriði hans viðvíkjandi stjórn spítalans sönn og rétt«. Eg býst að vísu við því, að menn séu búnir að gleyma flestu, sem um þetta mál hefir verið skrifað, en þá mun þó ráma í það, að þ e 11 a sé eitthvað geggjað hjá f>órði mínum. Eg skal nú sýna, hvernig hr. f>. J. Th. fer að. Hann segir að eg hafi játað: 1. að lægri starfsmenn spítalans fengju hærra kaup en alment gerist. Allir hljóta að skilja þessa frásögn hans svo, sem eg hafi talað hér al- ment um þessa starfsmenn. —-1 minni grein stendur, að þvottakonur og vöku- koDa fái hærra kaup en alment ger- ist (o: hér í Roykjavík), en svo er þar sýnt fram á, að hitt vinnufólkið beri eigi meira úr býtum en alment gerist í Reykjavík. f>essu varð hann að sleppa úr. 2. játi eg, að hjúkrunarnemum sé ekki goldið neitt kaup í Kaup- mannahafnarspítölum, ef þær séu að eins stuttan tíma, x/4—%—1 ár, eins og á sér stað í holds- veikraspítalanum. Til þess að koma þessu í heppilegt horf, varð stéttarbróðir minn að sleppa dálitlu úr. í grein minni stendur, að þessar stúlkur fái ekkert kaup, ef þær eru teknar »aukreitis« og »spítalarnír þurfa ekki á þeim að halda«. Annars gat eg þess, að Hafnarspí- talarnir greiddu hjúkrunarnemum kaup til þess, að komast hjá að taka dýr- ari hjúkrunarkonur, og það er það, sem LaugarnesspítalinD hefir gert. 3. játi eg, að fæði hvers holdsveikl- ings sé dýrara en 1 Noregi. Eg benti í grein minni á skýr3lu frá einum norska spítalanum, 25 ára skýrslu (1861—85). f>ar var fæðið að meðaltali 37 aurar á dag fyrir hvern sjúkling, en í Laugarnesspítal- anum 1899 og 1900 c. 33 a u r a r að meðaltali. Eg get ekki miðað við 1898 (3 mánuði), en þó eg gerði hr. f>órði það til geðs, verður fæðið 1898— 99 ekki nema e. 35 a u r a r, þ. e. samt 2 a u r u m lægra en í Reknæsspítala. Ef þetta er að játa, það sem hr. f>órður vill, þá kann eg ekki að neita. 4. játi eg, að fatnaður sé keypt- ur d ý r a r i en þörf genst. Hvar hr. Th. hefir lesið þetta í minni grein skil eg ekki. Eg sé að hr. Th. segist sjálfur hafa keypt föt í einni Reykjavíkurverzluninni með 20% afslætti. Eg bað hann svo innilega um, að gefa spítalanum hending um, hvar þessi dýrlega verzlun væri, sem gæfi slík vildarkjör, og eg gerði ráð fyrir, að þessi mikli sparnaðarmaður á lands- fé mundi gera spítalanum þennan greiða. Enn þá hefir hann eigi gert það. Eg lifi þó í voninni um, að hann geri það. 5. játi eg, að m e ð u 1 i n séu e k k i samsett í lyfjabúð spítalans. f>að er líkt um þessa setningu eins eg nr. 1, að almenningur hlýtur að álíta, að meðul séu hreint ekki samsett í spítalauum. í grein minni stendur, að spítalinn kaupi eigi »eingöngu samsett m e ð u 1«, eins og mér heyrðist hr. Th. fræða fólk um á þingi í sumar. í fyrri ísafoldargrein minni stendur, að allir skamtar séu vigtaðir þar, föst efni Ieyst upp og auk þess ýms með- ul samsett. f>að var annars mæðulegt, að hr. Th. skyldi búa til þessa játninguna, þar sem hann í sömu greinni neitar því algjörlega, að hann hafi sagt, að spítalinn kaupi eingöngu samsett meðul. 6. játi eg, að meðulin séu keypt dýr- ari en þörf er á. í minni grein segi eg frá, að eg hafi oft gert tilraun til að fá meðulin jafn-ódýr og aðrir læknar, en eg geti ekki neytt lyfsalann til að gefa betri kjör. Hann eigi meðulin og ekki eg. Svona er þessi játningin. Síðasta (7. atriðinu) hefi eg eigi neitað. Með svona miklum áreiðanleik er hægt að fá hvað sem menn vilja út úr orðum annara. Aðferðin er eitt- hvað svo ógeðsleg, að maður kinnokar sér við, að eiga orðastað víð menn, sem hafa hana. Hr. f>. J. Th. hefir alls enga á- stæðu til að vera hróðugur af því, að eg hefi játað þessi aðfinsluatriði hans sönn og rétt, eins og sjámá. f>vert á móti hefi eg sýnt fram á 15 6. tbl. ísaf., að þau væru á eDgum rökum bygð. f>eim, sem vilja kynna sér þeasa deilu, vísa eg í þá grein. Eg nenni ómögulega að fara að skrifa hana upp aftur. Hr. þ. J. Th. játar nú, að embætt- ismenn, kaupmenn og þess háttar fólk greiði vinnumönnum svipað kaup og spítalinn, en alment sé kaupgjaldið lægra. Eg get fullvissað hr. Th. um, að embættismenn, kaupmenn og þess háttar fólk geldur ekki hjúum sínum hærra kaup en þörf gerist. Aðrir í Reykjavík verða að borga svipað kaup, ef þeir eiga að geta fengið árs- hjú. Mig furðar á því, að hr. Th. skuli eigi segja, að eg hafi játað, að kaup vÍDnumannanna hafi verið 250 kr. á seinni árum, eins og hann fræddi al- menning á. — Hann skellir skuldinni á spítalastjórnina fyrir þessa villu sína, og amtmann sérstaklega. Um það skal eg ekkert dæma. Hitt veit eg, að hann hafði reikningana handa á milli, og ef honum hefði verið mjög umhugað um að segja það eitt, sem satt var og rétt, var það skylda hans, að athuga þá. — Eins skal eg geta þess, að ef hr. Th. á við þingræðu aratmanns um spítalann, þá var hún eigi haldin fyr en löngu síðar en þessi 250 kr. fræðsla hr. Th. birtist mönn- um. Ekki get eg Iofað honum neinu um það, að vinnufólkskaup við spítalann kunm eigi að hækka einhvern tíma. f>að fer eftir almennu kaupgjaldi vinnufólks í Reykjavík og þar í grend. ' Hr. f>órður heldur, að hið háa kaup- gjald í spítalanum verði þess valdandi* að hjúakaup hækki yfirleitt, og viknar, þegar hann hugsar um hinn bágborna hag bændanna. Ekki skulum við láta hugfallast þess vegna. Vinnufólks spl- talans gætir ekki í samanburði við alt það marga vinnufólk með sama kaupi hjá embættismönnum, kaupmönnum og þess konar fólki. Hr. f>. J. Th. segir, að starfsfólk sé fleira í spítalanum í Laugarnesi til- tölulega en í samkynja spftölum í Noregi. f>etta er rétt. f>að stafar mikið af því, að svo fáir af sjúklingunum í Laugarnesi geta hjálpað til, efalaust miklu færri tiltölulega en í Noregi á seinni árum, eftir því sem þeir lækn- arnir Guðm. Björnsson og f>órður J. Tboroddsen, eem séð hafa sjúklingana á báðum stöðum, hafa lýst þeim fyrir mér. f>að virðist svo, sem hr. Th., þegar fram í greinina sækir, só farinn að verða eitthvað efablandinn um það, hvort eg hafi játað það, sem hann seg- ir 1 byrjun greinarinnar. f>ví nú fer hann aftur að reyna að sanna, að fæði hvers sjúklings só dýrara í Laug- arnesi en í norskum holdsveikraspítöl- um. Slík tilraun hefði verið óþörf, ef eg hefði verið búinn að játa það.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.