Ísafold - 09.11.1901, Side 2
286
að setja gæzluatjóra við hlið houum,
2 menn, sem eru valdir þar á staðnurn,
og þekkja vel tii þar. f>essir
gæzlustjórar gætu endurskoðað reikn-
inga útibúsins og haft eftirlit með
sjóðnum og svo frv., og þeirn væri
greidd S00 króna þóknun hvorum. —
|>á eru úigjöldin orðin 7000 kr., og
1000 kr., sem eftir eru, ganga í húsa-
leigu, eldivið, ljós, ræstingu og frí-
merki o. s. frv. — Útgjöldin við úti-
búin verða þess vegna að mínu úliti
8000 kr. fyrir hvert að meðaltali, og
vegna þess, að hvert þeirra verður að
vera sjálfstæður smábanki, sem verð-
ur að geta stjórnað sér sjálfur lengst-
um.
Ef þau eru sett á fót með þeim
hætti, sem hér er bont á, er ómögulegt
að koma upp nema einu útibúi á ári,
og líklegast væri aðal-bankinn alt að
sex árum að koma því í verk.
f>að er misskilningur að ætla, að
seðlabanki á íslandi" gefi t. d. fyrstu
20 árin hluthöfum sínum háa vexti,
eða að það svaraði kostnaði, að taka
lán, sem greiða verður 6°/0 af í vexti
og afborgun árlega til að setja hann
á fót. Ef svo væri, ættu hluta-
bréfin í hlutafélagsbanka hér á
landi að gefa af sér 6% í vexti. —
f>au| gæfu þvert á móti, þegar alt
væri í fullum gangi, hér um bil 4 og
4^/2 og allra hæst ð°/0» alt eftir því,
hvort rentan væri 4, 4:/2 eða 5%. —
f>etta kemur af því, að seðlafúlgan,
sem ekki þarf að tryggja með gulli,
er eftir áliti þjóðbankans í Danmörku
í hæsta lagi 1250 þúsund krónur, en
vextir af því fé samsvara hér um bil
kostnaðinum við bankahaldið. Hér á
landi er ffólk fátækt, og safnar ekki
m i k I u m auð fyrst um sinn, þótt góð-
ur banki kæmist á; getur því enginn
banki hér grætt verulega á geymslufé.—
Langflestir seðlabankarnir erlendis,
sem nú svara háum vöxtum til hlut-
hafa einna, hafa framan af svarað
miklu lægri vöxtum.
Aths.: Það er athugavert við útreikn-
inginn í síðasta bl., að þar hefir fallið burt
athugasemd um kostnaðinn við bankahald-
ið. Alment gildir sú regla, að skuld við
önnur lönd verður ekki greidd nema með
vörum eða peningum (gulli). Bankinn hér
hefir engar vörur til. Þess vegna var gert
ráð fyrir, að hann yrði að greiða skuld
sína með hinu lánaða gulli. En það er
rangt. Því bankinn getur keypt skuld, t.
d. víxil, hér á landi fyrir seðia og fengið
hana borgaða í gulli erlendis.
Kaþólskup spítali
í Reykjavík.
f>að er nú fullráðið, að kaþólska
trúboðsstofnunin hér í Reykjavík,
Landakoti, reisir spítala þar að sumri,
og hann miklu stærri en landsspítal-
anum var ætlað að vera, þessum, sem
þingið lét sér sséma að koma fyrir
kattarnef í sumar.
Hann átti að vera handa 24 sjúk-
lingum, en þessi handa 40.
f>að verður stórhýsi, 60 álna langt
og 15 á breidd og 2 lofthæðir. Út-
búnaður allur viðlíka og gerist á vönd-
uðum smáspítölum erlendis.
Vænt má Reykjavík um þykja í
sjálfu sér, að fá almennilegan spítala
og fullstóran fyrir sig, í stað þessarar
vandræðaholu, sem nú er hér í bæn-
um.
Og þeim þykir sjálfsagt vænt um
líka, sparnaðarmönnunum á þinginu,
að landssjóður komst hjá að leggja á
sig þá byrði í bráðina — og líklegast
til langframa.
f>að má búast við, að lengi þyki á-
kjósanlegra að leggja þessum spítala
heldur einhvern ársstyrk, í notun
þeirra afnota, er læknaskólinn og
landið alt kynni af honum að hafa,
en að fara að leggja í að koma upp
landsspítala.
f>að má búast við, að þess verði
enn langt að bíða, að þingi og þjóð
vaxi svo mannlund og drengilegur
metnaður; að hún uui ekki ölmusu-
mensku að því er kemur til bráð-
nauðsynlegustu þjóðfélagsstofnana.
Hún hefir látið gefa sér holdsveikra-
spítala.
Hún er að láta gefa sér geðveikra
hæli.
Nú ætlar hún að láta sama sem
gefa sér landsspítala. Lætur meir að
segja annarlegt trúarfélag gera það, —
trúarfélag, sem hefir sjálfsagt strengt
þess heit með sjálfu sér, að helga sér
landið aftur, gera það alkaþólskt, eins
og það var fyrir mörgum öldum, og
veit það af gamalli reynslu og óyggj-
andi, að engin ráð eru vænlegri til
þess en skólar og spítalar.
Vafalaust er þetta hinn eini höfuð-
staður utan hins kaþólska heims, sem
lætur kaþólsku kirkjuna sjá sér fyrir
sjúkrahæli, í stað þess að gera það
sjálfur eða í samlögum við ríkið,
landið.
Vitaskuld er verkið ekki nema
þakkarvert fyrir því í sjálfu sér, og úr
því sem gera er. f>að væri mjögrangt
og ætti ílla við, að kunna frumkvöðl-
um þess, Jósefssystrum, óþökk fyrir.
Stofnunin e r nytsemdarstofnun og
guðsþakka, hver svo sem er höfundur
hennar, og kemur að tilætluðum not-
um að aðalatriðinu til, hjúkrun sjúkra
og læknishjálp yfirleitt, þó að sá
hængur sé á, að læknarnir hafi ekk-
ert vald yfir stofnuninni og eigendur
hennar ráði einir endurgjaldinu fyrir
spítalavistina, sem búast má við að
verði fátækum ærið þungbært, en í fá-
tækra tölu er og verður meiri hluti
þeirra, er sjúkrahús þurfa að nota.
Seðlíiútgáfurétturinn
dýrinæti.
í hvert skifti, sem andstæðingar
stofnunarhlutafélagsbanka, bankamenn-
irnir og afturhaldsmálgagnið, hafa lát-
ið til sín heyra um bankamálið, hafa
þeir haft það fyrir aðalástæðu gegn
stofnun hlutafélagsbankans, hvað hróp-
legt það sé, »að fleygja frá scr hinum
dýrmceta seðlaútgáfuréttú. f>essu hafa
þeir jafnan varpað fram, án þess að
gera lesendum sínum eða áheyrendum
neina grein fyrir, hvers virði seðlaút-
gáfurótturinn er oss nú í raun og
veru.
f>að er sjaldan vandi að finna ein-
hver orð máli sínu til stuðnings, sem
láta vel í eyrum þeirra, er lítið eða
ekkert skyn bera á málefnið, sem um
er rætt. f>að lætur ekki illa í eyrum
orðið »heimastjórn, þegar verið er að,
tala um breytingu á stjórnarskránni.
A slíkum orðatiltækjum má fljóta æði-
lengi, þegar málefnin eru vandasam-
ari en svo, að mönnum sé alment
ætlandi að geta dæmt um þau af eig-
in skynsemi eða þekkingu.
»Að fleygja frá sér þessum dýrmæta
seðlaútgáfurétti« kitlar ekki lítið eyr-
un á þeim, sem ekki þekkja, hvað
seðlaútgáfuréttur er, eða hversu mikið
gagn má hafa af honum. Eg vil því
leitast við að skýra, hvers virði hann
er nú sem stendur hér á landi, fyrir
landið og bankann, og hvers virði
lánstraust landsins er, ef það væri
róttilega notað.
Eins og sést af reikningi lands-
bankans árið 1900 er bankahaldskostn-
aðurinn................ kr. 22876 15
fyrir utan »Yms gjöld«
kr. 11336 30, sem reikn-
ingurinn greinir ekki frá,
hor séu.
Bankareikningurinn
telur húsaleigu, eldi-
við, Ijós og rœsting að
eins kr. 1165 68, sem
vitanlega nær engri átt;
þar sem bankahúsið
kostar 85,800 kr., gæti
bankinn hæglega haft
5°/o hag af þessu fé, ef
það væri laust, og mun
þá ekki of í lagt, að á-
ætla leiguna af húsinu
6% þegar tekið er tillit
til viðhalds og fyrningar,
er leigan þá kr. 5140 00
þar við bæt-
ist kol og
ljósmeti um — 500 00
og umsjón
hitavélar og
ræsting um — 338 00
Samtals: kr. 5978 00
Erá þessu
dregst svo:
a. Leiga frá
forngripa-
safninu kr.
200000; h.
f>að sem
bankinn
telur fyr-
ir húsnæði
eldivið, ljós
og ræsting
kr.1165.68,
verður alls — 3165 68
er húsaleigan þannig
vanreiknuð um.......... — 2812 32
Sá sanni bankakostnað-
ur er þá .............. kr. 25688 47
Af þessum kostnaði er
sennilegt að áætla, að
sparisjóðurinn og þetta
brot af veðdeildinni, sem
til var síðasta ár, ætti
að bera ............... — 6000 00
að minsta kosti ætti að
vera hægt að fá það
starf unnið fyrir það
fé í samhandi við banka-
eða önnur samstæð störf.
Verður þá eftir af kostn-
aðinum ....... ........ kr. 19688 47
sem hvílir á seðlunum
sjálfum. Seðlafúlgan er
nú 750 þús. kr., og só
samkvæmt venju áætlað,
að 20°/» séu að jafnaði
arðlausir, eða því sem
svarar í peningum, en
600 þús. gefi 4£°/» vexti,
þá nema vextirnir á ári — 27000 00
þegar kostnaður er dreg-
inn frá ................ — 19688 47
verður hinn reiknings-
legi hagur af seðlaút-
gáfunni um ............ kr. 7311 00
þegar ekki er tekið tillit til hins ó-
beina taps af seðlunum.
Hagurinn af hinum »dýrmæta« seðla-
útgáfurétti nemur þá tæplega því,
sem landsbankinn á að svara lands-
sjóði, 7500 kr. á ári, fyrir þennan
»dýrmæta« rétt, að mega nota banka-
seðla sem veltufé í stað peninga,
bankaseðla, sem enginn gullforði er
fyrir, sem alstaðar hafa gefist illa, og
gjörspilla því lánstrausti landsins í
útlöndura. Björn Krristjánsson.
Eftirbreytnisyert dæmi.
»Norðurland« skýrir frá því, fyrir
munn Guðm. læknis Hannessonar, að
skarlatssótt hafi stungið sér niður á
stöku stað norðanlands, en læknum
tekist að bæla hana þar niður hvar-
vetna.
Meðal annara segir þar frá, að 2
börn hafi sýkst í sumar á Húsavík,
og voru bæði einangruð, annað heima,
en hitt í skólahúsinu. »Nokkuru áð-
ur en sóttnæmishættan var afstaðin
á síðara barninu, skipaði landlæknir
svo fyrir í umburðarbréfi, að hætta
skyldi einangruninni; en þá bauðst
móðir barnsins til pess að hosta sótt-
vörnina sjálf, til þess að öll hætta
vceri úti. Veikin mun því hafa verið
algjörlega bæld niður þar. Hefðu all-
ir sama hugsunarhátt og þessi kona
á Húsavík, þá mundu eigi margar
sóttir leika lausum hala á ári hverju«.
Lánstraust landssjóðs.
þegar einhver þarf á miklu láns-
trausti að halda — og ísland þarf
sannarlega að geta fullnotað lánstraust
sitt —, þá þarf hann að fara sem
sparlegast með það, og láta sér verða
sem mest úr þvi þar, sem lánið þarf
að taka. En, eins og hér á stendur,
er það í útlöndum, sem Island þarf
að hafa lánstraust.
Svo er lánstraust Islands lítið í út-
löndum, að þrátt fyrir kostnaðarsama
ferð, sem bankastjórinn tók sér á
hendur, auðvitað á kostnað bankans,
þá gat hann ekki komið út nema ein-
um 200 þúsund krónum af banka-
vaxtabrófunum á danskan markað,
fyrir mikið lægra verð en jafn-vel trygð
verðbréf seldust í Danmörku um það
leyti. Hér verður að taka til greina,
að veðdeildarbréfin ættu að seljast
með sama verði og konungleg skulda-
bréf, ef tryggingin væri álitin jöfn:
ef landssjóður hér vceri í Danmörku
skoðaður jafn-tryggur til ábyrgðar
eius og ríkissjóðurinn danski. Slíka
ábyrgð er ekki hægt að bera saman
við ábyrgðprímí-félaga, eins og banka-
stjórinn gerir; hann sýnir óvitaskap
sinn í því, eins og öðru í bankamálinu,
að leggja þessar ábyrgðir að jöfnu. —
Eða því skyldu msnn vera að kaupa
konungleg ríkisskuldabréf, sem gefa
að eins 3—31/2°/0 vexti, fremur en
skuldabréf eða verðbréf prívat-lélaga,
til dæmis Kjöbenh. Frihavns Obligat-
ioner, sem gefa il/2°/0,el — markaðurinn
álitur tryggingu slíkra félaga jafn-
stöðuga og landssjóðs- eða ríkissjóðs-
tryggingu?
Svo mikið ætti banlSstjórinn að
vita, að menn leggja ekki slíkar
tryggingar að jöfnu, og þess vegna er
verð verðbréfa mismunandi á sama
tíma.
Landssjóður hefir sýnilega ekki það
traust í Danmörku, að honum só full-
komlega treyst til, að ábyrgjast hina
árlegu vexti af veðdeildarbréfunum, 54
þús. krónur, þó 200 þúsund krónur f
konunglegum skuldabréfum séu auk
þess að veði og jarðarveð og húsveð
þau, sem veðdeildin hefir fyrir lánun-
um, og loksins 5000 króna gjöf á ári
til veðdeildarinnar frá laudssjóði í 5 ár.
þetta er alveg ónáttúrlegt lánstrausts-
leysi, þegar tekið er tillit til þess, að
landið skuldar engum neitt, en á að
jafnaði eina miljón króna í vara-
sjóði.
Bankastjórinn hefir, eftir að bank-
inn auðvitað hefir þraut-reynt áður
að selja bankavaxtabréfin, tekið sér
þessa dýru ferð á hendur til þess, að
selja bankavaxtabréfin, og komið út
einum 200 þús. krónum — og eftir