Ísafold - 18.12.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.12.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eBa tvisv. í vikn Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða l‘/i doll.; borgist, fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (sKiifieg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVm. árg Reykjavík miðvikudaginn 18. des. 1901. I. o. 0. F. 8312208'/,. Forngripasafn. opið mvd. ogld. 11—12 Lanasbókasaft, opið lieern virkan dag 4i. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) tud., mvd. og ld. tii útlána. Okeypislækning á spítalsnum á þriðjud. «g föstud. kl. 11 -1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar •ki 11—1. Ókeypis tanniækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Ferillinn rakinn. Hann er gerður hingað fyrst af bakhjarlsvaldinu í Khöfn, »legátinnt þess, er hingað kom í þingbyrjun, vel metinn maður og vel látinn, en nauða-skynlítill á það mál, er hann hafði þá að sér tekið, og hefði fráleitt gert kost á sér ella í slíka för, svo einlægur ættjarðarvinur sem hann er raunar; en hins vegar kappsfullur mjög og fljótfær, og fyrir þetta alt saman lagt vel til kjörinn í þeirra augum, er hann sendu. Ef til vill og mataður á því um leið, að hann mundi eigi miður vaxinn leiðtogamensku í stórmálum lands síns en hinn háskólakennarinn, er stæði meir að segja skör lægraþar. Flugan, sem þinginu var ætlað að gleypa, var þessi: Landshöfðingi fær ráðherranafnbót og situr^í Reykjavík áfram. f>að skal svo skíra stjórnar- »básetu« í landinu. Khafnarskrifstofu- valdshöfðinginn fær og ráðherranafn- bót og situr þar. f>á situr alt við sama keip í raun réttri, alt með kyrr- um kjörum, alt í sama farinu og áð- ur. Breytingin eintómt títlatog, en íslendingum talin trá um, að þarna væri þeir bánir að fá »heimastjórn«, «g blaða-páfagaukum afturhaldsliðsins kent að æpa í þeim tón í eyru lýðsins. Bn ekki tókst þetta nema til hálfs. Glundroða gerði það að vísu nokk- urn á þinginu, sem ella mundi hafa samþykt með ærnum þorra atkvæða hið nýja, aukna stjórnarbótarfrumvarp þeirra dr. Yaltýs og hans félaga. Brum- varpið hitt féll, tíu-manna-frumvarpið. f>á var róið að því öllum árum af þeim legáta og hans félögum, að ekk- ert frumvarp gengi fram á þinginu, og hinum flokknum haitið öllu fögru, ef hann vildi fresta málinu. f>á »koma dagar og þá koma ráð« eftir 2 ár, og betri engin stjórnarbót en að ekki lánist að fá komið ráðgjafanafnbótinni á landshöfðingja o. s. frv. En er það tókst ekki, þurfti að sjá svo um, að hin nýja stjórn, er að völdum hafði Sezt í Khöfn um þingtímann, ókunnug hinni fyrri ráðagerð, hyrfi að því ráði og hafnaði hinu samþykts, þingfrum- ▼arpi. |>ess treysti hann sér ekki til einsamall, Hafnarlegácinn, og fær því með sér #erindrekann« fræga, sem heim varð þó að hverfa aftur við svo báið eftir skamma dvöl, með því að stjórnin nýja kvaðst engan tíma hafa að svo stöddu til að sinna málinu hót, sem og var þá enn ókomið í hennar hendur frá þinginu. Og duga vildi honum ekki hót, þótt sverja gerði og sárt við leggja frammi fyrir íslands- ráðherranum, að h a n n og hans menn, minni hlutinn á þinginu, væri hinir sönnu, ómenguðu, eindregnu framfara- og frelsismenn, íslauds vinstrimenn, en hinn flokkurinn hefði stoliðþvínafni; þeir væruhægrimenn og afturhaldsmenn. Hvað gerst hefir síðar, er eigi full- kunnugt um, þótt grunur leiki á, að fyrnefndum Hafnarlegáta ogþeim sem hann sendu hafi tekist á endanum að koma hinum nýja, allsendis ókunnuga íslandsráðherra á sitt band að meira eða minna leyti. Gera má þá ráð fyrir, að þeim fé- lögum komi ekki meir en svo vel pistillinn frá framfaraflokksstjórninni til ráðherrans frá 6. þ. m., þar sem gengið er svo frá tíu-manna-frumvarp- inu og væntanlegri uppsuðu ár því, að þar verður engin heil brá eftir, og skýrt frá því glögt og skorinort, hverjar séu heimastjórnarkröfur ís- lendinga, þær er þjóðin hefir alið um hálfa öld og aldrei frá horfið. Samliðum þeirra hér mun og hafa komið pistill þessi engu betur, þótt líklegast sjái þeir sérþann kost vænst- an, meðal annars og einkanlega til kjósendafylgis sér í vor, að láta vel við þeirri stefnuskrá, í því trausti, að þegar á þing komi, kunní að vekjast upp ný ráð til að eyða málinu með einhverjum glundroða eða fresta því af nýju, ef til vill með fulltingi nýrra Hafnarlegáta. Lengi má og hugsa upp nýjan fyrirslátt til, þess að þurfa ekki að heita beinn svikari við kjós- endur, og strá ýmis konar ryki í augu þeirra. f essi er f e r i 11 i n n rétt r a k i n n hingað til og líklegast eins áfram. Gullyog réttvísinnar. Dæmt var í fyrra dag í landsyfir- rétti eitt af hinum nauðaskrítnu gjaf- sóknar-»hreinsunar«-málum embættis- manna, sem ná tíðkast svo mjög. þar var kunningi vor, landlæknirinn, sem þar var á ferð enn einu sinni með brennheita löngun til að »finna ísa- fold« fyrir örfá vel valin orð í hans garð í fyrra haust einu sinni, og hafði, svo sem lög gera ráð fyrir, fengið leyfi til að gera það á landssjóðs- kostnað, með venjulegri »hreinsunar«- skipun. Eyrir undirrétti mistókst hreinsunin gersamlega, og eins hitt, að réttvísin veitti manninum nokkura hina minstu svölun. |>ví dómarinn sýknaði rit- stjóra ísafoldar gersamlega, sbr. ísa- fold 20. apríl þ. á. Og um hreinsunartilraunina fór raun- ar alveg eins fyrir yfirrétti. jpað stóð óhaggað þar, að landlæknir hefði skírt skarlatssóttina óséða rauða hunda, og alveg mistókst tilraun hans til að sanna, að hann hefði ýtt undir lækn- inn í Árnessýslu ofanverðri um að beita lögboðnum varnarráðstöfunum gegn skarlatssóttinni. Kn þegar réiturinn fer því næst að meta o r ð i n, sem ísafold hafði not- að til að lýsa hátterni landlæknis, þá kemst hann að þeirri niðurstöðu, að þau væru heldur hörð — ekki n æ g i- 1 e g a réttlætt —, einkum það, að »engu væri líkara en að það væri nokkurs konar gamanleikur, hvort stemdir væru stigir eftir mætti fyrir skarlatssóttinni eða ekki«, og lætur það varða 40 kr. sekt, auk málskostn- aðar, og þar með fylgja venjulegt líf- lát veslings-orðanna. Allir sjá, hve hér er mjótt mund- angshófið á gullvog róttvísinnar, svo mjótt, að naumast verður eygt nema í dýrri smásjá. Af 2 dómstólum, er dæma eiga eft- ir hinum sömu lögum og fáir munu treysta sér til að gera minstu vitund upp á milli að þekkingu til, dæmir annar það alveg vítalaust, sem hinn lætur varða hátt upp í 100 kr. átlát- um (að meðtöldum málskostnaði). — Báðir hafa hina sömu gullvog til að mæla og meta ávirðingar náungans, og gera það óefað með ágætri þekkingu og samvizkusemi. Niðurstaðan með öðrum orðum ein- göngu undir álitum komin, undir svo næmu mati, svo næmri sjón, aðganga virðist tilviljun næst, á hvora hliðina metin eru talin hallast. Og eftir þessu eiga bæði leikmenn að lifa, og hreinsunar-lömbin, embætt- ismennirnir, að geta leikið sér á lands- sjóðs kostnað að því, að reyna að svala sér á þeim, sem þá djörfung hafa og skyldurækt, að lýsa hræsnislaust frammistöðu þeirra í þjónustu þess lýðs, er kappelur þá á sveita sínum, hvort sem nokkurs eru nýtir eða ekki, hvort sem þolanlega standa í stöðu sinni eða alveg óhæfilega. Reknotayeiðar hér við land. Hr. stórkaupm. Thor E. Tulinius hefir sent oss, eins og í fyrra, skýrslu frá konsál Falck, í Stafangri um, hvern- ig gengið hafa í sumar er leið tilraun- ir hans til síldarveiða með reknetum hér við land. Hann íekk í fyrra alls 536 tunnur síldar hér í reknet, og segir, að það hafi verið mikið góð síld, en meðferð- in ekki svo góð, sem skyldi, vegna þess, að skipshöfnin hafi ekki verið nógu vön við að meðhöndla hana á skipsfjöl svo vel og vandlega sem þarf, og ekki heldur vanist því, að taka ár henni innýflin, sem sé ómissandi til að losa hana við æti í maganum, er spillir vörunni. |>að hafi samt sem áður verið allgóð vara, þótt rifnað hafi haus af sumu af síldinni, þegar hán var tekin ár netunum, og gat því ekki heitið prima-vara. Ná í sumar segist hann hafa látið 2 gufuskip sín, Albatross og Bremnæs, hafa meðferðis fullkominn rekneta- veiðiátbánað, og sömul. seglskip sín 2, Solo og Duo, hafa net með sér. Skip þessi voru öll á þorskveiðum hér við 79. blað. Iand í sumar, og seldu aflann á Seyð- isfirði og Í8afirði. Lagt var fyrirþau, að reyna reknetaveiðar fyrir síld, er nótt træki að dimma, og seglskipin þar að auki endranær, er tilefni væri til, til þass að afla sér beitu, en salta af- ganginn. Albatross fekk 517 tunnur og Brim- næs 309, en Solo og Duo 45 tunnur hvor, auk þess er þau höfðu til beitu. þetta var samtals 916 tunnur. Held- ur voru skipin óheppin með veður- eins og í fyrra, og auk þess kom síld, in í fyrra lagi, og þegar hún kom, sýndi það sig, að hán gekk í smáum torfum. Til dæmis lá Bremnæsog Alba- tross og eina nótt mjög nærri hvor annari, og fekk Bremnæs þá 100 tunn- ur, en Albatross ekki nema 1. J>etta var stórsíld og fóru ekki í tunnuna (180 pd.) nema 300 síldir. f>að var afbragðsvara og seldist hátt. »f>essar ítrekuðu tilraunir sýna það, Bem eg hélt fram í fyrra«, segir hr. Falck, »að það er til fyrirtaks-síld áti fyrir íslandi og alt umhverfis landið, en fer fram hjá því, af því að þar er ekki hafður viðbánaður til að ná henni. Mér hefir ná að vísu það áunnist, að fleiri hafa reynt að taka þettaupp í smáum stíl, og eg hefi liðsint ýms- um íslendingum við netakaup og veitt þeim ýmsar leiðbeiningar um veiðina og meðferð aflans; og efast eg ekki um, að fleiri muni fá sér reknet næsta ár, eftir þeim áhuga, er þeir hafa sýnt tilraunum mfnum. Veiði þessa má reka bæði á jögtum, skátum og gufuskipum, í stuttu máli: frá hvaða skipi sem er; en þá verður netaátbánaðurinn að vera lagaður eft- ir því. Mér virðist, að þessa veiði ætti að stunda að mun á íslandi og af íslend ingum; því það hefir sýnt sig þessi 2 ár, einkum nána, að síld sá, er fæst með þessum hætti, er vara, sem fá má vel borgaða, þótt markaður sé meir en fullur«. Líknarstarf Hjálpræðishersins. Bæjarmenn hér hafa ná orðið margra ára reynslu fyrir því, með hvílíkri al- áð og sannkristilegum áhuga Hjálp- ræðisherinn stundar líknarstarf sitt- við sjáka og bágstadda, og hve vel og myndarlega honum fer það verk ár hendi. Kostnað af því hefir hann ekki efni á að standast einsamall, sem og engin von er til, fremur hér en annarstaðar, og nýtur því hvarvetna annarra fulltingis að því leyti til. Enda er svo, að margur, sem eitthvað vill og getur látið af hendi rakna við nauðstadda, en brestur kunnugleika, tíma eða lag til að hagtæra því svo, að komi að sem mestu og beztu haldi, kýs enga Ieið fremur til að taka af sér það ómak en að fela það þessari stofnun, sem hefir orð á sór um allan hinn mentaða heim fyrir, hve vel hán gerir það óg samvizkusamlega. Nána fyrir jólin ættu bæjarmenn sérstaklega að hugsa til Hjálpræðis- hersins í þessu efni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.