Ísafold - 18.12.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.12.1901, Blaðsíða 2
314 Hann ætlar í þetta einn eigi ein- ungis að stofna til venjulegrar jóla- gleði handa börnum, heldur að færa nú það út kvíarnar, að bjóða 100 fá- tækum gamalmennum til jólatréssam- sætis með viðeigandi glaðning eða skemtun fyrir aldrað fólk. f>eir eru færri, sem þau hafa í huga, gamalmennin, heldur en blessuð börn- in, og er það þó vissulega guðsþakka verk líka. Eiguleg barnabók. Sagan af Hróbjarti Hetti og köppum hans. Jóan Austfirðingnr setti saman eftir fornum strengleikum enskum. Rvik 1900 132 bls. í sm&u 4. (Utg. Jón Ólafs- son). f>etta er mjög fræg og vinsæl al- þýðu-skemtibók með enskumælandi þjóðum, íslenzkuð eða þó öllu heldur endursamin á íslenzku af einum fær- asta rithöfundi vorum, sem hefir gert sér það til gamans að taka sér dular- nafn á titilblaðinu, meðfram til að samræma nafnið öðru orðfæri þar. (•Btrengleika-saga frá 13. öld. Sam- an sett á norrænu eftir fornum streng- leika-kvæðum enskum, ungum mönn- um og gömlum til skapfelllegrar skemtunar*). Má því ganga að þvf VÍ8U fynr fram, að ekki sé neinn við- vaningsfrágangur á kverinu á íslenzku, ekkert gutlara-orðfæri með hálfíslenzku orðavali, en alútlendri orðaskipun og setninga. Höf. hefir meira að segja ekki látið sér lynda nútíðarmál vort, er honum Iætur flestum mönnur bet- ur, .heldur »ásett sér að segja söguna í riddarasögustíl og vanda svo mál á henni, að eigi skyldu önnur orð eða orð- tæki notuð en þau er fyrir koma í beztu og elztu riddarasögum vorum eða enn eldri ritum, nema þar sem hugmynd- ir varð að nefna eða hluti, er óþektir voru höfundum fornrita vorra eða koma þar ekki fyrir »(t. d. parlíment o. s, frv.).« Verður ogeigi annað sagt en að honum hafi tekist það mæta- vel yfirleitt, og þó kornist hjá, að gera málið minstu vitund torskildara nokkru barni, enda hefir hann að öllu nútfð- arstafsetningu á kverinu, sem og rétt var. Hróbjartur höttur er Grettir Breta, þótt minni sé vígamaður og fyrir því meðal annars miklu minni hryðjublær yfir þessari Grettlu þeirra en vorri, íslendinga. Hróbjartur er sekur skóg- armaður, eins og Grettir, en hefst ekki við einmana á heiðum uppi og öræfum, heldur í fögrum skógum ensk- um — »und grænum, Iaufgum meið« — og ræður fyrir fríðu föruneyti vaskra drengja, 12—14 tugum að jafnaði. Hann berst og eigi við tröll og forynjur né glímir við afturgöngur, heldur situr um sýslumenn konungs, munka og ábóta, tekur fé af þeim og glettist við þá með ýmsu móti, en vinnur þeim sjaldan bana. því er allur blær sögunnar mun þýðari og óhroðalegri en á Grectlu eða öðrum Bamkynja fornsögum vorum. Saga Hróbjarts og kappa hans er því mest um ýmsa áleikni hans og þeirra félaga við konungsmenn og annað stórmenni, er þeir áttu sökótt við, en báru hærra hlut að jafnaði fyrir kænsku sakir, hreysti, fimleiks og snarræðis. f>að gerir söguna einkarhugnæma ung- lingum, og eigi síður hitt, að höfuð- kappinn er ekki einungis hraustur, fim- ur og ráðkænn stigamaður, heldur og öðrum þræði göfuglyndur riddari, sem aldrei legst á lftilmagna eða saklausa menn, heldur sýnir þeim allan dreng- skap. Höf. hefir, sem fyr segir, tekist yfirleitt vel að fyrna orðfærið, en þó ekki lánast alveg að sneiða hjá býsna- ungum orðum og orðtækjum eða þá gömlura orðum í nýrri merkingu; enda er slíkt á fárra manna færi og sízt öðru vÍ8Í en með töluverðri yfirlegu. Til dæmis má nefna fjárupphœð (auk þess bæði Ijótt orð og óþarft); borgun og borga í greiðslu-merkingu (forna merkingin er ábyrgð, varzla); alt í einu; fyrst í merkingunni: úr því að (í fornu máli: er eða alls); gat hann mcstt hverjum ríðara í dusteringu (sem er mjög ljótt orð; dust miklu betra); gat eigi gengið (bls. 94); hafði boga sinn með og örvar (»með« ofaukið). Grein inum ákveðna er sumstaðar ofaukið eftir fornum nthætti (hurbinni, karl- inum o. s. frv.). Greinismyndirnar inn in ið sérstæðar, er höf. heldur í dauðahaldi, eru og hvorki fornar né nýjar í málinu (enn en et í fornu máli, hinn hin hiði nýju),—þær eru séreign höf. eins, og einskis manns annars. Og er það mein um jafnsnjallan ritlista- mann og félagslyndan, er svo fast sækir á hann girnd til að fara einför- um f fáeinum stafsetningaratriðum, að engin bönd halda; hann ritar t. d. vögstur.segs, ugsi, öksi fyrir vöxtur, sex, uxi, öxi; sömul. létst, veitst fyrir lézt, veizt o. s. frv.; Mánudagur, þriðju- dagur o. s. frv. f. mánudagur, þriðju- dagur. f>á eru og samkyns afbrigði frá fornum og nýjum rithætti, að rita viðurnefni með stórum upphafsstaf, t. d. Jón Litli, Vilhjálmur Skfðlokkur, Mikli Malarason (stundum malarason). Alt þetta villir börn og unglinga, og ætti því ekki að vera í bókum, sem þeim eru ætlaðar. »Að sjá aumw á« (bls. 106), tekið eftir Heilagra mannasögum, — mundi það ekki vera mislestur á hdr. að þeim? Vitaskuld eru þetta smámunir, og kverið jafngirnilegt til skemtilesturs hvað sem þeim líður. Eftirmoeli. I síða*tliðnum rnaimán. andaðist að Snorrastöðnm í Laugardal merkisbonan Sigríður Gísladóttur, á fimtngsaldri. Með manni sinum Eyólfi Magnússyni lifði hún í farsælu hjónabandi rúm 20 ár; eignaðist með honum 6 börn, er 4 lifa, öll mann- vænleg. Sigriður sál. var fjör- og þrekkona mik- il, stjórnsöm húsmóðir og nærgætin; ástrík móðir og lét sér einkar-ant um uppeldi og menningu barna sinna, og þótti heimilið undir stjórn hennar taka flestum fram, eigi síður að framtakssemi og góðri umgengni en góðvild og gestrisni bæði við nágranna sína og hina mörgu, er þar áttu leið um. Heunar er því sárt saknað, ekki að eins af syrgjandi eiginmanni og börnum, heldur af öllum hinum mörgu, er kyntust henni og fengu tækifæri til að kynnast atgervi henn- ar og mannkostum. St. 18. Hinn 22. septbr. þ. á druknaði hús- frú Guðríður Daníelsdóttir frá Bjarteyj- arsandi á Hvalfjarðarströnd. Var á heim- leið frá Þyrli. Hafði farið að heiman nm miðjan dag, varð síðbúin að kveldi, og"ætlaði, svo sem altitt er, að stytta sér leið með því að ríða framan við hamar, er gengur þar i sjó fram, stuttan veg, en yfir stórgrýtta urð. En aðfall var og farið að dimma. Hesturinn fanst um kveldið hinum megin hamarsins, alvotur, með öllum reiðtýgjum. Likið ófundið, þrátt fyrir itrekaðar leitir á firðinum og meðfram honum víðs vegar. Guðriður sál. var ástrík eiginkona og móðir, umhyggjusöm húsmóðir, lézt frá manni sinum Jónasi bónda Jóhannessyni og 5 börnum, flestum ósjálfbjarga. Hún var fædd að Syðra-Lágholti í Hnappadalssýslu 19. mai 1858; fluttist 2 ára að Miklaholti til frænda sins síra Geirs Bachmann, og var þar fram yfir tvítugs- aldur; fluttist síðan suður i Borgarfjörð og giftist eftirlifandi manni sínum 1885. X. Dalasýslu 3. des.: »Héðan er ekkert að frétta öðru nýrra. Vetrarfar einstak- lega vægt hér sem annarstaðnr, er til spyrst. Mannheilt og ósjúkt. Vetrargæfðinni er það að þakka, að unnið hefir orðið að brúnni á Laxá i Laxárdal, þótt ekki væri á henni byrjað fyr en núna i nóvember; hafði þó efnið i hana komið snemma i sumar, og gengu allir að því visu, að hún yrði á komin fyrir veturnætur, sem og voru síðnstu for- vöð, með þvi að landssjóðsstyrkurinn var til hennar veittur í fjárlögum 8. nóv. 1899, og það fyrra fjárhagsárið þá, 1900, svo að réttu lagi hefði hann víst ekki átt eða mátt greiðast siðar; enda fullyrða menn, að sýslumaður, er fyrir brúarsmíðinni stendur sem öðrum mannvirkjum hér á al- menningskostnað, muni hafa fengið hann sér goldinn úr landssjóði fyrir löngu. Jæja, nú var tíðarfarið, þegar loks var byrjað, svo hagstætt sem hugsast gat, og ekki eftir nema fárra daga verk til að koma brúnni á, svo að henni væri óhætt. Þá gerði regn og leysti isinn af ánni og tók með sér það sem lokið var við af brúnni. Mestallur viðurinn náðist samt aftur úr ánni eða sjónum; en brúarsmið- inni mun vera lokið i bráð. Aðra brú lét sýslumaður smiða hér, í hitt eð fyrra, á Tunguá; ekki man eg eða veit, hvað löngu áður hafði verið veitt fé til hennar. Sú brú sligaðist þá þegar í stað undir sínum eigin þunga og var rifin. í haust var henni svo komið á aftur, en þo ekki fullgerð. Nú er einn af máttar- viðunum brotinn; brúin hangii samt og hallar undir flatt, tæplega fær nema fyrir gangandi menn. Sýslnmaðnr hefir i mörgu að snúast, og fer þá eins og stundum við ber og máls- hátturinn segir, að sumum járnunum í eld- innm hættir við að brenna. Meðal ann&rs er hann ekki enn farinn að láta útbýta peningum úr styrktarsjóði handa alþýðu- fólki og engin tilkynning komin til hrepps- nefndanna um það, hve miklar fjárhæðirn- ar séu, sem átti þó að koma í júli. Fyrir 2‘/2 ári var samin og staðfest hunda- reglugerð fyrir sýsluna. En ekki er enn farið að framfylgja henni neinstaðar, vegna aðgerðaleysis sýslumanns. Veðurathugtttilr 1 Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1901 !£ W erÞ <1 CD CX P œ irr Hn 3 ^ — K- des. B'I CTQ 3 trr ct- D- 83 « 3 Q§ 3 B 1 ’ fo ^ 00 32 i-i Ld. 7. 8 729,5 -0,7 wsw 3 10 1,7 -1,3 2 731,2 -3,9 NNW 1 9 9 733,6 -3,4 sw 1 5 Sd. 8. 8 733,4 -7,4 N 2 4 0,9 -10,0 2 736,1 -8,4 NNW 2 10 9 738,8 -4,7 NNE 3 6 Md. 9.8 749,0 -3,3 NNW 3 10 -10,0 2 748,1 -4,5 NNW 2 10 9 753,4 -1,7 N 2 7 Þd. 10. 8 758,5 -1,9 NNE 2 5 -5,6 2 761,9 -2,6 N 2 4 9 765,1 -2,5 NNE 2 3 Mvd 118 765,5 -1,3 NE 2 3 -4,0 2 767,0 -2,4 N 1 3 9 769,5 -2,4 NNE 2 2 Fd. 12. 8 773,5 -2,5 NNE 1 3 -4,1 2 774,6 -3,6 0 1 9 776,1 -6,9 0 1 Fsdl3. 8 776,0 -9,3 0 3 -10,9 2 776,0 -8,7 0 4 9 775,8 -4,2 0 9 Hæst útsvar i Reykjavik hefir verzl- nnin »Edinborg«, er lagt er við það, sem handhafa er gert sjálfum sér i lagi. — Hún hefir 1100 kr. útsvar og hann 90 kr., samtals 1190 kr. Þetta er fárra ára gömul verzlun, sem gerir hvorki að selja áfengi né reka lánsverzlun, heldur eingöngu pen- ingaverzlun. Heldur ætti þetta dæmi að draga úr hjátrúnni á áfengið og lánin sem ómissandi skilyrði fyrir því hér vor á meðal, að verzlun geti eflst og blómgast. Nýtt kindakjöt SXVIu jóla hjá Jóni Magnússyni á Laugavegi. W Ióskilum rauð hryssa 2—3 vetra, mark: blaðstýft framan vinstra. Sá, sem á hryssu þessa, vitji hennar sem fyrst að __' Möðruvöllum í Kjós. Guðmundur Sigurðsson. Kauptu í „Edinborgu. Flýttu’ þér niðri Edinborg, þar færðu margt að sjá, farðu beint upp stigann og opinn verður þá Bazar harla mikill, sá bezti’ er landið á, en buddunni upp úr vasanum ei gleymdu strax að ná. Spánný sérðu albúmin, sem spiladós er í þau spila allan þremilinn, — já, gaman er að þvi; þar er líka grafófón, sem kúnstir allar kann,. kærustunni’ á jólunum þú gefa ættir hann. Kauptu’ banda’ ’onum pabba þínum kotru- tafl og spil; kvæðabækur enskar og hillu’ að festa á þil; kauptu’ handa’ ’enni mömmu þinni mad- dömu-stól og myndaramma’ ogskrifað’ áhann: gleði- leg jól! Kauptu’ handa’ ’enni systur þinni kin- verska skó, kauptu’ handa’ ’onnm bróður þínum vagn og dóminó, kauptu’ handa’ ’enni ömmu þinni kerta- stjaka tvo, kauptu’ handa ’onum afa þínum vindla eða >skraa«. Kauptu handa börnum þínum kerti græn og rauð, konfekt niðri’ í búðinni og epli og sæta- brauð; barnagull er ótal mörg á bazarnum að fá, en bágt er oft að velja’ um, þegar mest er til að gjá. Kauptu’ handa’ honum Nonna litla kött eða mús, kauptu’ handa’ henni frœnku þinni laglegt dúkkuhús, kauptu handa matseljunni apakött og önd og eina góða trumbu, sem hljómar viða’ um lönd. Kanptu handa sjálfum þér skriffæri’ og skák og skáldsögurnar ensku, — þvi þær eru’ ekkert káfc. — Hvenær sem þú gengur hér um götur og torg, gleymdu ekki verzluninni stóru’ i Edinborg. Hegningarhúsið kaupir tog, á 25 a. pd. Ekki minna en 10 pd. S. Jdnsson. Hegningarhúsið kaupir brúkað- an bikkaðal úr hampi, ekki strái. Hátt verð. S. Jónsson. fyrirtaks góð og vönduð, nærri alveg eins og ný, fæst til kaups með góðu verði. Ritstj. vísar á. Sálmabækur í bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju (Austurstr. nr. 8). Tapaður frá Minna-Mosfelli i Glrímsnesi mó-brúnn hestur 8 vetra, mark: gagn- bitað vinstra. Beðið að koma honnm, ef finst, að Minna-Mosfelli i Q-rímsnesi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.