Ísafold - 21.12.1901, Síða 2

Ísafold - 21.12.1901, Síða 2
318 þeim öllum, en kann ekki að setja þau saman, svo þau verði nokkurum til lífs. Vér íslendingar hugsum oft um mentunina að eins sem akilyrði fyrir að fá að verða embættismaður. Hún er nú einu sinni heimtuð af þeim. Hugsi einhvar sér að verða eitthvað, þá er svo sem sjálfsagt að reyna að mentast, til þess að geta orðið það. Fyrst og fremst ætti þó hver maður að láta sig mest af öllu langa til að verða að manni; allir þurfa þessjafnt, bóndinn ekki síður en hinn æðsti em- bættismaður. þegar foreldrarnir eru að ala börnin sín upp, ættu þau að bugsa um að gera sem mest úr þeim, að þau eiga kost á. Ekki að tylla þeim endilega upp í æðstu stöðurnar í lífinu; það er minst um það vert. En að láta úr þeim verða eins góðan og fullkominn mann eða konu og kost- ur er á. Hver maður þarf umfram alt, að læra að hugsa. Að sönnu vaknar hugsunin sjálfkrafa hjá öllum að nokk- uru leyti. En það er ekki alt skyn- ■amlegar hugsanir, eða hugsanir, er nokkurt gildi hafa. Margar þeirra eru fánýtar, heimskulegar, öfugar, oft og tíðum af því menn kunna ekki að beita hugsun sinni, hafa ekki lag á að draga réttar ályktamr, eða greina rétt frá röngu. Hugsunin vaknar heldur ekki nema til hálfs, nema með því móti að hún sé vakin. Hví hefir mentaður maður fleiri hugsanir yfir að ráða en ómentaður? Af því hugsun hans, sem sjálfkrafa hafði verið vökn- uð að nokkuru leyti, var laidd áfram og henni hrundið inn á nýjar brautir, á leið mentunarinnar. Hver maður þarf að læra að aga hugsun sína. Annars er hún eins og óstyrilátt barn, sem hleypur út um allar villigötur og getur farið sér að voða. I skólunum læra menn þá þetta fyrst og fremst, að beita hugsun sinni rétt. Flest af því, sem menn læra í akólunum, verður manni að mjög litl- um beinum notum í lífinu. Menn læra þar mörg tungumál og gleyma þeim ef til vill öllum, nema einu eða tveimur. Menn læra þar ósköp af málfræðislegum reglum, sem horfnar eru úr huga manns um leið og maður kemur út í lífið. Menn læra þar ó- sköp af talnafræði, sem ekki einn af hundraði hefir nokkur not af í lífinu. Til hvers er nú verið að þessu? Er þetta að eins alvörulaus leikur með tímann og féð, sem til þess er eytt og hvorttveggja er dýrmætt? Nei, nemendur læra þetta alt og hafa alla þessa miklu fyrirhöfn ekki eiginlega til að kunna þetta, heldur til þeas að læra þá vandasömu list, að hugsa rétt og gera skynsamlegar ályktanir. Vitið er dýrmætur gimsteinn, er oss hefir gefinn verið. En það þarf að fága hann og slípa. Hugsið um alt óvitið, sem til er í heiminum, — allar hinar öfugu og óviturlegu hugsanir, er hvar- vetna gera vart við sig og standa mönnum svo háskalega fyrir þrifum. Ein hin stærsta hætta, sem yfir llfi vor allra vofir, er sú, að verða flækt- ir í einhverri óviiurlegri hugsun, er breytt getur allri stefnu lífs vors og leitt oss andlega inn á herfilegustu villigötur. Er þá eigi alt til þess vinn- anda, að aga hugsun sína svo, að henni verði ekki eins hætt við þessu,— að hún fái betur greint réttinn frá rangindunum, vitið frá heimskunni, sannleikann frá lyginni? Er ekki tíl þess vinnanda, að afla sér dálítillar mentunar, ef hún fær að því stutt að þetta megi lánast? Framh. Siðdegismessa á morgnn í tlómkirkj- unni kl. 5 og stígur kand. Sigurbjörn A. Gíslason í stólinn. Stendur til að hann geri það annanhvorn sunnudag í velur, móts við síra J. JE. Strandasýslu sunnanv. 10. des : f>4 er nú kominn hinn síðasti mánuður þessa fyrsta aldarsárs, sem hefir verið eitt- hvert hið bliðasta og bezta ár, sem menn muna. Veturinn frá nýári i fyrra var af- bragðsgóður og vorið sömuleiðis, að und- anteknum fyrri hluta maímánaðar, sem var fremur úrkomusamur, ýmist með snjó eða regni. Sumarið mjög gott bæði að gras- vexti og nýtingu, heyskapur því i bezta lagi. í haust hefir jafnan verið auð jörð og mjög stilt veðrátta, þar til nú síðustu dagana hefir verið snjóbylur af norðri og snjór mikill kominn. Ekki hefir þurft að gefa fullorðnu fis fyr en nú þessa dagana; áður var sumstaðar búið að kenna lömb- um átið, en viðast hafði þeim samt litið sem ekkert verið gefið. En þó hausttiðin hafi verið góð, þá hefir lítið verið hægt að vinna að jarðabótum eða þess konar vinnu, því frost komu nokkuð snemma og siðan hefir jörðin aldrei fyllilega þiðnað. Verð d sldturfé var hátt á Borðeyri i haust eins og annarsstaðar. Kjötverð 16 —21 eyri pd. Fiskiafli hefir verið nokk- ur á Hrútafirði utantil og síldargengd afarmikil alt inn fyrir Borðeyri.' Hykir mörgum mein, að ekki skuli vera til áhöld til að veiða hana, og telja víst, að hér mætti hafa mjög ábatasama sildarveiði, ef hún væri rekin þar með krafti. A Borð- eyri eru til 2 eða 3 'netastúfar og heiir oft veiðst i þá svo tunnum skiftir á dag. — Síldin er stór hafsild og hafa sumir keypt nokkuð af henni til matar, og reynst bún góður búbætir. Hagur manna mun nú vera heldur með skárra móti, enda hjálpast nú alt að til þess að hann batni, ágætistiðarfar, allgóð verzlun og sjávarafli þar, sem til hans næst. Eftirmœli. Hinn 5. desember 1900 andaðist að heimili sínu Syðra-Skógarnesi i Miklaholts- hrepp ekkjan Kristín Sigurðardóttir, 88 ára gömul; hafði búið þar nærfelt helming æfi sinnar bæði sem kona og ekkja, varð ekkja fyrir 30 árum, en lézt hjá dóttur sinni og tengdasyni. Hún var gift hinum alkunna merkismanni Magnúsi Jónssyni, er hreppstjóri var fram undir 30 ár oggegndi fleirum opinberum störfum. Þau hjón bjuggu rausnarbúi meiri hluta samvistatímans, og þó með sérstökum höfðingsskip og örlæti, þar til þau skiftu milli barna sinna. Þau vóru 4, og erU 3 enn á lífi; en 1 dáið, Jón hreppstjóri í Skógarnesi. Kristin sál. ólst upp hjá göfugum for- eldrum: Sigurði Guðbrandssyni dóttursyni síra Péturs Einarssonar i Miklaholti og Guðrúnar Jíjnsdóttur, af göfgu og góðu fóiki komin. Kristin sáluga hafði mikla hæfileika bæði til sálar og likama, enda þurfti hún oft á hvorutveggja að halda. — Fyrir innan tvitugt fór hún að vera hjá konum við barnsburð, og hélt þeim starfa til dauðadags að heita mátti, og það með svo miklu þreki og alúð, að sliks eru fá dæmi, enda hafði hún það orð á sér, sam- fara reynslanni, að þar sem hún væri frá gengin, þyrfti enginn að reyna nema lækn- ir með verkfærum. Pyrir þetta og fleiri hjálpsemi ávann hún sér ást og virðingu allra, sem bennar nutu að. Hún var ó- vanalega heppin í allri hjálp og hjúkrun við menn og skepnur, og var sem hún gæti, fremur en vanalega gerist, tíðum sagt, hvað fram mundi koma. Hnn vissi vel, hvað hún átti að geia og gerði heldur ekki ver en hún vissi, því hún lagði mesta áherzlu á það i lifinu, að sýna ávexti trúarinnar, enda mintist hún oft þeirra orða postulans, að trúin er dauð án verkanna. S. Kr. Hinn 19. dag nóv. þ. á. andaðist í Hof- teigi á Jökuldal Þorvaldur Klœngsson, fæddur á Kirkjuferju í Ölfusi 1840, sonur Klængs Ólafssonar bónda þar ogfyrrikonn hans Guðriðar Þorvarðsdóttur. Fluttist til Reykjavikur 1869 og kvæntist þar 1873 Önnu Jónsdóttur, er lifir mann sinn. Þau hjón bjuggu i Þingholtum i Reykjavik, þangað til þau (1892) fluttust austur að Hofteigi til síra Einars Þórðarsonar, sem er kvæntur Ingunni Loftsdóttur, stjúpdóttur Þorvalds sál. Þorvaldur sál. var maður vel greindur, eljumaður, stiltur og gætinn, og í hvívetna sómamaður, sem ávann sér traust og virðingu allra þeirra, er kynt- ust honum. Ráðgjafa-búsetan. Um hana út af fyrir sig segir Páll Briem amtmaður svo í »Norðurl.« 12. f. mán., að með því að hún »veitir enga tryggingu fyrir því, að stjórn ráðgjafaDS sé í samræmi við óskir og vilja þjóðarinnar, þá getur hún (bú- setan) ekki verið neitt aðalatriði; og þar sem frumvarp það, er samþykt var á síðasta alþingi, veitir að mínu áliti fullnægjandi tryggingu í þessu efni, þá getur búsetan eigi verið nema auka-atriði. Eg fyrir mitt leyti efast eigi um það, að íslenzkur ráðgjafi, sem er búsettur í Khöfn, geti unnið í samræmi við alþingi, og ef hann getur það, þá er nú búið svo um hnútana, að hann hlýtur að haga stjórn sinni samkvæmt óskum og vilja þjóðarinnar«. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Málaleitun frá Helgafellspresti um eftirgjaldið af Hlíðarhúsum svarað svo á fundi 19. þ. m., að bezt væri að fá samkomulag um tiltekið árgjald í pen- ingum. Bygginganefnd falið að koma með tillögu um nyja byggingarsamþykt samkvæmt lögum 13. sept. þ. á., og nefnd kosin til að semja frumvarp til heilbrigðissamþyktar í samráði við hér- aðslækni: bæjarfóg., Þórh. B., Jón Jens- son. Ennfremui þeir Sighv. Bj. og Halldór Jónsson kosnir í nefnd með bæjarfóg. til að gera tillögur um breyt- ing á bæjarmálefnasamþyktinni. Staðfestar nokkurar brunabótavirðing- ar: hús Sturlu kaupm. Jónssonar í Aust- urstræti, 17,610; Þórðar Guðmundsson ar við Vatnsstíg 10,278; Ólafar Þor- steinsdóttur við Spítalastíg 6,170; Helga Gíslas. skipstj. við Bergstaðastræti 4790; Guðm. Diðrikssonar við Hverfisgötu 2,565. I’étur Þórðarson sagði af sér lögreglu- starfi frá 14. marz. Samþykt að hlaða upp í vetur lækj- arbakkann vestri suður að Amtmanns- stíg. Allir á fundi nema Tr. G. Fólkstala á Akureyri (með Oddeyri) var 1 nóv. 1403 og á Seyðisfirði um 800. Vestri heitir blað, sem farið er að gefa út á ísafirði. Af fyrstu blöðunum, sem hingað er komin, verður ekki annað ráðið en að það sé eingöngu stofnað til þess, að taka þátt í deilunum um stjórnarskrármálið. Kurteisin og góð- girnin er úr þjóðólfi, og fara menn þá nærri um orðalagið. (»Norðurl.«). Jólin í dómkirkjunni. Aðfanga- dagskveld kl. 6 embættar síra Jón Helga- son; jóladag kl. 12 dómkirkjuprestnrinn; en kl. 5 síra Enðrik Friðriksson. Annan í jólum stígur Sigurbjörn A. Gislason í stólinn. Þingmagur Flóamanna! Hið mesta andlegt afreksverk ábyrgðarm. afturhalds- raálgagnsins hér siðan þinglok i sumar segja fróðir menn og hans hnútum kunn- ugir vera muni uppgötvan eins misprentaðs stafs í ísafold nýlega, g fyrir ð (mig f. mió). Hann ver i gær allmiklu rúmi í -gagninu til að útmála þessa uppgötvun, sýnilega með tilhjálp einhvers kunningja síns, og er helzt gizkað á fóstbróður hans rektor (B. M. Ó.) — öðrum naumast treyst- andi til þeirrar smekkvísi og óviðjafnanlegs visindalegs ágizkanaskarpleika, er þar lýsir sér næsta fagurlega. En í sambandi við þetta minnist einn fróður og þolinmóðttr »Þjóð.«-lesandi þeirr- ar prentvjllu þar einhvern tima eigi alls fyrii löngu, að nefndur var 1. þ i n g m a g- u r Arnesinga f. 1. þingmaður Arn.; alveg sami prentvillugrikknrinn og hitt, g f. ð. Honum finst þá bezt við eiga að segja upp frá þe8su: þingmagur Flóamanna (en ekki þ.maður Flm.). Erindi átti hann í Lónið núna, eins og fyrri daginn, garmurinn! Veðurathuganir 1 Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 190 1 ir 2*. í>- <1 CD cx œ 3 <3 3. «-í — 3 des. B S CTQ 3 cr <rt- cr $ B crq B B • s» 5? Ld.14. 8 771,2 0,8 s 1 10 0,7 -10,3 2 764,0 L1 s 1 10 9 756,5 1,9 8 1 10 Sd.15. 8 758,5 0,8 N 1 2 5,8 -0,4 2 761,4 -2,5 N 1 8 9 761,4 -3,1 NNE 1 9 Md.16. 8 755,1 -0,2 S 1 10 -3,9 2 752,1 3,4 SW 1 10 9 754,2 0,9 N 2 2 Þd. 17.8 764,1 -3,3 N 2 7 -5,0 2 768,3 -4,0 N 3 5 9 770,1 -3,3 N 3 3 Mvd 188 770,5 -4,5 SSE 1 3 -5,5 2 768,3 -6,2 0 4 9 766,4 -6,6 0 2 Fd.19.8 762,3 -4,2 E 1 10 -9,1 2 758,1 -2,1 E 1 6 9 752,3 2,4 8E 1 10 Fsd20. 8 748,3 1,6 S 2 10 3,7 -5,0 2 745,1 0,6 S 1 9 9 743,5 -0,2 SW 1 4 cTirisíií. unglingqfál. heldur á morgnn fund kl. 6 síðdegis fyrir drengi 12—16 ára gamla, og kl.8 síðdeg- is fyrir félagsmenn 16—30 dra gamla. — Fundurinn verður haldinn í »Melsteðshúsi< Eingöngu félagspiltar hafa aðgang. Fr. Friðriksson. Fleiri tegundir af Brj óstsy kri selur ódýrast C. Hertervig. Lemonaði, Citron-sodavatn og Soda- vatn, fæst nú íyrir jólin; sérstaklega vil eg mæla með Engifersöli ogTivoli- Champagne, sem aðrir hafa eigi á boð- stólum. Til þess að fá ódýra gos- drykki, ættu nokkrir að vera saman um og kaupa 50 flöskur í einu, sem kostar þá að eins 10 aura flaskan. C. Hertervig. OFNA Eldavélar, Ofnpípur, Ristar frá Borgundarhólmi og mikið af galv. Eúndjárni V2" T,/s" 8A" 7s" °g hnoð- hringi selur Jul- SchoU- Miklar birgðir væntanlegar með Laura næst. artar úr kirkjujörðinni Heiðarbæ í ingvallasveit fást til ábúðar í næst- 3 komandi fardögum. hr-ífir* st|í^a’ sem kann daglegan mat- Ml IIII ■ artilbúning, getur fengið frá 14. maí vist í Reykjavíkur apóteki. IAr-Ain ®e8*hús á Seltjarnarnesi fæst JUIUIII til ábúðar frá næstkomandi far- dögum 1902. — Frekari upplýsingar gefur Guðm. Ólafsson, Nýjabæ. Oteingrá folaldsmeri með mark: biti aft. vinstra, er i óskilum á Hólmi. \/ 1 af fjalli brúnan fola 1 vetrar, Vdlllal rauða hryssu 1 vetrar, grábies- ótta hryssu 2 vetra, mark á þeim öllum: blaðstýft aft. hægra, sýlt biti aft. vinstra, óskast gert aðvart til Hannesar Magnússonar í Deildartungu i Borgarfjarðarsýslu. sauðkindum mínum hefir fyrir komið hvít ær, á 5. vetri, sem eg ekki á, með minu fjármarki: sýlt bæði og boðbíldur aftan bæði; eigandi helgi sér kindina með þvi,, að lýsa hornamarki. — Hann borgi áfallinn og áfallandi kostnað. Eskihlið, 16. desember 1901. Þorlákur Guðmundsson. AÆiincýain múrsteins-plötur og lVxU.1 O bt-Ul, þakskifu úr Frönsku- húsunum má fá til kaups með góðu verði hjá Haraldi Möller (Austurstræti 14) til nýárs. Hvítt gimburlamb með marki: biti fram. hægra, standfjöður aftan vinstra, er í óskilum hér í hænum. Réttur eigandi gefi sig fram á skrifstofu bæjarfógetans innan 8 daga og bórgi áfallinn kostnað.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.