Ísafold - 04.01.1902, Page 1
ISAFOLD
Uppsögn (ski-ifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrceti 8.
Reykjavík laugaudaginn 4. jan. 1902.
1. blað.
Kemur fit ýrnist einu sinni eða
tvisv, í liiixu Yerð 4rg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 */* doli.; borgist fyrir miðjan
júii (erlemiis íyrir fram.)
XXIX. árg.
!. 0. 0. F. 83ll08'/2.
Forngripasafn, opið mvd. ogld 11—12
Lanasbokctsafh opið livern virkan dag
ki. 12—2 og einni •etundu lengur (til kl. 3)
rad., mvd. og Id. til útlána.
Okeypis lækning á spítals.num á þriðjud.
og föstud. kl. 11 -1.
ókeypis augnlækning á spítalannm
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
k. 11-1.
Ókev]>is tannlækning i húsi Jóns Svems-
gonar hjá kirkjunni !. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag
ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Góð stjórn og ill.
Ósjaldan má heyra menn eins og
hálí-ama8t við því, að verið sé mikið
að hugsa og tala’um landsstjórnarmál.
jpykir sem margt annað sé þarfara og
hyggilegra. Eða þú hitt, að þeir telja
sér jafnvel til gildis, að þeir beri ekk-
ert skyn á slíka hluti; en láta alt um
það í Ijósi afdráttarlaust mjög ákveðn-
ar skoðanir um mikilsverðusfcu lands-
stjórnaratriði, fylla eindregið ákveðinn
stjórnmálaflokk í orði, en vitanlega
þá af þvi samsvaranda viti. Hafa sem
sé aldrei garfc sér neitt far um að kynna
sér og íhuga slík mál svo, að haft
geti neina rökstudda sannfæringu.
Yerða svo að bráð óhlutvöndum þjóð.
málaskúmum, sem sjá sér og sínum
vinum hag í því að afvegaleiða lýð-
inn, tæla hann út á ýmsar villigötur,
í stað þess að leiðbeina honum sem
bezt og veita holla fræðslu í mestu1
velferðarmálum hans.
Og þó er fátt áþreifanlegra en það,
hve mikið er komið undir hagfeldri,
viturlegri, réttvísri og skörulegri stjórn.
Ejöldi tnanna hefir fyrir augura sér
dagleg dæmi þess, hver munur er á
heimilum með góðri stjórn eða lólegri,
hversu velgengni og hvers konar þrifn-
aður, atorka, árvekni og ánægja drotn-
ar þar og dafnar, sem heimilisstjórn
er með fyrirmyndarsniði, en alt geng-
ur á tréfótum, draínar niður og dott-
ar þar sem hún er í ólagi.
Eigi er hitt síður almenningi kunn-
ugt, hver munur er á, hver á heldur
sveifcar-stjórntaumum vor á meðal. —
Margir kunna frá því að segja, að í
tíð þess og þess hreppstjóra eða odd-
vita hafi sveitarstjórn þeirrar sveitar
farið prýðilega lir hendi, sveitin safn_
að töluverðum sjóði o. s. frv., en síð-
an fcekið við klaufar og amlóðar, er
hafi ekki einungis e'tið upp sjóðinn,
heldur og safnað stórskuldum á sveit-
arinnar bak, tekið hallærislán og eytt
því svo; og svo óráðvíslega; og þar
fram efór götunum.
Svona mætti til tína hvert dæmið á
fætur öðru.
Og svo halda menn, að á minstu
standi um það, hvort 3tjórn heillar
þjóðar, ríkisstjórn eða landsstjórn, er í
viturra manna höndum, réttvísra og
röggsamra, eða þar ræður vanhyggja,
ranglæti og dáðlevsi. Hvort fyrir-
komulag á stjórninui er þannig vaxið,
að heill og hagsmunum almenningS sé
svo vejl borgið að því leyti til, er mann-
legt hpggjuvit fær við ráðið, eða þar
ræður* geðþófcti einstakra drotnunar-
gjarn/a valdsmanna og misjafnlega
vandaðra. Hvort allir þegnar þjóð-
félagsins njóta jafnréttis lögum sam-
lcvæmt og fullrar réttarverndar, eða
þeir eiuir ná löguni og réttindum í
málum sínum, er völd hafa eða auð;
en öreigar og lítilmagaar lögum rænd
ir, er svo ræður við að horfa. Hvort
verkamenn þjóðfélagsins, embættis-
mennirnir, eru nýtir menn og valin-
kunnir, er standa dyggilega í stöðu
sinni, eða þeir eru ótrúir þjónar, latir
og hirðulausir, gjörspiltir af óreglu,
svo að almenningi standi voði af,
heimskir og volaðir, eða þá ráðríkir
um skör fram og hlutdrægir. Hvort
yfirboðarar gera þeím öllum jafnt und-
ir höfði og lífca á það eitt, hvernig
þeir rækja sitt embætti, eða vinátta
og flokksfylgi er ærið þeim til líknar
og friðþægingar, hvernig sem þeir haga
sér, en aðrir verða fyrir ofsóknum fyr_
ir engar sakir eða mjög smávægilegar,
ef eigi nýtur slíks við.
Auk alls. þess ills, sem ranglát
stjórn, dáðlítil og óhlutvönd af sér get-
ur beinlínis, þá er hinir óbeinu ávext-
ir af henni enn skaðvænni. Hennar
dæmi örvar og glæðir samkynja vamm-
ir meðal þegnanna, elur upp í þeim
annars vegar margvíslegan skaðræðis-
óvanda, ranglæti og ójöfnuð, en hins
vegár vantraust á sigri þess, sem gott
er og göfugt, og um leið áhuga- og at-
burðaleysi til að beita sór fyrir það
af öllum mætti; en slíkt er eitt hið
mesta ólán, er nokkurt þjóðfélag getur
í ratað.
Hins vegar gefcur varla göfuglegra
hlutverk og mikilsverðara en að berj-
ast fyrir hollu og viturlegu landsstjórn-
arfyrirkomulagi, og röggsamlegri, vand-
aðri og réttvíslegri framkvæmd þess.
Mentun,
Effcir
síra Friðrik J. Bergmann.
II.
(Niðurl.),
|>á, er stefna manns í lífinu. |>að
stendur ekki alveg á sama, hver hún
verður. Líf allra manna er undir henni
komið. Sé hún öfug, þá er maðurinu
öfugur og alt starf hans og strit öf-
ugt. En þeim manni, er rétta stefnu
hefir í aðalatriðunum — honum verð-
ur mikið fyrirgefið. Góðum mönnum
þykir ávalt vænt um hann, af því
hann ljær góðu málefni ávalfc fylgi sitt.
Hann lendír ekki með líf sitfc út í ó-
færur. Hann vaDdar ráð sitt og fylgir
því, sem rétt er og satt, eins vel og
hann hefir vit á. Hann hvarflar ekki
frá einu til annars. Vill ekki eitt í
dag og annað á morgun. Hefir ekki
þessa skoðun, þegar hann er að tala
við þennan, og alt aðra skoðun, þegar
hann er að tala við einhvern annan.
Hann er ekki allur á víð og dreif.
Skelfing hringla mennirnir framogaft-
ur, og fara alveg með líf sitt á þeim
hringlanda.
Vér Islendingar eigum mikið af góð-
um gáfum, Vér erum fljótir að skilja
og fljótir að nema. |>að hefir líka á-
valt verið fjöldi af námfúsum ungling-
um á meðal vor, hvort sem það er nú
eða ekki. En það verður oft svo lít-
ið úr vorum andans auð. Vér þekkj-
um allir marga stór-gáfaða menn af
þjóð vorri, er leika sér fram og affcur
með hugsanir og hugmyndir, sem oft
eru bæði báleitar, göfugar og fagrar.
En svo situr við leikinn. Alvöruna
vanfcar. jpessar hugsanir hafa engin
áhrif á líf og lífsstefnu þessara manna.
J>að 9r oftast ekki unt að sjá neina
meginreglu fyrir orðum þeirra- og at-
höfnum. Hina siðferðislegu þunga-
miðju vantar, — viljann, er stöðugt
heldur í sömu áttina og smáryður sér
braut að takmarkinu. Stefnulaust lff
er ónýtt líf, — sfcefnulaus maður, hve
gáfaður sem hann er, gagnslaus mað-
ur sjálfnm sér og öðrum.
Sannmentaður maður vill það eitt,
sem vit og farsæld er í. Sönn ment-
un le'itast líka við að gera manninn
svo einbeittan, að hann fylgi vilja sín-
um fram með einurð og atorku og láti
ekki heimskuna né hégómann glepja
sjónir fyrir sér. Hún dregur hæfileika
mannsins saman og safnar þeim á einp
brennipunkt. jþeir hætta þá að vera
allir á dreifing hihgað og þangað, eins
og alvörulausir drengir að fánýtum
leik.
þess vegna þurfum vér svo bráð-
nauðsynlega á mentun að halda, til
þess að lífið vort lendi ekki í stefnúlausu
flakki fram og aftur bæði andlega og
líkamlega. þ>að þarf að brýna vilja
íslenzkra unglinga, svo þeir fái not-
ið hinna góðu hæfileika, er þeir hafa
þegið. |>að þarf að sýna þeim fram
á, hvernig ógæfan eltir sfcefnuleysið og
hringlaudann á hælum.
Stefnulaus maður, sem ekki veit
hvað hann vill, er Iíka ávalt skoðana,-
laus maður. Honum er eiginlega
sama um alt; hann álítur, að hér um
bil alt geti svona nokkum veginn ver-
ið jafngotfc. Hann fylgir ekki neinu
fram. Til þess þykir honum ekki
nógu vænt um neitt. Hann gerir oft
gys að því, er öðrum er mest áhuga-
mál. Hann rífur það offcast nær
niður, er aðrir vilja framkvæma. Ein-
hverju sinni kann hann að verða heit-
ur fyrir einhverju, og hamast þá í bili.
En það er þá oftast nær einhver fá-
nýt, óframkvæmanleg hugmynd. Enda
er hann óðara hættur, því endingin er
engin. |>að er mikið til af þessu með-
al vor Islendinga. Vér verðum þess
dagsdaglega varir. |>að lamar þjóðlíf
vort og varpar einhverjum vonleysis-
blæ yfir framfarabaráttu vora alla.
íslenzk ungmenni! Langar yður
inn í hóp hinna skoðanalausu manna?
Er hann ekki nógu stór áður? Hví
er hann svo voveiflega stór? Af því
mentunarleysið er svo mikið. |>ví
sönn mentun er meðal aDnars í því
fólgin, að koma auga á eitthvert and-
legt mál, sem maður elskar af öllu
hjarta. Utan um það mál myndast
sannfæring manns, — traust og hald-
góð eftir því, hve mikið maður elskar
málefnið. Unglingur, sem ekkert elsk-
ar, fær aldrei neina sannfæring. Um
að gera, að opna augu hans og sýna
honum eitthvað, sem er svo gott og
göfugt, að það veki kærleikann, er sef-
ur eins og barn á beði í brjósti hans.
J>að er til annar kærleikur en sá, sem
bundinn er við þennan líkamlega
heim. f>að er til sá kærleikur, ar seil-
ist inn í andans heim. Að opna aug-
un, svo þau fái séð þangað, og láta
hitann þaðan leggja inn að hjörtun-
um, — það er hlutverk mentunarinn-
ar. Viljið þér ekki öll eignast eitt-
hvað til að eLka, — eitthvað, sem
væri svo gott og göfugt, að þér gætuð
hugsað um það alla æfi og varið öll-
um kröftum yðar til að hlúa að því
og friða um það?
f>ér vitið öll, hve mikil mannleg við-
kvæmni er. Mannssálin er eins og
rafmagnsvél. Ef maður hróflar við
henni, hrjóta neistar; það leiftrar fyrir
augum vorum. Tilfinningar vorar
ráða athöfnum vorum ekki síður en
vitið og skynsemin. f>ær eru svo
sterkar, að þær spyrna offc af sér öll-
um böndum og gjörast sinvaldar. Eer
þá vanalega ekki vel. f>að er eins og
þegar villimaður brýzt til valda hjá
þjóð, þar sem siðmenningin stóð í
blóma. í instu afkimum eðlis vors
situr eitfchvað raeð glóandi augu í
myrkrinu, sem vér höfum beyg í oss
við. f>að eru ástríður vorar. f>ær
gefca stokkið fram lir myrkrinu, þegar
sízt eigum vér von á. f>ær geta lagt
í eyði hið fegursta og göfugasta lífs-
starf, — lagt það x svartar, rjúkandi
rústir. f>essi hætta vofir yfir lífi allra
manna. Hvernig verður henni af-
stýrt?
Með því einu, að kenna hinu vilta
og óstýriláta mannshjarta að slá upp
að hjarta drottins. Trúin á hann er
hið eina, er temur hið vilta í mann-
eðlinu. Hin sanna mentun leiðir
manninn því fram fyrir hann og inn
í samfélagið við hann. f>að er hið há-
leitasta hlutverk heDnar. Takist henni
það ekki, verður öll fyrirhöfn hennar
að eins hálfverk, sem ekki nær til-
gangi sínum. Maðurinn verður ekki
að manni nema sem kristinn maður.
Hugmyndin mentun er í órjúfanlegu
bandalagi við kristindóminn. Enginn
er mentaður maður, í orðsins í eigin-
legum skilningi, nema sá, sem um
leið er herra yfir sjálfum sér. En
enginn er herra yfir sjálfum sér, svo
hann sé óhultur, nema annar æðri
hafi vald yfir honum. Hinn almátt-
ugi kærleikskraftur af hæðum þarf að
hafa náð traustum tökum á tilfinn-
ingaiífi voru áður en vér eigum það
skilið, að kallast mentaðir menn.
f>egar eg hugsa um mentaðan mann,
hugsa eg fyrst og fremst um góðan og
göfugan mann, með trausta og ein-
læga lund, sem ætíð er óhætt að
treysta. Eg hugsa þá líka um mann,
er agað hefir hugsun sína og kann að
beifca henni rétt; hann talar skipulega
og sannfærandi, og er fær um að leið-
beina öðrum. Eg hugsa um stefnu-
fastan mann, er fylgir föstum megin-
reglum í lífi sínu, keppir stöðugt að
einhverju ákveðnu miði til heilla fyrir
það mannfélag, er hann býr í. Eg
hugsa um vitran mann, sem stöðugt
er að reyna að greiða úr þeirri hugs-
anaflækju og stýra réfcta leið gegnum
það öfugstreymi hugsananna, er hann
ávalt verður var við kringum sig. Eg
hugsa að lokum um truaðan mann,
sem elskar af hjarta alt gott og göf-
ugt og hefir brennanda áhuga á að ljá
sig allan í þjónustu þess, ef verða
mætti, að sá kraftur, er honum hefir
léður verið, gæti orðið til þess, að fram~
kvæma vilja hans, sem mannkynssög-
unni stýrir. L.