Ísafold - 04.01.1902, Page 4
4
ur einn ráðherrann upp með það, að
reynandi sé að heyra áður, hvað þýzki
sendiherrann segir. Var einn vildar-
maður soldáns óðara sendur á hans
fund, og gekk »drottinn r'étttrúaðra
manna« ura gólf á meðan lafhræddur.
þ>á kemur vildissvar frá sendiherranum,
að soldán muní rnega reiða sig á það,
að Vilhjálmur keisari muni ekki láta
vin sinn(!) Tyrkjasoldán einan; og þar
með leið hríðin fram hjá í það sinn.
Skariatssóttin i Skagaf. Frétta-
pistill héðan úr Skagafirði í 69. tbl., lsa-
foldar þ. á. herniir svo t'rá, að eg hafi í
sumar einangrað skarlatsveika menn, en
að álitið sé að þetta hafi eigi skarlats-
sótt verið, og Magnús læknir i Hofsós bor-
inn fyrir því meðal annara.
Hér veiktnst í júlimán. 2 manneskjnr,
með öllnm einkennnm skarlatssóttar, og af
því eg var eigi í vafa um, að skarlatsveiki
væri á ferðinni, einangraði eg sjúklingana
þegar. Veikin barst að Reynistað frá
húsi því, er hún kom npp i hér, og var þvi
heimilið sett 1 sóttvarnarbald.
Veikin gjörði nú ekki vart við sig i 3
mánnði, en er þvi miðnr komin upp aftur;
þó er von um, að takist að hefta útbreiðslu
hennar. Magnús læknir kom hingað ekki
fyr en sjúklingarnir voru komnir á fætur
og þan einkenni þvi horfin, er honum voru
nauðsynleg til að geta lagt nokkurn dóm
á, hver veikin hefði verið. Mér þykir því
mjög ósennilegt, að Magnús hafi gjört það;
minsta kosti hafði hann alt önnnr orð við'
mig, hvað sem hann hefir sagt öðrum.
Ilitt er satt, að þegar veiki þessi kom
hingað, heyrðust nokkrar raddir meðal
fólksins um, að þetta mundi ekki skarlats-
sótt vera og var einn af borgurum þessa
hæjar aðallega upphafsmaður og forkólfur
þessarar skoðunar, sem auðvitað hafði
ekki og gat ekki haft neitt við að styðj-
ast, heldur sagt út í biáinn, i þeirri von,
að einhver mundi trúa. Maðurinn hafði
lítilfjörleg óþægindi af sóttvörninni og féll
það víst mjög þungt.
Það er óneitanlega einkennilegt, að sjá
margra barna feður rísa öndverða móti
lögmætum sóttvörnum, sem gjörðar eru í
þeim tilgangi, að verja Iíf og heilsu barna
þeirra.
Sauðárkrók 2. deshr. 1901.
Sig. Pálsson. •
Yfirlýsing.
í síðasta tölubl. »Fjallk.« (30. des.
f. á.) hefir hr. S. B. Jónsson í auglýs-
ÍDgú *til bœndannau kveðið svo að orði,
að hann hafi með »ráði mínu og sam-
þykki tekist á hendur að útvega bænd-
um hér á landi skilvindur og önnur
áhöld til smjörgerðar*. Jafnframt læt-
ur hann þess getið, að svo hafi og
verið til ætlast, að hann »leiðbeindi
bændum eftir föngum í bygging smjör-
gerðarhúsa, meðhöndlun áhalda o. s.
frv«.
Ut af þessu leyfi eg mér að lýsa
yfir því, að eg hef aldrei samið neitt
við S. B. Jónsson um útvegun áhalda
til smjörgerðar fyrir bændur alment,
og enn síður, að mér hafi komið til
hugar að fela honum að leiðbeina
þeim í byggingu »smjörgerðarhúsa«,
enda skorti mig umboð til þess og
allan myndugleika. Pantanir þær
eða, útveganir á áhöldum, sem hann
hefir tekist á hendur eða ætlar sér að
hafa á hendi framvegis, standa ekki í
neinu sambandi við mig og eru mér að
'óllu leyti óviðkomandi. það er því í
algerðu heimildarleysi, að S. B. Jóns-
son notar nafn mitt í áðurnefndri aug-
lýsingu á þann hátt, er hann gerir þar.
Beykjavík 2. jan. 1902.
Sigurður Sigurðsson
(ráðunautur Búnaðarfélags tslands),
Um Iiunrl í Borgarfirði gækja þeirsira
.Tónmnndur Halldórsson aðstoðarpregtur í
Ólafsvík, og síra Sigurður Jónsson, prest-
ur á Þönglahakka.
I heljar greipum.
Frh-
f>au höfðu þjáðst af hitanum um
daginn, en þó amaði næturkuldinn
þeim enn meir. Arabar vöfðu að sér
kyrtlum sínum og hjúpuðu höfuðin.
Bandingjarnir börðu sér af kulda og
.bríðskulfu. þyngBt lagðist kuldinn á
frk. Adams ; hún var holdgrönn og
blóðrásin hægfara, eins og títt er um
gamalt fólk.
Stephens fór úr síðtreyju sinni og
snaraði yfir herðar henni. Hann reið
við hliðina á Sadie og fór að reyna
að gera henm skiljanlegt með skringi-
legum fettum og brettum, að sér væri
þægð í að frænka hennar létti á sér
að bera treyjuna, svo þykk og þung
sem hún væri. En uppgerðin varð
heldur ber hjá honum. En hitt var
satt reyndar, að hann fann miklu
minna til kuidans en nokkur annar í
hópnum; því loginn regin-forni hafði
læst sig um hjartarætur hans og und-
ursamlegur fögnuður samtvinnast óför-
unum hjá honum, og mundi honum
hafa orðið óhægt um svar, ef úr því
skyldi skera, hvort æfintýri þetta
væri hið mesta ólán hans eða mesta
lán á æfinni.
Meðan þau Sadie voru samferða á
gufuskipinu, hafði honum þótt sem
þess gæti hann framast hugsað til, að
hún hefði ekki beint ímugust á sér;
svo mikið fanst honum um æskufjör
hennar, fegurð, greind og glaðlyndi.
En nú fann hann, að hann var henni
að nokkuru liði og að hún vandist á
smámsaman að leita þar athvarfs,
sem hann var. Hitt var þó meira, að
það var eins og nú færi hann að fá
vitneskju um sjálfan sig — að honum
færi að skiljast, að bak við vanabjúp-
inn og tilgerðarhmbúnaðinn, sem hann
hafði smíðað um sjálfan sig\ og jafn-
vel tælt sjálfan sig á, leyndist óveilt
og áreiðanlegt þrekmenni. það var
eins og dálítill neisti af virðingu fyrir
sjálfum sér tæki til að ylja brjóst
hans. Hann hafði af engri æsku vit-
að, meðan hann var ungur; en núna
á fullorðinsárunum spratt hún upp,
eins og fagurt, seinþroska blóm.
»Mér er nær að halda, að yður sé
þetta alt saman ánægjuefni, hr. Steph-
ens«, segir Sadie, dálítið ömurleg.
»Ekki vil eg taka svo djúpt í ár-
inni«, anzaði hann. »En hitt veit eg
fyrir víst, að ekki mundi eg fara að yfir-
gefa yður hérna, þótt þess væri kostur«.
þetta voru hin mestu alúðaratlot,
er honum böfðu nokkurn tíma af
munni liðið, og hin uuga mær leit
forviða framan í hann.
Hún þagði við stundarkorn, en mælti
síðan:
»Eg held, að eg hafi verið mjög
slæm manneskja alla mína æfi. Af
því að eg hefi átt svo góða daga sjálf,
þá hefi eg aldrei hugsað um þá, sem
eiga bágt. þetta hefir tyftað mig til
alvöru. Ef mér verður heimkomu
auðið, skal eg verða betri stúlka —
alvarlegri kvenmaður — eftirleiðis«.
»Og eg betri maður«, anzaði Steph-
ens. »f>að mun og vera þess vegna,
sem vér rötum í þessar raunir. Lítið
þér á, hversu þær hafa vakið það sem
gott er i brjósti vina okkar allra.
Veslings síra Stuart t. d. Vér mund-
um naumast hafa orðið þess áskynja
að öðrum kosti, hve göfuglyndur hann
var og öruggur. Og lítið þér á þau
hjónin, hann Belmont og konuna hans
hérna á undan okkur, hve örugg þau
haldast í höndur og hugsa að eins
hvort um annað.
Og hann Cochrane, sem var jafnan
að sjá þurlegur og þóttafullur þar úti
á skipinu. Nú stenzt hann ekki reið-
ari en ef hann sér öðrum raisþyrmt;
þá hefir hann engar gætur á sjálfum
sér. Hann Fardet er líka ljónhraustur
orðinn. Eg held að ólánið hafi gert
okkur öll að góðum manneskjums.
Sadie varpaði öndinni.
«Já, það getur verið, ef því væri
lokið nú þógar; en haldi þessum ó-
sköpum áfram jafnt og þétt vikum og
mánuðum saman, og síðan taki dauð-
inn við, þá skil eg ekki, hvar við eig-
um að þurfa á að halda því umbætta
hugarfari, sem ólánið hefir skapað í
oss. Gerum ráð fyrir, að þér fáið
forðað yður; hvað ætlið þór þá að
gera?«
Hann hugsaði sig um; en lagamensk-
an var þá svo rík í honum enn, að
hann svaraði og sagði:
»Eg mundi rannsaka, hvort hér
væri kæruefni, og þá gegn hverjum.
þ>að verður annaðhvort að vera á
hendur þeim, sem búið hafa þessa
Nílarför vora, af því þeir hafi farið
með okkur upp að Abúsírhömrum eða
á hendur stjórninni egipzku, af þvíað
hún gætir ekki landamæra sinna. |>að
yrði fróðlegt lagamál. Og hvað mund-
uð þér gera, Sadie?*
f>að var fyrsta skifti, sem hann
slepti því, að kalla hana f r k. Sadie.
En hin unga mær var alls annars hug-
ar en svo, að hún færi að veita því
eftirtekt.
»Eg' mundi verða betri við aðra«,
anzaði hún. »Eg mundi reyna að
gera einhverja manneskju glaða og á-
nægða, til minja um raunir þær, er eg
hefi í ratað«.
»f>ér hafið ekki annað gert alla yðar
æfi en að gera aðra glaða og ánægða«
mælti Stephens. »Yður er ekki annað
lagið«. Myrkrið gerði honum hægra
að vera ódulari en hann átti að sér.
»f>ór þörfnuðust þessa snarpa reynslu-
skóla miklu síður en nokkurt okkar
hinna. Hvernig eigið þér að geta
orðið betri manneskja en þér eruð?«
»f>arna sjáið þér, hvað þér þekkið
mig mikið, eða hitt heldur. Eg hefi
verið mjög sjálfelsk og hugsunarlaus*.
»þér þarfnist þó að minsta kosti
ekki allra þessara miklu geðshrær-
inga. f>ér voruð nægilega vakandi án
þeirra. f>ví var öðruvfsi háttað um
mig«.
»Hver8 vegna þörfnuðust þér geðs-
hræringa, hr. Stephens?«
Síðdeg;isr'n©‘ÍSfl Í dómkirkjunni á morg-
kl. 5. (Sigurbj. G.).
er 80 arkir árgangurinn
og kostar 4 kr. Onnur
blöð kallast vera með
gjafverði, þóct fvillum fjórða part séu
minni (árg.) og þó með sama verði.
gefur nýjum kaupendum
skilvísum fra 5-til 10-falt
stærri kaupbæti og eigu-
legri en önnur blöð innl., nú t. d. a I 1 a
söguna V endettu og alla söguna
I hel j argreipu m, þegar hún er
fullprentuð, 2 all-stórar b æ k u r,
samtals nær 60 arkir eða 1000 bls. En
sögur þessar eru hvor annari eigulegri,
meðal hinna fegurstu, skemtilegustu og
vönduðustu, sem til eru á íslenzku.
Brún hryssa 3—4 vetra mark hnifs-
bragð illa gjört aft. vinstra, var seld á
uppboði í Seltjarnarneshreppi 31. des. 1901.
Réttnr eigandi getnr fengið hana útleysta
ef hann gefur sig fram fyrir 1. febrúar þ.
á. og borgar áfallinn kostnað, en upp frá
þvi verðið að frádregnum kostnaði fyrir
næstu fardaga.
Hreppstjórinn i Seltjarnarneshr. 3. jan. 1902
Ingjaldur Sigurðsson.
Exportkaffi-Surrogat
F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K.
Frá lii í dai
og framvegis verða allar
vörur seldar með mjög
lágu verði gegu peningum
í verzlun
Th. Thorsteinsson.
Hús initt. nr. 5 í Tjarnargötu með
pakkhnsi og litlum kálgarði fæst til leign
frá 14. mai cða 1. sept.
G. T Zoegn
Undirskrifaður kaupir mikið af góð-
um mulning, möl og sandi
Magnús Arnason.
Uppboðsaugiýsing.
Miðvikudag 8. þ. m. kl. 11 f. h. verð-
ur opinbert uppboð sett og haldið hér
á Prönskuhúsalóðinni og þar selt nokk-
uð af stórum trjám, borðum, múrsteini,
múrsteinstöflum og þakskífu. Upp-
boðsskilmálar verða birtir á undan
uppboðinu.
Aðalfundur
»01dufélagsins« verður haldinn mið-
vikudagskvöldið 8. jan. næstk. kl. 8 í
Iðnaðarmannahúsinu.
Stjórnin.
Óskilabréf
á þóststofunni frá l/io til 31/i2
1901.
1. Búfr. Jóbannes Gruðmundsson, Rvik.
2. sami.
3. Stúlkan Hansina H. Guðmundsdóttir,
Hverfisgata nr. 2 Rvik.
4. Mrs. Ásdis J. Olafsdóttir, Þingholtsstr.
8, Rvík.
5. Elín Þorsteinsdóttir, Rvík.
6. Ungfrú Gunnfríður Rögnvaldsdóttir
Rvík.
7. Ekkjan Ingibjörg Arnadóttir, Rvík.
8. Monsieur Kristiansen, Kr. E., verzlm.
Rvík.
9. Stúlkan Guðlaug Jónsdóttir Bergstaða-
stræti, Rvík.
1Ö. Herra Kristófer Jónsson, Rvík.
11. Fröken Guðlang H. Hafliðadóttir. Rvík.
12. Ekkja Þóidis Bjarnadóttir, Rvik.
18. Ungfrú lugigerðnr Sigurðardóttir, Rvík.
14. Erk. Aðalbjörg A1 bertsdóttir, Rvik.
15. Herra Indriði Benediktsson, Rvik.
16. Herra Kristleifur Jónatansson, Rvík
17. Ungfrú Sigurborg Þórarinsdóttir, Rvik.
18. Snedker Jón Jónsson, Rvik.
19. Skomagermester Benedikt Kristiansson,
Rvík.
20. Herra Vigfús Jónsson, Rvik.
21. Herra Þórðnr Þórðarson, Rvík.
Póststofan í Reykjavík 2/, 1902.
Sigurðnr Briem.
Yinnukona (ræstingarkona).
getur fengið vist á Laugarnesspít-
alanum 14. maí n. k.
Yeðurathugíinir
i Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1901-02 des. jan. Loftvog millim. Hiti (C.) í»- e-r et- ct> c* >“5 cr » o>: œ 3 p CQ Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld.28. 8 746,7 -1,5 E i 1 -6,7
2 747,9 -1,4 E i 2
9 749,3 -3,0 0 i
Sd. 29. 8 749,3 -2,5 NE 1 i -6,4
2 750,2 -0,8 N 1 2
9 750,9 -1,0 N 1 i
Md.30. 8 750,3 -2,8 NE 1 i -5,2
2 750,1 -1,4 N 2 3
9 750,2 -0,7 N 2 3
Þd. 31.8 749,6 -1,6 0 3 -5,5
2 749,4 -2,6 NE 1 3
9 748,6 -2,3 ENE 1 7
Mvd 1.8 744,2 -2,9 E 1 4 -4,0
2 743,5 -3,3 E 1 3
9 745,7 -5,0 ENE 1 2
Fd. 2. 8 747,0 -6,8 E 1 3 -8,7
2 746,5 -5,4 ENE 2 5
9 744,6 -3,3 NE 2 8
Fsd 3. 8 724,4 1,8 E 2 10 -8,6
2 720,0 -0,1 E 2 9
9 728,2 -0,2 NNE 2 10
Ritstjóri B.jörn Jónsson.
í safol darprentsmiðja