Ísafold - 25.01.1902, Side 1
t
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða
1 >/j doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram.)
1SAF0LD.
Uppsögn (skrifleg) bundin viÖ
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Aust.urstrœti 8.
Keykjavlk laugavdaginn 25. jan. 1902.
4. blað.
XXIX. árg.
I. 0 0. F. 83l3l81/2.
Forngripasafn opið rnvd. og id 11—12
Lanasbókasafh opið lirern virkau dag
k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. tii útlána.
Okeypis lækning l‘. spitalenum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrst.a og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
R. 11—1.
Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar bjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. H—1-
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
k 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landakotskirkja. Grufísþjón kl. 9 og
kl. 6 á hverjum helgum degi.
Stjórnarbötin.
Koimngsboðskapur til
íslendinga.
Tvent í boði: frumvarp
siðasta alþingis eða
sama með ráðgjafa-
búsetu í Reykjavík.
Hinn eftirvænti konungsboðskapur
er nú hingað kominn, birtur í »Poli-
tiken« 12. janúar, en undirskrifaður
af konungi 10. s. m.
Aðalefni hans er fyrirheit urn að
staðfesta á sínum tíma frumv. frá
síða8ta alþingi; en í annan stað ráð-
gert, að stjórnin leggi jafnhliða hinu
fyrir næsta þing annað frumv. sama
efnis, en með þeirri einni viðbót, að
»ráðaneyti vort fyrir Island skuli hafa
aðsetur í Reykjavíkg.
Að endingu heitir konungur að
staðfesta hvort þessara tveggja frumv.,
er ofan á verði á þinginu.
Ritstjórnargrein fylgir skjali þesau í
Politiken, þar sem meðal annars skýrt
sr frá, hvernig stjórnin hugsi sér hið
nýja fyrirkomulag umboðsstjórnarinn-
ar íslenzku. |>að er á þá leið, að
lagt sé niður landshöfðingjaembættið
og amtmannaembættin bæði, og muni
fé það, er þar með sparast, líklega
nægja til þess, að standast ráðaneyt-
iskostnaðinn, »sem vitaskuld kemur
eftirleiðis íslandi eingöngu við«. Em-
bættismennirnir í ráðaneytinu er
hugsað til að verði 1 deildarstjóri eða
landritari, 2 skrifstofustjórar, 2 assi-
stentar o. a. frv., og á landritarinn
auk þess að vera í stað ráðgjafans í
fjarveru hans í Khöfn.
|>angað er ætlast til að hann bregði
aér bæði fyrir og eftir þing, og auk
þess við og við endranær, ýmist af
sjálfsdáðum eða ef hict ráðaneytið
kveður hann þangað. Verið geti ef
til vill gagnlegt, að hinn íslenzki ráð-
gjafi hafi aukaskrifstofu í Kaupm.höfn
og mætti þá greiða kostnaðinn til^
hennar úr ríkissjóði.
Blaðið lætur stórmikið yfir, hve hér
sé ríflega boðið. »Landshlutinn« (þ. e.
Island) fái þar með í fyrsta skifti frá
dönskum stjórnarvöldum »tilboð um
verulegt og afdráttarlaust sjálfsfor-
ræði (et virkeligt og fuldt gennemfört
Selvstyre).
Olafsdalsskólinn
Og
amtmannsbréfið.
Eftir Guðjón alþm. Guðlauysson.
í 66. tbl. ísafoldar þ. á., birtir
herra amtmaður J. Havsteen bréf sitt
til Dalamanna um Ólafsdalskólann.
Mig langar til þess, að gjöra lítilfjör-
legar alhugasemdir við bréf þetta, án
þess eg vilji þó á nokkurn hátt gjöra
lítið úr skoðunum herra amtmannsins
eða móðga hanu í nokkru hóti; en eg
er ekki með öllu óhræddur um, að
sumir kunni að misskilja bréfiðíýms-
um greinum, gleyma breyttum kring-
umstæðum, sem orðið hafa síðan bréf-
ið var ritað, og því láta bréfið vera
meira rothögg á skólakaupin, en það
ætti að vera, og fremur en herra amt-
maðurinn mundi óska ha,ns, sem tjáir
sig svo mjög ve) viljaðan skólanum
og skólastjórannm.
Að undangengnum stuttum formála,
byrjar bréfið á því, að segja sögpi
málsins síðan 1899, og er hún víst
rétt sögð, nema að inn í hana hefir
slæðst ein ónákvæmni,»sem getur vald-
ið ærið mikilli skekkju í augum þeirra,
sem málinu eru ókunnugir. |>ar
stendur, að Torfi hafi farið fram á að
amtið keypti »Ólafsdal, Belgsdal og
Stóra-Múla með öllum tilheyrandi
byggingum fyrir saungjarnt verð«
(verðið var 44,000 kr. 1899). Eftir
orðunum getur enginn skilið þetta
öðru vísi en svo, að T. B. hafi kraf-
ist að fá 44,000 kr. að eins fyrir jarð-
ir og hús; en sannleikurinn er sá, að
honum hefir vfst aldrei komið til hug-
ar að fá meira en 35,000 kr. fyrir
þetta, og lítur þetta þá út, sem 9000
kr. skekkja frá sannleikanum. Vitan-
lega má sjá á útreikning amtmanns
síðar í bréfinu, að hann ætlast til að
jörðum og húsum fylgi bú; en hvað
það bú átti að vera stórt eður dýrt
sést hvergi, en allir vita að bú geta
verið mjög misjöfn að scærð og verð-
mæti. f>að lítur út sem ærið mikill
undandráttur, að draga undan alt
Ólafsdalsbúið, sem Torfi mun hafa
hugsað sér, að amtið þyrfti að kaupa
með og nema mundi 9—10 þús. kr.,
en hann mun aldrei hafa hugsað, að
selja upp á »slump«, heldur eftir sann-
gjarnri virðingu, með því líka, að þann-
ig löguð kaup hlutu að skoðast ótil-
hlýðileg frá amtsráðsins hálfu.
En nú vil eg leggja það til, að
Ofatsdalsbúinu sé alveg slept úr þess-
um reikningum, bæði af því mér finst
ekki geta komið til rnála, að amtið
kaupi neitt sérstakt bú, heldur ein-
ungis það til hæfilegs skólabús, sem
þörf ,og írnynda eg mér, að eg
hafi lagt þar full ríflega í, í grein
minni í ísafold 58.—60. tbl.; áætlað
þar full stórt bú og full dýrt, sem þó
getur ekki numið meira en um 8000
kr. það er svo sem auðvitað bezt,
ef amtið tekur að sér skólann, að það
kaupi af Torfa það lausafé, sem það
getur ekki fengið annarstaðar með
lægra verði eftir gæðum, eins og
mundi reynast um jarðyrkjútól og ná-
lega alla dauða muni, en ekki þyrfti
nein skylda að hvíla á amtinu til
þess, að kaupa annað en þörf væri á,
og fénáðinn væri sjálfsagt að kaupa
hvar sem hann fengist ódýrastur í
hlutfalli við gæði o. fl.
Hús og jarðir voru virtar 1899 á
33,300 kr., og held eg megi treysta
amtsráðinu til þess að fara ekki upp-
fyrir þá virðingu, og ekki með öllu ó-
hugsaudi, að það sníði þessi 300 af.
f>að er því sennilegt, að kaup amtsins
þyrftu aldrei að fara fram úr 41 þús,
kr. (þ. e. jarðir, hús og bú), og þegar
svo þar frá dragast 10,000 kr., sem
landssjóður leggur til, þá færist kaup-
verðið niður um 13,000 kr. frá því
sem amtmaður til tekur, og byggir
alla sína reikninga á, og mundi sum-
um hafa fuudist muna, þó minna væri,
ef þessi fjárhæð hefði miðað að því,
að auka útgjöldin.
J>á telst hr. amtmanninum, að út-
gjaldaauki amtsins ef skólinn er laað-
ur niður, verði um 1,100 kr. á ári,
að meðaltali; en mér telst hann verða
1,460 kr. þessi 360 kr. mismunur
stafar af þvl, að eg tel í grein minni
50 kr. meiri tekjurnar af Ólafsdal og
Belgsdal sem bændabýlum, en amt-
maður, en aftur telur hann 400 kr.
árl. leigutekjur af búnaðarskólasjóði,
sem gaDga upp í skuldirnar til amts-
ins. Hér er við svo iögfróðan og gæt-
iun mann að eiga, þar sem herra
amtmaðurinn er, að eg þori ekki að
segja það lögleysu, að verja vöxtum
búnaðarskólasjóðsins, til þess að af-
borga roeð þessar skuldir, en það
leyfi eg mér áð láta uppi, að ekki er
sú tekjugrein viðfeldin. Búnaðar-
skólasjóðurinn var stofnaður til styrkt-
ar búnaðarskóla í amtinu, og hann var
sér í lagí ætlaður til örvunar og
stuðnings að koma búnaðarskóla á
fót, en alls ekki til að greiða verð-
laun fyrir það, að fara með uppkorn-
inn búnaðarskóla, og til þess að gjöra
enn ókleifara að landsfjórðungurinn
hefði nokkurn slíkaD skóla eftirleiðis.
Eg hefi því ætlað jafnaðarsjóði ein-
um allan útfararkostnað Ólafsdals-
skólans, ef hann yrði lagður mður, en
herra amtmaðurinn ætlar jafnaðar-
sjóði 1,100 kr. hans á ári í fyrstu 10
árin og búnaðarskólasjóði 400 kr.
Annars má það heita furðanlegt ef
amtsbúar kjósa heldur, að leggja á sig
þeDnan kostnað, til þess að ónýta
skólann og alt sem búið er að gjöra
honum til gagns, heldur en leggja á
sig lítilsháttar hærri arleg útgjöld, til
þess að skólinn gæti haldið áfram og
blómgast, amtsbúum til gagns og
sóma.
þá gjörir herra amtmaðurinn áætl-
un yfir hvað skólahaldið mundi kosta
amtið. Af því haun gjörir ráð fyrir
skólakaupunum 13,000 kr. dýrari fyr-
ir amtið en nokkrar líkar eru til að
þau yrðu, þá munar það 780 kr., sem
árleg útgjöld yrðu þar lægri en amt-
maður gjörir, en auk þess gjörir hann
ráð fyrir 700 kr. hærri útgjöldum til
skólahaldsins en eg hefi gjört í grein
minni, og má auðvitað þrátta um það
til dómsdags hver hefir þar réttara
fyrir sér, en þar sem eg áætla sama
eða nokkuð hærri kostnað, en gekk
til búsins á Hvanneyri árið sem leið,
og það að meðtöldum nokkrum bygg-
ingarkostnaði, og þar sem þessi áætl-
aða fjárhæð er hjá mér um 700 kr.
hærri en Torti hefir haft til skólans
undanfarin ár og miklu meira þegar
gætt er allra hans vaxta kostnaðar,
þá virðist svo sem áætlun mín só full
há, enda kemur amtmaður með engin
rök fyrir, að sín áætlun í þessu efui,
8é annað en ástæðulaust handahóf.
f>á endar herra amtmaðurinn rök-
semdir sínar með þessum orðum:
»það þarf svo eigi frekari útlistunar
við hvort kostnaðarsamara sé, að
leggja um 1000 kr. aukagjald á jafn-
aðarjóð amtsins árlega um nokkur ár,
eða leggja á hann framvegis 3940 kr.
árlega auk hinna venjulegu útgjalda*.
Hór verða 1,100 kr. sem amtm. áð-
ur hafði talið sjálfsögð útgjöld að 1000
kr. í fyrra dæminu (að skólinn yrði
lagður niður) og 3,300 kr. að 3,940
kr. ella (ef keypt er), og mfear þetta
hvorttveggja að því, að gjöra kaupin
enn óaðgengilegri, en búið var að gjöra
með reikningnum á undan. Fyrri
skekkjan er nú að vísu lítilsverð, en
þó verður aldrei sagt með rökum, að
11 séu sama sem 10. En síðari mis-
munurinn er all-verulegur (640 kr.)
og mun amtm. þar eiga við, auk
hinna áðurtöldu 3,300 kr., búnaðar-
skólagjaldið, sem nú gengur í gegn-
um jafnaðarsjóðinn, en er honum að
öðru leyti alveg óviðkomandi; getur
því alls ekki talÍ3t aukagjald og slzt
nýtt aukagjald, þar sem menn hafa
goldið það nú samfleytt 29 ár, þó það
hafi verið lagt öðru vísi á síðan 1899.
Líklegt er og, að það yrði lagt til
annars búnaðarskóla þegar þessi yrði
lagður uiður. Annars virtist eins og
að það ætti að gjöra drengilega gang-
skör að því, að drepa niður alla bún-
aðarskólahugmynd í amtinu ura ó-
komnar aldir, ef bætta ætti að greiða
búnaðarskólagjaldið og auk þess eyða
vöxtuuum af þeirri litlu innstæðu,
sem til er, og Býnist þá ekki vanta
nema herzlumuninn til þess. að eta
upp innstæðuna líka, og mætti þá
hafa það til fyrirmyndar af stjórnum
ýmissa annara sjóða.
Af því sem hér er nú sagt, ættu
allir að geta séð, að aukagjald jafn-
aðarsjóðsins við skólakaupin, sem hr.
amtmaðurinn telur 3,940 kr. hlýtur að
færast niður.
1. um 6$ af 13,000 kr. kaup-
verði ................... br. 780
2. um hið lögmælta búnað-
skólagjald .............. — 640
3. um ofhátt talinn skóla-
búskostnað .............. — 700
Samtals: kr. 2Í20
Svo að í staðinn fyrir 3,940 kr., er
líklegt aukagjald á amtinu 1,820 kr.
og sleppi eg þá, að þrátta um vexti
búnaðarskólasjóðsins eða hvort kostn-
aðurinn að leggja skólann niður verði
heldur 1,100 kr. eða 1,460 kr. Reglu-
legur aukakostnaður, ef skólinn ec