Ísafold


Ísafold - 25.01.1902, Qupperneq 2

Ísafold - 25.01.1902, Qupperneq 2
* 14 keyptur, verður þá hvort sem er ekki nema 360—720 kr. hærra en ef skól- inn er lagður niður, sem er sama og mér telst í grein minni í 59. tbl. Isaf. Að öðru leyti vildi eg mælast til þess, að þeir sem eitthvað vilja athuga um þetta raál, vildu lesa með athygli nefnda grein áður en þeir ljá lið sitt til, að bana þessum elzta og nýtasta búnaðarskóla vorum. Bg vil að lokum leyfa mér að vekja athygli manna á því, að þessar, segj- um 700 kr., sem amtið leggur á 3Íg með skólakaupunum eru ekki eyðslu- eyrir; það er verið að kaupa fyrirþær bú og jörð (Stóra-Múlann) 10—11 þús. kr. virði, en með því að leggja skól- ann niður, rýrnar jafnt og þétt sú eign sem amtið þegar á, svo þegar á þetta er litið, er hreinn og beinn pen- ingalegur skaði fyrir amtið, að leggja skólann niður. f>ó er aðalatriðið hinn óbeini skaði, sem að því er fyrir landbúskapinn, að drepa búnaðarskólana. Hugir nálega allra ungra alþýðumanna dragast meir og meir að sjónum, handiðnum og ýmsu fleiru, en frá landbúskapnum. það má því heita að nemendur bún- aðarskólanna, séu einu mennirnir, sem fá hvöt og jafnframt hæfileika tilþess að starfa að landbúskapnum. Vinnu- mannaekla og yfir höfuð fæð verka-, manna til landvinnu, gjörir það að verkum, að mjög litlar jarðabætur verða gjörðar, nema með aðstoð bú- fræðisnema. Jafnvel búandi búfræð- ingar sem vilja gjöra jarðabætur, verða að taka búlausa búfræðinga til þess að vinna fyrir sig jarðabótavinnu, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir komast ekki til þess sjálfir vegna hjúaskorts, og geta ænga aðra fengið, sem vilja takast á nendur jarðabótavinnu né kunna hana. Af þessu leiðir, að stöð- ug viðkoma og hún talsvert mikil, er skilyrði fyrir því, að nokkrar jarða- bætur verði gerðar, sem teljandi séu, en fari stórkostlega að draga úr jarða- bótum þeim, sem átt hefir verið við að undanförnu, þá held eg landbúnað- ur vor fari ekki að verða á marga fiska. Eitt er það, sem mjög er leiðinlegt nú um úrslit þessa búnaðarskólamáls, og það er, hve fáir þeirra, sem um ínálið eiga að fjalla, hafa með eigin augum kynt sér ástand skólans. Pæstir úr sýslunefndum amtsins hafa komið að Olafsdal þessi síðustu ár, og enginn amtsráðsmanna (að einum und- anskildum, hefir kéð skólann mörg ár samfleytt. Virtist því vel við eiga, að einhver af amtráðsmönDunum eða þá einhver sem óhætt væri að trúa svo sem óvilhöllum og réttsýnum manni, og amtmaður fengi til þess, vildi gera sér ferð á hendur fyrir næsta amtsráðsfund til þess að skoða skólann, og tala við skólaeigandann um, hvað tíltækilegt væri, og gefa svo næsta amtsráðsfundi bendingar um hvað gjöra skyldi og skýrslu um skól- ann. Eg ætla að minsta kosti skemtilegra fyrir amtsráðið, að leita sér þeirrar vitneskju um málið, sem föng væri á, áður en það ræður svo vandasömu máli til lykta. Til skoð- unar þessarar mætti auðvitað velja þann mann, sem vissa væri fyrir, að ekki hefði of miklar mætur á skólan- um, en þó vel treystandi svo sem samvizku8Ömum og gætnum manni. ölæmt er það,- ef sú drengilega hjálp og viðurkenning, sem þingið sýndi skólastjóranum og stofnuninni alveg umyrðalaust, er það veitti umgetinn 10,000 kr. styrk til skólakaupsins, reynist Torfa að eins hefndargjöf, þess valdandi, að hann hefir ekki getað ráðstafað sér og eigum sínum vegna óvissunnar um, hvað gjört yrði, en verði svo á endanum fyrir sömu út- reiðinni, eins og engÍDn styrkur hefði verið veittur. En það er vonandi, að betur ráðist og að menn líti öðru vísi á þegar til kemur. Einkum er vonandi, að sú velvild hr. amtmanns ins til skólans og skólastjórans, sem kemur fram í niðurlagi bréfs hans, beri rikulega ávexti að lokum, þvíþar er líka góðs að vænta sem hr. amt- maðurinn er, þó hann hafi til þessa litið nokkuð öðru vísi á skólakaupin, en sumum finst æskilegt. Nilsson druknaður. Rekið hafa frá því um daginn 3 lík í Grindavík af skipshöfninni á Anlaby, enska botnvörpungnum, er þar hafði strandað, og er fullyrt, að eitt þeirra sé af Nilsson kafteini, og það höfuð- laust, en líkið á að hafa þekst samt af glöggu fangamarbi á sokkunum. Kvenmannsföt íslenzk á og að hafa borið á reka og er gizkað á, að á skip- inu hafi tekið sér far hingað frá Eng- landi einhver hjón af Suðurnesjuzn, er sigldu með botnvörpungum í haust. Telefonfélag Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hélt ársfund sinn 17. þ. m. það hafði haft í tekjur árið sem leið af afnotum talsímans 334 kr.; þær hafa alls einu sinní (1896) verið fáeinum kr. meiri (343 kr.). Félagið átti í sjóði í árslok 370 kr. og samþykti fundurinn að verja þar af nál. 160 kr. í ágóða handa hluthöfum, 6°/o af hlutafénu; en hitt lagt í varasjóð. Stjórn endurkosin: form. Jón jpórarinsson, o. s. frv. Boilleau barón danður. Hvítárvallabaróninn, Gauldré Boil- leau, er sigldi til Englands í haust og ætlaði að fara að undirbúa þar stofn- un stórmikils ensk-ísl. botnvörpunga- félags, fanst örendur í járnbrautar- vagni skamt írá Lundúnum sunnud. milli jóla og nýárs, af byssuskotí. Líkskoðunarvottorð svo látandi: »Sjálfs- morð í geðveikiskastú. Hann hafði verið 37 ára að aldri, fæddur í Canada, sonur fransks bar- óns, er þar var þá yfirkonsúll í Can- ada og síðar sendiherra í Perú, og átti dóttur amerísks þingmanns í öldunga- deild Bandaríkja, Bentons að nafni. þetta stendur í blaðínu Hull Times 4. þ. m. og er gizkað á, að hinn framliðni hafi sett það fyrir sig, að erfitt veitti að fá hinu fyrirhugaða fiskifélagi komið á legg. Afdrif botn- vörpungafélags þeirra Zöllners og Vída- líns hafa líklega ekki laðað menn til þessa fyrirtækis. Hér gat Boilleau barón sér góðan orðstxr fyrir vandað framferði og prýði- lega mentuðu göfugmenni samboðinn hugsunarhátt. Hann hafði mikinn framfarahug fyrir íslands hönd, en virtist vera ærið einrænn, og heldur mislagðar hendur um það sem hann réðst f hvað á fætur öðru. f>að þótti ganga skröksögu næst eða kynlegu æfintýri, er hann settist hér að #upp úr þurru« fyrir 5—6 árum. f>að hefir vitnast síðar, að hann hafði komið hér nokkurum árum áður á ensku skemtiskipi og líklega litist þá þetta vel á sig. Piltinn Leikner, sem með honum var, og kallaður var frændi hans, vita menn ekki að svo stöddu, hvað um er orðið; þeir sigldu og saman í haust. Hádeffismessa á morgxxu kl. 12. Sigurbj. A. GHslason stígur i stólinn. Hátíðar-ávarp til allra þjóda frá Goodtemplar-reglunni f>etta ár, 1901, markar fyrsta fimtíu-ára-æfiskeið Goodtemplararegl- unnar. f>essa hálfu öld, sem hún hefir staðið, er hún orðin stærsti bindindis-félagsskapur í heimi. f>að er vel til fallið, að saga hennar og til- gangar sé við þetta tækifæri gerð kunnug þeim þjóðum, þar sem reglan hefir á þessum tíma náð festu og við- urkenningu. Pyrsta Goodtemplara stúka var stofnuð í borginni Utica í Nýju Jór- víkurríki 1851. Astand það, er stafaði af neyzlu áfengra drykkja, vakti menn til nxótspyrnu, og það varð tilefni til stofnunar reglunnar. f>essa hálfa öld, sem hún hefir staðið, hefir hún haft einn tilgang að eins, og hann er sá, að ley8a mannkynið undan þeirri á- nauð og áþján, sem drykkjusiðir þjóð- anna og áfengisverzlunin hafa lagt á það. f>egar á öndverðri æfi sinni brennimerkti reglan verzlun þessa sem óvin alls þess, sem hreint er og göfugt í manneðlinu og erki-fjanda mannkynnsins. Afengisverzlunin stend- ur sem áhrifamikið afl í mannfélaginu og manna á meðal sem þröskuldur á vegi framfaranna. Hún er fóatra of- drykkjunnar, sem rænir karlmennina manndómi þeirra, svívirðir kvónneðlið og svíkur æskulýðinn. f>að er verzlun, sem ber höfuð hátt meðal valdsmanna þjóðanna; hún mútar löggjöfunum, og verði eigi skemdarráð hennar heft, mun hún kollvarpa öllu stjórnfrelsi og reisa sér hörga á rústum þess— verða óheillanorn kristinna alda. f>að var til þess að rísa í móti þessum ófagnaðar-fjanda og reyna þrótt við hann, að ÓháðRegla Goodtemplara varð til. Viðgangur hennar er meiri en dæmi sé til. fíún hefir dreifst út bókstaf- lega til allra heimsálfna og meginlauda hnattarins, og nú eru greinar af þess- um félagsskap starfandi með góðum árangri á' nálega öllum tungum ment- aðra þjóða. Meðlimatöluna í dag verð- ur að telja í hundruðum þúsunda, en mörgum miljónum nemur tala þeirra manna, er á þessum 50 árum hafa staðið við ölturu hennar og unnið þar heit að albindindi, og að því að lyfta mönnum upp frá hinum auðvirðandi áhrifum áfengra drykkja. Goodtempl- arareglan hefir staðið í fylkingarbroddi endurbótarstarfsemdar mannkynsins. Frá því er hún var fyrst stofnuðhefir hún frelsað óteljandi fjölda manna frá drykkjuskapnum; ómetanlegum gim- steinum gáfna og mannvits hefir hún bjargað frá glötuu; heimilum, sem glötuninni voru oíurseid, hefir hún bjargað og reist þau úr rústum; henn- ar aðgerðir hafa þerrað mörg tár eig- inkvenua og mæðra og fyrir tilveru reglunnar hefir heimuritin orðið betri og hreinni. Árangurinn af tilraunum Goodtemplara-reglunnar þessi fyrstu fimtíu æfiár hennar veitir því fulla von um miklu meiri árangur framveg- is. Um leið og reglan nú fullnar fimtíu-ára skeið mannúðarstarfs síns, þá býr hún sig til að halda þennan merkisatburð hátíðlegan á þann hátt, er öllum góðum mönnum mun geðjast, og vonar, að six tilraun þeirra vekji veglyndi þeirra og örlæti. Áform það, sem reglan hefir nú full- ráðið, er hvorki meira né minna en það, að efna til minningarsjóðs, er nemi einni miljón dollara (3,750,000 kr.). Vér vonumst til, að sérhver meðlimur reglunnar um allan heim gefi sÍDn skerf til þessa sjóðs, og er það tilgangur ávarps þessa meðal annars, að skora á alla þá, sem ant er um starfsemi reglunnar og ’nafa á- huga á, að frelsa mannkynið undan hinni skaðvænlegu óblessunar-ánauð ofdrykkjunnar, að rétta oss hjálpar- hönd til þess, að sjóðsöftiun þessi megi skörulega takast. Til eru mörg hundruð þúsundir cfn- aðra eða velmegandi manna, sem um lengri eða skemmri tíma haía verið meðlimir reglunnar, eu eru nú ekki lcngur starfandi meðlimir hennar sak- ir annarra lífsanna. f>að er þó óhugs- andi, að ekki lifi með þeim eitthvað af þeim áhrifum, sem vera þeirra í regl- unni hefir haft á þá. Til þessara manna snúum vér oss sórstaklega með góðum óskum um, að þeir leggidrjúg- an skerf til þessa sjóðs, sem ætlaður er til þess, að fá reglunni þau efni í hendar, að hún geti jafnan haldið á- fram mannúðarstarfi sínu um allan heim, án þess að bíða. þann starfa- hnekki, sem ýmsir örðugleikar hafa á umliðinni æfi hennar valdið henni, svo að hún hefir stundum orðið nærri því að hætta útbroiðslu-starfi sínu um stundar sakir. Alþjóða-hástúkan hefir nú feDgið fé- lags-löggildingu með sérstökum lögum í ríki því, sem reglan er upprunnin í. Hún er nú færari um en áður, að færa starfsemi sÍDa út til þeirra landa, sem hið heillaríka starf hennar hefir enn eigi náð til. f>að er tiigang- urinn með stofnun þessa miljónar sjóðs, að eignast fastan, arðberandi sjóð, er verja megi vaxta-tekjunum af, til að útbreiða regluna og efla hana í sór- hverju landi eða iandshluta heimsins, þar Bem mest er þörf á. Með þessu móti mun reglan öðla3t þá framtíðar- trygging og festu, er gerir hana ör- ugga á ókominni tíð, og gerir henni vísan starfsárangur, ’nvar sem starf- semdar henDar er mest þörf í nálæg- um eða fjarlægum löndum. Nú eru blómlegar Goodtemplarastúkur um öll Bandaríkin og Canada-veldi, í ^uður- Afríku, um allar Bretlands-eyjar,’ í Sví- þjóð, Noregi, Danmörku, á íslandi, þýzkalandi, Hollandi, Svisslandi, Frakk- laudi, og í ýmeum löndum í Asíu, Afríku og Australíu. Jafnvel til Lands- ins belga hefir hún nú náð, því að nýlega hefir yfirmaður reglu vorrar stofnað »Mount Zion« [Zions-fjalls-]. stúkuna í Jerúsalem. Tilgangur vor er eigi sá sami sem templaranna [musteris-riddaranna] forðum, að frelsa gröfina helgu úr höndum vantrúaðra manna, heldur er tilgangur vor sá — Og hann telur heimurinn nú meira verðan —, að frelsa hið heilaga must- eri lifandi sálar frá þrældómi, sem verri er eu ánauð mansalsmanna, á- nauðaroki áfengra drykkja. Má ekki Goodtemplarareglan vera mikillát af starfi sínu og treysta fylgi allra góðra rnanna, er hún nú snýr áskorun smni til allra örlátra og veglyndra manna um aðstoð í þessu fyrirtæki? Nú eru meira en eitt hnndrað þús- und templarar í Svíþjóð, og þar hefir landestjórnin lýst velþóknun sinni á starfi reglunnar og styður hana með fjárframlagi af landssjóði. Nú að síð- ustu hefir reglan náð föstum fótum á þýzkalandi, og læknar og fræði- menn, sem mentast hafa við háskóí- ana þýzku, eru nú meðlimir hennar, og hafa þeir fengið fjölda viljugra lærisveina, sem fúslega hafa numið hin auðprófuðu sannindi um skaðvæn á- hrif áfengis á líkama mannsins. Tólf þúsundir meðlima bera þegar vott um árangur Good-templara-starfseminnar á þýzkalandi. í þeim löndum, þar sem svo nefndir »léttir« áfengis- drykkir eru tíðkaðir, hafa kenningar þessar einnig borið mjög gleðilegan ávöxt, svo að það er oss hvöt til, að herða á útbreiðslu reglunnar til sér- hvers lands á jarðarhnettinum. Aldr- ei hefir flokkur kristinna starfsmanna — riddara sannrar mannúðar — haft mikilsverðara verkefni fyrir höndum,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.