Ísafold - 28.01.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.01.1902, Blaðsíða 1
Kemur át ýmist einn sitfai eða tvisv. í viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða X*/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) btindin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austumtrœti 8. XXIX. árp Keykjavík þriðjudaginn 28. jan. 1902. 5. blað. I C 0. F. 83I3I8UV Forngripaxafn opið mvd. og ld 11 —12 Lanasbókasafn opið livern virkan dag ki.12—2 og einni stundu lengur (ti! kl. 3) nud., mvd. og ld. til útlána. Okeypis læ.kning á spitale num á þriðjud. og föstud. kl. 11 -1. Ókevpis augnlækning á spitalanum fyrst.a og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Okeypis tannlæknipg í húsi Jóns Sveins- >ouar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers uián. kl. 11 — 1. Landsbankinn opinn livern virkan dag k 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl 6 á hverjum helgum degi. Stj órnarskármálið íslenzka Ritstjórnargrein i Dannebrog 12. jan. Síðan stjórnarskráin íslenzka frá 5. jan. 1874 var útgefin, hafa tíðum komið fram óskir frá Islendinga hálfu um breyting á henni, en langa hríð án þess að útlit væri um nokkurn ár- angur. Aðal-markmið þeirra óska var, að gera stjórn Islands íslenzkari. þá ósk verður og í sjálfu sér að telja réttmæta. íslendingar tala mál, sem, þótt náskylt sé dönsku, er þó svo ó- líkt danskri tungu uú á tímum, að það þarf ekki litla æfingu til að geta lesið það, og nám til að geta talað það; það er því mjög svo eðlilegt, að þeir telji sig vanhaldna fyrir það, að ráð- gjafinn, er flytur mál þeirra fyrir hans hátign konunginum, getur hvorki lesið eða talað tungu þeirra. En meðan kröfur Islendinga fóru svo langt, að þeir heimtuðu íslenzka sér- stjórn með varakonungi (landstjóra eða jarli), er stjórnaði íslandi með aðstoð sinna ráðherra, eins og konung- ur stjórnar nú öllu ríkiuu með sínurn ráðgjöfum, þannig, að í raun og veru yrðu stjórnirnar tvær, hvor annari samhliða, önnur fyrir ísland.jen hin fyrir ríkið að öðru leyti — meðan kröfur Islendinga fóru í þessa átt, lá það í augurn uppi, að árangur af víðleitni þeirra hlyti að verða minni en ekki neitt. Engin dönsk stjórn gat fallist á slíkt fyrirkomulag, er í raun réttri sundraði ríkinu í tvo lauslega sam- loðandi hluti og hafði miklar hættur í för með sér. Eftir mikla samninga við fyrri ráða- neytið virðist nú góðar horfur á sam- komulagi við Íslendínga um stjórnar- fyrirkomulag, er við megi hlíta á báð- ar hliðar, svo að íslendingar fái stjórn sína gerða fullkomlega íslenzka, án nokkurrar hættu fyrir eining ríkisins. Undirstaða þessa samkomulags felst í frumvarpi því til stjórnarskrárbreyt- ingar, sem samþykt var á þingi í sumar eftír frumkvæði alþm., dr. V. Guðmundssonar, með heityrði um stuðning frá hinu fyrra ráðaneyti. Frumvarp þetta frá alþingi fór að ýmsu Ieyti (fjölgun þjóðkjörmna þingmanna, aukning kosningarréttar m. fl.) lengra eu heimild var fyrir í heityrði hins fyrra ráðaneytis; en eins og sjá má á konungsboðskap þeim til alþingis, sem prentaður er hér annar- staðar í blaðinu, hefir hans hátign konungurinn eftir tdlögnm ráðgjafans fyrir ísland, sem nú er, aíráðið, að veita frumvarpinu konunglega stað- festingu, ef það verður samþykt af nýju óbreytt á alþingi á sumri kom- anda, eins og hin íslenzka stjórnar- skrá utheimtir um stjórnarskrárbreyt- ingar. þar með væri málið komið í lag, ef gera mætti ráð fyrir, að fullnaðarsam- þykt og staðfesting á frumvarpi dr. Valtýs mundi leiða hina löngu stjórn- arskrárbaráttu til loka. En fjarri virðist fara því, að það sé víst. Bæði hefir efri deild alþingis á sama þing- inu, sem samþykti frumv. dr. Valtýs, látið í ljósi í ávarpi til hans hátignar kouungsins, að þá fyrst sé stjórnar skipun íslands komin í fullkomlega viðunandi horf, er hin æðsta stjórn landsins í hinum sérstaklegu málefn- um þess sé búsett á íslandi, og í annan stað hafa komið fram af ann- arra hálfu á Islandi óskir í sömu átt. Sumir vilja fá fram úr þessu ráðiA með þeim hætti, að skipaðir verði tveir sérstakir íslenzkir ráðherrar, og hafi annar aðsetur í Keykjavík, en hinn í Kaupmannahöfn, og skyldi Reykjavíkur ráðgjafinn sérstaklega hafa á hendi umboðsstjórn lands- ins og eiga við alþingi, en við hans hátign konunginn eingöngu fyrir milligöngu hins. En slík tvískifting mundi, jafnvel eins og vanalega gerist, hvað þá heldur ef ráðgjöfunum kemur ekki saman, bera í sér svo mikla og bersýnilega bresti að telja verður það fyrirfram alveg óhafandi. Hér er um tvent að tefla, og verður anuanhvorn kostinn að taka. Ann- aðhvort verður ráðgjafinn fyrir ísland og þá um leið stjórnardeild hans að hafa aðsetur í Kaupmaunahöfn, eða þá að ráðgjafinn með stjórnardeild sinni verður að hafa aðsetur í Reykja- vík. Sé hann í Kaupmannahöfn, verð- ur hann að fara til Reykjavíkur, þeg- ar þíng kemur saman, og á þeim tím- um endrarnær, er návist hans á ís- landi kynni að vera æskileg. Sé hann í Reykjavík, verður hann að ferðast til Kaupmannahafnar, þegar návist hans þar er nauðsynleg. Fyrra fyrirkomulagið er það, sem kemur fram í frumvarpi dr. Valtýs. Hitt hefir ekki enn komið fram í frumvarpsformi. En, eins og konungsboðakapurinn með sér ber, er það áform stjórnar- innar, að leggja fyrir alþingi frumv., sem fer fram á, að ráðgjafinn fyrir Island og stjórnardeild hans skuli hafa aðsetur í Reykjavik, en hafi að öðru leyti inni að halda sömu breyt- ingar á stjórnarskránni og frumv. dr. Valtýs. íslendingar eiga þá sjálfir kost á, að láta í ljósi fyrir munn alþingis, hvort af þessu tvenns bonar fyrirkomulagi er ákjósanlegra, ef litið er á það með íslenzkum augum, og betur fallið til að leiða hina íslenzku stjórnarskrár- baráttu til lykta. það er mikil framför fyrir íslend- inea að hvoru þeirra sem er. Eftir þeim báðum ná þeir því langþráða markmiði, að æðsta stjórn lands þeirra verði íslenzk í eiginlegustum skilningi. A móti frumv. dr. Valtýs hefir ver- ið haft, og mun verða haft, að ís- lendingar mundu ekki sjá hinn sér- staka ráðgjafa sinn á íslandi nema heldur sjaldan og skamma stund. Á móti frumv. stjórnarinnar mun verða haft, að ísland njóti ekki full- trúamensku ráðherra síns á stjórnar- setrinu nema fremur sjaldan og skamma stund. En hvorartveggja mótbárurnar stafa af því, 8ena engin lög geta breytt: hinni miklu fjarlægð íslands frá Kaup- mannahöfn. |>ar sem frv. dr. Valtýr lætur stjórn- artilhögunina á tslandi haldast eins og Boðskapur konungs til íslendinga. Yér Christian hinn níundi, af guðs náð, o. s. frv. Gjörum kunnugt: Ráðgjafi Vor fyrir ísland hefir fyrir Oss lagt allra- þegnsamlegast ávarp, er efri deild alþingis síðast liðins sumars hefir samþykt, þess efnis, að fela forsjáVorri sérstaklega frumvarp það til breytinga á stjórn- arskránni 5. janúar 1874, sem borið var upp af þingmanna hálfu og samþykt af þinginu, og leitt hefir til þess, að Vér samkvæmt 61. gr. nefndra laga höf- nm með Vorum tveim opuu bréfum dags. 13. september f. á. leyst upp alþingi og boðað til nýrra kosuinga, og með Voru opna bréfi dagsettu i dag fyrir skip- að, að hið nýja alþingi skuli koma saman í Reykjavík 26. júlí þ. á. Jafnframt er það þó tekið fram í ávarpinu, að þótt telja megi hinar samþyktu breyting- ar á stjórnarskipuninni mikilvægar umbætnr á stjórnarfari íslands, sé þó eigi fyllilega viðunandi fyrirkomulag á því fengið fyr en æðsta stjórn sérmála landsins sé búsett í landinu sjálfu. Ennfremur er sú ósk látin í ljósi, að eigi skuli beðið eftir því, hver niðurstaða verði á umræðum um stjórnarskipunar- málið, heldur þegar í stað skipaður sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, er sé í Reykjavík meðan háð verður alþingi það, er í hönd fer, og geti samið sjálfur við fulltrúa þjóðarinnar um þetta mál. Oss hefir fundist mikið til um hinar góðu óskir í Vorn garð og Vorrar konungsættar, er f ávarpinu standa. Oss hefir eigi getað þótt rétt vera, með þvi að skipa serstakan ráðgjafa eins og farið er fram á í ávarpinu, að kveða að því leyti fyrirfram á um at- riðí þess stjórnarfyrirkomulags, er verið er að ræða um að koma á. Hins veg- ar er það og Vor ósk, ef ætla má að með því verði fenginn endir á umræður um breytiugar á stjórnarskipun íslands, að verða við óskum Vorra kæru og trúu íslendinga um breytingar þær á stjórnarskránni, er farið er fram á, og þar á meðal sérstaklega þeirri, að skipaður verði sérstakur íslandsráðgjafi, sem kunni íslenzka tungu og eigi aæti á alþingi. Megi gera ráð fyrir þessu, mun,- um Vér því mjög vel geta fallist á það skipulag, sem farið er fram á í greindu frumvarpi um breytingar á stjórnarskránni. En með þvi að svo er til ætlast í téðu frumvarpi, að stjórnarráð Vort fyrir Island haldi áfram að vera í að- setursstað Vorum, og Oss hins vegar er kunnugt um það bæði af því, er stendur í ávarpinu og af því, er annarstaðar hefir komið fram opinberlega, að það er ósk margra Vorra kæru og trúu tslendinga, að stjórnarráðið verði flutt til Reykjavíkur, þá höfum Vér, til þess að þetta mikilvæga atriði geti orðið hugleitt ítarlega af alþingi, ályktað að leggja ennfremur fyrir þing það, er í hönd fer, frumvarp, er auk hinna annarra breytingarákvæða fyrgreinds frum- varps fer fram á, að ráðgjafi Vor fyrir ísland skuli eigi að eÍDS kunna íslenzka tungu og eiga sæti á alþingi, hsldur og að stjórnarráð Vort fyrir ísland skuli hafa aðsetur í Reykjavík. f>að kemur þá til alþingis kasta, að láta uppi hvort þessara frumvarpa láti betur að óskum Vorra kæru og tráu íslendinga og bindi betur enda á umræður um breytingar á stjórnarskipun íslands. Og munum Vér þá veita því af þessum tveim framangreindu frumvörp- um Vora konunglegu s.taðfesting, er samþykt verður af alþingi á þann hátt, er Btjórnarskráin mælir fyrir. Gefið á Amalíuborg, ÍO. janúar 1902. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Qfírisíiait <32. (L. S.) Alberti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.