Ísafold - 01.02.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.02.1902, Blaðsíða 3
f>ar með er H. H., H. f>., G. G. og 10-manna-frumvarpið úr sögunni. f>á er þess getið í greininni, að bæði eftir tillögu ráðgjafans, eins og hún á að koma fram á næsta þingi, og stjórnar- skrárbreytingarfrumvarps síðasta þings verði œðsta stjórn landsins íslenzk í eiginlegasta skitningi. þarna gaf ráðgjafinn mótstöðumönn um vorum laglega utan undir. Hann, danskur maðurinn, segir, að fruinvarp vort muni gera æðstu stjórn landsins al-ísl6nzka, og þetta segir hann þvert ofan í alla mótstöðumenn vora, sem nú í 5 ár samstæð hafa dag °§ nótt stagast á því, að við værum gera stjórnina danska, færa valdið ut ur landinu, o. s. frv. Ætli þeir trúi nú ekki sjálfum ráðgjafanum, og kannist við það með binnroða, að þeir kafi að un'danförnu farið með heimsku- þvætting, að því er þetta atriði snertir? f>á segir enn í greininni, er talað er utn samband vort við staðfesting- arvaldið og alríkisstjórnina: ’Auðvitað mætti mikið vel hugsa sér það fyrirkomidag, að ráðgjafinn sendi þessi mál (o: mál, sem eiga að koma fyrir ríkisráðið) hingað (o: til Hafnar) td þess meðal hinna ráðherranna, er honum þætti standa sér næst, og að flytti þau í ríkisráðinu. En ekki vceri það hagfeld meginregla. f>ví að aunars vegar skortir þá það, sem ein- mitt ætti að vera ein hlunnindin við hið nýja fyrirkomuljg ------------------ &ð málin verði flutt í ríkisráðinu af Þeim ráðherra, er stæði í beinu sam- bandi við alþingi«. þetta álit ráðgjaf- aus er oss kært, og það styðst aug- Ijóslega við rök þau, sem færð eru tyrir þessu málsatriði í bréfi flokks- stjórnar vorrar til ráðgjafans 6. des. f. ^r (ísafold 16. f. m.). Ráðgjafinn telst á það fyllilega, og viðurkennir ástæð hér nr vorar fyrir því réttmætar, að eigi öll umboðsm:mska að vera ögbönnuð, þessi svikamylla, sem mót- stöðumenn vorir flæktu sig svo fáráu- 6ga 1 síðastliðið sumar. f>á segir þag berum orðum í grein- mni, og ætti almenningur vel að taka effir því, að »auðvitað gæti það ekki komið til mála, að neinn hinna ráð- gjafanua færj j ríkisráðinu) að blanda sér inn f ne.itt það, sem væri sérstaklega íslenzkt------« Héi staðfestir ráðgjafinn með af- dráttar ausum orðum og mikilli áherzlu þá kenningu, 8ern y£r höfum lengi haldið fram, íslandsráðgjafinn einn fari með sérmál vor í ríkisráðinu, og að hinir ráðgjafarDjr haff engín afskifti af þeim. Ætli mótstöðumenn vorir nú trúi þessu, þegar þessi ráðgjag 8egir það? Áður hafa þeir ekki viljað trúa orðum Nellercanns um það. þeir hafa st.að. hæft það, að það væri 'háskalegt, að mál vor væru borin fyrir konung í rikÍ8ráði. Hinir ráðgjafarnjr mun(]u rífa þau þar og tæta í sundur, og þessa villukenningu hafa þeir alið með mikilli ást alt til þessa. jþað má sjá, að greinin leggur eigi mibla stjórnarfarslega (pólitiska) þýð- ingu í búsetu ráðgjafans. Hann segir um þetta, að á móti búsetu-frumvarpinu megi bafa það, að íslendingar njóti þá eigi fulltrúamensku ráðherra síns á stjórnarsetrinu nema fremur sjaldan og skamma stund, og á móti alþingis-frumvarpinu frá í sum- ar er leið megi hafa það, að íslend- ingar mundu þá ekki sjá hinn sér staka ráðgjafa sinn á íslandi nema heldur sjaldan og skamma stund. — þetta er skýrt og glögt fram sett, og ættu allir að geta áttað sig á því. Yér teljum búsetuna, eins og ráðgjafinn ætlar að koma henni fyrir, góða við- bót við vort frumvarp, en vér álítum frumvarpið einnig gott án heimar, og um það er ráðgjafinn oss sýnilega samdóma. Fleiri atriði ætla eg eígi að taka upp úr »Dannebrog8«-greininni að sinni, en vil að eins segja þetta: þökk og heiður sé ráðherra vorum Alberti fyrir hana og afskifti hans af þessu mikilsverða máli til þessa. það sést af greininni, að ráðgjafi vor getur eigi fallist á það, að hér sé sett á fót landsstjóra-stjórn með sér- stöku ráðaneyti, þannig, að lagastað- festingar og hið æðsta framkvæmdar- vald væri fært inn í laudið. Segir hann, að slíkt fyrirkomulag í raun réttri mundi sundra ríkinu í tvo laus- lega samloðandi hluta, og hafa miklar hættur í för með sér. þetta eitt í greininni er svo lagað, að eg get eigi fallíst á það. það er reynsla fengin fyrir því í hinum mentaða heimi, að áminst landstjóra-stjórnarskipun sundrar ekki ríkjunum (sbr. Bretaveldi, þar sem mörg ríkisfélög hafa verið sett á stofn á öldinni sem leið með þessari stjórn- arskipan), og eg get eigi séð, að nokk- ur hætta mundi þurfa að stafa af því. Eftir sem áður þefðum vér sameigin- legan konung með Dönum, og mörg og mikilsverð sameiginleg mál, er sannarlega mundi vera nógu styrk til þess, að halda ríkinu saman. En um þetta efni ætla eg eigi að tala að sinni. Stjórnarbótarvinur. Nýjar hroðafréttir frá Armeníu. Venju meir hefir boviS á í haust og vetur flóttaferli Armena burt frá heim- kynnum sínum,i undan nýjum ofsóknum og misþyrmitigum, sem eru þar raunar dagstæð tíðindi, enþónokkur tímaskifti að. Þykjast menti vita, að nú sé byrj- uð það ný morðhríð, lik þeirri er yfir landið dundi fyrir 6—7 árum. Flótta- ntenn hafa verið illa útleiknir, skorin tunga úr börnum og þar fram eftir göt- um. Eu ekki ber neitt á, að stórveldin hugsi til þess að hreyfa sintt minsta fingur til að aftra »morðingjaun mikla» ftá að þjóna af nýju bóðulseðli sínu í líkum mæli og fyr. Þau bera fyrir sig hvert um sig hinn mikla heimsófriðar- háska, ef eitthvert þeirra skerst í leik- inn, en samtaka fá þau sig ekki til að að verða. Og þó er skemst á það að minnast, ekki lengur en síðan í haust, að Frákkar kúguðu soldán til með her\ valdi, lögða haft á 3 hafnarborgir í eynni Mítylene, að sjá um greiðslu skuldar til franskra kaupntanna, er tyrkneskir viðskiftamenn þeirra höfðu refjast nm; og höfðu hin stórveldin þá ekkert við það að athuga. Ett þar var mammon um að tefla, en ekki mannslíf; ekki líf saklaúsra kristinna ntanna tugum og huudruðum þústtnda saman; það gerði gæfumuninn þeirn til óþurftar, veslings Armenum. Flestir munu íntynda sér, að ekki só nema um mannúðarkvöð að tefla fyrir stórveldin, að hjálpa kristnum bræðrum úr böðulsklóm Tyrkja. Þeir minnast ekki þess, að þau hafa sáttmálum bundna skyldu til þess. Það var gitt í friðar- gerðinni eftir ófriðinn síðasta með Rúss- unt og Tyrkjum, fyrst í San Stefano og síðanf Berlín(1878),að Tyrkjastjórn skuld- batt sig til að framkvæma tafarlaust umbætur þær og framfaranýmæli, er nauðsyn krefði í skattlöudum þeirn, er Arntenar byggja, og' ábyrgjast að þeint væri óhætt fyrir Cirkössunt og Kurdum. Skyldi hún skýra stórveldunurn frá jafnóðum, hvað sór yrði ágengt. Eti eiuu ráðstafanirnar, sem Tyrkja- stjórn hefir gert til frantkvæmdar þess- um sáttmála, þan 23 ár, sent síðan eru liðiu, et' að láta ntyrða Armetta tugum og hnndruðum þústtnda saman. Tyrkja- stjórn hefir vitanlega ekki sent stór- veldunum tieina skýrslu um það; eu þau fengn eigi að síður áreiðanlega vitneskju um það á sínum tima. Það er hryllilegt til þess að hugstt, að hiu hálofaða þjóðnienuing Norðurálf- unnar skuli ekki vera veigameiri en það, er til kast ttita kemur. að horft er aðgjörðalaust á sllkar aðfarit sem Tyrkja í Armeníu, er mestu grimdarverk hinna verstu mantiníðinga meðal þjóðhófðingja fyrri alda komast ekki f hálfkvisti við. Það sem þeir höfðust að, Nero, Diokle- tian keisari og P’ilippus annar, er barna- leikur hjá þvi, sem liggur eftir Abdul Hamid soldáu. »Nú er ástaudið á Tyrklandi töluvert friðvænlegra eti verið hefirr. Svo fór- ust Lobanof' fursta orð, utanríkisráð- herra Rússa, skömmu eftir að Tyrkja- soldán hafði látið brenna þrjú þúsund Armena kvika inni í dómkirkjunni í Orfa. Blöð Frakka steinþögðu um morðin í Armeníu eða sögðu frásagnirn- ar um þau vera ekki annað enillkvitn- is-uppspuna í enskum blöðum. Þýzka- laudskeisari hélt verndarhendi yfir vin sínum Abdul Hamid, og utanríkisráð- herra Austurríkiskeisara var þeim alveg samdóma, bandamönnum sínum. ítalir einir vildu láta skerast í ieikinn; en þeirra orð eru ekki þung á inetunum í stórveldasamkundunni. Bretar ætluðu að vísu að sýna rögg af sér haustið 1895 og stöðva manndrápin; þeir hóldu flota sínum í því skyni norður f mynn- ið á Dardanellasundi; en þá komn skeyti frá utanríkisstjórn Rússa og Frakka, að . ef Bretar lótu flotann halda inn sutidið, þá væri þar með sundur sagt friði við þ á, Fxakka og Rússa. Meira þurfti ekki. Svo sem sýnishorns þess, er gerist á »friðartímunum«, þ. e. milli stórhríð- anna, skal þess getið, sem hér segir. Vorið 1899 kemur Kurdasveit í þorp eitt í Armeniu, rænlr þar og rífur tiiður flestöll húsin, misþyrtnir 5 helztu mömi- ttuum í bænum og drekkir þeim síðan 6n rekur aðra bæjarmeun út í skóg. Því næst ráðast þeir á annað þorp þar nærri, Spaghank, en fá þar ekki fyrir- ætlan sinni framgengt. Þeir gleymdu þvi ekki og hugsuðu þorpsbúum þegj- andi þörfina síðar. Þeir sendu stjórninni skýrslu um það, að Spaghauk væri uppreistarbæli. Alis pasja, er herstjórn hafði í þeirri lands- álfu, bjó lið sitt á laun og lagði á stað með þústtnd manna. 1 aunan stað söfn- uðu Kurdar liði og stíuðu Spaghank frá öllum aðflutningi. Þeir vortt 500 sam- an. Hiti 3. júlí í dögun var þorpið umkringt á alla vegtt, og blásið til at- lögu. Þorpsbúar voru í svefni. Þá segir svo frá: Fólkið var skotið, saxað niður með bjúgbratidi og rekið í gegn með byssustingjum hvar sem fyrir hitt- ist, úti eða inni; konur og börn hlaupa í móti dátunum í því trausti, að sér muni þyrmt; en það var mikill mis- skilningur. Jafnvel börn í vöggu voru rekin í gegn. Tyrkir gengu með barns- líkin á byssustingjum sínum. Þeir rifu fötin af kvenfólkinu, svívirtu það og kyrktu síðan. Þeir taka sóknarprestinn, áttræðan öldung, draga hann á skegginu, ristu út úr munnvikjunum á honttm út að eyrum og píndu hann til bana. Khalil Kurdahöfðitigi þarf að ná sór niðri á Maghar, sveitarhöfðingja í Spag- hank; hann nær í konu hans þungaða og er frásagan um meðferðina á henni áðtir, eti hún gaf upp öndina, sá við- bjóðttr, að ekki er hafandi eftir. Núerhaldiðút aðkirkjtt; þangaðhöfðu nokkrir þorpsbtiar flúiö, en hún var svo ramtngjör, að ekki tókst Tyrkjum að brjóta hana tipp. Þá er haugað hálmi og heyi fyrir framan dyrnar, helt þar í steiuoliu og' kveikt í, en reykinn legg'iir imi í kirkjutia. Þar heyrast voðaleg ,óp, er hljóðna smásaman, eftir því sem fólkið kafnar. Tyrkir rista líkiit í sunditr; við þá sem líftóra var í höguðu þeir sér á þá leið, að því verð- ur ekki lýst.* Tíu röskir karlmenn ung- ir komust út úr kirkjunni; 6 voru skotuir, en 4 komust undáti. Tveir kven- menn komust iika út og fleygðu sér í átia, sent ratm rótt hjá kitkjutini, og höfðtt þó ntikil sár á sér; þeim skolaði ttpp á hólma í ánni og héldti lífi. Þá fóru Tyrkir og rændit 3 næstti þorp, og m yrtu hvern þann, er viðnám veitti. Skömmu s/ðar sendir Alis pasja nokkra hermenn til Spaghauk, lætur þá grafa upp likin og brenna þau — þau skiftu hundruðutn — að fám ttnd- atiskildum, þatt er hafa skyldi til að sýna, að hór væru fallnir uppreistarmenn. Eftir það skrásetti hann svolátandi skýrslu: . »Með því að nokkrir óeirðarseggir meðal Armena í Spaghank höfðu sýnt hinu keisaralega herliði mótspyrnu, hefi eg látið loka þá inni skamt frá kirkj- unni. Tíu Armenar féllu og átta voru lineptir í varðhald; nú er því friður og spekt á komin aftur; svo er náð hans keisaralegu hátignar soldánsiris fjrrir að þakka«. Síldarverzlunin. Yfirkonsúllinn danski í Kristjaníu getur í skýrslu til stjórnarinnar í Khöfn 8. nóv. f. á. um mikinu út- flutning síldar frá Islandi í haust, marga farma, er komið hafi til Staf- angurs, og hafi síldin verið aðgreind þar og búið um hana til markaðssölu, og seld síðan til Svíþjóðar og þýzka- lands með góðum ábata, 30—36 kr. tunnan. »Gæði hinnar íslenzku síldar þetta ár eru einsdæmi; þó er senni- legt, að hin feiknamikla fita á síld- inni geri vöruna ekki eins endingar- góða. Nokkur gufuskip hafa farið með tómar tunnur og salt til íslands, og fengið að jafnaði aftur fullfermi af síld, ýmist til Stafangurs eða beint til annarra landa. Eins og fyr er frá skýrt, hafa tvö gufuskip frá þilskipa- fiskifélaginu í Stafangri stundað í aum- ar reknetaveiði fyrir síld Við ísland, og fengið nálægt 400 tunnur hvort af beztu síld; er hugsað til að halda þessum tilraunum áfram, og allar horf- ur á því, að það beri góðan árangur með tímanum*. Alþingi hefir konungur 10. f. m. stefnt til fundar, aukaþingiuu, 26. júlí þ. á. Embættispróíi við læknaskólann hefir þórður Páls- son lokið 27. f. mán., með II. eink. (84 st.). . Ný iög. þessi lög frá 3Íðasta alþingi hafa hlotið konungsstaðfestingu, um fram áðurnefnd 32, — öll 20. des. f. á.: 33. Lög um almannafrið á helgi- dögum þjóðkirkjunnar; 34. Lög um að umsjón og fjárhald nokkra landssjóðskirkna skuli fengin hlutaðeigandi söfnuðum í hendur; 35. Lög um samþyktir til varnar skemdum af vatnaágangi, um vatns- veitingar og um skurði; 36. Lög um samþyktir um ábyrgð- arsjóði fyrir nautgripi; 37. Viðaukalög við lög 11. desbr. 1891 um samþyktir um kynbætur hesta;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.