Ísafold - 01.02.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.02.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/» doll.; borgist fyrir miðjaD júlí (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Reykjavík laugardaginn 1. febr. 1902. 6. blað. I. 0. 0. F. 83278V2. 0. Forngripasafn opið xnvd. og ld 11—12 Lanasbókasafn opið liveru virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) Hid., mvd. og ld. til ntlána. Okeypis lækning á spitalsnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tanniækning i húsi Jóns Svems- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við ki. 12—1. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á kverjum helgum degi. Auglýsing Hér með gefst öllum til yituiidar, að vörumerki þau, er við höfum notað við verzlanir okkar, falla úr giidi 1. maí næstkom- andi, og: verða ekki inn- leyst eftir þann dag Bíldudal 20. desember. 1901 P. J. Thorsteinsson & Co. Til ílokksbræðra vorra. Með póstskipi því, er nú kom hing- að frá Höfn, barst oss hinn eftirþráði boðskapur konungs til íslendinga, dags. 10. þ. m. Boðskapurinn er birtur í blaðinu »Dannebrog«, sem er eign ís- landsráðgjafans, Alberti, og málgagn hans. Blaðið flytur jafnframt ritstjórn- argrein til skýringar boðskapnum, sem er harla merkileg fyrir oss, bæði vegna efnis þess, er hún fer með, og eigi síður vegna hins, að hún alveg vafa- laust flytur oss skoðun ráðgjafa vors á málinu, og stefnu þá, er hann ætl- ar að framfylgja í því, og það mjög glögt og greinilega. Blaðagrein þessi, þýdd á íslenzku, er prentuð í »ísa- fold«, ásamt konungsboðskapnum. Getum vér því vísað yður til þessara skjala þar. Samkvæmt konungsboðskapnum, sem eingöngu ræðir um stjórnarskrármál vort, verður oss á aukaþinginu í sum- ar boðið tvent, sem ætlast er til að vér kjósum um, að öllu leyti með fullu frelsi, sem sé stjórnarskrárbreytingar- frumvarp síðasta alþingis, sem kon- ungur heitir að staðfesta, ef það aft- ur nær samþykki þingsins, og stjórn- arskrárbreytingarfrumvarp, sem af hálfu stjórnarinnar mun verða lagt fyrir þingið, og auk ákvæða stjórnar- skrárfrumvarps síðasta þings ennfrem_ ur á að hafa það ákvæði, að stjórnar- ráðið fyrir ísland skuli sitja í Beykja- vík. Af greininni í »Dannebrog« sjáum "vér, að eigi muni verða *ekið í mál af stjórn vorri, að sinna kröfum af vorri hálfu um að hér sé sett á fót lands- stjórn með landsstjóra og ráðgjöfum, eins og vér fórum fram á áiunum 1881—1894, og eins og vér höfum farið fram á í bréfi voru til ráðgjafans, 6. des. f. ár. — Spurningin er því fyrir oss eingöngu sú, hvort vér eigum að halda fast við stjórnarskrárbreytingar- frumvarp það, sem samþykt var í sumar er leið, eða vér eigum að hall- ast að hinu væntanlega frumvarpi stjórnarinnar, sem inniheldur það eitt ákvæði fram yfir hitt frumvarpið, að stjórnarráðið skuli sitja í Beykjavík. Hvort frumvarpíð, sem þingið sam- þykkir, verður staðfesc af konungi. — Verði búsetu ráðgjafans hér svo fyr- ir komið, eftir hinu væntanlega frum- varpi stjórnarinnar, að hagsmunum vorum í Kaupmannahöfn verðí fylli lega borgið, viljum vér, sem ritum undir bréf þetta, fremur hallast að þessu frumvarpi, svo sem því, er þá muni veita oss rífari sjálfstjórn en hitt frumvarpið, hafi alla kosti frum- varpsins frá síðasta þingi og búsetu- ákvæðið að auki, en sé laust við alla þá annmarka og galla, sem fylgdu búsetu-ákvæðunum, er þau voru borin fram á þingi í sumar og gjörðu þau þá alveg óaðgengileg. Eftir þessu frumvarpi verður ráðgjafinn einn milli- liður milli konungs og alþingis; eftir því ber ráðgjafinn einn ábyrgð á stjórn- ar-athöfninni; ráðgjafavald og ráðgjafa- ábyrgð verður óskift; ráðgjafinn hefir engan umboðsmann f Kaupmannahöfn, er þar geci farið með vald hans, nema því að eins, að vér heimilum það með sérstökum lögum. þetta er alt í sam- ræmi við stjórnarskrárbreytingarfrum- varp síðasta alþingis; en svo á það ennfremur að verða ákveðið með frumvarpinu, að ráðgjafinn sé hér bú- settur og veiti stjórnarframkvæmdinni hér forstöðu. Akvæði þetta hefir eigi verið tekið upp í stjórnarbreytingar- frumvörpin á undanförnum þingum vegn^, þess, að vér óttuðumst, að stjórn vor mundi eigi vera fáanleg til að samþykkja það, samkvæmt því, sem sagt er í konunglegri auglýsingu 2. nóv. 1885 og ráðgjafabréfi 29. maí 1897. Nú er oss tjáð, að fáanlegt sé af hálfu stjórnarinnar, að ráðaneytið sé búsett hér á landi, án þess að nokkurir annmarkar fylgi því, og þyk- ir oss þá réttast að taka því, sé ann- ars um alt tryggilega búið. í ritstjórnargreininni í Dannebrog er sagt, að ef vér álítum það æskilegt fyrir «oss, að hafa stjórnarskrifstofu í Kaupmannahöfn, þá muni eigi af Dana hálfu verða haft á móti því, að hún verði kostuð af ríkissjóði. Af þessu sést það, að það er ætlast til þess, að hinn svokallaði »íslenzki kontór« í Kaupmannahöfn verði lagð- ur niður, og að vér ráðum því sjálfir, hvort vér höfum umboðsmann eða fulltrúa að staðaldri í Khöfn, hvern vér höfum þar sem umboðsmann fyrir oss, og hvernig vér högum stöðu hans þar. Með þessu móti ráðum vér þá til fullnustu sérmálum vorum bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn. Vafalaust mun nokkur kostnaðar- auki verða samfara þessu breytta stjórnarfari; en bæði er það, að vér hyggjum, að hann þurfi eigi að verða mjög verulegur, og svo megum vér eigi láta oss í augu vaxa, að kosta einhverju til þess, að fá hagfelt stjórn- arfyrirkomulag, en að sjálfsögðu á hver þjóð að kosta sína stjórn innan- lands. Samkvæmt því, er vér höfum sagt, munum vér hallast að frumvarpi því til stjórnarskrárbreytingar, sem sam- kvæmt konungsboðskapnum mun verða lagt fyrir næsta aukaþing af hálfu stjórnarinnar, svo framarlega sem nefnt frumvarp verður í fullkomnu samræmi við það, sem hér er tekið fram, og við konungsboðskapinn og margnefna grein í blaðinu «Danne- brog«, sem vér munum eigi þurfa að efa. — Og vér viljum hér með leggja það til, að allir flokksmenn vorir taki þessa sömu stefnu. Reykjavik og Bessastöðum 28. janúar 1902. Kristján Jónsson. fíjörn Jónsson. fíjörn Kristjánsson Jens Pálsson. (eftir fjarv.umboði). Sknli Ihoroddsen. Fyrirmyndarskóli. Eftir Guðm. Finnbogason. I. Með hverjum deginum verður hugs- andi mönnum það ljósara og ljósara, að framtíð hverrar þjóðar er fyl-st og fremst undir því komin, hvernig hún stendur að vígi í samkepninni við aðr- ar þjóðir í hagnýtingu á gæðum lands og sjávar, í verzlun, iðnaði, vísindum og listum. Og jafnframt þróast sú sannfæring, að þeir, sem jarðríkið erfa, muni ekki verða þeir, sem láta alt reka á reiðanum með augun lokuð fyrir táknum tímans, heldur hinir, er gera sér glögga grein fyrir lífsskilyrðum þjóðar sinnar og verja viti og kröft- um til að vinna að því, sem þokar henni fram á leið og stýrir henni milh skers og boða. Og ósjálfrátt verður mönnum litið til skólanna, sem eiga að búa æskulýðinn undir lífið og smíða vopnin, sem hann síðarmeir sigrar með eða fellur á vígvelli lífsins. Að minsta kosti í orði kveðnu munu nú flestir á það sáttir, að beztu vopn- in séu hraustur og vel taminn líkami, skörp skynfæri, glöggur skilningur, auðugt og léttfleygt ímyudunarafl, lífs- gleði, starfslöngun og þróttmikill vilji. Og þessa kosti ætti þá skólinn að glæða og efla. En hins vegar er víða pottur brot- inn einmitt í þessum efnum. í flestum menningarlöndum álfu vorrar láta því ýmsar raddir til sín heyra, er krefjast þess, að uppeldi það, er skólarnir veita, sé sniðið meir eftir kröfum lífsins en hingað til. þessar raddir finna skólunum það til foráttu, að þeir leggi meiri stund á að hrúga alls konar fróðleikshrafli á minnið, en hitt, að vekja með læri- sveinum sínum lifandi athygli á nátt- irrunni og mannlífinu, sjálfstæða hugs- un, starfslöngun og hagsýni, og að gera líkama þeirra hraustan og þolinn. »Sjáandi sjá þeir eigi og heyrandi heyra þeir eigi né skilja», sannast á mörgum þeim, er setið hafa á skóla- bekk öll sín æskuár, og það sem verst er, stundum er lífsgleðin farm, sjálfs- traustinu glatað og líkaminn veikl- aður. Til að ráða bót á þessu duga ekki orðin ein, og víða um lönd hafa nú á síðustu árum stöku skólar verið settir á stofn, er gera sér að markmiði, að skapa úr lærisveinum sínum þróttmik- inn og ötulan æskulýð, er vaninn sé á að athuga rétt, íhuga vel og álykta rétt, og leggur út í lífsbaráttuna með trú á mátt sinn og megin og þá ást á þjóð sinni, er styðst við ljósa þekk- ingu á högum lands og lýðs. — þess- ir skólar ætlast ekki til að lærisvein- ar sínir hafi á reiðum höndum eins margar romsur og »fyrri menn, er fræðin kunnu forn og klók af sínutn bókum«; en, hitt leggja þeir alla stund á, að gera þá svo úr garði, að þeim veiti auðvelt að afla scr hverrar þeirrar þekkingar, er lífið eða löngun sjálfra þeirra kann af þeim að heimta, og séu hins vegar nægilega leiknir í þeim greinum, er hverjum manni eru nauð- synlegar til að eiga sinn þátt í hinu starfanda mannlífi. Fyrir 2J ári var stofnaður í Khöfn skóli, er nefnist »Skóli danska fé- 1 a g s 1 n s« (»Det danske Selskabs Skole«). — Hann á rót sína að rekja til óánægju með mentun þá, er lærðu skólarnir og gagnfræðaskólarnir al- ment veita, og hafa danskir stóreigna- menn og atvinnurekandi borgarar í Khöfn lagt fram það fé, er þurfti. En lífið og sálin 1 fyrirtækinu er dr. phil. C. N. Starcke, sem er forstöðumaður skólans. Hann er vel metinn heim- spekingur og hefir ritað margt í þeirri grein. (Auk þess hafa 2 af kennUr- um skólans gjört heimspeki að aðal- námi sínu). Eg hefi gengið á skóla þennan mán- aðartíma til að kynna mér fyrirkomu- lag hans og kensluaðferðir þær, sem þar eru notaðar; og þó mér, sé það fullljóst, að vér íslendingar eigum langt í land til að koma á fót slíkum skóla, get eg þó ímyndað mér að einhverjir af lesendum ísafoldar kynnu að hafa gaman af að heyra um hann. Fyrst er þá að líta á skólanúsið. það stendur á Forchhammersvej á Friðriksbergi, og er gatan einkar-hent- ug, því umferð er þar lítil, hvorki vagnaskrölt né annar gauragangur. Skólalóðin er öll 4118 □ al. að stærð, og nær sjálft skólahúsið yfir 23x31^ eða 720 □ ál., leikfimishús 16x30| eða 488 □ ál. það, sem afgangs verður, er mestalt notað til leikvallar og er hann sumpart þakinn jarðbiki, sumpart möl eða sandi. í skólahúsinu eru neðst 4 kenslu- stofur, 1 kennarastofa og 1 stofa undir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.