Ísafold - 15.02.1902, Síða 1
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bundin viö
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
Reykjavík laugardagirm 15. febr. 1902.
8. blað.
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 */* do11-; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram.)
XXIX. ársr.
J- 0. 0. F. 832218’/2. 0.
Forrgripasafn 0pið mvd.ogld, 11—12
TjCtndshólcasafit opið bt'ern virkan dag
kj. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
tnd., mvd. og Id. t,i! útlána.
Okeypis lækning k spítal cnum á þriðjud.
°g föstnd. kl. 11 -1.
Ókeypis augnlíékning á spitalanum
fyrst.ft 0g þriðja þriðjud. livers mánaðar
kl. Il—i.
Okeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
•aán. kl. n_p
Landsbankinn opinn livern virkan dag
H—2. Bankastiórn við k). 12—1.
Landákotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
'°g kl. 6 á hverjum helgum degi.
SainkomulagSYÍðleitiii.
f>að er lofsverð viðleitni, setn nokk-
urir hinir helztu eyfirzkir flokksbræð-
ur vorir í stjórnbótarmálinu hafa vak-
ið þar fyrir skemstu, í því skyni að
eyða nú allri sundrung og flokkadrætti
í því mikla velferðarmáli og fá lokið
óöld þeirri, er gengið hefir yfir landið
langa hríð fyrir þá sundrung, svo
mögnuð sem hún hefir verið, og stund-
um illkynjuð, að manni liggur við að
segja. Og þessari viðleitni þeirra heið-
ursmanna hefir byrjað furðuvel þar
innanhéraðs og þar sem til hafði
spurst úr næstu héruðum, svo sem
helzt Suður-þingeyjarsýslu; og var á-
formað, að reyna að láta þessa hreyf-
lng færast xtt ura land alt.
Samkomulags-grundvöllurinn er að-
allega hið sarna, sem Framfaraflokks-
stjórnin fór fram á í bréfinu til ráð-
gjafans 6. des. f. á.: að vér fengjum
íandsstjóra hér með ráðgjöfum; en með
þeirri varakröfu, að fáist það ekki —
sem nú er raun á orðin —, þá sé hall-
ast að tillögu Páls amtmanns Briem,
þeirri er getið var hér í blaðinu ný-
íega, um tvo ráðgjafa, annan hér á
landi, en hinn við hlið konungi, og
íah báðir og riti íslenzka tungu,
tnæti b á, ð i r á alþingi, beri b á ð i r
ábyrgð á stjórnarathöfninni o. s. frv.—
alls ^ílrl Þvl. er tíu-manna-frumvarp-
ið sæla fór fram á, með sínu danska
yíirráðgjafa f Kaupmannahöfn, sem
ekki átti að kunna íslenzka tungu,
8 k k i á alþingi og elcki
bera verulega ábyrgð á stjórnarathöfn-
inni, með fieirum annmörkum, er
gerðu það, eíns og ráðherra vor kemst
að orði, *a 1 v e g ó h a f a n d i«.
|>essu til framkvæmdar höfðu Ey-
’firðingar skipað samkomuiagsnefnd, er
þeir svo kalla og í eru 7 menn, úr
báðum flokkum; mun Páll amt-
maður Briem vera formaður í henni.
Eggert Laxdal verzlunarstjóri er einn
í nefndinni, svo og Eriðrik kaupm.
Kristjánsson o. s. frv.
Nefnd þessi hefir gefið út boðsbréf,
og látið prenta áskorunarskjal til und-
irskriftar fyrir kjósendur landsins,
þar sem þeir gera það að skilyrði við
hvern þann mann, sem kosinn verður
til alþingis, að hann lofi kjósendum
sínum, að vinna með eindrægni og
samkomulagsanda að framgangi stjórn-
armálsÍDS á fyrnefndum grundvelli.
Undir slíkt skjal skrifuðu þegar
flestallir kjósendur á Akureyri. —
Nú er, svo sem kunnugt er, sú
breyting á orðin, að vissa er fyrir því
íengin, að bvorugt er fáanlegt, hvorki
aðalkrafan né varakrafan, sem fyr um
getur, heldur vill hin nj'ja, frjálslynda
stjórn vor í Khöfn veita oss annað,
sem í hennar augum er nokkurs konar
samsteypa af hvorutveggju og henni
virðist sameina í sér kosti þess, en
vera laust við ókostma, bæði ríkis-
heildarsundrunguna svo nefndu, er
hún dreifir landsstjórafyrirkomulaginu
við, og tvískinuunginn með hinni til-
höguninni.
Og þessa nýju hugmynd stjórnar-
innar: e i n n ráðgjafa, búsettan hér á
landi, hefir nú Framfaraflokksstjórnin
þegar aðhylst berum orðum; og svo
er að skilja á hinum flokknum, það
lítið sem til hans hefir heyrst, svo
mark sé á takandi, að hann treysíist
ekki til annars en að taka sömu
stefnu, hvort sem ljúft er eða leitt.
Ljúft er það óefað öllum s ö n n u m
stjórnbótarvinum í þeim flokki, en
hinum vitanlega að því skapi leitt,
hvort sem þeir hafa nú áræði til að
berja lengur höfðinu við steininn eða
ekki.
Vér teljum oss nú óhætt að ganga
að því vísu, að þeir vitru menn og
góðgjörnu, sem vakið hafa samkomu-
lagshreyfinguna eyfirzku, muni nú ekki
gera þann óvinafagnað, að halda til
streitu kröfum þeim, er þeir hafa gert
á ð u r en þeir vissu um undirtektir
stjórnarinnar, heldur hverfi nú hik-
laust og eÍDdregið að sama ráði sem
Framfaraflokksstjórnin, og vinni að því
af öllum mætti, að samkomulagsvið-
leitninni verði haldið áfram í sömu
rás og áður, en á þessum Dýja grund-
velli, sem hver hygginn maður hlýtur
að sjá, að n ú er einn fær út úr ó-
göngum þeim í máli þessu, er þjóðin
hefir verið stödd í um langan aldur.
|> á köllum vér vel skipast, og þ á
mun lengi minst verða með maklegu
lofi og þökkum fyrnefnds tiltækis
hinna eyfirzku stjórnbótarvina úr
báðum fiokkum.
Skarlatssóttin.
Svo skrifar einn héraðslæknirinn í
öndvörðum þ. mán.:
»Hart er að sleppa skarlatssóttinni
svona úr öllum hömlum. Hér í sýslu
eimdi ekkert eftir af henni nema á alls
einum bæ. En drepið hefir hún þar
barn. Nú má drottiun vita, hvað
hún kann fyrir sér að gera, er hún á
að fá að valsa eins og hún vill.
Hún drepur eða alt að því drepur
einhvern á nær hverjum einum sveita-
bæ, sem hún kemur á; máske er mýra-
svakki og illum húsakynnum um að
kenna; máske of seiut sagt til. Af
þeim £, sem hún hefir drepið hér í
héraðinu, hefi eg ekki séð 4, og sá 5.
var í andarslitrunum, er eg sá hann«/
Um mjólkurbú og selför.
Eftir
Daníel Bjálmsson
jpað er að bera í bakkafullan læk-
inn, að rita um mjólkurbú, þar sem
Sigurður Sigurðsson, ráðunautur Lands-
búnaðarfélagsins, hefir skýrt, hvaða
fyrirkomulag væri æskilegt að hafa á
þeim, og mjólkurbú og rjómabú nú
þegar upp komin með því sniði. En
það er að nokkru leyti öðruvísi mjólk-
urbú, sem eg vil leiða athygli að, og
mér finst ekki óhyggilegt að tekin
væru upp, í þeirri von, að þau gætu
svarað kostnaði og veitt viðunandi
eftirtekju.
f>að er að hafa ærnar í seli á sumr-
um fram til fjalla. Bændur í lág-
sveitunum hefðu félagsbú um sumar-
armánuðina 2 til 8.
f>að var siður fyrrum, að hafa ær í
seli á sumrum, og hefir enda verið til
skamms tíma gjört á stöku stað, þar
til nú fyrir nokkurum árum, að sel-
farir eru alveg lagstar uiður. Stafar
það líklega af byggiugarkostnaði og
því, að flutningur á málnytunni hefir
þótt óþægilegur, og þetta loks fólksfrek-
ara, eu kaupgjald svo hátt orðið.
En aldrei mun hafa verið móti því
borið, að ær yrðu vænni og smjörið
meira. Er það nú altítt, að bændur
niður til sveita annaðhvort láta ærn-
ar ganga með dilkum, eða koma þeim
í burt á annan hátt yfir sumarið.
Hvort þetta er hagsýni eða ekki, skal
eg láta ósagt; enda er það undir ýms-
um ástæðum komið, hvort svo er. En
bitt er víst, að þar sem ekki eru
nema 50 ær á búi og þaðan af færri,
er mikið í lagt, að gefaút um hásum-
arið fyrir jafnlitla máloytu hálfvaxinn
ungling, sem gæti án þess rnikið
hjálpað við heyskap.
En væri ekki hafðar færri ær við
hvert sel en um 300, geri eg ráð fyrir
að þurfa mundi til að stunda þær 10
vikur: kr.
1 selráðskonu á 2,50 á dag . . . 150
2 srnala á 2,50 bvorn.............300
1 kvenm. til hjálpar ráðsk. á 2,00 120
1 mann í 1. hálfa mánuðinn á 2,50 30
1 skilvindu á 120 kr., endist í 20 ár 6
1 mjólkurskála á 100 kr., endist
10 ár............................ 10
1 tjald á 60 kr., endist 5 ár . . . 12
slit á öðrum áhöldum, flutnings-
kostnað og fl...................... 60
Samtals kr. 688
Sé mjólkin úr ánni gerð 3 kr. virði
um sumarið, sem mun vera algeogt
verðlag, þá hygg eg sé óhætt að gera
hverja á 1 kr. betri til niðurlags en
hún hefði verið úr heimahögum, og
mun vera lítið i Iagt; verður þá allur
afrakstur af búinu 1200 kr., eða
sem svarar 1 kr. 76 aura ágóði á
hverri á.
f>etta er auðvitað lausleg áætlun,
sem ekki hefir neina fasta reynslu við
að styðjast; en samt hygg eg, að ekki
3e of mikið gert úr afurðum búsins.
Væru nú þessar 300 ær hafðar í 6
hópum, mundi kostnaðurinn verða
mun meiri, t. d. fleiri smalar, fleiri
frátafir við mjaltir og mjólkurmeðferð
og fleira, sem kemur tilfiDnanlega nið-
ur á heyskapnum, einkum hjá efna-
mioni bændum, sem fátt fólk hafa.
Að láta ærnar ganga með dilkum,
hygg eg standist ekki heldur saman-
burð við þetta fyrirkomuiag, því þó
dilkarnir seljist 2—3 kr. rneira að
haustinu en graslömb, þá eru ærnar
tiltölulega rýrari en kvíær, einkum
séu dilkarnir vænir, og í öðru lagi
reymst dilkfé ekki vænna til frambúð-
ar að jafnaði, og verður því arðurinn
nauðalítill, þar sem lömbin eru al-
ment sett á að haustinu, enda verður
svo að vera, því alt af verður að
yngja upp fjárstofninn á búinu.
f>að, sem aðallega mælir með sel-
förinni og gerir hana aðgengilegri nú
en áður, er:
1., mjólkurskilvindan, er kemur í
stað margra og óþægilegra mjólkurá-
halda, er þurfa meiri hirðingu og meira
rúm, sama sem meíri byggingarkostnað;
2., að fjalllöndin yrðu betur notuð,
en sparaðir heimahagar, sem kæmu að
meiri og betri notum að vetrinum og
aðra tíma árs; og,
3., sem mestu munar, að fjár-
geymslan verður ódýrri með þessu
lagi en ella, sparar þannig vinnu yfir
dýrmætustu sumarmánuðina, og kem-
ur á betri verkaskiftingu.
Finst mér alt þetta vera nóg á-
stæða til þess að reyna þannig lagað
mjólkurbú, eins og eg hefi hér gert
ráð fyrir, í þeirri von, að það yrði til
framfara; svo má biiast við fullkomn-
ari mjólkurmeðferð, með því að gjört
er ráð fyrir, að selráðskonan hafi lært
hana.
Fjárgeymslan kann auðvitað að verða
nokkuð erfið framan af fyrsta sumrinu,
er ærnar eru ósamvanar og óhagvan-
ar; en það er ekki nema fyrst í stað;
því þegar þær fara að verða saman
sumar eftir sumar á sömu stöðvum,
ímynda eg mér, að fjárgeymslan yrði
einmitt léttari en heima, því algengt
er, að ær niður til sveita strjúki til
fjalls og séu með óyndi alt sumarið,
sem spillir gagni þeirra, þar sem
breytingin á haglendinu er afarnauð-
synleg fyrir skepnunu og eykur afurð-
ir hennar.
Mér finst að þessi mjólkurbú ættu
að eiga sama kost á láni af fé því,
sem ætlað er til mjólkurbúa, eins og
með hinu fyrirkomulaginu.
Eins og alment er viðurkent, að
vetrarfjárgeymslaD þurfi að taka
framförum og hafa meiri almennings-
hylli, eins ætti sumarfjárgeymslunni
að geta farið fram í mörgu. Meðal ann-
ars má heldur leita lags við pössunina
í víðlendufjalllendi en í þröngum heima-
högum, og getur það haft áhrif á
gagnsmunina, ásamt fleiri ástæðum, er
góður fjármaður getur gjört sér hug-
mynd um, og þeir, er þekkja skapnað
húsdýra í sambandi við fóðurgildi jurt-
anna.
Frostavetur er þetta með hiniun
meiri hór á landi Stefan kennari á Miiðru-
völlum liefir mælt þar 13. f. m. um nótt-
ina 25 stiga knlda (C.) og segir það muni
vera mest frost síðan frostavetnrinn 1880
—81. Lriðjudagsnótt fyrsta í Þorra var
24 stiga frost á Gilsbakka (C.)