Ísafold - 15.02.1902, Blaðsíða 2
30
Stjórnarbótin.
Framfaraflokksstjórnin ritar
Islandsráðgjafanum 11. þ. mán.
Svolátandi aendibréf ritaði Fram-
faraflokk88tjórnin ráðherra Islands, hr.
A. P. Alberti, nú með póstskipinu:
»Með síðu8ta póstskipsferð frá Kaup
mannahöfn höfum vér meðtekið hinn
mjög svo eftirþráða, allrahæsta boð-
skap til Islendinga, útgefinn 10. f. m.,
um stjórnarbótarmál vort, og segir þar
svo, að stjórnarskrárfrumvarp það, er
samþykt var á síðaata alþingi, muni
hljóta konunglega staðfestingu, ef það
verður samþykt af nýju á alþingi ó-
breytt, og í annan stað, að lagt muni
verða af stjórnarinnar hálfu fyrir auka-
þing það, er saman kemur í sumar,
stjórnarskrárfrumvarp, er auk stjórn-
arskrárbreytinganna í alþingisfrum-
varpinu hafi enn fremur þau fyrir-
mæli að geyma, að ráðaneyti Hans Há-
tignar fyrir íslands skuli eiga að3etu
í Reykjavík.
Út af þes3U, og í sambandi við bréf
vort til yðar excellence frá 6. des. f.
á., leyfum vér oss hér með fyrir hönd
Framfaraflokksins og sem stjórn hans
allravirðingarfylst að láta í Ijósi við
yðar excellence, að stjórnarskrárfrum-
varp það, er stjórnin ráðgerir, þar
sem er að öllu verulegu orðið við ósk-
um þeim, er fram komu í allraþegn-
samlegustu ávarpi til konungs frá efri
deild alþingis, mun hafa öflugt fylgi
flokksins, utan þings og innan, og að
vér munum af fremsta megni leitast
við, að styðja þau úrsiit stjórnbótar-
málsins, sem stjórnin samkvæmt kon-
ungsboðskapnum setur sér fyrir að fá
framgengt.
Með því að konungsboðskapurinn
kom ekki hingað til lands fyr en 25.
f. m,, er ekki enn fengin vitneskja um
undirtektir undir hann nema frá litl-
um hluta landsins; en eftir fréttum
þeim, sem þegar hafa borist, og eftir
þeirri þekkingu, er vér höfum á lands-
búum, erum vér í engum efa um, að
oss er óhætt að fullyrða það við yðar
excellence, að það sem vér höfum af-
ráðið sem stjórn Framfaraflokksins
um afstöðu vora i stjórnbótarmálinu,
muni hljóta samsinni og fylgi mikils
meiri hluta landa vorra«.
Um kynbætur búpeiiings.
Kftir
Jóhann Magnússan (frá Glerárskógum).
I.
Ækki er því neitandi, að talsverður
áhugi er vaknaður um land alt á jarð-
rækt, húsagerð, góðri meðferð á skepn-
um og jafnvel á smjörgerð og osta.
Landsmenn hafa alment fengiðvilja
til að bæta landbúnaðinn í flestum
aðalgreinum hans.
J>ó virðast þeir yfirleitt hafa nær
því gleymt einu mikilsverðu atriði í
landbúnaðinum, en það er kynbótum
búpenings. f>að er líkast því, að þeir
hugsi sér þær ekki svo mikilsverðar
sem þær eru.
Að búnaðarskólar vorir og búfræð-
ingar frá þeim hafa ekki haft rneiri
áhrif í þessa átt, mun vera af því að
sumu leyti. að þing og stjórn hefir
látið það mjög afskiftalaust. Lög um
heimild sýslunefnda til að gera sam-
þyktir um kynbæíur hesta mun vera
eina viðvikið þaðan. Fjárstyrkur hef-
ir mér vitanlega aldrei verið veittur í
slíku skyni úr landssjóði.
Aðrar þjóðir veita árlega stórfé til
eflingar búpeningsrækt, en vér látum
þetta mál nær afskiftalaust, rótt eins
oa vér getum ekkert af því lært,
eða haft gagn af að taka oss það til
eftirbreytni. Fyrirhöfn sú og sá til-
kostnaður, sem ýmsar þjóðir hafa lagt
í sölurnar fyrir þessa grein búnaðar-
ins, hefir margsvarað kostnaði bæði
beinlínis og óbeinlínis, haft stórmikil
bætandi áhrif á landbúnaðmn yfirleitt
— gert hann að veruiega arðvænlegri
atvinnugrein.
þær tilraunir, sem gerðar hafa ver-
ið hér á landi í þá átt, að bæta fjár-
kynið, hafa verið mjög ófullkomnar og
í molum. Og er vafamál, hvort frem-
ur skal þakka hinum strjálu og óveru-
legu kynbótatilraunum þær litlu bæt-
ur, sem orðið hafa á fjárkyninu í ýms-
um héruðum, heldur en batnandi með-
ferð á skepnum síðari árin.
Sumt, sem gert er hér í kynbóta-
skyni, er í raun réttri fremur til kyn-
spillis en kynbóta. T. d. er alsiða, að
nota ungar skepnur óþroskaðar tíl
undaneldis, jafnvel á fyrsta aldursári.
þetta telja kynbótafræðingar mjög svo
spillandi, og mun það raunar liggja
hverjum maDni í augum uppi, er um
það hugsar. Annað það, sem mjög
spillir kynferði á sauðfé og hrossum,
er hin óskynsamlega sala til útlanda.
Bændur velja úr til sölu vænsta féð
og jafnvel hross, en halda eftir úr-
kastinu til undaneldis. þetta hlýtur
að rýra kynið. Margt mætti fleira
telja, er veldur fremur afturför en
framför í kynferði búpenings vors.
f>essu til lagfæringar virðist fyrst
þurfa að útvega mann, innlendan og
vel hæfan, til að rannsaka kynferði
búpenings og kynna sér allar ástæður,
svo hann gæti síðan frætt almenning
um, hvað gera skyldi. því næst ætti
að veita ríflegan fjárstyrk til kynbóta-
félaga og annarra stofnana, er leggja
stund á kynbætur.
Landspell
í
Kangárvallasýslu.
Naumast verður ofsögum af því
sagt, hvert tjón eldfjöll og jökulvötn
hafa unnið landi voru; en þó mun ó-
víða kveða meira að þessum skemd-
um til bygða en í Rangárvallasýslu.
Allir kannast við Heklu; en hitt er
ef til vill ebki eins kunnugt, að hún
hefir lagt land í auðn alt í kringum
sig, er nemur mörgum ferhyrnings-
mílum.
Hún hefir nú hvílt sig í mörg ár.
En í stað hennar er Markarfljót
tekið að eyða bygðina, með meiri
krafti, en verið hefir um allmörg ár.
Markarfljót rennur allvíðast í þröngu
gljúfri frá upptökum sínum, þangað til
það kemur fram úr Grænafjalli; þá
rennur það með fram þórsmörk vest-
anverðn, og upphaflega hefir það hald-
ið þeirri stefnu til útsuðurs með fram
Eyjafjöllum að vestanverðu fram hjá
Seljalandsmúla og þaðan til sjávar.
En stundum hefir það tekið aðra
stefnu, o: vestur eftir aurunum fyrir
sunnan þórólfsfell, kastað sér svo upp
að Fljótshlíðinni og lent í þverá.
þessa stefnu hefir Markarfljót, eða
kvísl úr því, ýiaft um nokkur ár, en
nú má heita að það sé alt komið í
þverá.
En þegar F 1 j ó t i ð liggur í þverá,
þá veldur það meiri og minni skemd-
um alla leið frá instu bæjum í
Fljótshlíð vestur í þjórsá.
þverá rennur meðfram Fljótshlíðinni
endilaDgri, og hefir brotið þar mjög af
engjum og jafnvel túnum, svo að á
sumum stöðum má heita, að alt und-
irlendi sé horfið, en bakkarnir orðnir
nokkurra mannhæða háir. Mest kveð-
ur að þessu móts við Hlíðarenda og
Hlíðarendakot, en ört gengur og á
undirlendið vestur í Hlíðinni.
þegar FljótshHðinni sleppir, lækka
bakkarnir, og verður afleiðingin sú, að
áin flóir þar yfir þá og hylur undir-
lendið beggja vegna, svo að það er
þakið vatni á sumrum, en ísi á vetr-
um.
Aður fyr hefir áin brotið mörg skörð
(ósa) í bakkana á þessu svæði, svo
sem Bakkakots-ós, Ártúna-ós, Bjólu-
ósa, Valalæki o. fl. Hefir oftast nær
tekist að hlaða upp í ósa þessa með
miklum kostnaði og erfiðismunum.
En í næstliðrium janúarmán. hefir
áin brotið úr Bakkakots-ós og öðrum
Valalæknum, 30 íaðma breitt skarð
úr Bakkakots-ós og um 4 faðma djúpt.
Fyr í vetur hefir brotnað íhleðsla
úr Bjóluósum.
Rennur áin nú gegnum ósa þes3a,
svo að undirlendið í kring er hulíð ísi
og vatni. Koma þessar nýju akemdir
harðast niður á Bakkabæjum og nokk-
urum hluta af Vestur-Landeyjum,
Króknum. Saínast vatnið þar fyrir,
því hvergi er útfall til sjávar þar ná-
lægt. Vetrarhagar eru þar nálega
allir komnir undir vatn og ís, og ekki
er þar nein von um heyskap á næsta
sumri, nema tept verði í fyrnefnda
ósa, en það eruekki tiltök, nema vatn-
ið minki.
Skemdir þær, sem Markarfljót veld
ur meðan það liggur í þverá, koma
þannig niður á hina einstöku hreppa
sýslunnar, að í Fljótshlíðarhreppi spill-
ir það að minsta kosti 12 jörðum, í
Hvolhreppi 7, í Rangárvallahreppi 17,
í Vestur-Landeyjahreppi 25 og í Ása-
hreppi 50—60. Á jörðum þessum
munu vera nálægt 120 búendur.
Skemdirnar koma sumpart fram í
landbrotum og sumpart í sandburði,
þar sem áin flæðir yfir. Sumstaðar
gerir hún ókleift að komast að þeim
slægjum, er upp úr vatninu standa.
Eg veit nú að vísu, að það tjáir
ekki að tala um þær skemdir, sem
orðnar eru, og það er ekki heldur til-
gangur þessara lína, að fárast yfir
þeim. En hitt vildi eg mega benda
sýslubúum á og öllum, sem hlut eiga
að máli, jarðeigendum ekki siður en
ábúendum, að bindast samtökum á
vori komanda til þess, að varna frek-
ara tjóni, ef unt væri, og leita sér leið-
beiningar hinna færustu manna, sem
kostur er á, áður en lagt er út í slíkt
stórvirki, sem það mundi verða, að af-
stýra skemdum af þverá.
Odda, 6. febr. 1902.
Skúli Skúlason
Kynbótagreinarhöf.
bér í blaðinu, Jóhann Magnússon,
ættaður úr Dölum, en nú til heimilis
vestur í Dýrafirði, er búfræðingur frá
skólanum í Ási í Noregi, sá hinn
sami, er þaðan ritaði góða og nytsama
hugvekju í ísafold 1900, 44. tölubl.:
»Stutt búnaðarnám«. Greinin í þessu
blaði er og mikið þörf hugvekja, og
orð í tíma töluð.
Eldiviðarneyð mikil á ísafirði. Kola-
laast þar eða þvi nær kolalaust að sögn
í allan vetur. 0g þegar loks var von á
kolabirgðum þangað, nokkru af farminum
úr gufuskipinu Modesta, er bingað kom til
W. Fischers nýlega, vildi hvorki betur til
né ver en að það strandaði hér á hiifninni,
sem kunnugt er.
Mannalát og slysfarir.
Hér í bænum lézt eftir langa legm
8. þ. m. cand. phil. Vilhjálmur
J ó n s 8 o n, afgreiðslumaður hjá
pÓ8tmeistaranum í Rsykjavík, rúml.
þrítugur, f. 30. ágúst 1870, sonur Jóns
Borgfirðings (nú á Akureyri) og bróð-
ir þeirra dr. Finns háskólakennara og
Klemens sýslumanns Jónssonar. Bana-
rneinið var brjósttæring upp úr lungna-
bólgu. Hann var sagður vel að sér í
nýjum tungumálum.
Síra Jón Stefánsson á Hall-
dórsstöðum í Bárðardal andaðist 4. f.
mán. Hann var fárra missira prestur
og ungur að aldri, f. 20. febr. 1872,
en búinn að vera lengi veikur af
brjósttæring. Hann var upprunninn
vír Gnúpverjahrepp, frá Ásólfsstöðum.
Ekkja, hans er Guðrún Helgadóttir
frá Birtingaholti, systir Guðm. próf. í
Reykholti og þeirra bræðra.
Maður varð úti (eða druknaði) 8. f.
m. frá Giljum í Jökuldal, á heimleið
af Seyðisfirði, H a 11 d ó r að nafni
Stefánsson, ungur efnismaður og
einkastoð fátæks föður. Fór veikur af
stað þannan morguu frá Snjóholti í
Eiðaþinghá, og vita menn eigi, hvort
hann muni heldur hafa dottið ofan
um ís á Lagarfljóti eða orðið úti um
kveldið, er veður harðnaði.
þá varð 22. f. mán. maður úti aust-
ur í Flóa, Sigurður bóndi S i g-
u r ð s s o n frá Efravelli í Gaulverja-
bæjarhreppi. Hann var á heimleið frá
Eyrarbakka og fanst örendur skamt
frá heimili sínu.
Merkisbóndinn S i g u r ð u r hrepp-
stjóri E inarsson á Hánefsstöðum,
hreppsstjóri í Seyðisfjarðarhreppi, and-
aðist 26. nóv. f. á., og var eftir ósk sinni
jarðaður kirkjuathafnalaust á heimili
sínu 6. des. f. á.
Bátur fórst í fiskiróðri 2. f. mán.
frá Brimilsvöllum á Snæfellsnesi, með
4 mönnum, er druknuðu allir. For-
maður hét Jón Jónsson frá
Bakkabúð, en hásetar synir hans 2
mannvænlegir, fyrir innan tvítugt, og
Kristján Guðmundsson frá
Dalli, kvæntur maður, er lét eftir sig
5 börn ung.
Viggo Vedholm, bókari hjá
Árria Sveinssyni, kaupmanni á ísafirði,
sonur Jóns gamla Vedbolm’s veitinga-
manns, andaðist þar 21. desbr. f. á.,
34 ára að aldri, úr hjartaslagi. Hann
var kvæntur Friðriku Haraldsdóttur
Magnússonar (Ásgeirssonar) og áttu
þau hjón 4 börn. Hann hafði ment-
ast í Möðruvallaskóla. »Hann var
stiltur maður, fríður sýnum, og karl-
menni að burðum, manna vandaðast-
ur til orða og verka og ötull að hverju
sem hann gekk«.
Snemma í vetur, 27. nóv., andaðist
á 64. aldursári, merkiskonan O d d n ý
Hjörleifsdóttir á Breiðabóls-
stöðum á Álftanesi, prófasts Guttorms-
sonar, síðast prests að Tjörn í Svarf-
aðardal, ekkja Björns Björnssonar
bónda á Breiðabólsst. (f 1879). þeitn
hjónum hafði orðið 10 barna auðið, og
lifa 5, þeirra á meðal síra Björn í
Laufási, Erlendur hreppstj. á Breiða-
bólsst. og Hjörleifur bóndi á Hofstöð-
um í Miklaholtshreppi. »Hún var
mesta atgerviskona, fríð sýnum, prýði-
lega greind og mentaðri en almeut
geríst; söngkona mikil, Hún var góð
húsmóðir og manni sínum ástrík eig-
inkona«.