Ísafold - 22.02.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.02.1902, Blaðsíða 2
34 skift þjóðinni í hina tvo alkunnu and- staeðingaflokka, eins og þú langalengi hefir haldið fram, er tilhæfulaust. — Flokkarnir hafa myndast þannig, að 8Íðan 1895 hafa aumir af oss, sem við stjórnmál höfum fengist, haldið þá stefnu, að fá framgengt svo veigamik- illi og hagfeldri stjórnarbót, sem ítr- ast væri unt að öðlast, hjá hverju ráðaneyti, sem við vaari að etja, unz takmarkið næðiat: þingræði yfir alínn- lendri stjórn í sérmálunum. f>eir menn hér á landi, sem hafa getað fylgt 08S á leið vorn að þessu tak marki, hafa myndað pólitiskan flokk, er nefnir sig »framfaraflokkinn« eður og »stjórnbótarmenn«, en þeir, sem fyrir viðburðanna rás, og, að því er séð verður, af mjög sundurleitum á- stæðum, etki hafa getað átt samleið við oss, hafa gerst andvígisflokkur vor, og nefnt sig »heimastjórnarmenn« —gagnstætt uppnefninu »Hafnarstjórn- armenm, er þú, þjóðólfur, gafst oss *stjórnbótarmönnum«. — Alt þvaðrið í þér um, að vor flokkur hafi viljað flytja stjórnarvaldið tii Khafnar, og fyrirmuna þjóð vorri sjálfsforræði, heí- ir verið, er og verður biksvört, ferleg lygi. Og hennar verðugur afsprengur var hinn ósvífni sakaráburður um glæpsamlegt athæfi, sem í þínum dálkum hefir verið boriun á 6 þing- menn efri deildar (Hallgrím biskup Sveinsson, Kristján yfirdómara Jóns- son, Sigurð prófast Jensson, Magnús prófast Andrésson, Ólaf prest Ólafsson og Axel sýslumann Tulinius), er þeir í sumar samþyktu frumvarp neðri deildar, þrátt fyrir fróttirnar um stjórnarskiftin í Danmörku, og unnu með því aitt hið viturlegasta og þarfasta "Verk, er þessari þjóð hefir á þingi unnið verið, meðal annars fyrir þá sök, að afreksverk það styttir vonandi um eitt ár þann tíma, er þér verður auðið að flytja lygar og bera róg út af stjórn- skipunarmálinu, og léttir af þjóðinni fyr en ella hefði orðið þeirri óöld pólitisks óþokkaskapar, se'n þú allra blaða fremst ert rorsök í. þessa lygi, að bankamálið sé vort flokksmál, hefirðu notað til að spinna út úr þá óþokkalygi, að framfaraflokk- urinn, sem þú á lygamáli þínu kallar »Hafuarstjórnarmenn«, eigi 6000 kr. í sjóði, er brúka eigi til að breiða út skoðanir flokksins á stjórnarskrármál- inu og bankamálinu, og meiri hluti fjárins eigi að vera frá Warburg, öðr- um bankamanninum. — þetta róg- burðarútsæði þitt hefir breiðst út og fest rót, þar sem það hefir hitt fyrir hæfan jarðveg. |>að er endursprottið í blaðinu »Ve3tra», þar sem tiltekið er, að sjóðurinn sé 5000 kr. Snæbjörn Arnljótsson hefir og gróðursett sömu eiturplöntuna í »Austra« 6. f. m. með þessum ummælum: »menn hafa heyrt getið um 6000 kr. sjóð, er miðlað sé úr launum handa óskammfeilnum rit- stjórum og alþýðufiskimönnum«. — |>essi lygi, sem þaunig er búið að út- breiða eins víða og íslenzk tunga er lesin, er að mínum skílningi exkert annað en þrælsleg tilraun til að vekja mönnum grun eða hræðslu um, að vor flokkur láti kaupa sig, sérstaklega séu forkólfar hans keyptir, og ekki sízt vér, þessir 5 menn, sem þingmenn flokks- ins sýndu það traust og þann sóma, að kjósa oss í starfandi stjórnar- og framkvæmdarnefnd flokksins, — ekkert annað en níðingslegt þrælsbragð til að telja kjósendum trú um, að vér þiggj- um erlent fé, látum múta oss til að spila landsbankaöum í hendur útlend- um auðmönnum, móti því, að vér aft- ur á móti getum stuðst við mútufé þetta til að ráða kosningum meir ea ella, og öflum oss með því tækifæris til að svíkja þjóð vora, þegar á þing komi. Skoðaðu nú óþokkaskap þinn, þjóðólfur; speglaðu þig í þinni eigin óafmáanlegri svívirðing og reyndu að læra að skammast þín. Einskisvirði eru hinar árangurslausu tilraumr þínar til að gera bréf Fram- faraflokksstjórnarinnar til íslandsráð- herrans 6. des. f. á. að hégóma. Hafi bréfið fremur öllu öðru orðið til þess, að hin einbeitta vinstrimannastjórn hefir nú þegar lýst því yfir, að við landsstjórafyrirkomulagið sé ekki kom- andi, og að 2-ráðgjafa-fyrirkomulagið sé ótækt vegna þeirrar tvöfeldni (»Dualismus«), er í því felist, þá hefir bréfið enga erindisleysu farið; því ein- mitt það, að þessi yfirlýsing er nú þegar fram komin, fyrirbyggir alt ó- tímabæit rifrildi og flokkadrátt um þessi atriði. Ef þér þætti ekki bréfið meira virði en þú hefir gefið í skyn, þá hefðirðu tæpast haft fyrir því, að spinna upp þá lygina, að það hafi verið samið og sent að undirlagi og fyrirmælum dr. Valtýs Guðmundsson- ar. Eg þarf ekki að bæta um þá yfir- lýsingu ísafoldar, að þetta sé tilhæfu- laus uppspuni, og að nefndin hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að skrifa ráðherranum; en því get eg bætt við, að dr. Valtý kom það tiltæki vort gersamlega á óvart, en þótti það eftir á gott og viturlegt. f>ótt ritstjórar Isafoldar og þjóðvilj- ans séu báðir búnir að reka ofan í þig þessa lygi þína, eins og líka lygina um sjóðinn eða peningaþáguna frá út- löndum, þáfinst mér rétt og skylt, að vitna um þessar lygar þínar með þeim. Annars eru þessi tvö atriði þess eðlis, að hægt er að láta eiðfesta vitnis- burði vor fimm-menninganna um þau. Eg sting þessu að þér, ef þig skyldi langa í allra-lögfylstu sannanir fyrir því, að þú í báðum þessum atriðum hefi farið með lygar einar. Láttu þér nú þessa ráðningu að kenningn verða. Hættu að eitra htigs- ana- og siðferðislíf hrekklausra og trúgjarnra lesenda þinna með slíkum lygum og rógi. Hættu við óþokka- skapinn. Hættu að ljúga! Görðum 13. febr. 1902. Jens Pálsson. Ekki sitt rjúkandi ráðl Svo er að sjá og heyra, sem þau viti ekki Bitt rjúkandi ráð núna, aft- urbaldstólin okkar, hið reykvíska og ísfirzki dilkurinn þess nýi. Mikið stóð til í haust, þegar hann var að fæðast. Ekkert til sparað, að koma hans í heiminn yrði sem glæsi- legust, þ. e. í augum þeirra, sem ekk- ert þektu til. Nú stoðaði ekki að veifa herþjón- ustukvöðinni lengur. Forsöngvarinn að sálminum þeim var sprunginn fyr- ir löDgu. f>á var fyrst og fremst »tíu-manna- frumvarpið* gert að nokkurs konar helgidómi, eins og lögmálstöflurnar forðum. En svo var eftir að búa til hirzluna, sáttmálsörkina, til að geyma í þennan ginnhelga grip. f>að varð þá þetta nýja málgagn. H. varð eins og nokkurs konar Móses, er þorði að ganga fyrir hinn ó- sýnilega, ráðgjafann. Og hann dró blæju fyrir auglit sér. f>ví ekki mátti sjá inst í hugskot hans. Og hann kom til ráðgjafans og veif- aði »tíu-manna-frumvarpinu« eins og reykelsisfórn. Og hann sá, eða þóttist í anda sjá sig sjálfan í öðru hvoru öndveginu, hér eða í Kaupmannahöfn. Og ráðgjafinn tók í hönd honum og leiddi hann — út, út! Og H. þóttist hafa framast, og unnið fagran sigur. Og leiðarþing voru haldin hvarvetna, þar sem hann kom, til að tjá lýðnum hinn mikla atburð: að hann hefði fengið að taka í hönd ráðgjafans! Og »fjöðrin eina varð að fimm hæn- um«, og þeim í feitara lagi. f>á var fylling tímans komin og -gagninu skotið í heiminn. En sá var gallinn á, að enginn vildi ganga við faðerai þess, nema óreyndur ung- lingur. f>ví sá tími g a t komið, að réttur faðir þess vildi ekki láta sjá þann flekk á skildi sínum, að hann væri sekur í slíku hórdómsbroti. Tólið neytti hljóðanna, þótt ungt væri. j>að varð að nota tímann. Enginn visai, hve nær ginklofinn mundi heltaka það og gera euda á þjáning- um þess. »Tíu manna-frumvarpið« varð brúð- an þess. f>ví hampar það nótt og nýtan dag, og það var það að rogast með síðast 10. janúar, sama daginn og konungsboðskapurinn kom út! f>að telur það lífakkeri vort, rétt í sömu svipan og »Dannebrog« í Kaupmanna- höfn, blað íslandsráðgjafans, dæmir það óalandi og óferjandi — ráðgjafans, sem »pabbi« þess hafði fengið fáum mánuðum áður að taka í höndina á! — En afturhaldsmálgagnið í höfuð- staðnum, sem ekkert veit, jafnvel ekki það sem gerist í þess eigin herbúðum, er þá fyrir löngu búið að dæma það af lífi! Nú verður ábm. þess að taka í einn skækil þess af nýju, ef hann vill ekki verða dæmdur strokumaður úr »hinni helgu hersveit*. með þeirri von, að faðir þess mundi hiklaust taka það upp á arma sér, ef hann væri kominn á þing- Stjórnbótarfjendur geta nú með sanni sagt, að hjá þeim séu tveir tígulkóng- arnir komnir í spilin. Svo lýkur, býst eg við, að þeir fé- lagar, »f>jóðólfur« og »Vestri«, hnýta »tíu manna-frumvarpinu« aftan í sjálfa sig og slíta það sundur í milli sín, líkt og flókatrippin, sem fordæðurnar voru bundnar aftan í forðum. En á meðan lærist þjóðinni að þekkja sinn vr junartíma, og hún kýs sér ekki þá menn að fulltrúum, sem mest ærslast og bölsótast, heldur skyn- sama, drenglynda og áreiðanlega menn, sem vilja af alvöru nýja og betri tíma með nýrri öld. Og þá geta áminst málgögn skift þessari grafskrift á milli sín: .Hér syndum vér eplin, sögðu hrossataðs- köglarnir«. »Betra er autt rúm en illa skipað«. -Mest bylur i tómri tunnu«. i-Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja«. Kunningi. Verðlagsskrármeðalverð er sem hér segir árið 1902—1903; töluroar aurar: Ároessýsla.................. 47 Austur-Skaftafellssýsla . . 45 Barðastrandarsýsla....... 57 Borgarfjarðarsýsla....... 55 Eyjafj.sýsla ugAkureyri. 49 Gullbr.-Kjósars. og Rvík. 53 Húnavatnssýsla.............. 54 Isafjarðarsýsla............ 59 Mýrasýsla.................. 56 Norður-Múlasýsla......... 54 Rangárvallasýsla........... 47 Skagafjarðarsýsla........ 50 Snæfellsnesssýsla.......... 48 Strandasýsla.............. 51 Suður-Múlasýsla............ 67 Vestmanneyjasýsla ......... 43 Vestur-Skaftafellssýsla. . . 41 .Þingeyjarsýsla............ 49 Verðlagsskrá ókomin frá Dalasýslumanni. Af Snæfellsnesi. Menningarfélag. Sparisjóður. Bindind- ixfélög. Samkunduhús. Þrœlsóttakosn- ing. llroki og ruddaskapur. Sendiför II. H. gönustrik. Snæfeilsnesi utanv. 30. jan.: Menn eru hér að visu heldur fjörlitlir yfirleitt að því er til þess kemur, aðhugsa um landsmál, og þá stundum ekki sem þol- beztir, ef til nokkurrar áreynslu kemur. Stundumhrestur ogsamhelditil framkvæmda, ef einhverjum dytti í hug að byrja á nokk- urri nýbreytni. Það verður þvi ekki sagt um Snæfells- nes, eins og sumir segja af Reykjavikurlíf- inu, að »ailir séu í einhverju félagi*. Þó er það helzt í Olafsvik, að ekki er alveg laust við félagsskap. Þar var einu sinni, eins og einhverja mun reka minni til, félag, sem nefndist. Menningarf'élag. Þaðan er komin hug- myndin um sparisjóðinn i Ólafsvik, sem stendur með blóma. Af því eimir og enn það að margir, sem í því voru, geta kom- ið fram á almennum fundum í manns mynd, sem annars er þó ekki algengt hér um slóðir. Þar er og nú nýstofnað lestarfélag, sem meBt mun nú vera að þakka sira Jónmundi, en dálitill grundvöllur áður lagður af Menningarfélaginu. Þar eru ennfremur tvö bindindisfélög, annað Good-Templarastúkan Jökulrós, en hitt Bindindisfélag Ólafsvikur, og dafna bæði og duga allvel; hafa valdið hér stór- miklum stakkaskiftum til bóta. Nú er í ráði að reisa stórt hús i Úlafs- vik til skemtana og fundarhaida. sem hæði bindindisfélögin þar standa fyrir og hafa nú tvö eða þrjú ár með ýmsu móti safnað fé til í sameiningu. Vantar að vísu enn mik- ið til, en þó vel á veg komið. Kostnaður- inn er áætlaður 6000 kr. i minsta lagi. Stungið hefir verið upp á, að sparisjóður- inn gefi til þess nokkuð af varasióði sin- um, sem nú er orðinn um 1000 kr. Umhugsun um landsmáler litt vakandi hér um slóðir. I fyrra leit út fyrir, að nokk- ur hugur væri i mönnum að fá þingmann, sem vildi stuðla að framförum [ijóðarinnar. En kjósendur tvlskiftust, mest af þeirri or- sök, að kjörstaður var og er mjög illa sett- ur; því fór sem fór um þingmannskosning- una. Þvi fór fjarri, að það væri af sannri velvild eða góðu trausti á Lárusi sem þing- mannsefni, að bann var kosinn; ekki held- ur af þvi, að þeir nágrannar hans, sem kusu hann, gjörðu það af sonarlegum ótta. Nei, það hefir sýnilega, verið af skoðunarleysi, ef ekki af þrælsótta. Það lýsti sér bezt á þvi, að flestir þeir, sem voru fjær hand- arjaðri hans og síður þóttust þurfa að ótt- ast hans daglegu og óholln áhrif, kusu hann ekki. Enda hefir það nú komið fram á þingi, sem ekki leyndi sér áður, að hann er ekki einungis aftuihaldsmaður i öllum velferðarmálum þjóðarinnar, heldur mjög skaðlegur, mest fyrir sinn mikla hroka og ruddaskap. Einn mikilsmetinn þingmaður gamall komst svo að orði i bréfi, er eg hefi nýlega lesið, að hann væri sá ó..... andi, sem ekki ætti á þingi að vera, og fl. og f 1., er þar stendur. Þó að margir í sýslunni vildu hreyta til um þingmann, þá er mjög óvístað það lán- ist, mest fyrir kjörfundarstaðinn; enda eng- inn enn farinn að hjóða sig fram, svo menn viti með vissu. Eg fyrir mitt leyti vildi óska, að þeir menn ættu ekki sæti á þingi, sem reyna til að gjöra þingi og þjóð aðra eins van- virðu og eg álit að gjörð væri eftir sið- asta þing með sendiför Hannesar Hafsteins. Þvilikt gönustrik mun ekki finnast i þing- sögu nokkurrar þjóðar; því að hversu illa sem minni hluti, í hvaða máli sem er, un- ir úrslitum mála við formlega atkvæða- greiðslu, þá hlýtur það svoaðvera, hvern- ig sem á stendur, að minni hluti er alt af minni hluti. Auðvitað getur viljað til, að minni hluti hafi stundum á alt eins góðum rökum hygt ástæður sínar. En hér var ekki því máli að gegna. Stjórnarskrármálið var orðið svo marg- skoðað frá flestum hliðum, að hið sjálf- sagða var, að reyna til að fá það, sem fá- anlegt var, og það var fólgið i frumvarpi síðasta þings. Og eins auðvitað, að þó að ný stjórn væri komin á laggirnar í Danmörku, þá mundi hún fara varlega að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.