Ísafold - 01.03.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.03.1902, Blaðsíða 2
38 Mannalát og slysfarir. Dáinn er 3. f. m. J ó n Jasonson veitingamaður á Akureyri, 67 ára, vel látinn maður og áreiðanlegur. Maður hvarf 31. jan. frá Ósgerði í Olfusi, Bjarni Magnússon, að nafni, og fannst skömmu síðar örendur spöikorn frá bæftum. Kvað hafa verið bilaður á geðsmunum. All-margir menn hefir enn frézt að úti hafi orðið 1 vetur víðs vegar um land. Meðal annara var snemma í janúarm. maður, er B e s s i hét, að reka fé norðan af Langanesi til Vopnafjarðar. Hann varð úti á Sandvíkurheiði. Þá vrðu og 3 menn úti snemma í janarm. í Múlas/slu : Bjarni Eirfksson, búfræðingur úr Skriðdal, Ó 1 a f u r Hinriksson frá Urriðavatni í Fell- um ogStefán Jónsson frá Foss- völlum í Jökulsárhlið. Maður druknaði 6. f. m. / Jökulsá á Sólheimasandi að nafni Guðmundur frá Sólheimahjáleigu, ókvæntur. Tveir menn aðiir voru honum samferða, en fengu ekki bjargað, því að áin var í vexti og maðurinn hvarf snögglega í strenginn. Hér í bænum andaðist 22. f. m. J ó- hanna Ólafsdótir Schjöth, ekkja eftir Knud Ole Schjöth 1 Stykkis- hólmi, eftir hálfsmánaðar legu, rúmlega sjötug. Hún var vel metin dugnaðar- og sómakona. — Jarðarför 4. þ. m. Hinn 20. nóvemb. f. á. andaðist að heim- ili sinu Arnarbæli i Grímsnesi merkis- og sómakonan Sigríður Stefánsdóttir, eftir langar þjáningar af brjóstveiki. Sigriður sál. var fædd að Heiði i Mýrdal. Voru for- eldrar hennar sira Stefán Stefánsson og Kristín Ólaísdóttir Árnasonar, bróður Páls orðbókahöfundar og þeirra merku syst- kina — Sira Stefán var fyrst prestur að Heiði, þar sem Sigriður fæddist 20. janúar 1832, og siðan að Felli, og þar dó hann þegar Sigriður var á 1**. ári. Eftir lát föður sins dvaldist Sigríður 4 ár í Felii hjá síra Gisla Thorarensen, sem þar varð prestur eftir föður hennar. Þá giftist móðir henn- ar i annað sinn hinum alþekta dugnaðar- og sómamanni Ófeigi Vigfússyni hreppstjóra 1 Fjalli á Skeiðum. Fluttist Sigriður þang- að með móður sinni og dvaldist þar 9 ár. Þá giftist hún Jóni Sigurðssyni frá Arnar- bæli i Grimsnesi og lifðu þau saman á 9. ár, og eignuðust 6 börn, er 4 lifa enn. — Jón sál. var atgervismaður og lipurmenni, en mjög heilsutæpur; stóð þó hagur þeirra allvel og þótt ómegð væri æðimikil og litil efni að byrja með. A öðru ári eftir lát manns sins giftist Sigriður afturBjarna Ög- mundssyni frá Oddgeirshólum í Flóa; lifðu þau saman 37 ár og eignuðust 5 börn; 2 lifa, en 3 dón ung. Stóð hagur þeirra jafnan með blóma, enda voru þau samtaka i flestu þvi, sem að gagni má verða hverju heimili, svo aem dugnaði, framsýni, fyrir- hyggju, skynsamiegum sparnaöi og þrifn- aði, og var heimilið um allan þann tima, er þau stjórnuðu því, eitt hið snotrasta og myndarlegasta heimili þessa bygðarlags, og ætið mjög vel þokkað, þvi samfara áður- nefndum kostum var góðvild og gestrisni og hjálpsemi við alla þurfandi. Sigriði sál. má óefað telja með hinum merkustu konum þessa bygðarlags. Hún var prýðisvel gáfuð, einörð i allri fram- göngu, falslaus, en þó lipur, en samfara þessu var gott og guðelskandi hjartalag, framúrskarandi táp og þrek, reglusemi. hyggindi og framsýni. Hennar mun þvi lengi saknað af náungum og vinum og hennar lengi minst sem prýði stöðu sinnar. St. Skrifað norðan úr Skagafirði 27. des. f. á.: »Tvær mjög merkar konur hafa andast hír í sýslu á þessu liðna ári: frú Ólöf M. Hallgrlmsdóttir, kona verzlunarstjóra Stefáns Jónssonar á Sauðárkrók, og frú Níeltína Holm, kona kaupmanns Carls Hólms i GrafarÓB. Frú Olöf andaðist hinn 24. sept. n. 1. á sjúkrahúsinu á Akureyri, og varð sullaveiki henni að bana. Hold- skurður var tvivegis gjörður á henni. Hún var mesta gæðakona, og fyrirmynd annarra í siðprýði og stillingu og mannkostum. Faðir frú Ólafar var Hallgrímur gull- 8miður á Akureyri Kristjánsson prests á Völlum Þorsteinssonar prests i Stærra- Árskógi; en móðir hennar er frú Óiöf Ein- arsdóttir Thoriacius, prests i Saurbæ, og lifir hún enn. Frú Ólöf giftist St. J. 1879, og er einn sonur þeirra á lífi, Jón að nafni, sem stundar nám við Kaupmsnna- hafnarháskóla. Lik hennar var flutt vestnr til Sauðár- króks með Ceres, þar sem hún var jarð- sungin hinn 6. okt., og sótti mesti mann- fjöldi jarðarförina af sjáifsdáðum, jirátt fyrir mjög vont veður. Jarðarförin fram fór með mikilii viðhöfn. Kæður héldu þeir sira Árni Pjörnsson (2), síra Hallgr. Thorlacius, sira Pálmi Þóroddsson og síra Zóf próf. Halldórsson. Við úthafninguna af spitalanum héldu þeir síra Geir og sira Matthias ræður, og lj ið voru sungin þar eftir Matth J. Hin konan, frú Nielsina Holm, sndaðist skömmu fyrir jólin, 18. þ. m., eftir langa og þunga legu, fædd 1. jan. 1857 á Brúar- landi. Hún er einnig mjög harmdauði manni sinum, því að hún var mikið val- kvendi, og var alment elskuð og virt. — Faðir hennar var Tómas prcstur Þorsteins- son á Brúarlacdi. Hjá kaupmanni C. Holm eru því alvar- leg og sorgleg jól, þar sem hin elskaða og góða kona hans liggur þar liðin nár. 2. sept. n. 1 andaðist ungfrú Sigríður Jósefsdóttir, dóttir Jósefs skólastjóra á Hólum í Hjaltadal, að eins 15 ára, mjög mannvænleg stúlka. Ýmislegt ntan úr lieimi. Bréf frá Miklagarði, ritað núna á annan í nýári, lýsir voðalega bag og horfum kristinna manna í ríki Tyrkja- soldáns, jafnt Armena sem annarra. Svo sé að sjá og heyra, sem áformið sé, að uppræta kristinn lýð um alt ríkið, nema í stórborgunum, svo sem Mikla- garði, Saloniki og Smyrna m. fl., af því, að þar er svo margt um kristna Norðurálfumenn, og þora Tyrkir síður til við þá. Lagavernd hafi þeir ella víðast ekki meiri en skynlausar skepnur. Hörmungum Armena léttir aldrei, fyr en búið er að kvelja til bana hinn síðasta mann af því kyni, segir bréf- ritarinn. Helzt er það, að auðmönn- um lánast að kaupa'á sig frið, meðan efnin leyfa; en þegar þau eru þrotin, verður lífið þeirra ekki mikils virði, fremur en hinna. Hér í Miklagarði er sjaldan farið í berhögg við kristna menu, með því að soldáni og böðlum hans stendur nokkur ótti af sendiherrum stórveld- anna; en það er ekki tínt né talið, sem aðhafst er á laun. það bar til fyrir fám dögum, að ermskur kaupmaður, er á sér sölubúð við Miklubrú, seldi tyrkneskum manni belti, eftir mikla leit í búðinni að því, er honum væri mátulegt. Sama kveld koma tveir menn úr leynilögregluliði borgarinnar og gera þjófaleit hjá kaupmanni, þar til er þeir finna í öskju, sem beltið hafði verið í geymt, ljós- mynd af Murad uppgjafasoldáni, bróð- ur Abdul Hamids soldán3, þesser hann hratt frá völdum og hefir haldið f dýflissu síðan meir en fjórðung aldar, en að honum hænast Ung-Tyrkir, um- bótaflokkurinn í ríkinu. Kaupmann- inum var snarað í dýflissu, eigur hans gerðar upptækar, og áformið vitanlega að hola honum niður í Sæviðarsund einhverja nóttína. En þetta kvisaðist; og með því að hafa sig alla við og hóta að fara til stórvelda-sendiherr- anna, fengu vinir hans borgið lífi hans. En leysa varð hann sig út með ærnu fégjaldi. Belgíukonungur er yfirdrotnari Congoríkis i Afríku, og er því stjórn- að aðallega heiman frá Briissel, og sondir þangað belgiskir valdsmenn til héraðsstjórnar. Borist hafa öðru hvoru hálf-ljótar sögur af viðbúð þeirra sumra og annarra Belgíumanna við þarlendan lýð, Blámennina — vottur um grunnstæða siðmenning hámentaðs Norðurálfulýðs, er svo ræð- ur við að horfa. Hroðalegasta saga af slíku nýlega er þessi. Maður er nefndur Bunow, höfuðs- maður að nafnbót. Hann rak kon- ungserindi þar syðra og kom hsim í fyrra. Hann sagði svo frá valdsmanni einum í yfirstjórn Congoríkis í Briissel, að siður væri þar sumstaðar, að hýða Blámannakonur á hverjúm degi; og ljósmynd sýndi hann af Blámanni, er dátar úr Congo-her Belgíukonungs, höfðu höggvið af báðar hendur. Stjórn- arhöfðinginn reif sundur myndina og fleygði henni í eldinn. Frekara var eigi því máli sint þá. Bunow sagði ennfremur svo frá, að þegar hann skyldi hverfa heim sunn- an úr Congoríki á öndverðu fyrra ári, var eitt síðasta embættisverk hans, að hefja réttarrannsókn gegn framkvæmd- arstjóra fyrir belgisku félagi, er sakað- ur var um morð og um að hafa örv- að menn til mannáts. Sakargögn kvað hanu vera bæði í sínum vörzl- um og 8tjórnarinnar. þar beri það skilríki vitni og engum háð, að maður þessi hafi sjálfur skorið á háls 11 her- tekna Blámenn, 9 karlmenn og 2 kven- menn, og goldið verkamönnum sínum þarlendum líkin í kaup. »Takið þið við«, mælti hann, *og hámið þið þau í ykkur«. Ennfremur, að hann hafi keypt gúmmí af Blámannahöfðingja fyrir 6 karlmenn og 2 konur lifandi, og sagt, að hann mætti gera við þau ’nvað sem hann vildri, slátra þeim og eta, ef hann lysti. Nú kvað vera komið skipulag á landsstjórn í eynni Kúbu, þjóðveldi, í verndarskjóli Bandaríkja og forseti kjörinn. Sá heitir Palma. Aðmíráll einn amerískur í ófrið- inum út af Kvibu við Spánverja var dæmdur í vetur í hermáladómi frá em- bætti fyrir bleyðiskap. Það sannaðist, að hann hafði látist ekki sjá flotann spænska, er honum var ætlað að berj- ast við, og haldið sig í hvarfi bak við nes eður höfða. Maður þessi heitir Schley, og er þetta fágæt hneisa, er hann befir orðið fyrir. Einkennilegar óspektir gerðu stú- dentar í Aþenu f vetur rétt fyrir jóla- föstuna. þeir ruku upp með ærslum og óhljóðum og jafnvel barsmíðum og spellvirkjum, út af því, að birt hafði verið á prenti nýgrísk þýðing á Nýja- testamentinu, er áður hafði ekki til verið nema á forngrísku, er alþýða manna þar í landi skilur eigi nú orð- ið. þykir miður vel á því fara út í frá, að háskólanámsmenn, er vera ættu frömuðir fróðleiks og mentunar, amist við því, að lýðurinn fái að lesa heilagt hjálpræðisorð á þeirri tungu, er hann skilur. En bæði þykir þeim og kennilýðnum gríska metnaður f því, að gríska kirkjan er hið eina kirkjufélag í heirni, er haldið hefir Nýjatestamentinu á frummálinu einu alt frá dögum postulanna. 8vo er og í annan stað lýðnum hleypt upp með því, að telja honum trú um, að þýð- ingin hafi gerð verið að undirlagi Bússa, og í því skyni að rýra veg og sjálfstæði ríkiskirkjunnar á Grikk- landi. Var það og auðsótt vegna þess,. að Olga drotning, sem er rússnesk,, hafði að sögn stutt að hinni ný-grísku útgáfu testamentisins. Fyrir því beindust óspektirnar meðfram að henni og konungsfólkinu og ollu ráð- herraskiftum. Heitir hinn nýi ráða- neytisforseti Zamis. það þótti vera og voru mikil tíðindi með Bandamönnum í Norður-Ameríku, er loks tókst í vetur snemma að koll- varpa ríki Tammany-samkundunnar í New-York, sem þar hefir ráðið lögum og lofum um langan aldur og verið frömuður margvfslegrar lögleysu og siðspillingar. Upptök þess sigurs voru samtök ýmsra ágætismanna þar í borg- inni fyrir mörgum árum um samkynja félagsskap, með þeim einum mun, sem mestu skiftir, að markmiðið var að styðja almenningsheill og hnekkja hvers konar rangindum. Einn meðal hinna mestu máttar- stólpa í því liði var Boosevelt, forset- inn nýi. Hann barðist vasklega gegn Tammany-samkunduhöfðingjunum f ræðum og ritum. Við fráfall fyrirrenn- ara síns í forsetatigninni í haust varð hann að flytja sig búferlum suður í Washington. En það er til marks um fylgi hans og alvöru, að ferð gerð hann sér aftur norður í New-York, er kosið var þar í bæjarstjórn, til þess að greiða atkvæði gegn Tammany-bóf- unum, er og féllu með 30,000 atkvæða mun, en tala kjósenda alls skifti mörg um hundruðum þúsunda. Marka má, með hve miklu kappi kosningabaráttan var sótt á báðar hliðar, á því, að formælendur Tam- many samkundunnar fluttu 7000 tölur og eyddu 3| miljón kr. í kostnað. Talsmenn umbótalíðsins fluttu 7120 tölur, og vörðu til kosningaleiðangurs- ins nær 2 miljónum kr. Svo sem siður er til í hinum enska heimi, er mikið stendur til, gekk ákaf- lega mikið á með veðjanir fyrir fram um leikslokin, og segja menn, að þær hafi numið í þessari kosningahríð 7£ miljónum kr. þær eru birtar í blöð- um daglega og þykja vera hinn bezti veðurviti um kosningaúrslitin. Kjördagar eru jafnan hvíldardagar hvarvetna um Bandaríkin. Svo beisk- ur og ofsafenginn sem undirróðurinn er á undan, þá er alt með friði og fyrirmyndarreglu sjálfan kjördaginn, meðan á kosnmgarathöfninni stendur. Kjörstaðir mesti sægur, og verður því enginn troðningur um kjörborðin. En f jörugt er í borginni, er degi hallar, og vitnast fer um leikslokin. Blöðin sýna með ljósmyndum í gluggum hjá sér jafnóðum atkvæðatölu á hverjum kjör- stað. þess í milli eru sýndar í glugg- unum myndiraf bæjarfulltrúaefnunum, bæði réttar og afskræmdar, og fylgja sköll og óhljóð í múgnum úti fyrir. Eða þá að ekið er um strætin með líkneski höfuðgarpanna í kjörbardag anum, af léttvægu efni gerð, og þau leikin alla vega, eftir því sem múgn- um liggur hugur til þeirra manna, og oft brend á báli að Jokum. Lögregl- an lætur sig það engu skifta; hún meinar ekki »börnunum« að leika sér. Að kosningahríðinni afstaðinni er sem allur fjandskapur og flokkarígur sé horfinn um hríð að minsta kosti. Kosningaúrslitin eru metin sem hæsta- réttardómur, og er það eitt meðal þess, sem fagurt er í fari þjóðarinnar og eftirbreytnisvert. Fast við hálfa miljón náðu fólks- flutningar til Bandaríkja skýrslu-ár, það, er á enda rann 30. júní f. á. —•

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.