Ísafold - 08.03.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.03.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýrmst einn sinni efia tvisv. í vikn Verð árg. (30 ark. minnst) 4 kr., erleniiis 5 kr. eðe 1 >/» doll.; korgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé ti) átgefanda fyrir 1. október. Áfgreiðslustofa blaðsins er Austurstrceti 8. XXIX. árg, Reykjavík laugardaginn 8. marz 1902. 11. blað. I. 0. 0. F. 833I481/.,. Forngripasafn opiðmvd. ogld 11—12 Landsbólcasafit opið hvern virkan dag 'kl. 12—2 og einni st.undu lengur (til ki. 'A) tnd., mvd. og ld. t.i'l útlána. Okeypis lækning á spítaltnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 -1. Okeypis augnlækning á spitalanum ,fyr8ta og þtiðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Okeypis tannlækning 1 húsi Jóns Sveins- sonar itjá kirkjunni 1. og 3. mánud. livers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landakotskirkja. Gruðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Samkomulagstilraunin eyfírzka. Samkomulagsnefndin, þeir Páil amt- maður Briem og hans félagar, hafa tekið svo í streng, er þeim barst kon ungsboðskapurinn m. m., sem Isafold óskaði og vonaði: hætt við sína stjórn- bótartillögu, um 2 ráðgjafam. m.,ogsegir nú svo um konungsboðskapinn, að hann sé »óvænt gleðiefni fyrir oss Is- lendÍDga, og væntum vér því, að allir íslendingar muni nú verða á eitt mál sáttir, að taka þvi fegins hendi, að fá ráðgjafann fyrir ísland jafnréttháan öðr- um ráðgjöfum, búsettan í B3ykjavík«. f>ví næst minnist nefndin (*Norðurl.« 4. f. m.) á landstjórafyrirkomulagið, sem einmitt svo margir alúðar-stjórn- bótarvinir á Norðurlandi hafa löngum litið svo á sem eitt væri eftirsóknar- vert, og að öllu öðru ætti að hafna, þar á meðal samkomulagsnefndarmennim- ir líklega flestir. f>ar kemst hún svo að orði: •Aftur á móti sjáum vér eigi til neins fyrir Islendinga að svo stöddu, að hefja baráttu til þess, að fá lands- stjóra með ráðgjöfum hér á laudi, því um það atriði liggur nú fyrir skýlaus neitun frá stjórninni. Væri þeirri bar- áttu haldið uppi, þá yrði þjóðin að hafua því fyrirkomulagi, sem nú býðst og geymir í sér stórar umbætur á nú- verandi ástandi, og laDgt til fullnægir hinum ítrustu kröfum, sem gerðar hafa verið«.----- |>essi málalok eru sannarlega sam- fagnaðarefni fyrir alla Banna stjórn- bótarvini; og er nú lítt hugsandi ann- að en að þeir reynist svo margir og mikilsmegandi, er á kosningahólminn kemur í vor, að málinu sé þá borgið, og þar með lokið ófriði þeim og óöld, er yfif landið hefir gengið út af stjórn- bótarbaráttunni; — að engar sigurvon- ir verði lengur fyrir leynimótspyrnu skrifstofuvaldsins og skósveiua þess gegn framgangi málsins; því huldu höfðu fer hún vitanlega alveg úr þessu, miklu fremur en áður; veit sér nú enga leið aðra færa til kjósendafylgis en að látast vera þessu alveg fylgjandi, sem nú er kostur að fá. það er auðséð á framangreindum ummælum Bamkomulagsnefndarinnar uyfirzku, að henni dylst eigi, hve ó- metanlegt gagn Framfaraflokksstjórnin hefir málinu unnið með bréfi sínu til íslandsráðherrans frá 6. des. f. á., þó ekki væri nema með því einu, að það knýr fram skýlaust og eindregið svar af stjórnarinnar hálfu um það, hvort landstjórafyrirkomið sé fáanlegt eða ekki fáanlegt. það eru meir en lítil hlunnindi fyr- ir málið og framgang þess, að nú sjá allir, að eigi er til neins um það að þrátta framar. Brlend tíðmdi. þ>að þykja nú einna mest tíðindi utan úr heimi, að Bretastjórn og Jap- anskeisari hafa gert vináttusáttmála sfn í milli 30. jan. þ. á. það sem málsaðilar bindast fyrst og fremst íastmælum um, er, að láta óhaggað völdum og landeign hins kínverska keisaradæmis, svo og Kórea- ríkis, en gera öllum þjóðum jafnheimil hvers kyns viðskifti þar, og heita því næst hvorir öðrum hlutleysi af ófriði, er þeir kunni í að lenda við eitthvert eitt ríki annarlegt, en öruggu fylgi og fulltingi, ef tvö eru í móti eða fleiri. þetta á að vera til þess gert fyrst og fremst, að ekki þyki öðrum stór- veldum heimsins árennilegt, að hlut- ast til um hagi Austurálfuríkja við Kyrrahaf, og mun þá ekki sízt Búss- ar hafðir í huga og ásælni þeirra við Kínverja. Bússar þykjast þó láta sér þetta vel líka, segja það koma mjög vel heim við sín áform þar eystra. Bn Prakkar láta miður vel yfir. f>eim þykir sem beint sé til sín stefnt fyr- irvaranum um ófrið af tveggja ríkja hálfu eða fleiri við málsaðila annan hvorn, með því að þeir eru í rígföstu bandalagi við Bússa. Bandamenn í Norður-Ameríku láta og hið bezta yfir sáttmálanum, og tala um, að rétt væri að þeir gengju inn í þau samtök. Og líkt kveður við hjá þjóðverjum. Hinrik keisarabróðir frá þýzkalandi steig á land í Vesturheimi 23. f. m. í New York, og var þar fagnað forkunn- ar-vel. Tveim dögum síðar hélt hann suður í WashingtoD á fund forseta, og var tekið þar með hinum mestu virkt- um. Landskjálftar höfðu orðið allmiklir á einum stað í Kákasuslöndum Bússa, í bæ einum, er Schemacha heitir eða hét, með 30,000 íbúa, og þar í grend. £ar gjörhrundu 4800 hús, og 800 lík voru fundin, er síðast vissu menn til, en talið að týnst hafi 3—4000 manna, en meir en 20,000 húsnæðislausir. Bóstur miklar í Barcelona á Spáni, út af meiri háttar verkfalli, og urðu þar víg nokkur. Víðar óspektir þar í borginni. Líkt er að frétta frá borginni Triest í Austurríki, og öllu meiri brögð að þó. Alveg samkynja fréttir og áður af viðureign Búa og Breta. fíerinn enski höndlar á viku hverri, eða gerir óvíga svo og svo marga Búa, eða kló- festir svo og svo mikið af mönnum og skepnum þar, en hreppa sjálfir öðru hvoru leiðinleg »slys«, er þeir svo kalla. Friðarumleitun af hálfu Hol- landsstjórnar árangurslaus. Afsvör af Breta hálfu um að taka neinni íhlut un annara ríkja um mál þeirra og Búa. Mikið látið vestan hafs einkum í Chicago, með undirskriftasmölun und- ir áskorun til Kriigers forseta um að gera sér ferð vestur þangað í vor og stíga þar á land krýningardag Bngla- konungs; og er auðráðið, af hverjum huga það er gert í garð Breta. Svo sagði hermálaráðherra Breta á þingi nýlega, að 131 miljón punda hefðu þeir verið búnir að kosta til Búa-leiðangursins í árslokin síðustu. f>að er sarna sem 2358 miljónir kr. Merkismannslát að frétta frá Dan- mörku, V. Hörups sarrgöngumála- ráðherra, fyrrum ritstjóra fyrir »Poli- tiken«. Hann lézt 15. f. m., eftir langa legu, úr nýrnaveiki. Hann var á 1. ári um sextugt, f. 20. maí 1841. Hann var einhver mestur atkvæða- maður í liði vinstrimanna, hafði hald- ið merki þeirra maDna hæst um lang- aD aldur og harla vasklega undir því barist. Báðherraembætti þjónaði hann skamma stund, áður hann tók sótt þá, er hann leiddi til bana. Haun hafði svo fyrir mælt, að brenna skyldi lík sitt. f>að var gert 23. f. m. Aðalútfararathöfnin var haldin í reið- listarskála Lorups, við geysimikið fjölmenni og með mikilli viðhöfn, og fluttu þar ýmsir skörungar tölu: Deuntzer forsætisráðherra, Herman Trier fólksþingisforseti, Oktavius Han- sen hæstaréttarmálflutningsmaður og fleiri. ---- i— t — --- Stjórnarbótin Og skri fstofu valdið. Bréf frá ísafjarðardjúpi. Ónnur eims gleðitíðindi og boðskap konungs vors 10. f. m. ásamt ummæl- um stjórnarinnar hafa íslendingum víst ekki borist í þessi liðug 50 ár, sem þeir hafa barist fyrir auknu sjálfs- forræði sínu. Allir sannir stjórnbótar- vinir horfa því glaðir í anda á fram- tíðina, í von um betri og bjartari tíma í löggjöf og landsstjórn vorri en þjóð vor hefir um langan tíma lifað. Tölu- vert vantar að vísu á, að hinum fylstu sjálfstjórnarkröfum vorum sé fullnægt; en um það tjáir ekki að fást að svo stöddu; umbætur þær, sem nú eru í boði, eru svo mikilvægar og af svo góðum hug boðnar, að það væri óðs manns æði, að hafna þeim. Hingað til hefir stjórnin leDgstum verið þrösk- uldur í vegi fyrir allri stjómarbót. Nú réttir hún höndina til samkomulags. Takist oss því ekki að leiða stjórnar- skrármálið til farsællegra lykta, er það, eftir því, sem nú verður séð, sjálfum os8 en ekki stjórninni að kenna. það væri meir en raunalegt, ef undirtektir stjórnarinnar gætu ekki safnað saman hinum beztu kröftum þjóðar vorrar um stjórnarbót þá, sem nii er í boði; en fyrir því er að svo stöddu ekki ráð gerandi. En svo fegnir mega stjórnbótar- vinir ekki verða þessum góðu tíðind- um, að þeir gæti ekki allrar varúðar eða gleymi þeim hættum, er málinu kunna enn að vera búnar. Saga stjórnarbaráttu vorrar hefir lengstum verið raunasaga. Hún hefir sýnt svo átakanlega réttleysi lítil- magnans gagnvart þeim, er meiri hafði máttinn. Og þó hefir þetta ekki verið raunalegasti þátturinn, heldur hitt, hve vér sjálfir höfum oft verið sundurþykk- irvor í milli, og það nærri hvað mest síðan vér áttum kost á all-verulegri stjórnarbót. Sú sundurþykkja og deilur hafa síð- an 1897 sannfært alla gætna menn um, að þeir menn virðast veratilmeð þjóð vorri, sem enga stjórnarbót vilja. þetta ér hið raunalegasta af öllu raunalegu í þessu máli. Ekki kemur mér til hugar, að telja alla þá heiðursmenn, er síðan 1897 hafa 8taðið á móti stjórnarbót þeirri, sem fáanleg hefir verið, í óvinaflokki allrar stjórnarbótar. Eg er þvert á móti sannfærður um, að allur fjöldi þeirra safnaBt undir merki þeirrar stjórnbót- ar, sem nú er í boði. Mótspyrnan gegn allri stjórnarbót og umbótum þeim, sem fáanlegar hafa verið síðan 1897, hefir sem sé ekki fyrstu upptök sín hjá íslenzku þjóð- inni. Hún er skilgetið afkvæmi dansk- íslenzku skrifstofuvaldsstjórnarinnar, er um langan aldur hefir ráðið lögum og lofum hér á landi og vill fyrir hvern mun ekki sleppa þeim völdum. Síðan 1872 hefir landshöfðinginn yfir íslandi verið fulltrúi þessa skrifstofu- valds. Frá þessu valdi hefir bæði beinlínis og óbeinlínis stafað öll mótspyrnan gegn stjórnarbótinni, er fáanleg hefir verið síðan 1897; og þessi mótspyrna er eðlileg, sé að eins á það litið, að stjórnarbót þessi kippir hinum styrk- ustu stoðum undan skrifstofuvaldinu íslenzka, sem eru: ábyrgðarleysið, og ókunnugleiki hins svonefnda ráðherra íslands; en stjórnbótinni hefir hún reynst hinn mesti skaðræðisgripur. Nú er þessu valdi þess meiri voði búinn en nokkru sinni áður; það er því mjög líklegt, að þeir, sem þessu valdi unna og þeim sem með það fara, neyti nú bæði lags og aflsmunar til að tálma því, að stjórnarbótin komist á. f>að er frá þessu valdi, sem stjórn- bótinni getur verið hætta búin og hún enda meiri en nokkru sinni áður. Stjórnina getur það ekki lengur haft að bakhjarli. En því fremur muu það reyna að afla sér fylgis hjá þjóðinni, og þar geta kosningarnar í vor komið því í góðar þarfir, ef þjóðin ber ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.