Ísafold - 08.03.1902, Blaðsíða 3
43
Ný gjafsóknar-sneypuför.
Landsyfirréttur dæmdi 3. þ. m. mál
það, er héraðslæknirinn í Grímsnes-
téraði, Skúli Árnason, hafði verið lát
inn höfða gegn ritstjóra Isafoldar í
fyrra vetur út af ofurmeinhægri frétta-
klausu í blaðinu haustið áður um
skarlatssóttina í Árnessýslu og afskiftí
læknisins af henni — með gjafsókn
og 8kipaðan málfærslumanu ókeypis,
cáttúrlega, ekki einungis fyrir undir-
íétti, heldur og yfirrétti, eftir að mál-
ið hafði tapaat í héraði. »Áfrýjandi
hefir fengið gjafsókn fyrir báðum dótn-
um og skipaðan málfærslumann«
stendur í yfirréttardóminum skýrum
orðum; þar er því ekkert um að vill
ast eða fyrir að þræta.
ódæðið, sem hafa átti fyrir hönd í
hári ritstj’. ísafoldar, var sú frásögn,
að héraðslæknir hefói að vísu látið
sóttkvía fyrir skarlatssótt á Húsatótt-
um á Skeiðum, »en aldtei kvað hann
hafa þar komið í sumar fyí né síðar,
og eftirlitið þá líklega slælegt«.
»þ>að er sannað í málinu«, segir yfir-
dómurinn, »að bóndinn á Húsatóttum
sagði frá því hér í Reykjavík, þá er
skarlatssótt var nýlega um garð geng-
in á nefndum bæ, að áfrýjandi hefði
ekki komið á heimili hans fyr en
8júkling eða sjúklingum þeim, sem
veikst höfðu af skarlatssóttinni, hefði
verið batnað; og það er þessi sögusögn
bóndans á Húsatóttum, sem Isafold
hefir haft eftir, en hefir svo bætt við
þeirri ályktun, að eftirlitið (með veik-
inni) hafi þá líklega verið slælegt. —
Stefndi, ritstjóri »ísafoldar«,-hefir
þannigaðeins skýrt fráþví, sem bónd-
inn á Húsatóttum hafði sagt frá, án
þess með einu orði að kveða nokkurn
dóm upp um, hvort það mundi á rökum
bygt eða ekki, og virðist það ekki
geta bakað honum laga-ábyrgð; og
þótt hann bætti þeirri athugasemd
við, að eftirlitið mundi þá líklega hafa
verið slælegt, þá virðist það ekki
heldur geta sakfelt hann, þarsem hún
er eðlileg ályktuu, nátongd við sögu-
sögn bóndans á Húsatóttum, og auð-
sjáanlega ekki rituð í neinum meið-
andi tilgangi*. -—
pess má geta til ánægjulegs fróðleiks,
að það var sjálfur gjafsóknarveitandinn
og málshofðunarskipandinn, sem sé
sjálfur landshöfðinginn, seru átti með-
al annarra rmkið góðan þátt í að
sanna það, sem yfirdómurinn segir
sannað vera í málinu, — með vitnis-
framburði um fyrnefnda frásögn bónd-
ans á Húsatóttum.
Jpað er og fleiri en yfirdómurinn,
sem séð hafa, og sáu þegar, að um-
stefnd klausa var »auðsjáanlega ekki
rituð í neinum meiðandi tilgangi*.
Sjálfum stefnandanum, héraðslækni
þeim, er hér ræðir um, duldist það
ekki. Hann lét ekki vitund til sín
heyra, að hann hefði neitt við klaus-
una að athuga. »Vatnsins hræring«
þurfti að koma hér sunnan að. Hér
var fólk, er nú sem oftar þurfti að
hefua sín á ísafold. það leið fram
undir hálft missiri, áður en honum
yrði nuddað á stað til þess.
Gaman væri, að heyra minnuga og
fróða menn nefna dæmi viðlíka hag-
nýtingar á gjafsóknarréttinum.
f>að er ekki litlu fyrir að gangast,
að halda slíkri stofnun við með ann-
ari eins notkun hennar.
Skipafregn. Gufuskip Scandia (259,
I’edersen) kom 24. f. mán. með timbur og
kol til kaupm. B. Guðmundssonar og fór
ftftur 27. f. mán.
Þá kom 4. þ. m. frá Bjorgvin norskt
Ijargráðagufuskip, Achilles (92, N. Hansen)
til að reyna að bjarga farmi úr gufuskip-
inn Modesta, er hér strandaði í vetnr á
köfnínni, og gera við það, ef auðið væri.
Ennfremur s. d. gufuskip Gambetta (334,
•ú D. Dey) með kolafarm til W. Fischers
°g fer með nokkuð af bonnm til ísa-
tjarðar.
Málið Schleys aðmíráls.
Út af því, sem getið er nýlega hér i
blaðinu um herdóm ýfir Schley aðmírál,
eftir norskum blöðum, hefir hr. J. Ó. sent
Isafold svo látandi ítarlega skýrslu um
málavexti:
Þessi Schley er engin annar en hetjan,
sem stýrði Bandaríkja-flotanum, sem tók
Cervera aðmirál og allan spænska t'iotann
við mynnið á Santiago-flóa.
Yfirforingi yfir öllum Atlantshafsflota
Bandaríkja í spænska ófriðinum var Samp-
son aðmiráll Stærsta forustu undir hon-
um hafði Schley («commodore« þá). Hann
stýrði flot.a þeim, sem átti að varðkvía
(blokkera) Santiago-höfn. Hinn 3 júli
(1898), er Cervera lagði út flota sínum frá
Santiago og ætlaði að reyua að sleppa
hurt, hafði Sampson siglt í haf suður fyr
ir Cuba, en Schley hafði æðstu stjórn varð-
kvíunar-flotans. Hann stýrði atlögunni að
spænska flotanum og hafði sig þar frammi,
sem mest var hættan, og höfðu kúlur Spán-
verja þotið utan um hann á alla vegu yfir
skip hans. Fyrir honum gafst Cervera
upp. —- En að.lokinni orustu kom Sampson
að (hafði heyrt skothriðina), og sárnaði
honum, að hafa ekki sjálfur verið við í
orrustunni. Hann sendi forseta Bandarikj-
anna skeyti morguninn 4. júli, og kvaðst
gefa Bandarikjunum flota Spánverja i há-
tiðargjöf (4. júlí er þjóðhátíðard. Bandar.).
En allir vissu, að Schley vann orustuna,
en Sampson ekki, og var Schley gerður að-
miráll fyrir. Sampson taldi sér þó sigur-
inn, samkvæmt þeirri reglu, að sá vinnur
sigurinn, sem hefir yfirforustuna, og sjó-
liðsstjórnin talaði um orustuna senj hefði
Sampson unnið hana, og fylgdi þar skýrslu
hans. Vitanlega hafði Sampson þó hvergi
verið nærri og Schley þvi haft alla forust-
una í fjarveru hans. Seliley lét sem hann
vissi ekki neitt nm þetta, en blöðin og
og þjóðin öll taldi liann sigurvegarann.
Sampson svall þetta, og hann, sem aldrei
’nefir háð orustu á æfi sinni, átti vini í sjó-
liðsstjórninni, en i þeirri »kliku« sitja tóm-
ir pappirsgagnsmenn, sem aldpei hafa i
hernaði verið. Einn vinur Sampsons gaf
út bók um ófriðinn og har þar ýmsar sakir
á Schley, þar á meðal að hann hefði sýnt
hræðslu og hugleysi i orustunni, óhlýðnast
áður skipun, er hann hafði fengið (í Cien-
fugos?) frá Sampson, skýrt rangt frá kola-
hirgðum, dregið of lengi að leggja i haf
til að varðkvia Santiago, og varðkviunin
hefði verið ónýt, þvi að skipin hefðu legið
of dreift.
Nú stóðst Schley ekki mátið lengur, en
heimti herdóm skipaðan yfir sér til að rann-
saka málið. Stjórnin skipaði þrjá menn í
dóm, alla úr óvinaflokki Schleys. En ein-
um þeirra fekk hann hrundið, því að hann
sannaði á hann login illmæli gegn sér. í
þess stað var skipaður Dewey aðmíráll,
sem sigurinn vann á Manila-höfn, og var
hann gerður dómstjóri.
Dómararnir kváðu upp í einu hljóði þann
dóm, að það væri fullsannað, að Schley
hefði sýnt frábœrt hugrekki í ornstunni;
en svo greindi dómendur á um liin atriðin.
Pappirsgagnsmennirnir kváðu Schley sekan
um hinar sakargiftirnar. En Dewey taldi
hann sýknan. Skipunin, sem hann hefði
átt að óhlýðnast, taldi liann sannað að
aldrei hefði komið Schley í hendur, kola-
birgðirnar hefðu verið ónógar, eins og
Schley sagði, og, að sinu áliti hefði það
verið óverjandi, ef Schley hefði lagt fyr í
haf en hann hefði gert. Varðkviunin hefði
aö sínum dómi verið nægileg, enda hefði
árangurinu sýnt það. — Emhættismissi
var alls eigi minst á i dóminum.
»Puhlic Opinion« i N. Y. segir: »Vér
höfum fyrir oss mörg hundruð blaða, er
rita um dóm þennan, og af þeim eru ein
sjö, sem eigi telja dóm meiri hlutans rang-
látan«.
Eg hefi i höndum ummæli 13 helztu hlaða
Bandarikjánoa, öll í þá átt, að 99 menn af
hverjum 100 í Bandaríkjunum meti dóm
Ileweys, eina mannsins af dómurununi, sem
háð hefir sjóorrustu, meira en álit »skrif-
finna stjórnarinnar* (desc critics of the
Department), sem aldrei hafa séð sjóorr-
ustu.
Vinsamlegast
Jón Olafsson«.
Kveiiníiskólinii á Biönduós. Næst-
liðið sumar ritaði eg lýsingu á skólanum
i Isafoli), og nú koma hér eftir stafrófs-
röð nöfn þeirra stúlkna, sem í skóla þess-
um eru í vetnr.
I bekkur.
Aðalheiður Jónsdóttir úr Húnavatnssjhilu.
Auðhjörg Magnúsd'>ttir úr Barðastrandar-
sýslu. Arina Sveinsdóttir úr Húnavatns-
sýslu. Arndís Jónsdóttir úr Húnavatns-
sýslu. Árdis Þorgrimsdóttir úr Húnavatns-
sýslii. Elisahet Einarsdót.tir úr Húnavatns-
sýsl.u. Guðfinna Stefáusdóttir úr Húnavatns-
sýslu. Guðný Þórarinsdóttir úr Skaftafells-
sýslu. Guðlaug Vigfúsdót.tir úr Húnavatns-
sýslu. Helga Jónsdóttir úr Borgarfjarðar-
sýslu. Jóna T.ómasdóttir úr ísafjarðar-
sýslu. Jóhanna .Tónasdóttir úr Húnavatns-
sý»lu. Kristin Gisladúttir úr Húnavatns-
sýslu. Kristín Finnsdóttir úr Hnnavatns-
sýsln Katriií Guðnadóttir úr Árnessýslu.
Margrét Lindal úr Húnavatnssýslu.
Magðalena Jónsdóttir úr Húnavatnssýslu.
Margrét Blöndal úr Húnavatnssýslu. Mar-
grét HaUgrimsdóttir úr Húnavatnssýslu.
Stefania Kristjánsdóttir úr Húnavatnssýslu.
Signý Böðvarsdóttir úr Húnavatnssýslu.
Sigriðnr Hermannsdóttir úr Húnavatnssýslu.
Þorsteinsina Brynjólfsdóttir úr Strandasýslu.
Þuríður Einarsdóttir úr Mnlasýslu
II. bekkur.
Guðrún Björnsdóttir úr Múlasýslu. Guð-
rún Jónsdóttir úr Húnavatnssýslu Ingi-
hjörg Jóhannesdóttir úr Húnavatnssýslu
Margrét Kristiifersdóttir úr Húnavatnssýslu.
Sigurlaug Björnsdóttir úr Húnavatnssýslu.
Sigurbjörg Jónsdóttir úr Húnavatnssýslu.
Steinunn Kristjánsdóttir úr ísafjarðarsýslu.
Sigriðnr Friðriksdóttir úr Húnavatnssýsln.
Steinunn Jósefsdóttir úr Húnavatnssýsln.
III. bekkur.
Bergljót Lárusdóttir úr Reykjavik. Guð-
laug Hjörleifsdóttir úr. Húnavatnssýslu.
Guðrún Björnsdóttir úr Húnavatnssýslu.
Helga Arason úr Skagafjarðarsýslu. Maren
Lárnsdótt.ir úr Reykjavik. Rósa Arason úr
Skagafjarðarsýslu. Sigurrós Þórðardóttir úr
Strandasýslu.
Blönduós 25. febr. 1902. Elín Eyólfsson.
Rangárvallasýslu 24. febr.
Eins og yður hefir verið skýrt frá,
gerði Þverá hér mikinn usla í vetur og
eru margar jarðir i voða, ef eigi verður
við þvi gert. Kernur þar til að reyna ann-
ars vegar á félagslyndi manna og ósér-
plægni, en hins vegar á góða forustu
og forsögn, ef úr skal bætt, svo að haldi
komi. —
Rjómabú hafa Holtamenn nýlega stofnað
til og verður það líklegast i myndarlegasta
lagi, ef eigi koma nein óliöpp fyrir. Oska
allir fyrirtæki þessu þroska og góðra þrifa,
þvi hér er um framfarastofnun að ræða,
sem öllum ætti að verða að liði, stofnend-
unum heinlinis, en öðrum óbeinlínis.
Landsmálaumhugsun hér er nú milli
veðra. Talið líklegt að fyrverandi þing-
menn báðir gefi kost á sér til þingmeusku
af hendi stjórnbótarflokksins, en enginn vafi
er á, að þar muni í móti sækja sira Egg-
ert Pálsson, Sighv. gamli og Tómas á
Barkarstöðum, ef marka má atkvæðasmal-
anir þeirra. Þeir Sighv. og Tómas ná frá-
leitt kosningu, og þykir mörgum af kunn-
ingjum Sighvats leitt, að hann, á gamals
aldri og kominn að fótum fram, skuli ger-
ast leiksoppur í annarra hendi og drepa
þannig niður virðingu þeirri, er hann hafði
áunnið sér með margra ára starfsemi i al-
menningsþarfir.
Höndladlr botnvörpungrar.
Varðskipið færeyska, Beskytteren,
brá sér aftur hingað undir land um
mánaðamótin, og klófesti þegar tvo
botnvörpunga enska í landhelgi fram
undan Grindavík og kom með hingað
3. þ. m. En með því að ekki varð
fullsannað, að þeir hefði verið við veið-
ar þá, þótt líkurnar væru miklar, þá
voru þeir ekki dæmdir nema í 800 og
600 kr. sekt, en veiði og veiðarfæri
hvorugt upptækt gert. Skip þessi
heita Petunia og Salvia.
Bæjarstjórn Reykjavíkur.
Fyrirspurn frá Oluf Hatisen hattara,
um, tií hve latigs tíma bæjarstjóruin
vildi leigja veiðiréttin fyrir Kleppslandi,
frestaði hún í fyrra dag að svara til
næsta fundar.
Þá afsalaði hún sér og forkaupsrétti
að túninu við Doktorshús, er eigandi,
ekkja M. Bjarnasonar skólastjóra vildi
selja kaþólska trúboðinu í Landakoti
fyrir 5500 kr.
Til að leiðrótta alþitigis-kjörskrá
voru þeir kosnir nteð fógeta Halldór
Jóusson og Jón Jensson.
Kosin nefnd til að undirbúa ávarp
til konungs frá borguruni Reykjavíkur
út af konungsboðskapnum lO.jan. þ. á.
Jon Jensson, Tr. G., Þ. B.
Laugarnesspítali. Þar er skipuð
ráðskona frá vorinu frú Guðrún Björnsdótt-
ir, prestsekkja frá Sauðanesi, — systir síra
Halldórs í Presthólum
Prestkosning að Lundi, 27. f. mán.
Sira Sigurður Jónsson á Þönglabakka hlaut
18 atkv., og sira Jónmundur Halldórsson
aðstoðarpr i Olafsvik 9.
Síðdegisguðsþjónusta i dómkirkj-
ttnni á morgun kl 5 (J H.).
Veðurathuganir
í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1902 marz Loftvog millim. Hiti (C.) >- C-r- ct- < a> cx ’-t ET æ 2L œ 7? £ J5 Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld. 1. 8 750,9 2 3 E i 6 0,6 1,0
2 752,0 4,6 SE i 6
9 752,6 1,9 E i 4
Sd. 2. 8 751,1 0,6 E i 5 -0,4
2Í749.3 3,4 E i 8
9 747,0 4,0 E8E i 10
Md. 3.8 743,4 4,4 NE i 10 0,3 0,0
o 741,1 4,1 NE i 10
9 743,1 1,8 NE i 4
Þd. 4.8 742,5 1,0 N i 8 L4 0,0
2 744,5 2,5 NW i 3
9 747,3 0,8 ssw i 4
Md. 5.8 748,9 0,3 0 7 1,1 -0,7
2 750,3 1,8 E 1 10
9 752; 7 0,7 0 10
Fd. 6. 8 756,3 -1,9 0 3 -2,7
2 758,9 0,6 E 1 3
9 761,3 -0,6 NNW 1 5
Fsd. 7.8 759,5 -0,1 E 2 9 -2,7
2 755,1 U SsE 2 10
9 750,8 0,8 E8E 2 10
i
I heljar greipnirL
Frh.
Sól var hátt á lofti og skein svo
skært á skinin beinin á úlfaldabraut-
inni, að þeir félagar fengu glýju í aug-
un. þorstakvalirnar lögðust nú á þá
aftur, og er þatí riðu þar með sprungu
í vörum og skrælþurra tungu, bar
þeim fyrir augu eins og hilling borð-
salurinn í Korosko. þau sáu hvítan
borðdúkinn, diskana, flösk,urnar o. s.
frv. Sadie, sem verið hafði svo brött,
fekk nú alt í emu taugaflog, með ó-
hemju-hlátursskríkjum, er nístu sáran
taugar förunauta hennar. f>au nðu
sitt á hvora hlið henni, móðursystir
hennar og Stephens, og leituðust við
af öllum mætti að halda henni í skefj-
um, og loks kom á hana hálfgert mók,
pins og milli svefns og öngvits; hún
hékk magnlaus fram yfir söðulklakk-
iUn, og forðaði það eitt henni falli, að
þau Stephens skorðuðu hana í milli sín.
Úlfaldarnir voru jafn-uppgefnir eins
og þeir sem á þeim sátu, og varð að
kippa aftur og aftur í nefgrímurnar á
þeim til þess að þeir legðist ekki.
Heiðskír himinboginn hvelfdist i einni
samfellu sjónbauga í milli og eftir
þeirri feiknahvelfing mjakaði sólin sér
miskunnarlaus eins og skínandi goð,
en harðneskjulegt, er gerir með ódauð-
legum rétti tilkall til skylduskatts
mannlegum kvölum.