Ísafold - 08.03.1902, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.03.1902, Blaðsíða 4
44 f>eir héldu enn verzlunarbrautina gömlu; þeim pkilaði ofurhægt áleiðis. Höfðin<íjarnir riðu oftar en einu sinni aftur með lestinni og hriatu höfuðið, er þeir virtu fyrir sér hina uppgefnu áburðarúlfalda, er bandingjarnir höfðu verið 8ettir upp á. Einn dróst lengst aftur úr, og reið bonum sár hermaður frá Súdan. Hann hafði misstigið sig og var draghaltur. Varð alt af að vera stinga hanu með broddkeyri til þess að hann drægist ekki alveg aftur úr. Wad Ibrahim miðaði rifli sínum, er úlfaldinn bökt- aði fram hjá honum, og hleypti kúlu gegn um hauskúpuna á honum. Hinn sári maður hrökk fram af og skall hart til jarðar. þegar þeim félögum varð litið aftur, sáu þeir, hvar hann v?r að 8taulast á legg, reikandi og ringlaður að sjá. I sömu andránni rendi Baggarahermaðurinn einn sér niður af úlfalda sínum með sverð í hendi. »Snúið þið ykkur undan«, kallaði Belmont til kvenfólksins, og riðu þau öll áfram með andlit mót suðri. Ekkert heyrðist. En fáum mínút- um síðar kernur Baggaradátinn. Hann þurkaði af sverðinu á makkanum á úlfalda sínum og glotti við tönn fram- an í þau, illúðugur á svip. En þeir sem eru í jafnþungum nauðum stadd- ir eins og þau voru nú, hafa nóg um að hugsa annað en það, sem kemur þeim ekki beint við. þetta illúðlega glott hefði kannske kornið til mima við taugar þeirra áður; nú fundu þau að kalla ekkert til þess; þeim svo sem ein3 og gramdist það dálítið i mesta lagi. Margt var það á þesari gömlu langferða-þjóðbraut, er þeim mundi hafa þótt til muna í varið að sjá, ef þau hefði verið öðru vísi fyrir kölluð. Með fram henni vottaði hingað og þangað fyrir leifurn af æfagömlum rúst- um, svo gömlum, að ekki var hægt að eigna þær með vissu neinni tilt. k- inni öld. Mannvirki þau höfðu reist verið á einhverju mjög fjarlægu þjóð- menningartímabili, annaðhvort til þess að veita ferðamönnum skýli fyrir bruna- hita sólar, eða verndarskjól fyrir sí- óarga börnum öræfa þessara. Tigul- steinar þeir, er þessi hæli voru gerð úr, sýndu, að þeir höfðu fluttir verið alla leið austan frá Níl. Uppi á dálitlum hamri sáu þau brotinn stall undan rauðri forngrýtis- súlu, er á voru dregnir ofan til útþand- ir vængir, sem jartegna höfuðgoð Forn- egifta, en að neðan höggvin mynd af Ramses öðrum. Nú, eftir 3000 ár, verður ekki hjá því sneitt, að rekast á ómáanlegar menjar þess mikla herkon- ungs. Eigi getur furðulegri hlut meðal allra heimsins fornleifa en að enn skul- um vér eiga kost á að sjá hann sjálfan (í forngripasafninu í Gizeh), bjúgnefjað- an og drottinvaldslegan, með kross- lagðar hendur á brjósti, hátignarlegan enn, þótt þornaður sé og visinn. Myndin þarna var þeim félögum vonarboði, vottur þess, að þau væru þó ekki komin út fyrir endimörk E- giptaríkis. »þeir hafa komið hér við áður og má vera að þeir geri það þá aftur«, mælti Belmont, og þau fóru öll að reyua að brosa. Að vörmu spori bar fyrir þau þá sjón, er enga getur notalegri á öræfa- ferðalagi. Vottað hafði um hríð í lautum með fram veginum beggja vegna ofurlítið fyrir gróðri, en hann var aftur vottur um, að þar væri vatn í jörðu eigi mjög djúpt. Og svo ligg- ur vegurinn alt í einu niður í kringl- ótta kvos með pálmarunn í botninum og skrúðgrænt rjóður umhverfis. J>að var fögur sjón og harla girnileg. Og henni fylgdi meir en fegurðin tóm. þarna var forsæla, þarna var vatn; þarna var alt það, er lémagna ferða- menn kunna sér framast að kjósa. Jóni Brynjólfssyni -- Austurstræti 3. - eru nægar birgðir af ágætum s j ó s t í ar Y é 111 m ‘HöX sem seljast frá 18—24 kr. Sömuleiðis fjölmargar byrgðir af Karlmanns- Kvenmanns- og Barnaskófatnaði, sem selst ódýrara en víða annarsstaðat í bænum. Vín og Vindlar fæst ódýrast í verzluninni N YHÖFN Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er*hjermeð skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi Magnúsar Torfasonar# sem andaðist hjer í bænum 10. okt. f. á. að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum f Reykjavík, áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Með sama fyrirvara er skorað á erf- ingja hins dána að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn. Bæjarfógetinn f Rvík, 21. febr. 1902. Halldór DaníeSssou Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á alla þá, sem telja til skuld- ar í dánarbúi Bjarna skipstjóra Elías- sonar, sem andaðist hjer í bænum 28. des. f. á„ að lýsa kröfurn sínura og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru liðn- ir frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Bæjaríógetinn í Rvík, 21. febr. 1902. Halldór Daníelsson. Til sðlu cTíýU Rús vandað, á góðum stað í bænurn. Ritstj. vísar á seljanda. Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er skor- að á alla þá, er telja til skulda í dán- arbúi Runólfs Stefánssonar, er andað- ist að Brúnum í Vestur-Eyjafjalla- hreppi 10. sept. f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituð- um skiftaráðanda áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessar- ar auglýsingar. Skrifst. Rangárvallasýslu, 22. febr. 1902. Magnús Torfason. 2 vinniikoiiiir geta fengið vist (eldhú«stútkur) í Laugarnesspí- talanum 14. maí. Semja verður sem fyrst við frú Guðrúnu Björnsdóttur, Vesturgötu 15. Ársfundur búnaðarfélags Garðahrepps verður haldinn í Goodtemplarahúsinu í Hafnarfirði mánudag 17. þ. m. á hádegi. Jens Pálsson. VERZLUN ERL. ZAKARIaSSONAR hefir ágætt íslenzkt smjör í pundatali 0,68. Hjúkrunarnemi. Eg hefi mörg ár þjáðst af tauga- veiklun og slæmri meltingu, og hefi eg reynt ýms ráð við því, en ekki komið að notum. En eftir að eg hefi nú eitt ár brúkað hinn heimsfræga Kínalífsel- ixír, er hr. Waldemar Petersen í Frið- rikshöfn býr til, er mér ánægja að geta vottað, að Kínalífselixír er hið hezta og öruggasta meðal við alls kon- ar taugaveiklun og við slæmri ruelt- ingu, og tek eg því eftirleiðis þenua fyrirtaksbitter fram yfir alla aðra bittera. Reykjum. Rósa Stefánsdóttir-/ Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi, án verð- hækkunar á 1,50 (pr. fl.) glasið. Til þe8s að vera viss um, að fá hinn ekta Kfna-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn. Kontor og Lager Nyvei 16. Kjöbenhavn. Concert cfflúsífifálagsins ar frestað til miðvikudags 12. þ. m. þrifin stúlka greind getur komíst að á Laugarnesspítalanum í vor eða sumar til þess að læra hjúkrunarstörf. Nauðsynlegar upplýsingar fást hjá lækni spftalans. islenzkt Smjör er keypt fyrir peninga hjá C ZIMSEN Hjá undirrituðum geta nokkrir þilskipahásetar fengið atvinnu í apríl í vetur, með góðum kjörum. Menn snúi sér til undirskrifaðs sem fyrst. Hannes Hafliðason skipstjóri. Eins og a<5 undanförnu eru miklar birgðirhjá mér af KÁPUM (margar sortir) stuttum og síðum BUXUM, ERMUM, SVUNTU, SJÓHÖTTUM, með góðu verði. Reynslan hefir synt, að sjófötin eru góð og ód/r, og sjómenn ættu þess vegna að skoða þau áður en þeir kaupa annarsstaðar. C. Zimsen. kom út m i ð v i k u d a g 5. þ. m. Rit- ið skiftist í þessa kafla: I. Inngangur, 16 bls. tvídálkaðar, sem er upptalning og sk/rsla í stafrófsröð um almeiiningsstofnanir, s t j ó r n- arvöld og félög í Reykjavík — hve nær stofnuð, í hvaða tilgangi, félaga- tal, tillag, sjóður, stjórn (form.) o. fl. Félögin, sem þar segir frá, eru 40—50. Söfn. Sjóðir. Bæjarstjórn og bæjar- nefndir. Bæjargjöld. Burðareyr- i r. Fardagar og komudagar pósta, póst- skipa og strandbáta. Skrifstofur em- bættismanna og hve nær opnar o. m. fl. II. Heimilaskrá — heimili og hús- ráðendur m. fl. Þar eru upp talin stræti bæjarins í safrófsröð og hús í róttri tölu- röð, með heimilisfeðrum þar með lausa- menn og lansakonur. Þar eru og taldir bæir og bæjahverfi, huytt við næsta stræti, en síðan bætt við registri yfir þá alla sér í lagi, til hægra yfirlits. III. kaflinn er nafnaskrá allra fyr- nefndra bæjarbúa í stafrófssröð, með bú- stöðum þeirra aftan við. IV. Þá kemur dálítil atvinnuskrá, yf- ir helztu atvinnuflokka bæjarins, með upptalning í hverjum flokki, í stafrófs- röð, á nöfnnm og atvinnubústöðum manna, þeirra er þess hafa óskað. Loks eru þar aftan við undir 40 bls. af augl/singnm, og er framan við ritið prentuð meðal annars nafnaskrá allra augl/sendamia í stafrófsröð. Ritið, sem er roeð smáletri, kostar bundið í stíft 80 aura- Leikfélag Reykjavikur. „£Rírninu verður leikin annað kvöld (sunnud. 9.). 1 síðasta sinn. Brjóstnæla hefir fundist. Vitja má á skrifstofu bæjarfógeta. í Vatnsieysustrandarhreppi var selt á siðasti. hausti: Hvítt gimbrarlamb, mark sýlt og hnifs- bragð aft. hægra, hangandi fjöður fr. vinstra. Hornam. stýft og stig fr. hægra. Svart hrútlamb, mark hvatt hægra og hálft af aft. vinstra. Andvirði lambanna geta réttir eigend. ur fengið hjá hreppsnefndaroddvita Vatns- leysustrandarhr til næstu septemhe: loka Brunnastöðum 2 > fehr. 1902 Jón G Breiðfjörð Seldar óskilakindur í Bessastaðahreppi haustið 1901. 2 gimbrarlömb, hvitt og svart, mark: tvistýft aftan hægra, standfjöður framan geirstýft vinstra. Breiðahólssöðum á Álftanesi§3. mara 1902. Erlendur Bjornsson. .2 herbergi með eldhúsi óskast til leigu 14. mai. Ritstj visar á. i Kirhjustræti 4 fást frá 14. mai herhergi til leigu bæði fyrir einhleypa og familiur cTaRié nu ofíir! Frá því í dag og til 1. apríl n. k. verður allur skófatnaður sem fyrirliggj- andi erí skóverzluninni Austurstræti 4 seldur með 10 prósent afslætti gegu peningaborgun út í hönd. Reykjavík 7. marz 1902. forst. Sigurðss. k Stefán Gunnarss. Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að maður minn elskulegur Óli Ferdinand Ásmundsson lézt á ísa' firði þann 10 f m. Lovisa Ásmundsson. Ritstjóri Björn Joiisnosi. ísafo*darprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.