Ísafold - 19.03.1902, Qupperneq 1
i
Kemur ut ýmist einu sinm efla
tvisy. í viku Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
11 /a doll.; borgist fvrir miðjar
júli (erlendis fyrir fram.)
ISAFOLD.
Uppsögn (san'fleg) bundin viO
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
Reykjavík miðvikudaginn 19. marz 1902.
13. blao.
Biðjið ætíð um
OTTO M0NSTBDS
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu i samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
XXIX. árg.
I. 0. 0. F. 8332l8’/2. I.
Forngripasafn opiðmvd. ogld 11—12
Landsbókasafn opið hvern virkao dag
ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
a/d., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spítalfnum á þriðjud.
og fiistud. kl. 11 -1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
ki. 11—1.
Okeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Eriend tíðiudi
Og
póstskipaferðirnar.
f>au eru nauðalítil sem engin með
póstskipunum, sem komu núna á
helginni, umfram það, er áður höfðum
vér frétt.
f>að er til marks um, hve skelfilega
póstskipaferðirnar eru orðnar aftur
úr tímanum, að hér höfðum vér feng-
ið meir en sólarhring áður en »Laura«
kom yngri fréttirútlendar frá Kristjaníu
heldur en hún flutti oss, ekki frá
Khöfn, heldur frá Skotlandi.
Hraðskeytin frá Ameríku um afdrif
Andrée, »em flestöll heimsins blöð
munu flutt hafa 7. þ. m. um kveldið,
vissi euginn um á póstskipinu; síð-
asta frétt með því var frá morgni
hins 7. þ. m.
J>etta er þó sök sér, ef ekki væri
hitt aflagið, að póstskipin eru nú síðari
árin þrásinnis látin elta hvort annað
hingað, af því að svo mikið er orðið
fyrir þau að flytja, í stað þess að
dreifa ferðum þeirra dálftið; væri það
gert, gætum vér nú fengið póst frá
útlöndum að jafnaði á 14 daga fresti
hér um bil.
Engin umskifti enn í Búaófriðinum.
Sömu hjaðningavígin og fyr, og enn af
nýju sem þverast tekið fyrir af höfð-
ingjum Búa, að þeir muni friðar beið-
&st næstu missirin. Fyrir krýninguna
í sumar verður það þá ekki.
Byltingatilraun í Serbíu, en ónýttist.
Heldur að spekjast á Spáni.
Deuntzer forsætisráðherra í Dan-
^örku var kosinn á þing 18. f. m. í
kjördæmi S. Hogsbro heitins. Hefir
aldrei þingmaður verið áður.
Skarlatssóttar-umburðabréf.
Hinn nýi héraðslæknir Borgfirðinga,
hr. Jón Blöndal, hefir sýnt þá lofs-
verða rögg af sér og eftirbreytnisverða,
að rita og senda um sitt hórað um-
burðararbréf, dags. 19. f. mún., út af
landshöfðingja-úrskurðinum um skar-
latssóttvarnar afnámið, með vandlegri
fyrirsögn og varúðarreglum handa al-
öienningi.
Fmburðarbréf þetta hefir einn merk-
ur héraðsbúi sent ísafold með birting-
ar tilmælum, að fornspurðum höfund-
inum að vfsu, en í fullu og sjálfsögðu
trausti þess, að bann mundi ekki hafa
andmælt því, með því að leiðbeining
þessi hlýtur að koma í mjög góðar
þarfir vtðar, lfklega um land alt. —
Leiðbeiningin mun að vísu sama efnis
og það, sem héraðslæknir Guðm.
Björn8son ritaði í Isafold í byrjun
sóttarinnar í hitt eð fyrra, enda er að
því vikið í bréfinu. En sízt mun
af veita, að rifja það upp.
Að undangengnum nokkrurn inn-
gangsorðum segir þar svo:
Afleiðing þessarar ráðstöfunar verð-
ur sú að líkindum, ef landslýður gjör-
ir ekki af sjálfsdáðum sitt til að
stemma stigu fyrir sóttinni, að hún
breiðist hraðfara um land alt; því
sóttin er m j <> g n æ m. Er þá við
því búið, eins og reynslan hefir sýnt í
útlöndum, að sóttin magnist og verði
miklum mun mannskæðari en enn hef-
ir reynst hér, þegar hún fær að breið-
ast út að miklu leyti óhindruð. I
öðrum löndum, þar sem sótt þessi víð-
ast er innlend, er hún alt af bæld nið-
ur eftir megni, hvað væg sem hún er,
og kostað til stórfé, því hún er þar
með réttu álitin mjög illkynjuð sótt.
Eg hefi því hugsað mér að beita
þessari heimild [til sótthreinsunar] ef
skarlatssótt kemur upp í héraði mínu,
svo eg viti af, og láta sótthreinsa á
þeim heimilum, þar sem hún stingur
sér niður.
Héraðsbúar! Eg fæ ekki betur séð,
með þeirri reynslu, sem fengin er í
sveitahéruðunum undanfarin ár, en að
mögulegt væri að hindra útbreiðslu
skarlatssóttarinnar hér, ef allir leggj-
ast á eitt með það. Eg álít það því
siðferðislega skyldu ykkar,
þó hún máske ekki sé lengur lagaleg,
að tilkynna mér samstundis, ef þér
hafið grun um að veiki þessi sé kom-
in upp einhversstaðar, svo mér verði
unt að gjöra mitt til að hindra út-
breiðslu hennar. Jafnframt tilkynn-
ingunni verður að fylgja eins nákvæm
lýsing á sóttinni og unt er.
Skarlatssótt byrjar skyndilega all-
oftast, með mikilli sóttveiki og bólgu
innan í hálsinum. Oft eru uppköst í
byrjun veikinnar. Stundum byrjar
hún með skjálfta. Kirtlarnir utan á
hálsinum bólgna oftast. Stundum
grefur í þeim. Veikin berst annað-
hvort mann frá manni eða þá með
fötum, í mat, sérstaklega mjólk o. 8.
frv. Með sendibréfum og bókum get-
ur hún oft borist langar leiðir. Sótt-
kveikjan er einkum í hreistrinu af
þeim sjúku, og því er sóttin næmust
þegar hún fer að batna. Sóttarhætt-
an er mest frá 1. til 10. aldursárs, en
veikiu getur komið fyrir á öllum aldri.
Sængurkonum og þeim, sem ný sár
hafa, er mjög hætt við sóttinni. Frá
því að sjúklingurinn tekur veikina og
þangað til hún kemur í ljós líða venju-
lega 2—4 dagar. Ekki er það alt af,
að hálsbólgan komi undir eins fram,
' þó það 80 hið venjulega, og hitaveikin
getur oft verið lít-il í vægum tilfellum.
Tungan er fyrst í veikinni með þykkri
skóf. Síðan hreinsast hún og verður
öll einkennilega rauð, ekki ósvipuð
kattartungu. Kverkarnar verða qg
rauðar. A öðrum sjúkdómsdegi eða
seinast á þeim fyrsta koma útbrot.
f>au byrja oftast á hálsinnm og á
brjóstinu, en þó getur borið fyr og
meir á þeim annarsstaðar. Oftast eru
þau sem samfeldur roði um allan lík-
amann þeear þau eru komin á hæsta
stig. Roðinn hverfur snöggvast, ef
fingri er á hann stutt. Útbrotin koma j
ekki á hökuna eða efri vörina eða nef- j
ið. Meiri eða minni kláði fylgir út-
brotunum. Stundum eru útbrotin ó-
regluleg og lýsa sér þá ýmist sem
rauðir flekkir hingað og þangað um
allan líkamann, eða sem örsmáar, hvít
leitar blöðrur á rauðu hörundinu. Út-
brotin vara vanalega 2—7 daga og á
eftir hreistrar yfirhúðin af að meira
eða minna leyti. Útbrotin getur stund-
um alveg vantað, en líkaminn hreistr-
ar þó engu að síður nokkuð, þegar
veikin fer að réna. f>egar útbrotin
fara að fölna, minkar hitaveikin og
sóttin batnar, ef aðrir sjúkdómar koma
ekki upp úr henni.
Af hættum þeim og sjúkdómum,
8em veikinni fylgja, má nefna:
1. Eyrnabólgu, sem oft er ill-
kynjuð og oftast orsakar ígerð í eyr-
unurn. Hún er vegna þess, hvað skar-
latssótt er tíð erlendis, algengasta or-
sök heyrnarleysÍ8 á fólki þar.
2. L i ð a g i g t. Hún er venjulega
meinlítill sjúkdómur; en stundum gref-
ur þó í liðamótunum. Hún er mjög
tið eftirsýki eftir skarlatssótt.
3. Illkynjuð kverkabólga,
áþekk þeirri, sem kemur í barna-
veikinni. Uft hættulegur fylgifiskur.
4. Nýrnabólga. Hún er álitin
hættulegasta fylgisótt skarlatsveiki,
bæði sökum þess, hvað tíð húnjerupp
úr henni, og hve alvarleg hún er. —
Byrjar oftast í þriðju viku veikinnar,
oft eftir að sjúklingurinn er orðinn
alfrískur. Lýsir sér með gruggi og
eggjahvítu í þvaginu og blóðlit á því,
bjúg, vatnssýki, höfuðverk, hitaveiki,
uppköstum, krampa o. s. frv.
Sjaldgæfari fylgisóttir eru: Brjóst-
himnubólga, lungnabólga, hjartasjúk-
dómar, lífhimnubólga, heilabólga, augna-
og húðsjúkdómar.
Ymsar framfarir til sveita.
Austur-Skaftafellssýsla.
Mér hefir verið sagt — skrifar
merkur maður þar Isafold nýlega —,
að fyrir 20 árum hefðiverið ð sauma-
vélar hér í sýslu. Nú eru þær á flest-
um heimilum, og fleiri en ein á sum-
um.
Vefstólar, mikið endurbættir frá því
sem áður var, eru einnig á flestum
i heimilum.
f>orgrímur læknir á Borgum pant-
aði 22 mjólkurskilvindur, Alexöndru
nr. 13, frá verksmiðjunni, og fekk
þær í sumar; en vegna samgönguleys-
is í þessari sýslu á sjó varð að setja
þær upp á Djúpavog, og hann að
sækja þær þangað á hestúm; samt
seldi hann þær heimfluttar til sín
ekki nema 64 kr. raeð einum potti
af olíu til áburðar. f>etta þótti okk-
ur ólíkt eða að kaupa þær sömu vélar
fyrir 80 kr. , eins og útsölumenn hér
á landi auglýsa þær fyrir minst, sem
þó fá þær fluttar til sín sjóveg frá
verkstæðinu. Á því má sjá, að mun-
ur er á, hver útsölu hefir á hendi.
I Austur-Skaftafellssýslu eru nú 26
skilvindur; eru að þeim mikil þægindi
og smjördrýgindi, enda munu margir
nú hafa selt smjör, sem ekki hafa
gert það fyrri.
Víða eru brúkaðar eldavélar, sem
eru til mikils hagræöis, hreinlætis og
verkasparnaðar.
Vatnsmylnur eru enn alt of fáar.
f>ær munu vera 9 í Oræfum, ein í
Suðursveit, engin á Mýrum, 3 í Nesj-
um og 2 í Lóni.
í Nesjum eru víða komin timbur-
hús járnvarin, sem hafa kostað mik-
ið, því járn og timbur eru í háu verði
í Höfn, og eru menn því komnir í
meiri skuldir en áður var.
Gripahirðingu hefir mikið farið fram
á fáum árum. Nú ber varla við, að
menn missi skepnur úr hor.
f>á er ólík meðferð á afsláttarhross-
um eða áður var, einkum síðan farið
var að leggja þau í bú ti) manneldis.
f>au eru lítið brúkuð síðasta sumarið,
því þau eru ekki hafandi til matar,
ef þau eru brúkuð að ráði síðasta
sumarið sem þau lifa. Nú ber og
varla við að hestur meiðist, sem áð-
ur var oft, og er það af því, að nú
er ekki lagt eins þungt á hross, síðan
alt var vegið, því áður var matur
mældur.
Hreinlæti og matartilbúningur hefir
mikið batnað, og hefir matreiðslubók
Elínar Briem, þ. e. Kvennafræðarinn,
mikiðj stutt að því, að bæta matartil-
búning.
f>á hefir meðferð á unghörnum tek-
ið miklum bótum, enda deyr nú fátt
af þeim. f>ar hafa læknar ráðið bót
á með ráðum og ritum, og eins hvað
sóttir gera minna tjón en áður var.
Svivirðilegt óþokkabragð.
l>aö hefir komist upp, að í Vest-
manneyjum er á gaugi nafnlaust skjal,
skrifað meS ritvól, — til þess að ekki
sé hægt aS grafast fyrir rithöndina —,
með hinum lúalegasta róg um Fram-
faraflokkinn eða Valtýinga, sem fjaud-
menn hans svo kalla: a S þeir hafi stór-
an sjóð til að kaupa með atkvæði manna,
en ætli þó ekki að láta Vestmanney-
inga fá neitt af houum; a ð þeir ætli
að svíkja landið í hendur vitlendum auð-
mönnum með hlutafélagsbatikanum (o k-
u r-bankanum !),— sarn stór hópur af aft-
urhaldsliðinu greiddi þó atkvæði með í
sumar, þar á meðal Hannes Tryggva-
frændi —; og þar fram eftir götunum :
ýmisleg lygi og óhróður.
Engitm vafi er á því talinn, að ó-