Ísafold - 19.03.1902, Blaðsíða 2
50
sómi þessi sé héSan komhm úr höfnð-
staðimm, og munu vitanlega margir
fara nærri um faðernið. Eti með svona
löguðum þrælmensku-útbúnaði er auð-
vitað engin leið að koma neinu upp um
það og láta óþokkana hreppa makleg
málagjöld. -- Og það má svo sem ganga
að því vísu, að Yestmanueyjar séu
ekki eina kjördæmið, er fengið hefir
eða fær svona sendingu. Eins víst, að
þetta sé leikið í mörgum eða flestum
kjördæmum landsins, þar sem aftur-
haldsliðið uggir, að Framfaraflokksmenn
hafi fylgi meiri hluta kjósenda.
Að lysa vígi á hendur sér var svo rík
skylda á mestu styrjaldartímum í sögu
landsins, að þess er varla getið urn hin
mestu varmenni þá, að þau dirfðust að
hafa sig undan þeirri skyldu. Prent-
frelsislögin halda uppi sams konar skyldu
um petinavíg þau, ernútíðkast. Hvaða
skoðun mundu forfeður vorir hafa haft
á slíku hátterni, sem því er hér segir
frá, jafn-lúalegum launv/gum?
Út af skarlatssóttar-boðorðinu
fræga, þeirra landahöfðÍDgja og land-
læknis, utn að hætta sóttvörnunuir,
akrifar mjög merkur maður einn hér
úr nærsýslunum ísafold Dýlega sem
hér aegir:
»Ekki heyri eg nokkurn mann minn-
ast á þá mabalausu ráðstöfun öðru
vísi en með sárri gremju; og líklega
hefir hún ekki einu sinni þann kost,
sem til er ætlast, þann, að spara
landssjóði kostnað, heldúr þvert á
móti líklega stór-eykur kostnað lands-
sjóðs með óskaplegum kostnaði af
sótthreinsun, þegar veikin er komin í
algleyming. Orlítil ögn af viti hefði
verið í fyrirskipuninni um að hætta
sóttvörnum, ef jafuframt hefði verið
hætt að greiða sótthreinsunarkostnað.
Nú er hún ekki annað en fyrirtaks-
sýnishorn þeirrar alræmdu ráðkænsku,
að byrgja brunninn — með ærnum
kostnaði—þegar barnið er dott-
ið ofan í!
Skyldi vera til nema einn læknir í
heiminum, sem hefði haft áræði til
að fullyrða, að skarlatssótt þessi sé
ekki hættuleg fyrir líf manna og
heilsu? Og þetta er yfirlæknir ríkisins
íslenzka. —Ekki er furða, þótt margt
gangi þar á tréfótum.
Vel verði þér, Finnur sæll!
Hættu aT) gala um *heima-
stjórn v
Hafnar-Finnur sæll!
f>ú ert, Hafnar-Finnur sæll, að mér
skilst að leggja blessun þína yfir oss
Vestmanneyinga (í flogriti þínu, Heima-
stjóra, 2. blað), ef vér hegðum oss
eins og þú mundir kjósa og létum
vin þiun og embættisbróður, dr. Valtý,
fara hingað forsending, ef hann leitar
hér endurkosningar á þing næst.
Mér skilst að þetta: »Yel verði yður,
Vestmanneyingar«, muni eiga að þýða
hjá þér, á Hafnar(stjórnar)máli þínu,
sama sem vér Islendingar erum vanir
að orða á heima-máli voru: »Hafið
þér sælir gert«, eða eitthvað á þá leið.
En hví skyldi eg kunna mér betri
sið en að taka mér í munn orðfæri
eins hálærðs háskólakennara og smekk-
víss íslenzku-fræðings.
Og þá segi eg :
»Vel verði þér«, Finnur sæll, ef þú
ber gæfu til að sjá, hvílíka forsending
þú varst sendur í fyrra, þegar þú lózt
giunast til að flana á staðjmeð heimsku-
8tjórnarfrumvarpíð sæla, sem ekki var
annað en dularklædd Hafnarstjórn.
»Vel verði þér«, ef þú sér nú, hve
kauðalegt er að ætlast til, að vér
Vestmanneyingar séum þeir vindhan-
ar og ódrengir, að snúa nú fyrir
heimskra manna róg baki við fulltrúa,
sem vér höfum fyrir skemstu vottað
nær einróma þakkir fyrir ágæta fram-
komu, og unnið hefir landi sínu tneira
gagn en flestir fulltrúar þess aðrir,
komið stjórnarbótinni úr óviðráðan-
legri sjálfheldu á réttan rekspöl til
æskilegra úrslita, og nú síðast átt
mikinn og góðan þátt í því, að forða
henni við þeim mikla voða, er henni
stóð af heimskunni í þér — eg geri
af tvennu illu heldur ráð fyrir heimsku
en lymsku — og þínum lagsmönnum,
tilrauninni til að láta oss lögfesta
yfirdrotnan danskra ráðherra yfir ínn-
lendri ráðherranefnu; og skírðuð þetta
falsheitinu »heimastjórn«.
»Vel verði þér«, ef þú hættir nú öllu
þínu heimastjórDargali. f>ú kemur
aldrei að framar óburðinum ykkar,
þín og tímenninganna, hve lævíslega
sem þú fer að og hve hátt sem þú
galar um slíka »heimastjórn«. Og þú
galar þig aldrei upp í ráðherratign,
hvorki þig né þína ætt.
»Vel verði þér«, ef þú bætir nú ráð
þitt, eins og þú gerðír forðum eftir
»Raskhneykslið«, og byrgir þiginni með
skruddum þínum, en lætur aldrei
sjá þig framar í þeim hóp, sem þú
flæktist inn í í fyrra. J>á gerirðu rétt
og þá má vera, að þetta flónskuflan
þitt gleymist með tímanum.
Vestmanneyingur.
Hálærður búfræðingur
íslenzkur kom hingað með Ceres um
daginn frá Englandi Guðjón Guð-
mundsson (frá Finnbogastöðum í
TrékyllÍ8vík), eftir 4 mánaða ferðalag
um England og Skotland, með 6 vikna
dvöl í Lundúnum, til að kynna sér
einkanlega sölumarkaði fyrir íslenzkar
landbúnaðarafurðir, meðal annars að-
flutning á ósöltuðu kjöti og fiski og
hvernig það er varðveitt á leiðinni.
Hann hefir fyrir nokkurum missirum
ley8t af hendi burtfararpróf við land-
búnaðarháskólann í Khöfn með bezta
vitnÍ8burði og eftir það notið þar sér-
staklegrar frekari kenslu í húsdýra-
fræði, þar með meðferð á skepnum og
kynbótum, og leyst af hendi próf í
henni í haust með bezta vitnisburði,
— einn aE 3 alls, er það hafa gert frá
því er sú kensla hófst, fyrir 9 árum.
Hann hefir dvalið 5 ár alls erlendis
og var fyrsta árið á fyrirmyndarbúi í
Noregi, að kynnast verklega búnaðar-
störfum, en hafði áður leyst af hendi
próf við Olafsdalsskóla og því næst
við Möðruvallaskóla.
Nú er hann ráðinn í þjónustu Lands-
búnaðarfélagsÍDS hér og er ætlað að
ferðast um land hér í vor og sumar
til að leiðbeina bændum í kynbótatil-
raunum sérstaklega. Til ferðarinnar
um England og Skotland hafði hann
styrk frá því félagi og nokkurn úr
dönskum sjóði.
Commarideurkrossi dannebrogsorð-
unnar (II) hefir konnngur sæmt þá bisknp
Hallgrím Sveinssou og J. Havgteen.
Embættispróf í lögum við Khafoar-
háskóla hafa þeir lokið í vetur, Guðm. P.
Eggerz með I. eink , og Gaðm. Björnsson
(frá Svarfhóli) með II. eink.
Póstskip Laura, kapt. Aasberg, kom
sunnud. 16. þ. m. um miðjan dag og með
því Skúli ritstj. Thoroddsen, læknarnir
Björn Olafsson (angnl.) og Ouðm. Magnús-
son, Björn kaupm. Kristjánsson, öuðjón
Sigurðsson úrsmiður, Jón Brynjólfsson skó-
smiður, Mr. Ward fiskikaupm. og nokkrir
Englendingar aðrir. Ennfremur frá Vest-
manneyjum Magnús Jónsson sýslnmaður og
Lárus Jóbannsson trúboði.
Póstskip Ceres, kapt. Kiær, kom sama
dag að kveldi sömnl. frá Khöfn og Skot-
landi með það af vörnm hingað og til
Vesturlands, er Laura tók ekki, þar með
kol handa strandbátunum. Farþegar hing-
að Mr. Copland kaupm., L. A. Snorrason
kaupm. (Isaf.), öuðjón Guðmnndsson háskóla-
kand i húfræði.
Póstgufuskip Vesta, kapt.. Gottfred-
sen, kom hér í gærmorgun austan af Seyðis-
firði, uppgefin við að komast norður fyrir
þeim megin. Kornst litið norður fyrir Seyð-
isfj. Heldur i dag áfram vestur fyrir land.
Farþegar: Klemens sýslnm. Jónsson, Jón
kanpstj. Jónsson frá Múla, Olafur Eyólfsson
kanpm. frá Flatey (og Akureyri), cand. jur.
Guðm. Björnsson, frk. I>óra Júlíusdóttir
læknis.
Ný lög.
Þessi lög frá síðasta þingi hafa enn,
fremur hlotið konungsstaðfestingu, öll
14. f. mán.:
41. Um heimild til að banna inn-
flutning ósútaðra skinna og húða.
42. Um greiðslu verkkaups.
43. Um viðauka við lög um borgun
til hreppstjóra og annarra er gjöra rétt-
arverk frá 13. jan. 1882.
Þá flytja og Stjórnartíð. auglysingu
frá ráðherra íslands um bólusótt í Luu-
dúnum og á Egiptalandi.
Dáin er
í Khófn 30. jan. þ. á. frú J> o r -
björg, kona Klemens Jónssonar
sýslumanns og bæjarfógeta á Akur-
eyri, en dóttir Stefáns heit. sýslum.
Bjarnarsonar,* eftir langa vanheilsu,
innanmeiusemd. Líbið 3ent til Akur-
eyrar með Mjölni, til greftrunar þar.
Austur-Skaftafellssýslu 2. marz.
Tíðarfar hefir mátt heita hið hezta, það
sem af vetri er. aldrei snjóað að ráði. —
Síðan 17. f. m. hata verið þiður, hafátt
og austlægir vindar, enda er nú orðið ör-
isa og voru ísalög þó orðin með mesta
móti.
Skepnuliöld eru góð. Bráðapest gjörði
með minsta móti tjón í haust. Ekki heyr-
ist talað um heyskort; þar hefir vetrartið-
in mikið hjálpað, því heyskapur varð svo
endasleppur; eftir að september byrjaði,
mátti kalla, að ekkert næðist af heyi, svo
að mikið lá úti, bæði i sæti og flatt, sem
aldrei náðist.
Heilsufar manna er með hezta móti og
engar sóttir gengið hér um sveitir.
Tveir hafa hoðið sig hér til þings, hin-
i:- sömu og í fyrra, sira Olafur í Arnar-
bæli og síra Jón prófastur í Stafafelli —
Talið er vist, að Lónsmenn kjósi yfirleitt
sira Jón, en að í hinum sveitunum kjósi
flestir síra Olaf, og því talið víst, að hanu
muni sigra.
Nú er að reka vestur hjá hafishroða,
en ekkert stórkostlegan.
Úr Nesjum ætla um 20 manns í vor til
Ameriku. Nafnkendastir eru Eymundur
Jónsson í JDilksnesi, góður smiður á tré og
járn og vel hagmæltur, og Jón Einarsson
bóndi í Hafnarnesi, hezti gestgjafi og góð-
ur maður. Rafnkell Bergsson, góður smið-
ur, ungur maður. Alt er þetta gott fólk
sem fer«.
Ýmislegt utan úr heimi.
Um sölu Vesturheimseynna
döusku mikið blaðaþref í Khöfn, þótt
allar horfur sóu nú á að hún nái fram
að ganga; öldungadeildin í þinginu í
Washington hefir aðhylst kaupsamning-
inn og talið hér um bil vafalaust, að
ríkisþingið danska fari ekki að ónýta
hann, er svo langt er komið, þótt skift-
ar sóu skoðanir um það mál í Dan-
mörku; kvað eiga að ræða það þar fyr-
ir lokuðurn dyrum.
Blaðaþrefið er aðallega út af því, að
upp hefir komist, að stjóruin danska
hefir undanfarin ár haft leynierindreka
vestan hafs til að yta undir Bandamenn
að kaupa eyjarnar og , heitið þeim 3°/«
af söluverðinu í ómakslaun, ef kaupin
tækjust. Verðíð er nú tiltekið 5 milj.
dollara eða fullar 18 milj. kr. og verða
því ómakslaunin rúmlega 500,000 kr.
Þetta þykir bera heldur mikinn keim af
óvirðulegu verzlunarbralli, og er lagt út
til minkunar hinni fyrri stjórn, — og
hinni n/ju jafnvel það, að hún hefir
viljað halda makkinu áfram og fullgera
kaupin.
Annars kvað verðið ekki vera meira
en sem svarar því, er ríkissjóður telur
til skuldar hjá eyjaskeggjum fyrir það
er hann hafi til kostað um fram tekjur
þaðan. Salan sé því eigi gerð í gróða-
skyui, heldur að eins til að fá endur-
goldinn útlagðan eyri og losna við ó-
megð eftirleiðis. Hinu mun mega fara
nærri um, að Bankaríkin muni hafa tök
á að . láta eyjarnar ekki verða sér að
handbendi og kostnaðarauka, þótt ekki
hefðu Danir það, sem og átt hafa miklu
örðugra aðstöðu.
Margir mikils háttar menn með Dönum
hafa verið og eru sölunni mjög svo and-
vígir. Þeirra á meðal er jafnvel talin
María prinzessa hin franska, sem gift er
Valdimar prinz, og er kona örlynd og
skörungur mikill. Hún efndi til og stóð
fyrir í vetur einu siuni meiri háttar góð-
gerðaviðhöfn og hafði látið sér hug-
kvæmast að hafa letrað á inngöngu-
merkin orðin N o S a 1 e (enga sölu).
En tekin voru af henni ráðin um það.
Þá á hún að hafa gert sér það til skap-
léttis, að hún vindur sér að þeim De-
untzer forsætisráðherra og Jöhnke skipa-
liðsráðherra í konungsboði einu og næl-
ir á brjóst þeim bandkorn með fyr-
nefndum orðum á.
Bæjarskrá Reykjayíkur
1902.
Svo þörf sem sú bók er sjálfum í-
búum höfuðstaðarins, er og hafa þeg-
ar keypt af henni svo hundruðum
skiftir, þá er hún öðrum lands-
mönnum raunar enn ómiss-
anlegri, þeim er einhver viðskífti
hafa við Reykjavík eða fræðast vilja
um höfuðstað landsins. Með hana í
höndum rata þeir um allan bæinn og
úthverfi hans, þótt ekki þekki nema
2—3 höfuðstrætin, með því að bókin
tilgreimr, hvar smærri göturnar hefj-
ist þaðaD, og síðan, hvaðan úr hverri
götu kornist er að hverju koti eða sér-
nefndu húsi frálausu eða bæ.
J>eir sem enga hugmynd hafa um
heimili einhvers manns í bænum, sem
er húsráðandi eða að eins sjálfs síu
að einhverju leyti, þurfa ekki annað
en fletta upp í stafrófsskránni í bók-
inni yfir alla slíka íbúa höfuðstaðar-
ins, karla og konur; þar stendur heim-
ilið við nafD þeirra, nákvæmlega til-
greint, götu og húsnúmer.
I5SF Björn Ólafsson augnlæknir,
sem bent hefir verið á að vanti í bók-
ina, stendur þar í læknaskránni, með
heimili og heimsóknartíma.
EÍD8 má sjá þar um embættisskrif-
stofur allar, hve nær þær eru opnar,
svo og söfnin og aðrar almennings-
stofnanir. Að ónefndum margvíslegum
fróðleik öðrum, um félög o. fl.
Bókin kostar innb. 80 a.
Jörundarsaga hun dadagskon-
ungs, með 16 myndum, fæst í bóka-
verzlun ísafoldarprentsmiðju kostar að
eins 1 kr,
Frk. Jensens Kogebog.
25000
prentað á einu ári. Komin aftur í
bókverzlun Isafoldar, bundin og ó-
bundin. Verð 4,50 og 3 kr.
Sunnanfari
kostar 2lþ kr árg.. 12 ark;r, auk titilbl.
og yfirlits. Aðalútsala í Bókverzlun Isa-
foldarprentsœ., og má panta hann auk þess
hjá öllum bóksölum landsins, svo og öllnm,
útsölumönnum Isafoldar