Ísafold - 09.04.1902, Page 3

Ísafold - 09.04.1902, Page 3
71 sér á tá og trana sér fram, enda hef- ir talið hitt mundu duga, að láta það skiljast greinilega hins vegar. En hvernig er þetta notað? |>ann veg, að daginn eftir er fjöldi amala þotinn á stað af hálfu aftur- haldsliðsins út 'um alla bæjarins land- areign með þann boð.,kap, að Jón Jensson ætli alls eigi að verða hér 1 kjöri! Surnir, hinir ósvífnustu, bæta því beint við, að hann hefði lýst því yfir á fundinum kveldið fyrir, að hann ætlaði e k k i að gefa kost á sér! Ymsir, sem enga hugmynd höfðu um það, er gerst hafði á fundínum, urðu til að trúa þessu, og þá var til- ganginum náð, — þeim, að gera þá Ijúfari á, að aðhyllast annantveggja hinna, sem í boði eru (J. Ó. eða Tr. G.). En skammgóður vermir varð þeim að þessu hrekkjabragði, atkvæðasmölun- um. Bæði gátu hinir og þessir, er hinir fiekuðu kjósendur hittu að máli og verið höfðu á fundinum, borið aft- ur þennan uppspuna, og í annan stað kom um miðjan dag í fyrra dag upp auglýsing á götuhorn hér frá hr. Jóni Jenssyni, þar sem hann lýsir framan greinda sögusögn xtilhæfulausan upp- 8puna«, og bætir við, að hann »geri hór með heiðruðum kjósendum Beykjavík- urkjördæmis kunnugt, að hann cetli sér að gefa kost á sér til þingmensku fyrir þetta kjördœmi við kosningu þá, er fram fer í öndverðum júnímán. þ. ««. f>að er ekki hætt við, að afturhalds- iiðið sé af baki dottið, þótt þetta bragð yrði þeim ekki endingarbetra eu þetta. f>að má búast við daglegum oppspuna af ýmsu tægi til að reyna 8ð spilla fyrir þingmannsefni framfara- flokksins, hér sem annarsstaðar. Undan Jökli. I 8. töliibl. »Þjóðólfs« þ. á. stendnr fréttagrein með fyrirsiigninni: »Fréttir und- an Jökli« og er undirskrifuð af einhverjum pilti, er kallar sig »Jöklara«; en þar sem grein þessi lýsir annaðtveggja ókunnugleik á efni því, er hann ritar um, eða þá óvana- legum hæfileikum lians í því, að fara i kringum sannleikann, þá verð eg að álíta, að hann eigi ekki »Jöklara«-nafnið, beldur hafi tekið það til láns, og sigli þannig undir fölsku flaggi. Eigi er svo, að eg ne.nni að elt.ast við öll ósannindi þessa nafnlansa skuggasveins. Eg ætla að eins að leiðrétta það, sem hann segir um verzlanirnar hér. Hann segir fyrst, »að verzlunarástandið hafi &ldrei verið glæsilegt hér undir ».Tökli«, og er vist með þvi að gefa í skyn, að það sé verra hér en alment gerist. En eg get Wlvissað almenning um, að verzlanir hér eru ekkert lakari en alment gerist og þol- lr fyllilega samanburð við verzlanir út um landið, og get eg sýnt fyrir því skilriki hverjum sem vill; en hér mun vera eins og oftar, að »hverri mús þykir verst i sinni holu«. Þá segir hann, »að reynsla undanfarinna ara hafi sýnt, að skortur hafi verið á helztu nauðsynjavörum um og fjnrir miðjan vetur«. Sannleikurinn er sá, að undanfarið hafa sllar helztu nauðsynjavörur náð saman ár eftir ár hér í verzlunuuum, og veit þetta almenningur hér eins vel og eg, enda getur þessi svo nefndi »Jöklari« fengið að sjá það í verzlunarbókum hér, ef hann óskar. Loks segir hann: »Nú kvað vera skort- Or á öilum nauðsynjavörum, að lieita má, við verzlun hins íslenzka verzlunar- og fiskifélags i Ólafsvik, en Gramsverzlun vað hafa eitthvað af skornum skamti að miðla sinum viðskiftamönnum«. l-’essi setning er framsett svo illgirnislega 1 garð hinnar fyrnefndu verzlunar og krækt s'° baglega fyrir sannleikann, að undrun sætir. Almenningur hér veit og viðurkennir, að verzlun Isl. Handels- og Fiskericomp. birgði verzlun sína i Olafsvik mjög vel siðastl. ár og engu lakara en að undanförnu, og á síðastl. hausti komu til hennar óvanalega miklar birgðir af nauðsynjavörum. En þó nú sé skortur á flestum nauð- synjavörum hjá benni, þá vita allir, að það stafar einungis af þvi, að Gramsverzlun birgði verzlun sina i Olafsvik svo litið ár- ið sem leið, að allflestir viðskiftamenn hennar hafa síðan i október siðasti. haust, ef ekki fyr, orðið að leita til hinnar verzlunarinnar til að fá nauðsynlegt bjarg- ræði Einnig veit almenningur hér um slóðir, að töluverðar birgðir af nauðsyujavörum voru fyrirliggjandi á síðasta nýári i verzl- un Isl. Handels- og Fiskericomp., og enn þá eiga Neshreppar báðir nokkuð af kornvöru geymt hjá henni, sem og, að brauðgeiðar- hús verzlunarinnar hefir verið i gangi til þessa tima Önnur ósannindi hins svonefndá »Jöklara» hirði eg ekki um að reka ofan í hann; en af þessn sést, hve áreiðanlegur fregnritari þessi er, og af þvi má marka, iiver sann- indi aðrar sögusagnir hans bafi i sér fólgnar. Ólafsvik 24. marz 1902. Einar Markússon Að kasta fyrsta steininum. |>e8S kvað getið vera í afturhalds- múlgaguinu síðast, að þeir hafi verið ekki færri en 30, er til fundarins boð- uðu hér um daginn, 2. þ. m., til að hlýða á bankastjóra-»hjálpræðið« snæ- felska og fá laumað á samþykki fyr- ir tvísaga fundarályktuninni alræmdu, þeirri er lýst var í aíðasta blaði. þessir 30 hafa auðvitað verið hús- karlar og skósveinar bankastjórans, sumir lágt, en sumir hátt settir í mannfélaginu, eins og gerist. Alt og sumt, sem þeirri fríðu sveit hefir tekist að ánetja af kjósenda- liði höfuðstaðarins, er þá kringum 20 sálir, e/ þeir hafa allir verið kjósend- ur, sem atkvæði greiddu með marg- nefndri ályktun. |>að er sama sem hér um bil 3°/0 af kjósendatölunni hér. það er oft talað um misjafnan sauð í mörgu fé, kjósendalýð í borgum, hér sem annarsstaðar, og gert lítið úr mentunar- og skilningsþroska þorra hans. En mundu nú þau kjördæmi svo ýkja-mörg, þar sem ekki tækist að fá nema 3 af hundrað/il að samþykkja vanhugsaða og vitlausa fundarálykt- un ? Og það með slíku harðfylgi, sem hér var beitt, eigi síður en bí- ræfinni kænsku, þar sem varast var að skýra rétt og samvizkusamlega fyrir mönnum, hvað í tillögunni væri fólgið, —varast að láta þá vita, hve hlægileg mótsögn það var ? J>eim ferst þá fyrst að hreykja sér upp yfir Reykjavík, hinum kjördæm- unum, er þau geta ábyrgst, að ekki séu fleiri þar en 3 af 100, sem takast mætti að glepja líkt og hér var gert. f>á geta þau kastað fyrsta steinin- um, en fyr ekki. Dalasýsla 21. marz: Fréttir héðan úr héraði helzt þessar: Tiðin hefir verið ærið köld og óstöðug, ýmist hörkufrost eða asahlákur, stuttar og meira til ógagns en gagns. Siðast í febr- úar gjörði afarstórfelda rigningu og urðu öll vötn ófær. Laxá i Laxárdal ruddi sig þá og gekk svo hátt, að langt tók upp fyrir brúarstöplana, og segja þeir, er slcoðað hafa, að ekki muni nægja að að hækka þá minna en 3 álnir, til þess brú verði þar óhult. Áin tók i þetta skifti hrúartré, er eftir héngu á stöplunum siðan í haust, og hafa þau ekki fundist siðan, svo kunnugt sé. Yerður þetta ekki til að flýta fyrir brúargjörðinni. Mörgum er nú farið að lengjast eftir að haldinn verði sýslnfnndur tii að taka einhverja ákvörðun nm þetta og fleira; en sýslnmaðnr var ný- lega ekki farinn að boða til fundarins. í síðasta mánuði (febr.) voru i.ðalfu/Áiir haldnir i verzlunarf'élagi Dalasýslu og kaupfélagi Hvammsfjarðar. Verzlunor- félagið hafði skaðast á fjársöln sinni sið- ast.liðið ár; var nú sainþykt, að senda ekk- ert. fé á fæt.i na;st,a haust, heldnr saltkjöt. Félagið er nú orðtð litið hjá þvi sem áð- ur var, og verzlunarfjnrhæðin lítil. Kaup- félagið blémgast ve! og litur út fyrir að það muni eiga góða framtíð fyrir höndum. Stjórnendaskifti nrðu nú í verzlunarféiag- inu. Torti skólastjóri i Ólafsdal, stofnandi félagsins og formaðnr til þessa, sagði af sér. I hans stað var kosinn Benedikt kenn- ari Magnússon i Olafsdal. I þingmálaheiminum gerist hér ekkert markvert; menn hiða nú átektanna fram að þingkosningunni. Talið er vist, að þeir muni bjóða sig fram háðir, sira Jens Páls- son og Björn sýslum., eins og siðast, og er varla uokkur efi á, að sira Jens mnnibera sigur úr býtura, þótt isfirzka höfðingjamái- gagnið hafi skýrt öðruvisi frá; virðast jafnvel ýmsir helztu fyigismenn Bjarnar vera húnir að niissa vonina. Þó er ekki sparað að bergmála ósannindi Þjóðólfs, og gera þá tortryggilega, sem áður fylgdu frumvarpinu frá siðasta þingi. Það virð- ist vera velferðaratriði fyrir hann og hans fylgifiska, að ala á flokkadrættinum, þótt ótrúlegt sé. Menn gerðu sér vist vonir um, að ekki væri um annað að deila, eftir að konungshoðskapurinn kom, en það, hvort þingmannsefnið væri hetri þingmannskost- um búið; en sú von befir brugðist. Getur verið, að mennirnir baidi að þetta sé eina ráðið til að koma sinum »heimastjórnar- manni(!)« að. Mun raunar engum skynj- andi manni þykja fremur ástæða t.il að kalla Björn sýslumann heimastjórnarmann en sira Jens, þvi báðir mnnu fylgja sömu stefnu í Bfjórnarskrármálinu. Þess er þvi getið til, að Birni muni gefið j>etta nafn vegna stjórnsemi lians heima i héraði, sdr. greinina: »IJr Dölum vestan« i ísafold 81. tbl. f. á. i I heljar greipum. Frh. Mér hefir verið skipað að hafa ykkur saman; því nú kemur kennimaðurinn til að telja trú fyrir ykkur öllum. Eg er búinn að segja houum, að það sé hátt í ykkur öllum, að vera sama sinnis og hann«. Ekki verður neitt um það sagt með vissu, hvað mikið Monsoor hefir full- yrt. En í sama bili kemur Múham- eðskeDnimaður labbandi til þeirra með föðurlegt ánægjubros á vörum, svo sem ætti hann hægt og ljúft verk fyr- ir höndum. Hann var gráhærður og hafði grá- ýrótt skegg undir hökunni, feitlaginn í andliti, en svo að sjá, að hann hefði verið feitari áður, með því að andlitið var alt í fellingum. Grænan túrban bar hann á höfði, er lýsti því, að hann var Mekka-pílagríraur. Hann hélt á í annari hendi mórauðri ábreiðu lítilli, en í hinni kálfskinnshandnti af kóraninum. Hann breiddi ábreið- una á jörðina, benti túlknum til sín, sneri sér hringinu kring og rétti frá sér hendina til marks um, að band- ingjarnir ættu að skipa sér umhverfis sig, benti síðan niður til merkis ura, að þeir ættu að setjast. þ>au settust allir í hvirfing í grasið. Eu í miðjum hringnum sat klerkur, stuttur og gildur; hann rendi auga aftur og fram um mannhringinn og flutti þeim fræði sín, helztu undir- irstöðuatriði trúarinnar. fau hlýddu á með athygli og kink- uðu kolli, er Mansoor túlkaði fyrir þeim það, sem klerkur sagði, og því meir sem vottaði fyrir auðsveipni af hálfu áheyrendanua, því ástúðlegri varð klerkur í orðum og viðmóti. »því hvers vegna ættuð þið að vera að deyja, lömbin mín, úr því að alt og sumt, sem til er ætlast af yður, er ekki amiað en að þér hafnið því, sem bakar yður eilífa vansælu, en þýð- ist í þess stað lögmél Allah, eins og það er ritað af spámanni hans og færa muu yður óumræðilegan fögnuð, svo sem heitið er í kóraninum? f>ví hvað segir hinn útvaldi?« Hér nam hann staðar til að hafa yfir einhverja kredduua, sem höfð er í röksemdar stað fyrir þeim átrúnaði sem öðrum. »Er oigi þar að auki bersýnilegt, að drottinn er með oss. Alt í frá upphafi, er vér höfðum ekki neraa lurka að vopnum f móti rifium Tyrkja, hefir sigursældin fylgt oss. Höfum ver eigi unnið E1 Obeid, uunið Khart- um, farið með haDU Hicks, drepið iiann Gordon, unnið sigur á hverjum þeim, er sendur hefir verið í móti oss? Hveruig er þá hægt annað að segja en að blessun drottius sé yfir oss?« Meðan kennimaðurinn flutti tölu aína, hafði hersirinn litast um og veitt því eftirtekt, að dervisjarnir voru að fægja vopn sín, telja skothylki og hafa að öllu leyti þann viðbúnað, sem vandi er til, er búist er við vopna- viðskiftum þá og þegar. Höfðingjarn- ir réðu ráðum sínum alvarlegir á svip, og er útvarðarforinginn talaði við þá, benti hann í áttina til Egiptalands. |>að er sýnilega eitthvert útlit til bjargar, ef hægt væri að dvelja fyrir svo sem 1—2 stundir enn. Ulfaldarn- ir vóru ekki orðnir aflúnir enn eftir hinn langa áfanga, og væri svo, að eftirfararliðið væri skamt undan, mátti ganga nærri því að því vísu, að það næði þeim. •Blessaðir verið þér, Fardet, reynið þér að halda honum við trúna«, segir hersirinn. »Eg held að við gætum haft einhverja von, ef okkur lánaðist að hafa þá af okkur eina stund enn eða sem því evarar». En frönskum fyrirmanni rennur ekki svo fljótt reiðin. Fardet sat í þungu skapi og þungbrýnn upp við pálma- tré og togaði sig f skeggið. •Byrjið þér nú, Fardetj við reiðum okkur á yður« segir Belmont. •Látið hanu Cochrane hersi gera það«, segir Fardet í nöprum róm. — »Hann tekst svo margt á hendur, þe8si Cochrane hersir«. »Og hæ og hæ« segir Belmont, eins og hann væri að reyna að spekja ör- litlan óvita. »Eg er sannfærður um, að hann Cochrane hersir segir sér þykja miður farið þetta, sem ykkur hefir á milli farið, og kannast við, að hann hafi haft rangt fyrir sér« — »Mér dettur það ekki í hug«, grípur hersirinn fram í. »f>að er þar að auki ekki annað en krytur ykkar á milli« heldur Belmont áfram sínu máli. »En það er öllum hópnum til heilla, er vér mælumst til, að þér talið við kennimanninn. Við finnum það öll, að til þess eruð þér færastur*. En Fardet gerði ekki nema ypti öxlum og gerðist enn þungbrýnni. Kennimaðurinn leit framan í þá hvern að öðrum og góðvildarsvipurinn fór að renna af stórleitu andlitinu með fellingarnar. Munnvikin sigu niður á við og svipurinn gerðist harður og strangur. »Hafa þeir þá, þessir vantrúðu þrjót- ar, verið að gera gabb að okkur« seg- ir hann við túlkinn. »Hvernig stend- ur á því, að þeir eru að talast við sín í milli, en hafa ekkert að segja við mig«? »Hann er farinn að verða óþolin- móður« segir Cochrane. »f>að er lík-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.