Ísafold - 19.04.1902, Síða 1
~K«rmir \ít ýmist einn sinni eöa
tvisv. í viku VercT árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða
l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan
iiilí (erlendis fyrir fram.)
ISAFOLD.
Uppsögn (sK,ifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé ti)
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Auxt.urxtrœti 8.
XXIX. ársr.
Reykjavík laugardaginn 19. apríl 1902.
21. blað.
Biðjið ætíð t&m
OTTO M0NSTBD S
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrastu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
I. 0 0. F. 834258'/,. II.
Forugripasafn opið mvd. og Id 11—12
Landnbókasafn opifi lirern virkan dag
4).12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., tnvd. og ld. tii útlána.
Okeypis lækning á spitalenum á þriðjud.
■og töstud. kl. 11 -1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. Iivers mánaðar
41. 11 — 1.
Okeypis tannlækning 1 liúsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni I. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—“1.
Landakotslcirkja. Guðsþjónusta kl. 9
og kl tí á hverjum helgum degi-
Ráðsrjafa-eftirlaun.
Dálítið er það keimlíkt því, að smíða
negluna í bátinu áður en tekið er til
við hann sjálfan, að vera nú að þinga
um eftirlaun ráðgjafa þess, er vér eig-
um í vændnm að fá eftir 3—4 missiri
í fyrsta lagi, ef alt fer skaplega um
stjórnarbótina úr þessu og framfara-
flokknum tekst að koma heDni gegn-
um tvöfaldan hreinsunareld, þingin
tvö næstu.
En mikið er um það mál skrafað
hér nú, og ef til vill viðar. Ekki trútt
um, að eftirlauualeysi hins væntan-
lega ráðgjafa só í sumra augum ein
hin bjartasta stjarna á vonarhimni
þjóðarinnar og einn hinn glæsilegasti
þjóðhollustu-vottur á þingmannaefnum
að vilja berjast fyrir því.
/það e r og nokkurt vorkunnarmál.
Margir hugsa sér, að hinni fyrir-
huguðu stjórnarbót muni fylgja óskor-
að þmgræði og þá að sjálfsögðu tíð
ráðgjafaskifti, og kvíða þá, sem vonlegt
er, miklum byrðarauka fyrir landssjóð
að svo og svo mörgum ráðgjöfum á
eftirlaunutn samtímis. Sennilegt er
nú, að minni brögð verði að ráðherra-
skiftum en menn gera sér í hugar-
lund. En hvort sem þau verða tíð
eða ekki tíð, þá væri lang-ákjósanleg-
ast, að þeim fyladi enginn kostnaðar-
i auki fyrir landssjóð, — engin eftir-
laun.
En eru líkur til, að hægt yrði hjá
því að komast, framan af að minsta
kosti?
Eða er árennilegt, að gera þetta
eina af öllum landsins embættum
afskifta, er til eftirlaunagreiðslu kem-
ur?
Hér er ekki átt við neina fyrirstöðu
frá löggjafarvaldsins hhð, neitt vilja-
leysi á að hlífa landinu við eftirlauna-
kostnaði af þessu embætti. Hér er
8>ð eins um það að tefla, hvort þess
v»ri nokkur kostur, þótt sérhver sá,
er um það mál á að fjalla, væri allur
af vilja gerður.
þrÖBkuldurinn er sá, að embættið
fengist naumast viðunanlega skipað eða
jafuvel alls ekki skipað með því lagi.
þetta kann að þykja djúpt tekið í
árinni og líklegast kenna eftirlauna-
meðhalds.
En vér skulum kljúfa það mál bet-
ur lil mergjar.
Hvaðan mundu ráðgjafar teknir hór
framan af, — úr hvaða stétt?
Yafalaust úr embættismannastétt-
inni.
Ekki af því, að sú stétt eigiísjálfu
sér neinn forgangsrétt til þess embætt-
is. fíinar stéttirnar, kaupmenn, bænd-
ur og iðnaðarmenn, eru alveg eins
réttbornar eða réttháar til þess.
En eru miklar líkur til, að nokkur
maður úr þeim stéttum mundi að svo
komnu, á því þroskastigi, sem þær
eru nú, treysta sér til að takast það
embætti á hendur, og hafa jafnframt
á sér traust þings og stjórnar (kon-
ungs) til þess?
Síðar meir gerum vér ráð fyrir að
svo verði. Ed í bráðina ekki.
En sé svo, að ráðgjafann megi til
fyrst um sinn að taka af embættis-
manna8téttinni, eru þá miklar líkur
til, að þaðan fengist Dýtur maður í
emhættið með þeim kjörum, að rnissa
þar með af ö 11 u m eftirlaunarétti,
bæði síns fyrra embættis og með ráð-
gjafaerpbættinu? Ganga að þeim kjör-
um, að hafa það embætti, ráðgjafaem-
bættið, ef til vill að eins fáein missiri,
og ganga síðan slyppur frá?
Sumir ímynda sér ef til vill, að ráð-
gjafalaunin sjálf muni verða svo rífleg,
að maðurinu geti lagt upp af þeim
bjarglegan ellistyrk, þótt ekki hafi
hann embættið nema stutta stund.
En há mega þau vera til þess, vegna
þess ekki sízt, að geysikostnaður fylg-
ir embættinu. Hversu sparlega sem
maðurinn lifir fyrir sjálfan sig, þá
verður ekki hjá því komist, að em-
bættið verði mjög útdráttarsamt alt
að einu. — Jafnvel óbreyttir bændur
eða húsmenn kunna ekki almennilega
við, að þiggja svo kaöibolla hjá kunn-
ingja sínum, að láta ekki hita á katl-
inum, ef kunninginn kemur að fiDna
þá aftur. Ráðgjafinn verður, ef hann
á að láta nokkuð til síu taka, að hafa
mikið samneyti við embættisbræður
sína og aðra mikils háttar böfðingja.
Og kaffibollinn, sem slík stórmenni
verða að bjóða hver öðrum upp á, eru
kostnaðarsöm viðhafnarheimboð og því
um líkt.
f>að ráð er sjálfsagt að nota til eft-
irlaunasparnaðar, að láta fráfarandi
ráðgjafa taka við sínu fyrra embætti,
ef laust væri, eða öðru viðlíka góðu,
er hann er fær um að þjóua. En
annmarkar þykja vera á því, að halda
embættum lausum í því skyni til lang-
frama. Til dæmis að taka hefir verið
í vetur mikil óánægja og deila út af
þvf í Noregi, að einn ráðherrann þar,
Qvara, hefir geymt sér allmörg ár
amtmannsembætti það, er hann þjón-
aði áður, norður í Finnmörk. —
Danskir ráðherrar hafa og geymt sér
stundum embætti, og eiga þó tilkall
til eftirlauna.
|>egar fram líða stundir, er eigi ó-
líklegt, að fá megi ráðherra af öðrum
stóttum, bónda eða kaupmann t. d.,
og er vel líklegt, að þeir gætu gengið
að erabættinu eftiilaunalausu, ekki
fynr það, að þeir þurfi síður en aðrir
að sjá sér farborða á eftir, heldur af
því, að þeir þurfa líklegast ekki að
slökkva niður sinni fyrri atvinnu —
bóndinn getur ef til vill látið bú sitt
standa, og kaupmaður verzlun sina
halda áfram. J>á fyrst, en fyr ekki,
á við samanburðurinn við það sem
tíðkast í Ameríku t. d., að hægt sé að
taka við sioni fyrri atvinnu, auk þess
sem þar stendur svo á fyrir þorra
þeirra, er ráðherraembætti hafa á
hendi í bili, að það eru menn svo efn-
um búnir, að þeir reka alls ekki em-
bættið af því, að þeir gangist hót fyr-
ir laununum, og þvf síður fyrir eftir
launutn; það dregur þá ekki meir en
það.
En nú skulum vór hugsa oss alt
um það ráðherraembættið eftirlauna-
laust að lögum. Hvaða tryggingu
höfum vér þá fyrir því samt, að þing-
ið veiti honum ekki eftirlaun sérstak-
lega?
Alls enga.
Meir að segja Dauðalitlar líkur til,
að það mundi synja honum um þau,
hvort sem hann færi frá enrbætti nauð-
ugur eða viljugur.
Ætti hann að fara nauðugur eða
hálfnauðugur, mundi það vilja fegið til
þess vinna, að veita honum góð eftir-
laun, svo að liðugra gengi að losna
við haun.
Færi hanu hins vegar sjálf trafa, eft-
ir langa og dyggilega þjónustu og á-
gæta samvinnu við meiri hluta þings-
ins, má nærri geta, hvort hann væri
látinn fara slyppur eða án sæmilegs
ellistyrks.
Fyrir því gæti mishepnast háska-
lega sú sparnaðartilraun, að svifta ráð-
gjafann almennum, lögboðnum eftir-
launarétti. Hitt er miklu líklegra, að
hann fengi jafnt sem áður eftirlaun
hjá þinginu með sérstakri ályktuu, og
þau ef til vill öllu ríflegri.
Má af þe8su sjá, hve eftirlaunaleys-
ishjalið er reyk-kent og marklítið.
En þó er ena eftir ótalið það, sem
mestu skiftir og gerir það að einber-
um hégóma.
J>að er það, að vegna fyrirmælanna
í 25. gr. stjórnarskrárinnar fær þingið
engu að ráða um ráðherralaumn, né
heldur um eftirlaun hans, ef í hart
fer. jþví þótt svo væri, sem vafasamt
er, að þau þættu eigi geta talist með
útgjöldum til hinnar æðstu innlendu
stjórnar, þá er konungsvaldinu, sem
sjálfum lauminum ræður að öllu leyti
og tekur þau af ríkissjóðstillaginu,
iunan handar að hafa þau svo rífleg,
að bætt sé upp eftirlaunaleysið. Enda
er hætt við, að konungi mundi fyrir-
munað að fá nýtan mann í embættið
að öðrum kosti, eius og stendur.
Og þessu fæst ekki breytt nema
með nýrri stjórnarskrárbreyting, með
öðrum orðum: *fleyg«, sem riðið gæti
stjórnarbótinni að fullu í þetta sinn
eða valdið að minsta kosti drætti þeim
á framgangi málsins, er afturhaldslið-
ið hefir löngum þráð og þráir enn
sjálfsagt. Eða mundi konungsvaldið
verða fúst á að sleppa úr höndum sér
valdinu til að ráða launum ráðgjaíans
og vilja eiga undir náð þingsius,
hvernig því þóknaðist að skamta
þau, — skamta þau af ríkissjóðstil-
laginu?
f>essu máli víkur þá í fám orðum
þannig við:
1. fúngið hefir ekki neitt atkvæði
um launakjör ráðgjafans, hvorki eftir
stjórnarskránni frá 1874 né þessari,
sem mi er fyrirhuguð, og nær það
eÍDnig til eftirlaunanna, ef ekki beina
leið, þá óbeinlínis, svo sem bent er á
hér að framan.
2. Til þess að öðlast slíkt atkvæði,
þarf nýja stjórnarskrárbreyting, og
hana þannig vaxna, að ólíklegt er, að
konuDgsvaldið muudi vilja aðhyllast
hana.
3. f>ó að þingið hefði eða fengi
þetta atkvæði, þ. e. vald til að ráða
launakjörum ráðgjafans með einföld-
um lögum, en þar væru ráðgjafanum
engin eftirlaun ætluð, og fengju þau
lög samt sem áður staðfestingu, þá er
alt um það engin trygging fyrir, að
ráðgjafar fengju eigi eftirlaun jafnt
sem áður, — með sérstakri ályktun
(lögum) þingsins í hvert sídd, og þau
líklegast ríflegri þá heldur en ef þau
væru goldin samkvæmt almennum
launalögum.
Um Guðm. Finnbogason
cand. mag. er ritstjórnargrein í einu
helzta blaði Norðmanna, Verdens
Gang í Kristjaníu, 1. þ. m., þar sem
gerð er grein fyrir erindi hans, að
kynna sér skóla og uppeldismál þar
og víða annarstaðar erlendis. Segir
frá að hann hafi dvalið þar í Krist-
janíu um tíma að kynna sér alþýðu
skóla þar og ætli þaðan upp að Hamri
á Upplöndum, til að kynnast kennara-
skólanum þar, en þá austur í Svíþjóð
og jafnvel til Finnlands, slðan suður á
f>ýzkaland og Sviss; í Danmörku sé
hann búinn að vera. Blaðið ber honum