Ísafold - 19.04.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.04.1902, Blaðsíða 3
mikið af'sandi, aur og leir með sér, að farvegirnir hækka ár frá ári, en bakk- arnir lækka, svo að vötnin flæða yfir þá, eða taka sér nýja farvegi. J>efjar Markarfljót liggur í |>verá, er það versti þröskuldur fyrir alla um- ferð. Aldrei er það eins leitt fyrir alla langferðamenn, sem yfir það þurfa að fara. Víða verra með búsmala en ella. Spillir engjavegi hjá mörgum, og gerir yfir höfuð flest ferðalög innan- héraðs erfiðari, sem eðlilegt er, þar eð það liggur á ská eftir endilangri sýsl- unni, er það Hggur í f>verá. Vér verðum því, að mér virðist, að beina huganum í aðra átt en eingöngu að teppa skörðin, ósana. Eina leiðin virðist vera, að athuga vel og vandlega, hvort ekki megi beina Markarfljóti austur á við, í sinn rétta farveg, þegar er það beygist vestur á við, fyrir sunnan þ>órólfsfell. Ef það reyndist tiltækilegt, þá er ftllri sýslunni að vestanverðu borgið. J>á verður hægra að hlaða í alla ósana fram með f>verá, sem að sjálfsögðu verður eiunig að gera. f>ó tilraun sú, er gjörð var fyrir nokkrum árum (1895?), til að moka fram Markarfljót, hefði ekki sýnilegan árangur, þá þarf það ekki að fæla menn frá að gjöra aðra tilraun. En við má búast, að meira þurfi en eina litla dag- stund til þess. Ekki stoðar annað en leggja töluvert í sölurnar, því eftir því, sem nú horfir, lítur ekki út fyrir ann- að en að surrir verði alveg að yfirgefa ábýlisjarðir sínar og og margir oíða stór- tjón á engjurn og beitilandi sökum vatnaágangs. Að moka fram Markarfljót er held- ur ekki neitt nýtt, þó það hafi ef til vill aldrei verið gjört á óldinni sem leið. Jón Jónsson sýslumaður í Rangárvallasýslu (1768—1788), er síð ast bjó á Móeiðarhvoli, lét sýslubúa moka það fram iðulega. En er Vigfús Thorarensen fekk sýsluna 1789, létti hann þeirrí kvöð á sýslubúum; eftir það fer Markarfljót að kasta sér vest- ur á bóginn, f>verá að brjóta af Fljótshlíðinni og vötnin, þverá og Djúpá (nú ílólsá) að breyta farveg sínum, og að skemma og eyða að neð- anverðu í syslunni. |>ótt það þætti tiltækilegt og þó að það hepaaðist, að moka fram Markar- fljót, þá álít eg, að vér megum ekki láta þar við lenda, því Markarfljót er sá voðagripur fyrir sýsluna, bæði að austan og vestan (að austan Eyjafjöll, að vestan Fljótshlíð, Hvolhreppui’, Vestur-Landeyjar, Rangárvellit og Asa- hreppur), að vér megum ekki vera að- gerðarlausir. En hvað getum vér gert, eða eigum vér að gera til að tryggja það? Mikið getur það varla veiið. f>að mætti t. a. m. hugsa sér, að settur væri einhver umsjónarmaður, er hefði stöðugt eftirht með, hvernig vötnin höguðu sér, segði til, hvar helzt þyrfti að grafa, moka, og hvar helzt þyrfti að tryggja íhleðslur o. s. frv. Að öðrum kosti getur hentugasta tæki- færið til að beina vatninu í réttan farveg verið löngu liðið, þegar mönn- Um er orðið það ljóst, að þess hefði þurft eða að það hefði átt að gerast. Eins og öllum hér er kunnugt, eru þessi auravötn alt annað en auðveld viðfangs; því þarf stöðugt að hafa vak- andi auga á þeim, ef þau eiga ekki að koma sem þjófur á nóttu. Auðvitað er, að eigi nokkurt gagn að verða að þessu, þá þarf sýslusamþykt, er tekur fram, hvernig kostnaði við það skuli jafnað niður, m. fl. En eg geug að þvf vísu, að sýslunefndin, með okkar duglega og ötula sýslumanni í broddi fylkingar, gjöri hið ítrasta, sem henni er hægt í þessu vandræða- og nauðsynjamáli sýslunnar. Lindarbæ, 8. marz 1902. Olafur Olafsson. Sendillinn aftnrhaldsliðsins, sem gevð- ur var út um helgina siðustn, átti að fara austur i Mýrdal, til að verja það kjördæmi fyrir dr. Valtý, í þeirri trú, að Guðlaugur sýslumaður ætlaði að þuka þar fyrir hon- um og bjóða sig sjálfan i Austnr-Skafta- fellssýslu. En alt er það gabb, eins og oftar, er liðið bruggar launráð sin. Vita- skuld hefir það jafnframt á boðstólum mann úr sinu liði handa Vestur-Skaftfell- ingum, gæðing héðan, ónefndan, sem fleka á kjósendur til að sforskrifa sitr« t.il — skrifa sig á eyðublöð, er afturhaldsliðið sendir út um alt, þar sem undirskrifendnr skora á þann tií þingmehsku, sem þeir til taka, afturhaldsliðshöfðingjarnir, og skuld- binda sig til að koina á kjörfund og kjósa þann hinn sarna. Það treystir ekki kjós- endum, afturhaldsliðið, öðru visi en að hafa þá bnndna á klafa, eins og það væri nautkindur, en ekki skynsemi gæddar, frjáls- ar verur. Þvi kom illa, að uppvist skyldi verða um þessa Mýrdals-sendiför, og er nú að reyna að breiða yfir hana með því að láta það berast út, að maðurinn hafi verið send- ur til að halda hrossamarkaði. Hrossa- markaði um þennan tíma árs og í þessu árferði! En svo verður það tvisaga um, fyrir hvern það sé, L. Zollner eða Asg. Sig- urðsson. Strandasýslu sunnanverðri 21. apri!. Fulla 2 mánuði hefir verið sifeld norð- anátt og stundum stórhríðir með miklu frosti og fannkomn, einkum siðari hluta marzmánaðar og fyrstn daga þ. m. Mánndag 21. marz var hér einhver grimmasti noiðaubylur, sem menn muna, og segja sumir að slikur muni ekki komið hafa síðan veturinn 1881—82. Svo má telja, að haglaust hafi verið fyr- ir allar skepnur nú nieir en mánuð, enda hefir mátt heita innigjöf fyrir sauðfé síðan á jólaföstu. Allur er Húnaflói fullur af /lafís, og virðist svo, eftir fregnum og öðru útliti, sem hafþök séu fyrir öllu Norðnrlandi. Litið heyrist kvartað utn heyleysi enn, og verða fráleitt nein alinenn vandræði fram á sumarmálin, enda eru nú stillur og bliðviðri nokkura daga, og vonandi að um- skifti séu orðin á tiðarfarinu. Snjóþyngsli eru alls ekki mikil, svo bagi kemur fljótt, ef nokkuð blánar. MatvörulauSt, eða því nær, er nú sagt í nálega öllum kaupstöðum norðanlands, og er það ’iskvggilegt útlit, ef hafisinn teppir siglingaf frarn eftir öllu vori. Póstgufusk. Vesta kom aftur i fyrri nót.t úr för sinni austur um land. Komst. aldrei lengra en að Ingólfshöfða, með þvi að hafísinn var þá þangað kominu, mik- il bieiða og alls óárennileg. Er því skip- ið uppgefið við strandferð sína í þetta sinn, leggur upp faiminn í Hafnarfirði, vegna geymsluhúsaleysis hér, og heldur að þvi búnu beint frá landi, eftir nokkura daga. Strandb. Hólar sneri aftur í Eyrar- bakkaflóa vegna stórviðris og þess einkan- lega, að báturinn rak sig þar á sker og þótti varlegra að láta köfunarmenn af bjargráðaskipinu hér, Frederikshavn, skoða, hvort laskast hefði. Hann kom þvi aftur hingað i fyfra dag snemma, eftir 2 sólar- hringa, og fekk sig skoðaðan, reyndist ó- skemdur og lagði á stað aus,tar aftur í gær siðdegis. Dýralæknir Magnús Einarsson hætti við sína ferð. Strandb. Skálholt komst loks á stað á nýjan leik, þriðju atrennuna, l fyrra dag i dögun og hefir ekki aftur snúið. Hann var þá austlægur, og hefir þvl tekist lik- lega, að komast fyrirjökul og inn á Ólafs- vík. Alveg fornspurð gerir afturhaldslið- ið sum þingmannaefuin, er það hefir á boðstólum við kjósendur og er að smnla handa áskorunarundirskriftnm og skuldbind- ingum um að kjósa þá, — spyr þá ekk- ert um það fvrir frain, hvort þeir muni vilja gefa kost á sér, ef þeir fái áskorun um það. Annaðhvort þykir þeim ekki þurfa svo mikið við |>á að bafa, að spyrja þá um slíkt, og hugsa sér þá aila svo auð- sveipa þjóna sina, oð ekki berí við annað en að hlýða og haga sér eins og þvi stór- veldi líkar, hvað sem líður sannfæringunni; ■eða þá að hugsuniu er sú, að þótt bin fyrirhuguðu þingmannaefni vilji ekki Ijá máls á framboði fyrirfram, þá kunni að renna á þau tvær grimur, er áskorunin dynji yfir þá óvura, ef til viil frá meir en helming kjósenda, sem vélaðir hafa veiið til undirskriftar með mjög óvöldum ráðum, blekkingum og ósannindum, sbr. dæmið frá Vestmanneyjum í hanst. Nýlega befir það leikið þetta bragð i einu kjördæmi þann veg, að leita fyrir sér nm áskoranir til manna, er ekki stóðust reiðari eu er þeir frét.tu það makk á laun við þá, og þótti sér mesta óvirðing gerð og ógreiði, er þ a ð, afturhaldsliðið, vildi fara að koma þeim á þing, og gerast þann veg forráðamenn þeirra óbeðið. Líklegast rekur það sig á sama víðar, fer sömu forsending, þar sem það er að reyna að lauma iun sinum mönnum, og slá fyrir þá bumbuna i málgögnum sinum. Viðfelduar aðfarir og þar eftir vitur- legar! Bæjarstjórn Reykjavíknr. Samþ. á fundi í fyrrp, dag, að leigja þeim Birni Roseokranz og félögnm hans 4 veiðirétt fyrir Kleppslandi til ö ára gegn 80 kr. árs- leigu, ef ekki tækjust samningar við eig- anda veiðinnar í Elliðaánum ttm að láta bæ- inn fá Bústaði fyrir Kleppsveiðina. Heimilt látið að hafa vatnsból i túni A. Th. landfóg., ef lagður væri að þvl -1 álna breiður vegur m. fl. skilyrðuin. Stungið var upp á i sáttanefnd þeim J. Magnússyni landritara, Þórh. Bjarnarsyui, cand. jur. Hannesi Thorsteinsson eða dóm- kirkjupr. Jób. Þorkelssyni. Leikféiagi Reykjavikur veittar 150 kr. Neitað að taka þatt í girðingu milli lóð- ar Árna Einarssonar og fyrirhugaðs leik- vallar (i Félagstúni), með þvi. að eldri girð- ing þar hefði verið í beimildarleysi burt tekin. Veganefnd falið að gera við leik- viillinn fyrir um 40 kr. Afsalað forkaupsrétti að erfðatestulandi Jó- hanne.8ar Bálssonar i Norðuruiýri (1400 kr.). Samþ. brunabótavirðing á húsi Gruðm. Einarssonar i Grettisg. 4275 kr„ Þórhildar Pálsd. á Laugaveg 0765, Guðm. Mattias- sonar í Lindarg. 6235. Útdráttarsöm trúgirni. Það er löngu kunnugt orðið, að í Arnessýslu eru þingmannaefni úr framfaraflokknum þeir sira Olafur i Arnarbæli og Eggert bóndi í Laugardælum Benediktsson; en i Austur- Skaftafellssýsln verður í kjöri í stað síra Olafs innanhéraðsbúndi einn. Fara munu flestir nærri um, að þeim »saukti Simonií við Ölfusá og fóstra hans (þm. Flm.) hafi ráðabreytni sú verið lítil fagnaðartíðindi. Því var það, að flakkari einn alþektur, sem er leikinn í þeirri list, að hafa út aura nieð geðfeldri tiðindasögu þeim, er bann vill láta leysa frá pyngjunni handa sér, laug því hér nýlcga, að sira Olafur væri nú riðinn austnr í Hornafjörð í þing- menskuerindum; og þarf ekki því að lýsa, hve þnngum steini þau tiðindi muni hafa létt af prúðu og göfugu bjarta einu hér i borginni. Og kornin kvað sagan vera á prent i afturlialdsmálgagninu hér í gær, svo sem óbrigðull, faguaðarsæll sannleiki og barla hjálpsamlegur! Trúgirnin er stundum útdráttarsöm. Sigling. Kaupskip kom í nótt til Ný- hafnar-verzlunar, Argo (skipstj. Steen), með ýmsar vörnr frá Kböfn; þaðan á stað 1. þ. mán. Strand. Lóðaveiðaskip Afrioa frá frá (irimsby rakst.á Bæjarskersrif á Mið- nesi 1!. þ. m. k!. 11 */4 siðdegis. Skipverj- ar, 14 að tölu. björguðust, allir til lands í skipsbátuum. Skipið bafði nær fullfermi af lúðu,ýsu og kola; öllum farminum bjargað og nokkru af koluuum. Botninn undan skipinu; sjálfsagt óbjargandi. Með botnvörpnng ensi.an kom her- skipið Helcla í nútt, sekan uni að hafa veiðarfæri á þiljum uppi í l.andhelgi. En 2 botnvörpunga seka hefir það fært nýlega sýslumanninum í Vestmanneyjum og fengið sektaða um 60 pd. sterl. bvorn (1080 kr.), eu veiðarfæri og afli upptæki gert. Sá með þrælablóðið. (Úr bréfi). Hveruig líður manninum þarna með irska þræ.lablóðið — eg skal ekki segja í æðum sjálfs hans, en í okkur binum piltunum, löndum hans? Eg held nú, að ef fyrir þrælablúði vott- ar nokkursstaðar meðal þjúðar vorrar — eg gizka á að það muni vera farið að þynuast, bæði höfðingjablóðið og þræla- blóðið, á fullum 1000 árum, — þá kynni það lielzt að vera í æðum þeirra, er gera sér að atvinnu að rægja og sinána á alla vegn sér betri menu, hina nýtustu og beztu menn þjóðsrinnar, til þess eins, að svala lúalegri öfund yfir yfirburðum þeirra eða at' öðrum jafn-tuddalegum livötum, samfara hlægiiegasta skrumi og grobbi af sjálfum sér. Eg veit ekki, hvað lítilmenska er og þrælslund, ef ekki lýsir það sér í sliku hátterni. »Það var eg, sem drekann drap, Eg var það, sem drekann drap«, heyrðist einhver bjáni alt af vera að stag- ast á, kögursveinn, sem aldrei bafði komið nærri neinutn dreka. Mannalát. Hinn 21. marz (þ. á.) lézt Jón Grimsson, hafnsögumaður á Stokks- eyri, 52 ára. Hanu var maður mjög vel látinn; hinn prúðasti í allri framgöngu, og bvers manns bugljúfi, stakur iðjumaður og af einn binum dugmestu formönuum á Stokkseyri; hafði verið þar formaður rúm 30 ár. Hann komst furðuvel af með sinn mikla barnahóp, enda hafði msðurinn fram- úrskarandi elju og umhyggjn til að bera. Sex börn lætur bann eftir sig i ómegð og 3 komin yt'ir tekt. — Konu slna bafði hann mist fyrir 4 árum slðan. Einnig er nýlega dáin liér Sigríður Sigurðardóttir, kona Jónasar verzlunarm. Jónassonar. Hún dó af barnsförum, frá 3 börnum ungum. Sigriður sál. var mann- vænleg og góð kona. H. Hinn 22. nóv. f. á. andaðist að Nesjum í Grafningi bóndinn þar, Þorsteinn Þor- steinsson, fyr í Eyviudartungu, 69 ára garnall. Þrekmikill atorkumaður. I heljar greipum. Frh. »|>að er um kenuinguna þá að segja,. sem þú minnist á, lambið mitt«, svaraði hann við einni röksemdinni hjá Eard- et, »að eg hefi sjálfur stundað guð- fræði við E1 Azars háskóla í Kairo, og eg veit, hvað það er, sem þú átt við. En kenning trúaðra er ekki söm og kenning vantrúaðra, og eigi byrjar oss aö skygnast of djúpt niður í ráðs- ályktanir Allah. Sumar stjörnur eru með hölum, lambið mitt gott, en sum- ar ekki; og hvaða nytsemd er oss að vita, hverjar þær eru? |>ví guð skap- aði þær allar og þær eru vel geymd- ar í hans höndum. Fyrir því skaltu ekki láta tælast af hinui vestrænu kenningu; lát þér skiljaat, að ekki er til nema ein vizka, og hún er í því fólgin, að hlýðnast vilja AUah, eins og útvalinn spámaður hans hefir skýrt hann fyrir oss í þessari helgu bók. Og nú só eg, lömbin mín, að þið eruð við búin, að hverfa til réttrar trúar, enda er nú tími til kominn, því lúð- urhljómurinn boðar oss, að vér eigunx

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.