Ísafold - 23.04.1902, Blaðsíða 1
Kíitiur v.l ýmist einn sinm eða
tvisv. i viku Verð árg. (80 ark.
rninnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða
1 */» doll.; borgist fyrir miðjan
jnli (erlendis fyrir fraiu.)
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin viO
áraruót, ógild nema komin sé til
átgefanda fvrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX. árg,
Reykjavík miðvikudagirm 23. april 1902.
22. blað.
I. 0 0. F. 834258’/.,. II
Forngripasafn opið rnvd. ogld. 11—12
Landsbókasafu opið hrern virkau dag
kj. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. tii ótlána.
Okeypis lækning á spitalfnnm á þriðjud.
og föstud. kl. 11-1.
Okeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þtiðia þriðjnd. Iivers rnánaðar
kl. 11-1. *
Okeypis tannlækniug i hnsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni !. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11 — 1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
k! 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Sala íslenzkra afurða
erlendis.
Um það mikilaverða mál flutti bú-
fræðiskandídat G u ð j ó n G u ð-
mundsson, er ferðast hefir f vetur
um Skotland og England til að kynna
sér það, mikið góðan og nytsamlegan
fyrirlestur 19. þ. m. hér í Iðnaðar-
mannahúsinu fyrir fjölda áheyrenda.
fíann mintist fyrst á, hvern hnekki
markaðsbannið enska frá 8. des. 1876
hefði gert oss og taldi þess enga von,
að því yrði af létt, þótt stjórnarskifti
yrði á Englandi, me§ því að fólk
fengi kjöt jafnódýrt eftir sem áður og
væri því enginn ami í því, en hins
yegar hræðslan við aðfluttar sóttir á
fénaði mjög rík. En enga trú kvaðst
hann hafa á markaði fyrir fé á fæti
héðan í Belgíu eða á Frakklandi,
vegna þess, hvað leiðin þangað væri
löng og kostnaðarsöm. Við Englend-
inga yrðum vér að skifta áfram með
sauðfjárafurðir vorar; ekki í annað hÚB
að venda, og fengist hvergi betur
borgaðar.
En mesta neyðarúrræði að flytja féð
lifandi þangað til slátrunar í sóttkví-
un. Flutningsáhætta mikil og kostn-
aður lítt bærilegur, 6 kr. á kind, en
þessa verst væri það, hvað féð legði
mikið af, t. d. á 2—3 vikna hrakn-
ingi á landi og sjó. Fyrrum, áður en
bannið lagðist á, keyptu skozkir og
enskir bændur það af skipsfjöl og létu
ekki á markað til slátrunar fyr en þeir
voru búnir að fita það vel.
Eina ráðið væri að slátra fénu hér, í
slátrunarhúsum, eftir þeim slátrunar-
reglum og með þvf hreinlæti.er tíðkaðist
með siðuðum þjóðum og væru einkaskil-
yrði fyrir, að varan yrði útgengileg hjá
þeim. Og kjötinu þyrfti síðan að
koma á markað fersku, með því að þá
fengist gott verð fyrir það, en annars
ekki — koma því þangað óúldnu, en
þó hvorki kældu né freðnu, og því síð-
ur söltuðu eða niðursoðnu. Söltun
úrelt talin hvarvetna nema hér og salt-
að kjöt þætti naumast manna matur
annarstaðar; og niðursuða líkaði ekki
heldur. Kæling of kostnaðarsöm.
Frosnu kjöti hættir við að slepja og
er auk þess svo illa borgað, meðfram
vegna samkepninnar við Ástralfukjöt
og S.-Ameríku.
Frá því seint í sept. og fram undir
miðjan des. f. á. seldist íslenzkt kjöt
nýslátrað á Englandi 33—42 a., skozkt
50—60 a., danskt 42—55; freðið kjöt
(frá Ástralíu og Suður-Afríku) 22—27.
Hið lága verð á ísl. kjöti er því að
kenua, að Englendingum þykir það
hvergi nærri nógu feitt. Bragðgott
kannast þeir við að það sé, en féð sé
of magurt, einkum á bakið; sá hluti
kindarkroppsins selst hæst. Sauðfé
vort leggur of mikið til mörsins, en
það er tómur skaði; má laga með kyn-
bótum o. fl.
Að danskt kjöt er í lægra verði en
skozkt er ekki að kenna flutningnum,
heldur því, að skozka kjötið er betri
kjöttegund; en íslenzkt kjöt ættí að
geta orðið hór um bil jafngott, með
því að kynið er líkt, bragðið engusíð-
ur, en vantar fituna.
það var álit skynbeztu manna á
það mál á Englandi, að vel mætti
koma kjöti héðan fersku á enskan
markað, einkum er liði fram á haust
og kólnaði í veðri, — koma því þang-
að í ókældum skipum, ef slátrað sé í
góðum slátrunarhúsum, ekki sé meir
en 6—8° hiti (C), þegar slátrað er, og
ekki fari nema 7—9 dagar til að koma
því á markað. Ollum þessuin skil-
yrðum hægt að fullnægja, þar á með-
al tfmalengdinni: 2 daga að koma
kjötinu á skipsfjöl, sjóferðin 4 daga,
1 dag að koma kjötinu frá lendingar-
staðnum á sölumarkað; þetta er ekki
nema 7 dagar. |>ó er óhultara að
hafa kælivél í kjötflutningsskipunum,
til vouar og vara.
Engin von um lögun á verðleysinu
á ísl. ull og gærum, vegna samkepni
við betri ull frá Ástralíu og Suður-
Ameríku, af því kyni, sem kallað er
merínó-fé og er alið þar upp með ör-
litlum kostnaði, en þrýstivélar hafðar
til að þjappa ullinni svo saman, að
flutningskostnaðurinn verður lítið meiri
þá afarlöngu leið heldur en frá ná-
grannalöndunum á ullinni óþjappaðri.
Hið eina rétta fyrir oss er því, að
vinna úr allri vorri ull, með tóvinnu-
vélum, og senda ullina út ofna, það
sem afgangs er þörfum vorum.
Alveg sama er að segja um gærur
og af sömu ástæðum. Hið eina rétta
að vinna úr þeim hér, súta þær eða
skinniu.
f>á er hestamarkaðurinn.
Út fluttust 1899 rúml. 5J þús.
hestar, mestalt til Englands, og feng-
ust fyrir rúm 300 þús. kr. eða 54 kr.
að mealverði. En meðalverð á ensk-
um hestum óvöldum viðlíka stórum
fullar 800 kr. Fyrir úrvalshesta á
líkri stærð, kynbótahross o. fl., fengist
mörg þús. krónur.
Hvernig stendur á þessum gífurlega
mun?
það er því að kenna mest, að vér
hirðum svo lítið um þá meginreglu
allra arðvænlegra viðskifta: að hafa
vöruna svo, sem kaupanda líkar bezt.
Vort verzlunarlag er hitt, að hafa
hana svo, sem kaupendum líkar verst.
þeir vilja (Englendingar) hafa væna
hesta, vel upp alda, einlita, vel vaxna,
5—8 vetra, og vilja þ á gefa vel fyrir.
Vér seljum þeim úrkast, og bæði yngra
og eldra. það fá hrossakaupmenn
vorir fyrir svo lágt verð, sem þ e i m
líkar, og hugsa ekki um annað; en
það er of lítið til þess, að bændur vilji
selja þeim góða gripi. þetta lag verð-
ur að mesta niðurdrepi fyrir þessa
verzlun, veldur stakasta óorði á ísl.
hestum erlendis, ekki sízt er þar við
bætist, að milligöngumennirnir, hrossa'
kaupmennirnir, leggja kostnaðÍDn
me8tan á skástu gripina, sem bezt
seljast, og eyða einmitt þar með enn
rækilegar allri hvöt hjá bændum til
að hafa vöruna góða.
Hestarnir íslenzku voru áður notað-
ir mest í kolanámum, en nú er farið
að hafa þá mest til aksturs, en raf-
magusvélar í kolanámunum.
Til þess að smjörsala gangi vel á
Englandi og verði ábatasöm, þarf að
gæta sem bezt fyrnefndrar meginreglu:
hafa vöruna svo, sem kaupanda líkar
bezt, í smáu og stóru, þar á meðal í-
látunum, sem eiga að vera bækitunn-
ur, er taki 1 vætt enska (102 pd.
dönsk) og séu fóðraðar innan með bók-
fellspappír, vættum í saltpækli. Alt
smjör frá sama búi (með sama marki)
þarf að vera jafnan alveg eins að lit
og gæðum; annars hrekkjast kaupendur.
Smjörinu þarf að vera vel troðið ofan
í tunnurnar, hvergi loít í milli. Betra
að flytja smjörið til hafnar í vagni
heldur en á hestum, og geyma þarf
það þar í íshúsi, þar til að það er flutt
á skipsfjöl. Neyðarúræði að senda
það með póstskipunum, sem eru bæði
lengi á leiðinni og ekki kæld. Frá
Danmörku er alt smjör flutt til Eng-
lands beina leið í kældum, hraðskreið-
um skipum.
Ekki ráð fyrir oss að hugsa um osta-
gerð til sölu né niðursoðna mjólk; of
kostnaðarsamt.
Fyrir ferskan fisk beztur markaður
á Englandi, einkum heilagfiski, sem
seldist í fyrra í Glasgow að meðaltali
frá 24 og upp í 41 eyri pundið danskt í
stórkaupum. Bezt seljast lúður, sem
eru 20—40 pd.; stórar lakast. Meðal-
verð á kola þar 33—41 e., ýsu 8—33
a., þorski 12—24 a., laxi 130—190 a.
Flytjist alt í muldum ís, í hæfilegum
ílátum.
Rjúpur bezt að senda alveg nýjar,
eins og kjöt; þurfi að geyma þær, skal
hafa þær í íshúsi, en mega þó ekki
frjósa. Hefðu selst í Glasgow í vetur
á 1£ kr. parið.
Fyrsta og nauðsynlegasta skilyrði
fyrir ábatavænlegri sölu íslenzkra mat-
fanga til Englands, kjöts, smjörs og
fisks, er hæfilega stórt, hraðskreitt,
traust og vandað gufuskip, sr gangi
tvisvar á mánuði milli Englands og
helztu hafna á íslandi. Hæfileg stærð
300 smál., og þarf að hafa kælivél.
Mætti annars nota það mestalt árið til
að flytja ísvarinn fisk. Byrja mætti á
því, að láta Hóla flytja í haust ferskt
kjöt til Leith í heimferðinni til Kaup-
mannahafnar.
Bráðnauðsynlegt, að hafa erendreka
eða ráðunaut á Eoglandi, er veiti ísl.
bændum og kaupmönnum góða leið-
beiningu um framleiðslu, sendingu og
sölu á íslenzkri vöru, dyggan og áreið-
anlegan ábugamann, sem enga verzl-
un má reka fyrir sjálfan sig.
Gerður var mikill og maklegur róm-
ur að fyrirlestri þessum, er studdist
sýnilega við mikinn fróðleik óg áreið-
anlegan, og hafði að geyma mjög svo
mikilsverðar beudingar og tillögur um
ýmsa áríðandi framfaraviðleitni. Bún-
aðarritið flytur hugvekjuna bráðlega í
heilu líki.
Meir en vorkunn.
|>ví er meir en vorkunn, afturhalds-
liðinu, þegar betur er að gætt, þótt
því sé illa við stjórnarfrumvarpið
fyrirhugaða, og að það hugsi því fyrir
það þegjandi þörfina, annaðhvort
bráðan bana, eður nóga »fleyga«, sem
lyfja því elli hægt og hægt.
f>að hatar út af Hfinu framvarpió
frá síðasta þingi, »valtýskuna«, og hefir
margstrengt þess heit, fyr og síðar, að
ganga af henni dauðri. Hefir áfergjan
og heiftin meir að segja verið svo af-
3kaplega rík, að það nefir æpt hvað
eftir annað, eins og upp úr svefni, að
hún v æ r i þegar dauð, »valtýskan«,
steindauð og komin undir græna
torfu.
»Mæla börn sem vilja«, og »draumur
er vakandi manns von«.
En hvernig fer?
Hvað gerir ráðgjafinn nýi eða vinstri-
mannaráðaneytið, er afturhaldaliðið
hafði hugsað sér að hremma glóðvolgt
og láta það dansa eftir sínu höfði?
Verður það við óskum þess eða von-
um ?
f>að er öðru nær.
J>að svarar málale.itun afturhalds-
höfðingjanna og »erendreka« þeirra svo
hlálega, sem hægt er að hugsa sér, al-
veg eins og þvf væri mest í mun að
kvelja þá, skaprauna þeim sem allra-
tilfinnanlegast, svo að þeim sviði sem
allra-sárast.
Nei, góðir hálsar! segir Alberti.
»Valtýskuna« verðið þér að sætta yð-
ur við. Hún er ágæt, einmitt eins og
hún er í sinni nýjustu myud, í frum-
varpinu frá þinginu 1901. Betra verð-
ur ekki á kosið. f>ér kunnið ekki gott
að þiggja, ef yður líkar ekki það,
einkanlega með þessum viðauka, sem
mér hugkvæmdist að gera við hana
og fer svo nærri óskum meiri hlutans
á þinginu og framfaraflokksins eftir '
þing, sem framast er auðið, svo nærri
landstjórafyrirkomulaginu, sem vér
sjáum oss fært, eg og sessunautar
mínir í ráðaneytinu.
þ>etta verðið þér að gera yður að