Ísafold - 10.05.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.05.1902, Blaðsíða 1
’Keimir nt ýmist einn sinni eða tvisv. í viku Verð árg. (80 ark. tninnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendie fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (gkrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til ótgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. ársr. Reykjavík laugardaginn 10. maí 1902. 27. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjugt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0 0 F. 845I68V2. III. (II). Gufub. Reybjavík fer upp í Borg- arnes 15., 28., 27. mai, 5., 12., 17. júní, og snýr jafnan aftur hingað daginn eftir, kem- ur við á Akranesi alt af báðar leiðir, og á Straumfirði 16. og ‘Z3. maí og 13. og 17. júni. Til Keflavíkur fer hún 13. og 21. mai og 3., 10. og 20. júni; snýr aftur samdæg- nrs, þó síðast ekki fyr en 28. júni, með þvi að hún fer þá austur í Vik óg rekur alla viðkomustaði þar í milli. Hún kemur við i Hafnarf. og Vogum suður i leið 13. maí og 3. júní. Auglýsing. |>að stendur til, að landmælinga- deild herforingjaráðsins danska fram- kvæmi landmælingar í sumar hér á Suðurlandi. Almenningur aðvarast því hér með um, að ekki megi hindra á nokkurn faátt mælingastörf þessi og hér að lút- andi framkvæmdir nefndrar herliðs- Btjórnardeildar, né rífa niður, eyði- leggja eða skemma steinstöpla, vörð- ur, járnstengur, málmbúta o. fl., sem deildin setur upp, eða notar við mæl- ingarnar, en þeir, sem gjörast brot- legir í þessu tilliti, mega búast við, að sæta málssókn og hegningu sam- kvæmt 100. og 296. gr. hegningarlag- anna. Suður- og Vesturömtin, Reykjavík, 9. maí 1902. J. Havsteen. Upphefð og ástundun. Tvent gengur mönnum oftast til að vilja hreppa háan valdasess í mann- félaginu. Annað er úpphefðin sjálf, vegtyllan, féð og framinn, tækifærið til að eiga góða daga og náðuga, oft í dáðleysi og aðgerðaleysi, láta aðra þræla fyrir sig og neyta ávaxtanna af sveita þeirra, eiga sem beztan kost á að svala mun- aðarfýsn sinni og drotnunargirnd, geta beitt valdinu sér til geðsvölunar, til falutdrægni í vil þjónustufúsum vinum og vandamönnum, en þeim í mein, er ekki vilja að þeim hneigjast, smjaðra fyrir þeim, tigna þá og tilbiðja, — jafnvel til ranglætis og réttarsvifcis, ribbaldaskapar og harðræðis, ef svo ber undir. »Guð fyrirgefi konginum; nú situr faann og drekkur kaffi og brennivín og veit ekki hvað hér gerist«, segir sveitarkerlingin í »PiIti og stúlku«; það voru andlátsorð hennar, eftir hrakninginn milli hreppstjóranna. f>að er samkynja hugmynd, sem þessir menn hafa um tign og völd. f>að er munaðarlífishugmyndin. þetta, að drekka kaffi og brennivín, var hinn stórkostlegasti munaður, sem kerling gat hugBað sér. Aftan í slíkum höfðingjum og höfð- ingjaefnum loðir því næst löng hala- rófa krossasjúkra hirðgæðinga og lítil- menna, sem hafa oft og tíðum föður- landsást og framfarir óspart á vörum sér, til blekkingar, en hugsa um það eitt, að mata sinn krók og þóknast sínum yfirdýrlingum, verja jafnvel til þess fé og fyrirhöfn, þótt engum eyri tími af að sjá til nokkurs þess, sem nytsemd er að fyrir land og lýð. Hitt, sem mönnum gengur til að komast til valda, er áhugi á að koma sem mestu í framkvæmd til nytsemd- ar þjóðfélaginu og framfara. þeir, sem þann hugsunarhátt bafa, gangast ekki fyrir upphefðinni sjálfri. Hana virða þeir að vettugi. Munaður er þeim andstygð, meðal annars vegna þess, að hann eyðir tíma og kröftum frá áríðandi, margháttaðri iðju til þjóðþrifa. þeir lifa eins spart og út- sláttarlaust, þótt nóg hafi fé, laun eða annað, eins og ekkert ætti undir sér. Enga hirðgæðinga þurfa þeir að sér að hæna; þeir hirða ekki um annarra fylgi en þeirra, sem vinna vilja af al- úð í sama anda og þeir og að sama markmiði, en það eru menn, sem gang- ast ekki fyrir neinu fordildarhjómi, krossum eða titlum. þeir hafajafnan ákveðið, þarflegt hlutverk með hönd- um, og vinna að því af öllum mætti og með öllum þeim vitsmuuum, er þeir eiga framast til. Völd og upphefð eru slíkum mönn- um í einu orði ekki markmið, heldur meðal. þau eru í þeirra augum ekki annað en tæki til að koma áleiðis þeim fyrirætlunum til landsheilla, er þeir vita þjóðina þarfnast og þeir treysta sér frekast til. Mundi ekki mega ganga að því vísu, að þessar tvær ólíku stefnur geri vart við sig hér sem annarsstaðar, er vér förum að eiga með oss sjálfir til fullnustu? Má ekki búast við þrálátlegum flokkadráttum með þeim, er valda- sessinn girnast, sinn af hvorum fram- angreindum, ólíkum hvötum, — með þeim og þeirra sumum. Eygjum vér ekki nú þegar vísi þess konar gróðurs hér á meðal vor? Eða hefir nokkur maður nokkurn tíma orðið var við nokkurn skapaðan hlut, er fyrir forkólfum afturhaldsliðs- ins vaki, annað en það e i 11, að kom- ast til valda? Hefir nokkur maður orðið var við, að þeir hafi í huga að beitast fyrir nokkuru framfaramáli þjóðarinnar? Eða benti framkoma þeirra á síðasta þingi minstu vitund f þá átt? Hvernig stendur á, að sá flokkur hefir engin önnur ráð til að verja sinn málstað og gera kjósendur lands- ins sér hlynta, en að rægja og ófrægja andstæðinga sína af öllum mætti, villa lýðnum sjónir á allar lundir, ranghverfa því sem við ber fyrir allra augum, spinna upp hver ósannindin á fætur öðrum, og þar fram eftir götum? Mundu þeir þrffa til þeirra ráða, ef betri ráð ættu til — ef þeir gætu t. d. bent á eitthvað sér sjálfum til gild- is, eitthvert velferðarmál og framfara, er þeir bæri fyrir brjósti og hugsuðu sér að fylgja fram, ef þeir kæmust til valda? þ>eir vilja láta kjósa sig í vor — í því skyni að vera nær völdunum, þeg- ar þar að kemur —, fyrir það eitt, að þeir eru svo fimir og leiknir að níða mótstöðumenn sfna og slyngir að bregða hulu yfir ónytjungsskap sinn að öðru leyti og áhugaleysi um það, er til þjóðþrifa horfir. Undirstaðan. Eftir að almenningur nú í seinni tíð sérstaklega er fyrirj alvöru farinn að reyna til að bætahúsgjörð, heyrist iðulega þetta, eða þessu lík um- kvörtunarorð: »Eg sá það eftir á, að undirstaðan var ónýt og því hrundi húsið«. |>að er auðvitað reynsla, sem er jafngömul og mannkynið, að eftir því sem ver eða betur er vandað til húss- ins, eftir því endist það betur og verð- ur njótandanum til gagns eða ógagns. En þrátt fyrir þessa dýrt keyptu reynslu eru þó æðimargir, sem hugsa meir um að hrófla húsinu einhvern veginn upp, heldur en að leggja vel nið- ur áður, hvernig það eigi að vera, svo að það verði bæði endingargott og notagott, eða samsvari sem bezt til- ganginum og því sem til er kostað. Hér eru menn þó oftast að vinna fyrir sig og sína, og væri því rangt að geta þess til, að þeir vildu skemma fyrir sér og sínum af ásettu ráði og jafnvel steypa sér og þeim í eymd og volæði. Nei, orsökin mun oft og einatt vera röng og vanhugsuð tilsögn. Sá sem húsið reisir, ber það undir marga, hvemig hann eigi að hafa það, og seg- ir þá sinn hvað. Og þó að hann fái góð ráð, sem styðjast eiga við reynslu, eru þau alveg kæfð niður af öðrum, sem eru svo lyndir, að þeir þykjast vita alt bezt, geta alt, þótt í raun réttri viti harla lítið og geta þeirra Iendi mest í því, að ónýta holl og góð ráð. En afleiðingarnar koma fram á hinum ósjálfstæða eiganda hússins. Hann sér það eftir á, að undirstaðan var úr ó- völdu efni (þ. e. ónýt), og því hrundi húsið. En þetta er, eins og hann segir, um seinan oft og tíðum, því fæstir eru svo vel efnaðir, að þeir geti Iært sjálfir að koma sér upp vönduðu húsi með þeim hætti, að hafa það fyrst ónýtt. Ef nú þessu er þannig eða þessu líkt farið um einstaklingana í þessu eina atriði, að þeim hafi oft orðið hált á ýmsum vanhugsuðum ráðum, hvað mundu þeir þá halda, ef þetta ein- falda dæmi gæti gerst víðtækara og heimfærst upp á »pólitíkina« hjá oss um þessar mundir? Orðið »pólitík« hefir mér verið sa.gt að væri grískt og þýddi: umhyggja fyrir almenningshag, eða þvíuml. Orð- ið er því í sjálfu sér fallegt. »Póli- tiskur* er hver sá maður kallaður, sem hefir í huga og leggur meira eða minna á sig í orði og verki til að skifta sér af því, sem almenning varðar. |>essi áhrif einstaklinganna geta ver- ið og eru ýmist góð eða vond, mikil eða lítil. |>að fer eftir því, hvefrmað- urinn er, stöðu hans 1 mannfélaginu og hæfileikum. Dugandi maður ráðvandur í bænda- stétt lætúr t. d. oft meira gott og gagnlegt af sér leiða fyrir það fólag, sem hann er búsettur í o. fl., en ýms- ir, sem rita margt og mikið í blöð og láta mikið til sín taka í hvívetna. Slíkum bónda er samt tíðum. gefinn sá vitnisburður, að ejóndeildarhringur hans sé álíka stór og asklok, hann sé réttnefndur hreppa-pólitikus o. þ. h., og er þetta sagt í smánarskyni um þeDna mann, af því að hann hefir ekki slegið sér víðar út, af ástæðum, sem geta verið alveg réttar. Ef maður nú hugsaði sér mann, sem færi af alvöru að brjóta heilann í því, hvernig fljótast og bezt mætti lyfta allri þjóðinni á æðra stig and- legs og líkamlegs þroska, hvers mundi hann þá fremur óska en þess, að geta búsett þó ekki væri nema að eins einn eða tvo menn í hverju , sveitarfélagi, sem hefðu vilja og vit til að koma því upp? Eða með hvaða ráði ætli væri fyr og betur hægt að flýta fyrir framför- um þjóðarinnar í heild sinni? f>á mundi þetta orð »hreppapólitík- us« breytast í heiðursnafn. En nú er það óvirðingarorð. Svona er auðvelt að umsnúa réttuí rangt í því, sem er allra-einfaldast. Hvað mun það þá vera í því yfir- gripsmeira og torskildara? Slæm er samt svona löguð undir- staða til að reisa á henni kostnaðar- samt og vandað hús. Ósköp er hætt við, að það hús hrynji, og húseigand- inn — þjóðin — sjái það um seinan, að undirstaðan var ónýt og því hrundi húsið. Mikil hepni er það, að vér höfum átt og eigum meun, sem hafa sýnt það verklega, að þeir bera gott skyn á ástand og þarfir þjóðarinnar. f>eir hafa sýnt henni, úr hvaða efni má til að byggja, hvernig á að fara

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.