Ísafold - 10.05.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.05.1902, Blaðsíða 2
106 að því, hvernig verkfærin eru, sem nota verður, ef vel á að fara. En þessir menn eru fáir að tiltölu og orð þeirra eins og kafna, »drukna« af hávaðanum í þeim, sem kenna það með framkomu sinni, að það standi rétt á sama, úr hvaða efni húsið sé gert, hvaða verkfæri höfð séu til að hrófla því upp. f>að verði samt hús, aem geti dugað. Um endingu eða af- leiðingarnar af þessu hrófatildri tala þeir minna. Um þessar mundir liggur fyrirþjóð- inni að leysa af hendi eitt hið alvar- legasta og vandamesta verk, sem fyrir hana hefir verið lagt ef til vill á æfi hennar. Eg á hér við það, að velja sérþing- menn, þessa menn, sem fyrir hennar hönd eiga að leggja hyrningarsteinana undir stjórnbótarhúsið, sem velferð þjóð- arinnar er að miklu leyti undir komin. f>að er áreiðanlegt, að í jafn vanda- sömu verki hefir þjóðin þörf á hollri og góðri leiðsögu, og sérstaklega er henni áríðandi, að veita grandgæfilega eftirtekt öllu, sem gerist í hinum mentaða heimi. Til dæmis má furðuvel marka, hve heiðarlegt og líklegt til góðs þing- manns eitthvert þingmannsefnið er, á því, hvernig það fer að afla sér kjós- andafylgis. Til eru þau þingmannsefni, sem beita þeirri fráleitu aðferð við kjós- endur, að kjassa þá og láta kjassa til að skrifa löngu, löngu fyrirfram und- ir loforð um að kjósa þingmanns- efnið á þing. Fæst nafn kjósandans oft og tíðum með því móti, að þing- mannsefnið eða þess erendreki ber ó- svífnar og upplognar sakagiftir á þá menn, er þeir álíta hættulegasta keppi- nauta sína; og sýnilega fylgja þeir af alhug stefnu þeirra blaða, sem leggja í vana sinn að spinna upp ærumeið- andi stórlygar um mótflokk sinn, lík- Iega í því trausti, að kjósendur þjóðar- innar séu ekki þroskaðri en það, að þeim lánist helzt með þessu að auka fylgi sitt. Sbr. máltækið: »rægðu rök- samlega, eitthvað mun við loða«. Ekki ei furða, þó að hrollur fari um hvern vel innrættan mann, þegar hann hugsar til þess, hvílíkt óbætan- legt tjón það væri fyrir þjóðina, ef slíkir menn ættu að leggja undirstöð- una að stjórnskipulegu frelsi hennar og farsæld, menn, sem ekki vanda betur en þetta undir sínar eiginfætur eða það, sem þeir ætla sér að standa á; með öðrum orðum: hefja sig upp í þingmannssætið með þessum eða því líkum meðulum; því »hver er þó sjálf- um sér næstur«. Alveg er það víst, að þessi undir- staða hrynur fyr eða síðar, og »það hrun verður mikið«, eftir því, hve fljótt það gerist. Eg sagði, að kjósendur gætu þekt þingmannsefnin á því, hverjum ráðum þau beita eða létu beita til að afla sér fylgis þeirra; og á því mun óhætt að byggja- Hvernig lízt yður til dæmis á þau þingraannsefni, sem að framan er lýst, ef þér kynnuð að þekkja eða kannast við eitthvað því líkt? Finnið þér ekki neitt til inni fyrir, ef þér kynnuð að hafa lofað svona, eða ef líkt stæði á, atkvæði yðar skriflega svona hálfu eða heilu missiri áður en kosningar eiga fram að fara, eða þér vissuð, hverjir í kjöri verða, eða hvernig málum, stór- málum þjóðarinnar, hagar,þegar þar að kemur? Eruð þér vel ánægðir yfir þeirri til- hugsun, að sækja kjörfund líkt og snaraður rjúpnahópur, sem veiðimaður dregur saman til þess að hagnýta í sínar þarfir? I stað þess, eins og á að vera, að koma á þennan friðhelga stað með alveg óbundnar höndur, hlýða á röksemdir og ræður þeirra manna, sem í kjöri eru, og greiða síðan at- kvæði þeirn manni eða mönnum, er þeir eftir beztu vitund og þekkingu telja maklegasta og líklegasta til að koma sem mestu góðu til leiðaríþarf- ir þjóðfélagsins. Allir þeir kjósendur, sem á þennan eða líkan hátt hafa verið veiddir, ættu við næstu kosningar að sitja kyrrir heima eða nota kjördaginn til annars þarfara en að sækja kjörþing þannig undir búnir. þ>á hyrfi þetta þjóðar- hneyksli úr sögunni og enginn þyrði að ámæla þeim fyrir það. En það ómetanlega gagn ynnu þeir sjálfum sér og ættjörð sinni, að þing- mannsefni vendust af því, að beita þessari smánarlegu aðferð við kjósend- ur; og minni eða vægari refsingu er ómögulegt að Iáta þá hafa en þegjandi fyrirlitningu þeirra manna, sem þess- ari aðferð hafa verið beittir. J>að getur verið, að sumir kjósendur þekki þassa menn að ýmsu góðu í öðrum efnum. En hvað um það. Hér er um stórhættulegan þjóðar- ósið að tefla í þessari grein, sem eng- um á að þolast. Að tala um orð- heldni kjósenda, er svo stendur á, nær engri átt. •Illur fengur illa forgengur«; og svo á það að vera. Annars væri til lítils, að vanda sig til orða og verka. Sveitarbóndi. ■■ Skörungskapur. |>að er ekki ætíð, að skörungar eigi svo hægt með að láta skörungskap sinn lýsa sér í athöfnum sínum, láta hann skína fyrir almenningi í glæsi- legum afrekum. Hann verður stund- um að hfma langdvölum hulinn og dulinn undir mælikeri, af því að ekki býðst tækifæri til að láta á honum bera. f>að er happ, þegar svo ber undir. Amtmaður vor hér syðra hefir lifað nýlega eina slíka happastund. Hann átti að úrskurða um áfengis- verzlunarleyfi, í fyrsta skifti síðan er áfengislögin frá 11. nóv. 1899 gengu í gildi. Umsóknar þessarar var getið hér í blaðinu um daginn, og þess um leið, að lögmæltri meðferð hennar í bæjarstjórn reiddi þanc veg af, að bæjarfulltrúarnir lögðu í móti henni því nær í einu hljóði, allir nema einn, auk þess sem nál. f viðstaddra kjós- enda hér í bænum, menn af öllum stétt- um, höfðu skorað á bæjarstjórnina að andmæla leyfinu. En amtmaður veitti leyfið eigi að síður! Alls eitt skifti annað mun hafa sótt verið um slíkt leyfi síðan er fyrnefnd lög gengu í gildi. |>að var norður á Ak- ureyri í haust eða vetur. Bæjarstjórn var á móti því þar líka, meiri hlutinn. En kjósendur munu hafa látið málið hlutlaust. Eigi að síður verður amt- maður þar á sama bandi og meiri hluti bæjarstjórnar og synjar leyfisins. Lögin eru söm, sem báðir amtmenn eiga að beita. En skiftir um, hver á heldur, og skörungskapurinn er ekki öllum jafnt mældur og úthlutaður. Málsatvik geta og ef til vill hafa verið ólík. Já, að nokkuru leyti. Nyrðra sótti um leyfið ekkja stór- kaupmanns, er lengi hafði verzlunina rekið, eftir hinum eldri lögum. Hér er það maður, sem ekki stóð í neinu löglegu, almenniúgi auglýstu sambandi við hinn fyrri leyfishafa. En það gerði þó konan við mann sinn, í Akureyrar-dæminu. Hafi hér verið eitthvert samband milli hins fyrri leyfishafa og umsækjanda, þá hefir það verið pukursamband. Og samband það hafði landshöfðingi ekki viljað taka gilt fyrir landssjóðs hönd, til rýrnunar tekjum hans. f>að vitnaðist, að umsækjandi hafði látið reka hér áfengisverzlun undan- farið fyrir sig ólöglega og undir ann- ars manns nafni. f>á er sagt sem svo, að hart sé að meina honum að halda henni áfram, þegar hann bjóð- ist meir að segja til að reka hana nú í sjálfs sín nafni og greiða lögboðið landssjóðsgjald fyrir leyfið til þess! Báðið til að hafa út áfengisverzlun- arleyfi hjó háyfirvaldi, hvað sem líður almenningsvilja og eindregnum tillög- um bæjar- eða sveitarstjórnar, er eftir því, að reka fyrst áfengisverzlun ólög- lega um tíma, helzt nokkur missiri. f>á er umsækjandi ekki lengur nýr maður, ekki byrjandi, ekki maður, sem æ 11 a r að stofna áfengisverzlun og vill fá leyfi til þess. f>á er hann maður, sem h e f i r stofnað slíka verzlun, og þá er honum óróttur ger, ef honum er ekki lofað að halda á- fram! Tilvitnuð lög gera ráð fyrir endur- nýjun áfengisverzlunarleyfis eftir fáein ár og setja fyrir því sömu skilyrði sem frumveitingunni. Einfeldningar hafa sjálfsagt hugsað sér, að þau laga- fyrirmæli kynnu að geta leitt af sér það, að einhver áfengisverzlun legðist niður með þeim hætti einhvern tíma. En hvað halda þeir að úr því verði, ef ekki þarf annað en að reka verzl- unina ó 1 ö g 1 e g a nokkur ár til þess, að verða rétthærri en ella til áfengis- verzlunarleyfis? Mundi þá ekki til- kallið verða enn helgara, þegar búið er að reka slíka verzlun 1 ö g 1 e g a nokkur ár? f>að er ákaflega notalegt, þetta, að geta orðið rótthærri til mikilsverðra hlunninda með því að nota þau fyrst ólöglega. Og svo skyldi þarað auki al- menningur og jafnvel sveitarstjórnar- völd fara að vilja amast við, að maður fengi hjá háyfirvaldinu lagaleyfi fyrir hlunnindunum. f>á hefir hann beggja skauta byr þangað sem hann ætlar sér. f>á blæs ennfremur í seglin hans nauðsynin að bjóða vilja almennings byrginn og láta kenna á embæctis- valdinu, — nauðsynin að sýna af sér skörungskap. Póstgufuskip Ceres, kapt. Kiær, kom 5. þ. mán. að morgni, á nndan áætlun. Til Yestmannaeyja kom með því frá Khöfn ur. Yaltýr háskólakennari Guðmnndsson og þau hjón — frúin hélt áfram hingað. En til Reykjavikur konsúll D. Thomsen, Daniel Bruun höfnðsmaður (í erindum land- mælingadeilar herstjórnarráðsins), C. Flens- borg skógfræðingur, iyfsalasveinn danskur til M. Lund lyfsala, Dorlákur Yilhjálmsson búfræð. frá Rauðará, og yfirmaður einn úr »Kristil. unglingafélagi« frá Sviss; auk þess áleiðis til Vestfjarða kaupmennirnir P. J. Thorsteinsson á Bíldudal, Pétur Ólafs- son á PatrekBfirði, A. Riis frá Isafirði og R. Riis frá Borðeyri. Frá Skotiandi frk. Kristin Sigurðardóttir og frá Færeyjum frú M. Sigurðsson kaupmanns og sonur þeirra hjóna. Ceres fór til Vestfjarð’a í fyrra kveid samkvæmt áætlun. • Óveltt prestakall. Barð í Fljótum (Barðs, Holts og Knappastaða sóknir) í Skagafjarðarprófastsdæmi. Mat, að frá dregnum 100 kr. árgjaidi til landssjóðs, 1270,72 kr. A brauðinu hvilir lán til húsabóta, sam- kv. ihbr. 16. júní 1897 (Stj.tíð. B.bls. 116), upprunalega 1500 kr., sem endurborgast með jöfnum afborgunum á 25 árum, auk vaxta. Uppgjafaprestur nýtur eftirlauna af brauðinu samkvæmt lögum. Veitist frá fardögum 1902 að telja- Auglýst 9. maí 1902. Umsóknarfrestur til 23. júni. Rangæiiiguriiin i Þjðlf og ósannindin. AS vísu er það mesta nauðungarverk, að svara eiuu orði persónúlegum óþokka- ritgjörðum, einkum þegar þær eru nafn- lausar, eða með fölskum undirskriftum. Þó má kalia, að maður sé neyddur til að bera aftur megnustu ósannindin, svo að ókunnugir lesendur sjái, að þessir skuggasveinar fara ekki með sólskæran sannleikann og eru ekki mjög meðala- vandir. I 9. tbl. Þjðlfs hefir einhver náungi, sem kallar sig Rangæing, fundið hvöt hjá sér að ausa úr sér óþokka-áburði um framkomu mína á síðasta þingi m. m., sem vitanlega er gjört í þeim tilgangU að reyna að sverta mig i augum kjós- enda minna fyrir kjörfundinn í vor, og gjöra tilraun til að koma mér frá þing- mensku, en sjálfum sér að, eða einhverj- um af sínu liði. Þó að grein þessi só öll saman sett af ósannindum, dettur mér ekki í hug að svara henni orði fyrir orð; eg vil að eins minnast á sannsögli höf. í fáum atriðum. Það fýrsta, sem hann byrjar á, er, að fræða menn um, að eg hafi farið í kosn- ingaleiðangur austur í sýslu í fyrra sum- ar, og fengið síra Eggert á Breiðabólsstað með mór til þeirrar ferðar. Þó að þetta hvorutveggja sé nú ekki meira en mörg þingmannaefni gjöra á þessum tíma, og ekkert fundið varhuga- vert við, þá hefi eg aldrei farið í kosn- ingaleiðangur, og því ekki þurft að fá neinn í fylgd með mér í þá ferð, og lýsi eg þvíhöf. ósannindamann að þessari sögusögn sinni. Svo lítur út, sem maður þessi geti ekki hugsað sér, að neinn sá, sem býður sig fram til þingmensku, geti átt nokkurt erindi að heiman nema í atkvæðasmölun, með því hann hefir fengið það í höfuðið, að fyrst eg fór austur í sýslu í fyrra sumar, þá hafi eg hlotið að vera í kosningaleið- angri. F'erðasaga mín austur í sýslu, sem höf. kallar kosningaleiðangur, er rétt sögð þannig: Um miðjan slátt var maður sendur til mín austan úr Fljótshlíð með bréf þess efnis, að tilkynna mér, að einhver ónefndur náungi hefði komið þeim mönn- um, sem lofað höfðu lifandi fénaði í Stokkseyrarfélagið fyrir útteknar vörur, til þess að brigða þessi loforð sín (þó á móti vilja deildarstjóra). Var eg því neyddur til sem formaður fólagsins að kalla hið bráðasta saman fund í Fljóts- hlíðardeildinni, til þess að fá menn ofan af þessu örþrifaráði, þar eg var búinn að tilkynna umboðsmanni félagsins fón- aðartöluna, og h&nn því að ætla því rúm í fénaðarflutningaskipum fólagsins. Fundur þessi var haldinn í Teigi. Þar var síra Eggert á Breiðabólsstað staddur, og gat eg þess við hann, að eg væri að hugsa um að skreppa austur undir Austureyjafjöll, því þangað hefði eg aldrei komið, en nokkrir kunningjar mínir boðið mór heim til sín. l’alaðist þá svo til, að síra Eggert slóst í ferðina með, helzt, að eg hugsaði, til að finna prófast sinn, síra Kjartan í Holti, Dg prestinn í Eyvindarhólum, sira Jes. Að eg í ferð þessari hafi beðið nokkurn mann að kjósa mig til þings eða fengið nokkurn atkvæðasmala fyrir mína hönd, er helber uppspuni, og leyfi eg mér að bera það undir alla sannorða meun, er eg talaði við í þeirri ferð, hvort svo hafi verið. Það eina, sem eg gerði kosning- unni viðvíkjandi, var það, að eg spurði tvo bændur, hvort þeir vildu gerast meðmælendur mínir við kosninguna, e f þeir ætluðu að kjósa mig. Þá er höf. að fræða lesendur fyr- nefnds blaðs á því, að eg hafi brugðist

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.