Ísafold - 10.05.1902, Blaðsíða 3
107
síra Eggert, aö styrkja hann við kosn-
ingarnar. Þetta lysi eg einnig hrein
ósannindi; eg hefi aldrei talað eitt orð
á móti síra Eggert snertandi kosningu
hans, og skora eg á þá menn, ef nokk-
urir eru, sem það bera, að korna í Ijós
og sanna sögu sína.
En það skal eg játa, að eg hefi
aldrei gjörst atkvæðasmali hans eða
nokkurs annars manns, og mun aldrei
gjörast. Því sú aðferð er í mínutn
augum hæði ódrengileg og óeðlileg; því
eg álít, að kjósendurnir eigi að velja
sér þingmann, en þingmannsefnið ekki
að velja sér kjósendur.
Um ósjálfstæði á þingi, sem maður
þessi er að bera á mig, dettur mér ekki
í hug að svara. Eg stend þar undir
dómi mikið merkari manna en höf.
auglj'sir sig að vera í Þjðlfs-greininni,
sem líta með alt öðrum augum en hann
á framkomu mína þar.
Þá er höf. að fræða menn um það,
að ræða sú, sem eg hélt í stjórnar-
skrármálinu á kjörfutidinum, hafi verið
svo tvíræð, að báðir flokkarnir hafi
tekið sér hana tii inntektar.
Eg finn enga ástæðu að fara að taka
orð mín hér upp, sem eg talaði þar.
Það eru kjósendur kjördæmisins, sem
hann svertir þar mest með þessum á-
burði, að þeir hafi ekki skilið jafn-ljósa
tölu eins og sú var, sem eg hólt þar.
Enda hefi eg ekki heyrt nokkurn af
þeim 200 manna, sem kusu mig, kvarta
undan því, að þeir hafi ekki skilið mál
mitt. Enda þori eg að bera það undir
dóm allra þeirra, sem hafa heyrt mig
tala og satt vilja segja — bætSi á þingi
og utan þings —, hvort mér sé lagið
að tala svo tvíræðu máli eða vefja svo
utan um skoðun mína, að enginn skilji
það.
Eg finn enga ástæðu, að virða mann
þenna frekara viðtals en eg hefi hór
gjört, fyrst mann-tötrið fer með svo ill-
kynjað málefni, að hattn hefur ekki
þor til að skrifa nafn sitt undir sitt
persónulega bull, heldur breiðir yfir
sjálfan sig með syslunafninu, sem flestir
sýslubúar munu kunna honum óþökk
fyrir.
Að endingu vildi eg óska, að þegar
»Rangæingur« þessi tekur sór penna í
hönd næst, til að skrifa illgirnis-áburð
um mig, að hafa einurð eða þor til, að
skrifa nafn sitt undir, og mun eg þá
svara honum ítarlegar en hér er gjört;
og þó honum kunni að takast, að út-
vega sér eða sínum fylgifiskum einstakra
manna álit rneð því, að ausa saur á
saklausa menn, þá hefir það ekki
brugðist hingað til, og mun ekki bregð-
ast í þetta sinn, að þannig aflað álit
verður endaslept; þar mun máltækið
sannast, að »illur fengur illa for-
geugur«.
Hala 19. apríl 1902.
pórður Guðmundsson.
>Svartasti bletturinn*. Svo segir
aftnrhaldsmálgagnið að það sé, kjördæmið
okkar, Gullhringu- og Kjósarsýsla, —
svartasti hletturinn á öllu íslandi í stjórn-
málaskoðunum. Það stóð, trúi eg, i »kálf-
inum* frá 2. þ. mán. Bregður okkur um
heimsku og skrælingjaskap. Yið séum
með öðrum orðum sauðsvörtustu heimskingj-
arnir á íslandi. — Það er hrætt um, að vér
munum ekki kjósa eftir þess höfði.
Þeir eru að vonzkast út af þessum vitn-
ishurði, sumir sveitungar mínir, og heitast
við þetta dýrðartól. En eg geri ekki
nema heimska þá fyrir það og hlæ að
þvi. Þið kunnið ekki gott að þiggja, segi
eg þeim. Þið vitið ekki, hvernig á að
lesa -gagnið til þess að fá út úr því sann-
leikann, — hvernig skyngóðir menn og
þess hnútum og háttum kunnugir fara að
lesa það, þeir sem það gera á annáð
borð. Þið sannið það, segi eg, að við
förum úr þessu að fá orð fyrir að vera
hinir mentuðustu og þroskuðustu kjósendur
á landinu. Sunnanmaður.
Fyrirlestnr
flutti hr. C. Fermaud, erindrekinn
frá yfir8tjórn »Kriatilegs Ungmenna-
félag8« hór í Iðnaðarmannahúsinu
uppstigningardagskvöld, um þann mikla
og merkilega félageskap. Fyrirlestur-
inn var vel sóttur og áheyrilega flutt-
ur, á dönsku. þaulvanur ræðumaður
og mælskur. Sungið fyrir og eftir af
söngflokk Unglingafélagsins hér, undir
forustu hr. Brynj. þorlákssonar. Lekt-
or f>órh. Bjarnarson setti fundinn. —
Ekki er rúm hér til að skýra frá efni
fyrirlestursius.
Slgling. Gufub. Reykjavik (“Waardalh)
kom hingað frá Mandal í fyrra dag og hóf
ferðir sinar hér um flóann i gær.
Enn fremur kom í gær frá sama stað og
til sama kaupmanns bér (B. Guðm.) gufu-
skip Scandta (Petersen) með'timburfarm.
Veðurathuganir
Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1902 maí |r crr W ct^ < (T> o* G W 3 3.5 “ 7T o & tn
3 S OQ ö Ct- ET æ at p CTQ 3 B * P Sn
Ld. 3. 8 762,9 2,5 N 1 4 0,0
2 763,5 4,6 N 1 8
9 763,9 1,3 N 1 2
Sd. 4. 8 766,0 0,8 NW 5 -1,9
2 767,0 2,6 NW 1 10
9 767,6 2,3 N 1 6
Md. 5.8 769,7 3,3 E 1 3 -0,1
2 770,6 6,3 NW 1 4
9 7)1,2 5,7 0 9
Þd. 6.8 772,4 5,8 E í 9 0,1
2 772,2 7,7 8E 2 10
9 770,6 6,7 8E 2 10 6,7
Md. 7.8 768,9 8,4 S 1 10 5,2
2 769,3 10,5 0 10
9 769,8 9,0 0 10 0,6
Fd. 8. 8 769,9 9,1 s 1 10 7,2
2 770,9 9,6 8 1 10
9 771,3 8,6 SW 1 10 9,5
Fsd. 9.8 770,7 8,8 8 1 10 7,1
2 770,7 9,5 sw
9 770,7 6,9 0 10
Athygii ainiennings
skal hér með vakin á því, að í
klæða-verzlun
H. Andersen i Sen's
16 Aðalstrœti 16
er nú aftur komið mikið úrval af:
Manchettskyrtum — Krögum —
Flibbum — Manchettum — Slifsum
Kragahnöppum — Manchetthnöppum
Göngustöfum — Herrahönzkum,
—- Egta Normal-Nærfatnaði o. fl. —
Waterproofs-kápur
Havelocks, að eins úrval eftir
nýjustu tizku. Mikið úrval af
cTilSúnum Jatnaéi,
tilbúnum á vinnnstofu okkar, sem selst
ódýrt bæði gegn borgun út í hönd
og móti innskrift.
Fermingarkort
fást í verzlun
B.H. Bjarnason.
Hjá undirskrifuðum fást
garð- ogjarðræktarverkfæri
af beztu tegund, mjög ódýr.
Reykjavík 9. maí 1902.
Bj. Guðmundsson.
cTSöiJur ýrnis konar og
Barnavöggur fást í
verzl. NÝHðFN.
Hér með tilkynnist vinum og vandamönn-
um, að fósturmóðir mín elskuleg, frú Jónina
Magnusson, andaðist að heimili sínu hér í
bænum 2. mai.
Reykjavík 5. mai 1902.
Sigríður Pótursdóttir.
Guðjón Sigurösson
s e 1 u r:
Yasaíir — vönduð og vel aftrekt.
\ - GULLÚR 14 karat 25 kr. til 250 kr.
S 1 L F U R Ú R 12 kr. til 55 kr.
MKKELÚR 7 kr. til 25 kr.
Miklu \A, /d\ STOFUÚR alls konar; gangandi I dag, 7 daga,
meira urval 14 da9a’ 400 daga Ver®: 2 *'* 200 kr'
Úrfestar alis konar, frá 50 aura til 100 kr.
Borðbúuaður úr prófsilfri og silfurpletti
Skrautgripum að eins bez,u sortir
- $ Teikniáhöld 2,50 til 15 kr.
"vV
en sést hefiráð
ur hér á landi af
íif silfri gulli og gimsteínum
Armbönd 2 til 70 kr
GULLHRINGAR 8 og 14 kar.
2,25 til 100 kr.
Stifsi.snælur (Brocher) 50 a. til 40 kr.\\ £\\^\
Kapsel, Slifsprjónar, Manchettuhnappar ogm.fl'
SJÓNFÆRI Optiskar vörur alls konar: \ /
Kíkjar 5 til 40 kr. Smásjár (Mikroskop) frá 50 a.
Stækkunargler og alls konar Gleraugu
Loftvogir (Barometer) 5 tll 30 kr. Hitamælar alls konar.
, Rafmagnsmaskinur
Vasakompásar
Hafjafnar
^ O
og margt fleira.
<o
Saumavélar úr stáli, viðurkendar að vera hiuar beztu.
c7Cvargi Jqfn~óéýrt Jíir gœóum.
hefur ætíð nægar birgðir af alls konar
niðursoðnu kjötmeti, fiskmeti, ávöxtum og grænmeti
Mikið úrval! Lág*t verð!
««i>í
Vasaur, Stundaklukkur,
Úrkeðjur, Saumavélar,
Barometer. Kíkirar,
dio~r~ó-6~ú~n~a-é~u~r
úr nikkelsilfri,
S~R~r~a~u~i~m~u~n~i~r
úr gulli, silfri og »talmi« o. m. fl.
Betri innkaup, og þvi alt
með lægra verði en áður.
Magnús Benjarninsson.
Sporf/iufurnar ensRu
sem nú eru hæst móðins eru
nýkomnar í verzl. NÝHÖFN
Yið Timbur- og koíaverzl.
cTtoyfyavíR
fæst T i m b u r af öllutn sortum
Kol og Cement
alt með mjög góðu verði.
Reykjavík 9. mai 1902
Bj. Gruðmundssoii.
Iðnaðarmannafundur.
Samkvæmt ákvörðun Iðnaðarmanna-
félagsins verður fundur haldinn fyrir
alla kosningabæra iðnaðarmenn i Reykja-
vík laugardagiurt 10. þ. m.
A fundittum mæta þingmannaefni
bæjarins til að lýsa skoðununt sínum á
iðnaðarmálum.
Fundurinn verður haldinn í Iðnaðar-
mannahúsinu og byrjar kl. 8 síðdegis.
Reykjavík 10. maí 1902.
Guðrn. Jakobsson, Sigv. Bjarnason,
formaður. ritari.
T Tndirskrifuð tekur að sér að kenna
enstii. Enn fremur kenni eg
stúlkubörnum ýmsar hannyrðir.
Jarþrúður Bjarnadóttir.
5 Skólastræti 5
(Meublep)
verzl. Nýböfn
Fjaðrastólar
Strásetustólar
Tréstólar
Ruggstólar
Stofuborð
Spilaborð
Konsolspeglar
Kommóður
einnig járnrúm o. m. fl.
Laugardaginn 17. þ. m. kl. 12
á hádegi verður í barnaskólahúsi Sel-
tjarnarneshrepps; haldinn hinn fyrri
ársfundur búnaðarfélags Seltjarnar-
neshrepps; áríðandi að félagsmenn
mæti, þar sem á að ræða og samþykkja
breytingu á lögum félagsins.
Lambastöðum 9. maí 1902.
Ingjaldur Sigurðsson.
egta schw, rúss.Steppe
dansk Bachsteiner
Myse
Mejeri
Ostur
í verzl „NYHÖFN“.
Uppboð.
Föstudaginn 16. þ. m. verður opin-
bert uppboð haldið á ýmsu góssi frá
skipinu »Liane« frá Dunkerque, svo
sem: brauði, kartöflum, fleski, baun-
um, kognaki, öli, nokkur hundruð
tunnum af salti, tunnum, körfum, færum,
og fleiru tilheyrandi útgjörð skipsins*.
Uppboðið byrjar kl. 11 f. h. á Ióð
verzlunarinnar Nýhöfn við Hafnar-
stræti.
Uppboðsskilmálar verða auglýstir á
undan uppboðinu.
Reykjavík, 7. maí 1902.
___________Jón Vidalin_____________
Passíusálmar • skrautbandi eru
lagleg fermingargjöf, fátæklingum ekki
of vaxin. Kosta 2 kr.
(Bókverzlun ísafoldar)._____
Ritstjóri Björn Jónsson.
Isafoldarprentsmiðja