Ísafold - 21.05.1902, Side 2

Ísafold - 21.05.1902, Side 2
118 dróttseti Friðriks koaungsefnis, fyrir Danmörku; og Bernadotte konunga- sonur fyrir Svíþjóð. Eins og meginreglan bendir til, starfa féiögin sumpart inn á við, að því að glæða og atyrkja lifandi og starfsaman kristindóm með félagsmönn- um, og sumpart út á við, að vekja þá, sem eru glataðir synir og ekki er enn farið að langa heim. — Eðlilega er talsverður munur á því í ýmsum lönd- um, hversu vel tekst að ná þessum tilgangi. Að ým8U öðru leyti koma og félög- in miklu góðu til ífeiðar, sumpart hvert á sínum stað, með því t. d. að veita ungum mönnum ódýra kenslu, hús- næði, fæði og samkomustað í húsum félagsins, sumpart styrkja þau og bróð- urbandið milli allra evangelisk-krist- innamannajog félagsmenn, sem eru á ferð, geta hvarvetna búist við beztu viðtökum hjá félagsbræðrum sínum, þótt í öðrum löndum eða heimsálfum 8é. Ræðumaður, sem hefi ferðast síðustu 25 árin fram og aftur um alla Norð- urálfu, Litlu-Asíu og Vesturálfuna í þarfir K. F. U. M., gat þess og, að páfatrúarmenn væru oftast mjög mót- fallnir þessari starfsemi. Hann varð fyrir grjótkasti á strætum úti í bæ einum á Spáni, af því að hann fylgdí ekki páfavillu, og í Austurríki var einu sinni rétt komið að því, að honum yrði varpað í fangelsi, af því að hann prédikaði ekki kreddur páfans. — það væri annars mikilsvert, ef hr. Fermaud vildi segja almenningi dálít- ið frá ástandinn meðal páfatrúarmanna; hann þekkir það af eigin sjón og raun, og menn mundu að líkindum gæta sín betur fyrir páfavillunni frá Landakoti, ef þeir vissu betur um áhrif hennar þar, sem hún er ein um hituna. »Kirkjuleg« blöð á Rússlandi reyna og að gjöra K. F. U. M. tortryggileg, og telja þau xhættuleg ríkinu«, af því að þau eru evangelisk. Að lokum fór ræðumaður nokkrum orðum um, hversu mikil blessun það mundi verða íslandi, ef hreyfing þessi, sem þegar væri byrjuð hér í höfuð- staðnum, mætti festa dýpri rætur, komast í fast skipulag og færast út um landið svo víða, sem UDt væri. — Fyrirlesturinn var prýðilega fluttur, og hefir hr. Fermaud farið mjög fram í að tala dönsku sfðan fundum okkar bar fyrst saman í Danmörku haustið 1900; en samt er honum enn liðugra um mál á ensku, og kom það greini- lega í ljós síðastliðið sunnudagakvöld, þá pródikaðí hann á ensku í G.-T.- húsinu, en fröken Ólafía Jóhannsdótt- ir var túlkur. S. Á. Gislason. Eitthvað gengur nú ál Það er ekki tekið út með sitjandi sæl- unni fyrir »erindrekanum«, ísfirzka yfir- valdinu, að komast á þing aftur. Hann hornaði núna um háveturinn mik- inn hluta kjördæmisins, vesturfirðina, Djúp- ið innanvert og Jökulfirði. Snemma á einmánuði leggur hann því næst út í Hnifsdal og Bolungarvik, og hef- ir með sér stórpolitíkusinn Jón Laxdal, gér til aðstoðar, til þess að brýna fyrir kjósendum þau atriðin, er hann vildi síð- ur ympra á sjálfur í margra manna áheyrn: að muna nú eftir að kjósa sýslumann og »skuggann« hans vestan úr fjörðunum (M. Ó„ »fórnarlambið«). Skálavík heitir hygð ein litil úti á yzta útnorðurkjálkanum vestan Djúps, — vestan Stigahlíðar. Þangað leggur sýslumaðnr úr Bolungarvik all-erfiðan heiðarveg gang- andi og í töluverðri ófærð. Stefndi siðan til fundar þar, og biðnr kjósendur hvern um sig einslega, að greiða sér atkvæði á kjör- fundi. Sama hafði bann hitt á heiðinniog bar þar fram sömu tilmæli. Fremur litla áheyrn hafði hann fengið, að mælt er. Yarð mörgum fyrir að skopast að þessum atgangi i sinn hóp; þótti þetta varla ein- leikið. Skömmu eftir heimkomuna úr þessum erfiða ieiðangri hafði sýslumaður lagt upp í nýja ferð, um Skutulsfjörðinn sjálfan, hæ frá bæ, i sams konar atkvæðasníkjum. Þar sem þær urðu árangurslausar, i þess- ari ferð og öðrum, bað hann kjósendur að finna sig samt fyrir kjörfundinn; lætur jöfn- um höndum liggja hoð fyrir þeim, er í kaupstaðinn koma, að finna sig til viðtals. Þá á að gera að þeim siðustu atreiðiua. Skrifleg atkvæðaloforð handa þeim sýslumanni hefir og verið reynt til að láta kjósendur skrifa undir i þessu kjör- dæmi sem öðrum, þar sem afturhaldsliðið hefir uppi seglin. Dreift út prentuðum eyðublöðum undir slik loforð, sumir segja hreppstjóraleiðina, eins og væri þetta em- bættiserindi. Sumir hreppstjórarnir kváðu þó hafa endursent eyðuhlöðin ósnert heim á sinn hrepp. Fyrir skömmu — segir í bréfi af ísaf. frá miðjum f. mán. — hélt sýslumaður leynifund með helztu fylgifiskum sinum hér, og var þar jafnað niður á fundarmenn öll- um kjósendum í sýslunni, og skyldi enginn undan falla, er eigi yrði reynt við til þraut- ar að fá til að kjósa sýslumann. Auk hinna botnlausu lyga og rógs um mótstöðnmenn sína, er afturhaldsliðið beitir hér sem í öðrum kjördæmum, bryddir jafn- vel á greinilegustu hótunum við kjósendur. Sagði þó yfirvaldið svo á þingmálafundar- nefnu þeirri, er hann skaut á hér i kaup- staðnnm í vetur einu sinni, að hann vildi ekki nýta það atkvæði, sem ekki væri gef- ið af frjálsum vilja. Já, það átti svo sem að slá ryki i augu kjósendum! En, sem hetur fer, láta mjög fáir kjósendur teyma sig til fylgis við afturhaldsþingmannaefnin með jafn-lúalegri aðferð og sá flokknr htf- ir í frammi hæði hér og annarstaðar. En sú logandi, sjóðandi, hrennandi föð- urlandsást! (Fréttir þessar eru snmar eftir nýju hlaði ísfirzku, er Sk. Thoroddsen heldur þar úti um þessar mundir vegna kosning- anna og »Sköfnungur« heitir; en sumar eftir hréfum þaðan). ílensborgarskölinn. Skólaárið liðna nutu 33 nemendur tilsagnar í skólanum, 27 í cjagnfrœða- deildunum og 6 í kennaradeildinni. Aðalpróf í yngri gagnfræðadeildinni var haldið á venjulegum tíma, í marz- lok; en nemendur eldri deildar báðust eftir því, að námstíminn væri að þessu sinni lengdur um einn mánuð, og var burtfararpróf því ekki haldið fyr en í lok aprílmánaðar. Utanskólaprófdóm- endur voru þeir prófasturinn í Görð- um síra Jens Pálsson og Páll Einars- son sýslumaður. Að eins 4 luku prófi; 3 tóku ekki prófið, fóru úr skólanum í aprílmán.; einn sýktist í miðju prófi og tveir gengu frá prófi. |>e8sir luku burtfararprófi: 1. Egill Frlendsson aðaleink.dáv. + 5,21. 2. Jörgen Hansen — dáv. 5,06. 3. Sigurður Stefánss. — - — 5,00. 4. f>órá f>. Guðjohns. — — 4,96. í kennaradeildinni var próf haldið 10. og 12. þ. m. og luku því 5 nem- endur með þessum einkunnum: 1. Einar Gíslason, sonur Gísla bónda Guðmundssonar á Urriðafossi í Ar- nessýsu (f. 13. júní 1878) með ein- kunninni vel + bókl., dável 4- verkl. 2. Guðmundur Halldórsson, sonur Halldórs snikkara Guðmundssonar úr Fljótshlíð í Rangárvallasýslu (f. 4. okt. 1877) dáv. + bókl., vel + verkl. 3. Jón Hinriksson, sonur Hinriks bónda Jónssonar, áBrekkukoti í Gull- bringusýslu (f. 23. maí 1881) vel + bókl., vel + verkl. 4. Sigurður Ólafssou, sonur Ólafs bónda Sigurðssonar í Kirkjuvogi í Gull- brmgusýslu (f. 1. marz 1884) vel bókl„ dável + verkl. 5. forleifur Erlendsson, sonur Er- lends bónda Guðmundssonar á Jar- langsstöðum, Mýrasýslu (f. 15. marz 1876) dável + bókl., vel + verkl. Einn nemandi lauk ekki prófi. Auk hinna reglulegu nemenda þessarar deildar, fekk fröken Margrét þorkels- dóttir frá Reykjavík leyfi til að hlýða á kenslu í uppeldisfræði nokkurn tíma seinni hluta vetrar og vera við hinar verklegu kensluæfingar. Prófdómendur við þetta próf voru þeir prófastur síra Jens Pálsson í Görðum og Sigurður kennari Jónsson í Reykjavík. Verkefni í ritgerð: móðurmálskenslan. Að skií’ta um þingmann. Svo óljósar eru hugmyndir sumra kjósenda Um skyldur þeirra og réttindi, að þeir hugsa sér það stórvansa, ef ekki beina óhæfu og jafnvel nokkurs konar samnmgsrof, að skifta um þiug- mann. Ekki mundu þeir hinir sömu þó vera í neinum vafa um, að þeim væri full- heimilt og alveg vansalaust, að skifta um vinnumann. Vinnumann hafa þeir ráðið eða vist- að til sín til árs eða annars ákveðins tíma. |>eir hika ekki við að láta þann vistaisamning óendurnýjaðan og taka sér annan vinnumann i hins stað, ef svo ræður við að horfa, — ef þeim hefir t. d. líkað miður vel við fyrri manninn, reynst hann síður en við var búist eða um samið, eða þá ef þeir þarfnast næsta ár manns, sem betur kann til þeirra sérstaklegra verka, er þá stendur til að vinna. Heimskingi mundi hver sá bóndi talinn, er öðru vísi færi að ráði sínu. Alveg sama er um þingmenskuna eða þingmannsráðningu, og ábyrgðin þó enn meiri þar að því leyti til, svo kjósandi ræður jafnframt fyrir aðra en sjálfan sig og þá ekki síður til miklu ábyrgðar meira starfs, er við liggur heill lands og lýðs. |>ingmaðurinn hefir ef til vill brugð- ist vonum kjósanda. Hann hefir van- rækt það, er áskilið hafði verið af honum eða hann heitið sjálfkrafa að vinna að á þingi. Hann hefir stutt þann málstað, er kjósandi ætlaðist sízt til. Hann hefir hrósað happi að hafa haft gagn af atkvæði kjósanda til að tildra sér upp í þingsessinn, en lifað þ á og látið sem honum sjálfum sýnd- ist eða vinum hans og lagsmönnum kom bezt, en skotið skolleyrum við á- minningum samvizkunnar um skyldur sínar við kjördæmið og landið alt. Væri þá nokkurt vit í, að endur- kjósa slíkan mann? Önnur ástæða til að gera það ekki getur verið sú, að þingið hafi í það sinn aðallega með höndum annað verkefni en áður, þannig vaxið, að til þess sé hÍDn fyrri þingmaður býsna- ólaginn, en annar eða aðrir bjóðist, er til þess verks kunna raiklu betur. Væri ’þá ekki stakasta ráðleysa, að skifta ekki um? Mundi ekki [hlegið að þeim bónda, er líkt stæði á fyrir og kæmi sér þó ekki að því, að skifta um vinnumann? Fyrnefndum misskilningi veldur sú skaðræðis-ímyndun, að þingmenskan sé »brauð«, embætti eða arðvænleg at- vinna, sem ekki sé drengilegt að svifta menn fyr en í fulla hnefa, fyrir ein- hverjar stórsakir. f>að vakir ekki nógu glögt fyrir mönnum, að þing- menska er ekkí annað en hjáverka- erindi, þótt vandasamt sé og ábyrgð- armikið, lajust við alla atvinnuhug- mynd eða embættis, enda ætlast til, að þingfarareyririnn sé ekki annað en endurgjald fyrir útlagðan kostnað, sem hann og ekki er yfirleitt; verði nokkur fjárhagnaður að þingsetunni, þá gangast þeir einir fyrir honum, sem ekkert erindi eiga á þing ella, og á það einnig fylliiega heima um þá, sem eiga heimili á þingsetrinu og standa þó bezt að vígi að græða á þingsetunni, en eru gerðir öðrum jafnir í »dagpeningum« til þess helzt, að ekkert kjördæmi gangist fremur fyrir þeim en öðrum fyrir sparnaðar sakir. Aðal-atriðið er fyrir kjósendur, að minnast þess jafnan, að þeir eiga að kjósa eftir sannfæringu sinni og engu öðru, sannfæringunDÍ um það, hvað laudi og lýð muni heilladrjúgast. — Öðru eiga þeir ekki að skifta sér af. Erfiður þvottur. Að eiga að verja lögleysur gjörráðra og drotnunargjarnra valdsmanua, klóra yfir hvers konar misfellur hjá þeira, breiða skýlu yfir rangindin, gera svart að hvítu — óviðfeldin icja hlýtur þad að vera, eitt með leiðinlegri óþrifa- verkum í mannfélaginu. Misfimlega lætur það þeim, er við það fást, eins og hvert annað verk. Flestir gera þeir eitt af tvennur annaðhvort þræta fyrir verknað- inn, misferlin, lögleysuna, meðan þess þe8s er nokkur kostur, meðan ekki er lögð fram lögfull sönnun fyrir því, að hið vítaverða athæfi hafi framið verið, e ð a þá, ef það sund er lokað, leita, uppi einhvern lagastað, er toga má. svo og flækja, að fáfróðum s ý n i s t hann vera heimild fyrir hinu vítaverða athæfi. Afturhaldsmálgagnið átti hér uni' daginn það verkefni af hendi að inna, að fóðra þá lögleysu eins verndardýr- lings þess í valdsmannssæti, er segir frá hér í blaðinu 12. þ. mán.: bréflega skipun snæfelska yfirvaldsins til manns, er kærður hafði verið, um að taka sér ferð á hendur til yfirheyrslu 2 dagleiðir fram hjá varnarþingi sínu, þótt ekkj væri honum úrskurðað varð- hald né nein lögleg átylla önnur til þess að svifta hann varnarþingsrétti hans, hvort heldur er heimilisfangs eða verknaðar; um annars kyns varn- arþing gat eigi verið að tefla, með því að maðurino hafði alls eigi höndl- aður verið eða fangelsaður. Hvernig fer nú málgagnið að? þrætt fyrir athæfi sýslumanns gat það ekki. |>ví hin ólöglega skipun varbréfleg og birt á prenti í staðfestu eftirriti. Fóðrað hana með neinum lagastaf gat það ekki heldur eða tilberar þess; því hann er enginn til. Hvernig á það eða þeir að komast fram úr þeim kröggum? Einhverjum kann að detta í hug, að ráðið muni vera þetta sama, sem mest tíðkast í hóp þeirra félaga aftur- haldsseggjanna: að skrökva ein- hverju upp út í loftið, og þá í þessu dæmi að skrökva upp einhverjum laga- stað fyrir lögmæti fyrnefnds tiltækis sýslumanns. Nefna til dæmis ein- hverja tilskipun, sem alls ekki væri til og hefði aldrei til verið. Nei. f>að, eða tilberarnir — réttara sagt — hafa látið sér hugkvæmast miklu nýstárlegra ráð.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.