Ísafold - 21.05.1902, Qupperneq 3
119
þéir vitna e k k i í tilbúna eða fals-
aða lagastaði og e k k i í vafasama
lagastaði, sem viðlit kynni að vera til
að toga svo, að þeir kynnu að aýnast
hafa að geyma einhvern stuðning fvr-
ir lögmæti hins vítta atferlis.
þeir vitna einmitt í sjálfa þá staði
í lögum vorum, er banna að draga
menn burtu frá sínu varnarþingi.
þeir vitna í fyrirmæli konungsbréfs
um varnarþing í sakamálum frá 16.
febr. 1787, svo látandi:
»Og skal einnig varnarþing saka-
manna eftirleiðis vora annaðhvort þar,
er þeir voru handteknir, eða þar, er
brot það var framió, er þeir eru kærð-
ir fyrir«.
þetta er viðauki við aðalvarnar-
þingsregluna í N. L. 1—2—4 (heimil-
isvarnarþingið), — heimild fyrir að
nota verknaðarvarnarþing í stað hins.
tíandtökuvarnarþing getur ekki komið
til greina í þessu dæmi, með því að
maðurinn hafði alls eigi verið hand-
tekinn.
það voru einmitt þessi tvö varnar-
þing, heimilisfangs eða verknaðar, er
nefnd voru í ísafold um daginn og
skýrt frá, að yfirvaldið hefði báðum
hafnað með skipuninni um að ákærði
skyldi koma inn í Stykkishólm til yf-
irheyrslu og til að standa fyrir máli
sínu — sakamálinu, er það væri höfð-
að. Með öðrum orðum: höfð í frammi
hin greinilegasta lögleysa.
Og svo er máltól téðs yfirvalds og
þess vina og vandamanna látið vitna
í einmitt þann lagastað, er sýnir og
sannar lögleysuna!
Hlálegri og háðulegri skepnumeðferð
er ekki gott að hugsa sér.
Og svo er -gagnið til frekari fylling-
ar látið tjalda með annari tilvitnun,
tilvitnun í yfirvaldsbréf nokkurt, kan-
sellíbréf, er hefir það tvent sér til á-
gætis í þessu máli, að það er hvorki
lög, n ó minnist einu orði á varnar-
þing.
það er forkostuleg frammistaða,
þetta!
því er treyst hér sem oftar, að ekki
verði farið að grenslast neitt eftir um,
hver sannleikurinn sé, annaðhvort af
auðtrygni og hugsunarleysi, eða af því
því, að það er nokkurum erfiðleikum
bundið.
Bins er hér átt undir, að fæstir hafi
lagasafn, við höndina og þótt svo væri,
þá hugkvæmist þeim alls ekki að fara
að fletta upp hinum tilvitnuðu laga-
Stöðum, heldur reiði sig á, að ekki
væri verið að nefna þá svona ræki-
lega, ár og dag m. m., ef ekki væri þeir
örugg sönnun þess, sem fram er
haldið.
f>eir fljóta á bíræfninni, taumlausri
biræfni.
|>að er alveg eins og ef einhver
vitnaði < 8. boðorðið því til staðfe3t-
ingar, að leyfilegt væri að ljúga. Eða
< hegningarlögin því til sönnunar, að
ósaknæmt sé að fremja hvern sem
vera vill hinna mörgu glæpa, sem þar
eru upp taldir og hegning við lögð.
Eða þá, svo vér nefnum eiht dæmið
et>n, — vitnað í gjafsóknarlögin frá
1878 því til styrkingar, að skipa beri
kéraðslækni, sem blað flytur þá frétt
urn eftir skilríkra manna frásögn, að
hann hafi ekiii komið á skarlatsBÓttar-
bæ einn í héraði hans, — skipa hon-
um að hreinsa sig af þeim áburði með
lögsókn á hendur blaðinu, en hirða
ekki um að láta sbiftaráðanda hreinsa
sig af þeim áburði, að hann hafi róið
öllum árum að því að hafa 1000 kr.
af dánarbúi, er hann hafði til með-
ferðar.
Fyr má nú vera óhöndulega þvegið
en þetta!
Þingmáiafuiidir.
Ves tur- S kaftfe llingar.
þeir héldu fund í Vik 12. f. m.
f>ar voru á fundi 62 kjósendur. Fund-
ar8tjóri þorst. Jónsson, skrifari Ey.
Guðmundsson.
Fyrsta mál á dagskrá var stjórnar-
skrármálið. Lýsti þingm. (Guðlaugur
sýslum.) gangi þessa máls frá því end-
urskoðin hófst, og hvernig það horfi
við nú; hann tók fram stefnu sína í
þessu máli og lagði að síðustu þannig
lagaða tillögu fyrir fundínn, er sara-
þykt var sfðan í e. hlj.:
»Fundurinn aðhyllist tilboð stjórnar-
innar um breytingu á stjórnarskránni,
þannig, að ráðaneytið verði búsett í
Reykjavík, svo framarlega sem því
eigi fylgja nein skilyrði, er rýri sjálf-
stæði landsins í sambandi við Dan-
mörku, Dé raski landsréttindum þess«.
Bankamálið. I því kom fram sú
tillaga, að þingið gjöri fullnægjandi
ráðstöfun til að koma peningamálum
landsins í sem bezt horf. |>að var
samþykt í einu hljóði.
f>ví næst var rætt um laun em-
bættismanna og samþ. í einu hljóði,
að setja sýslumenn landsins á fasta-
laun frá 3500—2500 kr. et'tir hlut-
fallslegum erfiðleikum.
Mentamál álpýðu. Samþykt í e.
hlj., að þingið styrki sem bezt barna
skóla og kennaraskóla í landinu.
f>á var rætt um samgöngumálið',
fundurinn áleit nauðsynlegt fyrir þetta
hérað, að geta fangið greiðari samgöng-
ur hingað til Víkur á sjó, og var í
e. hlj. samþ. sú tillaga, að þingið
gjöri ráðstöfun til, að strandferðaskip-
ið komi við í Vík í hverri ferð austur
um land og að austan.
Kom fram tillaga um að laun ljós-
mæðra verði eftirleiðis greidd úr lands-
sjóði og það samþykt í e. hljóði.
Loks voru Uorfellislögin tekin til
meðferðar og eftir nokkrar umræður
var sú tillaga borin undir atkvæði,
að lögin um heyskoðanir og meðferð
á skepnum séu numin úr gildi, af því
að fundurinn áleit, að næg reynsla sé
fengin fyrir því hér, að lög þessi gjöri
ekkert verulegt gagn, en hafi kostnað
í för með sér og geti jafnvel valdið
hneykslí. Samþ. með öllum atkv.
gegn 3.
Tillaga um að lögleiða aðflutnings-
bann á áfengum drykkjum var sam-
þykt með öllum greiddum atkv. gegn
þremur.
Þingmannaefni,
f>að er nú sannfrétt, að Jósef bóndi
Jónsson á Melum býður sig fram í
Strandasýslu móti Guðjóni.
Borið er aftur, að Jósafat á Holta-
stöðum sé hættur við að bjóða sig
fram. Verða þá 5 í kjöri í því kjör-
dæmi, HÚDavatnssýslu.
Hér í Gullbringu- og Kjósarsýslu
hefir bæzt við nýr frambjóðandi, úr
<sama flokk þó og hinir. f>að er Jón
skólastjóri pórarinsson.
f>jóðkuunugt sannleiksvitni eitt hafði
sagt svo frá á málfundi nýlega í því
kjördæmi, að Björn kaupmaður Krist-
jánBson væri bættur við að bjóða sig
fram. Trúað var því að vísu ekkí
þar, heldur kvað einn fundarmaður
beint upp úr um, að það væri sjálf-
sagt lygi, eða að engan trúnað dytti
sér í hug á það að leggja, fyr en ef
hr. B. Kr. segði sér það sjálfur.
f>ess þarf ekki að geta, að fyrir
sögu þessari er ekki nokkur hinn^
minsti flugufótur. Hún er vitanlega
alveg sama eðlis og hefir alveg sama
markmið og flugan, sem Vestmann-
eyingar voru látnir gína yfir í haust,
um að dr. V. G. hugsaði þar ekki til
þingtnensku framar.
Hr. B. Kr. er með öðrum orðum
alveg jafnráðinn og áður að gefa kost
á sér til þingmensku í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Kjördagur er í Strandasýslu 2. júní,
sömul. í Arnesýslu, Rangárvallasýslu,
Vestmanneyjum og Vestur-Skafafells-
sýslu; en í Austur-Skaftafellssýslu 10.
júní.
Urn hafísinn
vita menn það síðast hér, að fullur
var Húnaflói og ísrek komið inn á
Skagafjörð aftur; hafði verið orðið ís-
laust þar að sögu í bili. Líklega er
þó allur ís nú á förum.
Bæjarstjórn Beykjavíkur. Nefnd-
in í slátrunarkúsmálinn lagði fram á fnnd-
inum 15. þ. m. skriflegt álit sitt, en því
máli var frestað til næsta fundar og skyldi
nefnriarálitið látið berast railli fulltrúanna
ásamt tillögum héraðslæknis um fyrirmæli
í væntanlegri heilbrigðissamþykt um fyrir-
komulag á slátrnnarstöðum í bænum.
Eftir áskorun landshöfðingja var sam-
þykt að hafnarsjóður keypti klukkudufl á
Akureyjarrif fyrir um 780 kr., auk klukk-
urnar, sem fæst fyrir málmverðið.
Ellefu mönnum var bætt á kjörskrá, af
12, er kært höfðu.
Til fjárhagsnefndar var vísaö erindi frá
bæjargjaldkera um launaviðbót og breyting
á starfi hans.
Að fengnu áliti frá nefndinni i hagbeit-
armálinu og um umbót á Kringlumýri var
samþykt að setja gaddavirsgirðingu á landa-
merkjum bæjarlandsins milli Fossvogs og
Skildinganesslands frá merkisteini í Eski-
hlíð ofan i sjó. Vörzlumaður bæjarlands-
ins skyldi og hafa vörzluna á Fossvogi.
Kosnir í alþingiskjörstjórn með hæjar-
fógeta: Gruðm. Björnsson héraðsl. og Jón
Magnússon landritari.
Lesið upp bréf landshöfðingja um þakk-
lætiskveðju konungs til bæjarmanna fyrir
ávarpið það i vetur.
Lesið upp bréf frá amtmanni, þar sem
hann kvaðst veitt hafa B. Muus & Co. á-
fengissöluleyfi hér í bænum um 5 ár frá
11. ágúst 1900.
Leyft, að skipdráttarfélag mætti semja
við leiguliðann á Kleppi um að nota nokk-
uð af túninu þar, gegn þvi að þægjast hon-
um eitthvað fyrir, en fyrir venjulegt lóð-
argiald i bæjarsjóð, þeðar jörðin losnar úr
ábúð.
Samþykt brunabótavirðing á þessum 7
húsum:
Samúels Jónssonar snikk. við Laugav.
82'-0 kr. Tryggva Arnasonar við Berg-
st.ssr. 5770 kr. Gnðm. Hallssonar v. Lauga-
veg 5560 kr. Guðm. Jakobsson snikkara
v. Laugaveg 4740 kr. Guðm. Halldórsson-
ar v. Grettisg. 3405 kr. Jafets Sigurðss.
skipstjóra við Nýlendug. 2665. Balds
Benediktssonar v. Bergst.str. 2485. Steingr.
Jónssonar v. Grettisg. 1585 kr.
Árnessýslu 19. mai. Bréfritari nokk-
ur úr Árnessýslu, sem er að brölta eitthvað
i afturhaldsmálg. 16. þ. m., lætur þess ó-
getið, hvernig aftnrhaldsliðið baðar út öll-
um öngum þar i sýslu. Það er fagurlega
orðað, áminst fréttabréf, og ekki laklega
uin þingmannsefnin talað.
Einhvers þykir nú við þurfa!
En á ekki hvert gott þingmannsefni að
get mælt bezt með sér sjálfur?
St. Simon á það sannarlega skilið, að vera
þó nefndur, þegar talað er um kosninga-
róður hér i sýslu.
Hver hefir dyggilegar reynt að »klófesta« ?
Hver var það annar en hann t. d., sem
—hérna á dögunum—átti í mestu þrasi við
kjósendur á Stokkseyrarhlaðinu ? Hver
var það, sem elti einn hreppstjórann á rönd-
um eins og trippi innan um rétt, til þess
að hafa út loíorð fyrir atkvæði hans hauda
skjólstæðing sínum, svo að maðurinn varð
að lokum að taka til fótanna og flýja úr
greipnm lians?
Hvi er ekki þess arna að makiegleikitm
getið í nefndu fréttabréfi? Mér er ekki
kunnugt, að nokkurt >kosuingafargan« sé
úm að vera hér, nema þetta litla(!) sem
hann Símon vinur fæst við. Við skulum
tala um það seinna.
Það er edtki rétt að vera að skaprauna
blessuðu leiðarljósiuu hans —- núna rétt
fyrir kosningarnar.
Nákunnugur.
Mannalát
Hinn 2. þ. m. (maí) andaðist að heimili
sínu Bjarni bóndi Sigurðsson í Rranns-
ási í Hálsasveit i Borgarfjarðarsýslu, um
70 ára að aldri. Hann hafði búið þar
einkar-laglegu búi hátt upp í 40 ár, en
látið af búskap fyrir skömmu vegna heilsu-
leysis, og tók þá við Signrður sonur hans.
Efstu árin var Bjarni heitinn orðinn blind-
ur. Hann var mesta valmenni og vel virt-
ur sæmdarbóndi í sinni sveit. Þ.
Hinn 24. f. m. (apríl) andaðist að Mæli-
felli ekkjan Astríður Sigurðardóttir,
móðir sira Sigfúsar, prestsins þar. Hún
var fædd á Reykjum á Reykjabraut. föstu-
daginn fyrstan i Þorra árið 1832; ólst þar
upp hjá foreldrum sinum, þar til liún var
13 ára. Haustið 1801, 12. okt., giftist hún
Jóni Árnasyni, bónda á Tindum; bjuggu
þau þar til vorsins 1861, að þau fluttu
búferlum að Víðimýri. Hún varð ekkja
12. marz 1876. Með manni sinum eignað-
ist hún 9 börn; af þeim lifa nú að eins
2: Sigurður, nú í Ameriku og sira Sigfús
á Mælitelli. Fjögur dóu i æsku, en 3 á
fullorðins aldri. Á Viðimýrí bjó hún til
vorsins 1883; fluttist þá að Syðra-Vallholti
til Guðrúnar dóttur siunar. Þaðan fluttist
bún 1885 á Sauðárkrók með Halldóri Ste-
fánssyni, sem verið hafði ráðsmaður benn-
ar á Víðimýri eftir dauða manns hennar.
Vorið 1890 fluttust þau að Sjavarborg og
bjuggu þar til vorsins 1893, er þau fóru
að Sævarlandi, og bjuggu þar 2 ár. Síðan
1895 fóru þau að Hvammi til sira Sigfús-
ar og næstliðið vor fór hún að MælifellL
Þe si kona var mikilhæf sómakona. Hán
var mjög gáfuð, hafði mikinn skilning,
skarpa dómgreind, næmar og göfugar til-
finningar og trygglyndi hið mesta og rækt-
arsemi. Hún var hyggin og mjög ráðdeild-
arsöm og bezta búsýslukona, og nutu hinir
mörgu gestir á Viðimýri þess; allir vita,
að gestagangurinn var þar ákaflega mikill,
meðan strandskipaferðirnar voru engar; má
þvi margur minnast hennar með hlýjum og
þakklátum huga. Hún var miög trúrækiu
og gnðrækin, og lagði öðrum fremur stund
á, að heyra og lesa guðs orð með eftirtekt
og andakt; og veitti þetta barnsléga sam-
band hennar við guð henni styrk og hug-
hreysting i hinni langvinnu og nálega dag-
legu baráttu við ólæknandi sjúkdómsböl,
sem hún bar eins og þrekmikil hetja.
Z.
Ýmislegt utan úr heimi.
Miður þsegilegt skirnarnafn. Það
er mikill siður á Englandi, að láta börn
heita eftir einhverjum merkisatburði, er
gerist fæðingardag þeirra eða fæðingarár
;afnvel, eða merkisstað, eða merkismanni,
er við stórtíðindi er riðinn þá.
Til dæmis að taka var fjöldi enskra
meybarna skírður í hitt eð fyrra Pretoria,
af þvi að þá gekk borgin sú i Transvaal,
höfuðstaðurinn, Bretum á vald.
Nú var farið að skíra stúlkubörn, er
fæðast þetta ár, nafninu Coronia, vegna
krýningarinnar, sem fara á fram i sumar,
26. júni.
Þangað til blað eitt vakti máls á þvi,
hver ábyrgðarhluti það væri foreldrunum,
að velja dætrum sínum heiti, sem yrði um
leið aldursvottorð þeirra alla æfi, gjafvaxta
og eldri en gjafvaxta; allir kynnu að telja
frá krýningarárinu. Slik skirnarnöfn gæti
orðið þeim til mikillar mæðu og skapraunar.
Goð með aðalstign, Þegar þau
hurfu heim aftur til Peking i vetur, Kín-
verjakeisari og ekkjudrotningin gamla, móð-
ir hans, áttu þau meðal annars að fara
yfir hið mikla vatnsfall Gulá. Þau færðu
elfarguðunum fórnir áður og komust klak-
iaust yfir um. Fyrir það veitti keisari
guðunum aðalsmannsnafnbót, með tilgrfind-
um hefðarheitum og forréttindum handa
hverju goði.