Ísafold - 24.05.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.05.1902, Blaðsíða 2
122 fyr en hann kemur með fleyginn um nyja tilhögun á kosningum til efri deildar og um að svifta konung umráð- um yfir útgjöldum til hinnar æðstu stjórnar innanlands, og þá ráðagerð alla, að koma nú með til meðferðar á aukaþinginu í sumar ny tt frv. á grund- vélli 10-mannafrv. Það væri hvort um sig sjálfsagt banatilræði við stjórnbótar- málið, eða að minsta kosti til þess lag- að, að draga það enn á langinn. Og niun af því flestum skiljast, að naum- ast só úr lausu lofti gripinn grunurinn um þess kyns áform hjá afturhaldslið- inu, ef það yrði í meiri hluta í auka- þinginu, og hve afaráríðandi er, að kjósendur afstýri nú þeim voða. N. Alþýðufræðslu-ólagið. i. Nú á seinni tímum er töluvert far- ið að votta fyrir áhuga manna á upp- fræðslu barna og unglinga hér á landi. En þó eru sporin harla smá, sem þjóðin stígur í þeirri grein, eins og öðrum. Sú hug3un hefir verið og er svo rík hjá mönnum, að gamla lagið, sem við hefir verið notast, hljóti að vera bezt og því beri að halda í það dauða- haldi. f>eir eru jafnvel til énn, sem það telja ónauðsynlegt, að börn undir fermingu læri annað en lestur og kristilegan barnalærdóm. Skrift og reikning álíta þeir þarf- leysu að kenna, sérstaklega stúlku- börnum. Landafræði, náttúrusögu og stafsetning fyrirdæma þeir. f>egar svo tekið er fram fyrir hönd- ur þessara manna, verður kenslustarfið vanþakklátt og illa þegið. Hins vegar eru nokkurir til, sem skilja, að uppfræðingin er eingöngu til þess, að fullkomna börnin andlega og líkamlega, ala upp krafta þeirraísam- ræmi. Með öðrum orðum, að leggja undirstöðuna undir menoingu þá og manndáð, sem þau eiga að starfa með í þarfir þjóðfélagsins. f>eir foreldrar, sem skilja rétt til- gang uppfræðslunnar, eru fúsir á að leggja alt í sölurnar fyrir uppeldi barna sinna. En það er ekki nóg, þótt skilningur og vilji foreldra og vandamanna barn- anna fáist í lið með. Hvert sveitar- félag og hver breppur í heild sinni þarf að láta sér ant um barnaupp- fræðsluna og muna eftir, að undirbúa nýju og upprennandi kynslóðina svo vel sem hægt er undir það hlutverk, sem hún á að inna af höndum. Séu kraftarnir ekki sameinaðir, verð- ur margfalt minna úr verki. f>eim, sem hafa alist upp til sveita, er mjög ljóst, í hverju handaskoli framkvæmd umgangskenslunnar hefir gengið. Umgangskenslan er að vísu vand- ræðakensla; en þó verður líklega við hana að bjargast fyrst um sinn vegna fátæktar og strjálbygðar landsins. Fyrirkomulag hennar mætti þó hafa töluvert hagfeldara en gert hefir verið. Eg á við, að menn tækju höndum saman og færðu börnin saman á þann atað, er hentugastur væri að öllu leyti í bygðarlaginu til þess, að námstíminn gæti orðið lengri og ávextir af starfi kennarans fullkomnari. Hitt ætti að leggjast niður, að hver pukraði sér og léti kennarann sitja Verklítinn yfir tveim til þremur börn- um viku og hálfsmánaðar tíma; með því kákfyrirkomulagi eru svo miklir kraftar ónýttir og ávextir verksins sömuleiðis. f>ó tekur út yfir, að eftir þetta viku eða hálfsmánaðar verk eru börnin talin fullnuma, já, svo fullnuma, að þau eru ekki látin halda því við, sem þau hafa numið, hvað þá að þeim sé hjálp- að til að bæta við það litla, sem þau hafa lært. II. Öðru máli er að gegna um fasta barnaskóla, sem víða eru komnir á. f>ar njóta þó nemendurnir kenslunnar 6—7 mánuði, eftir því, hvað skólarnir standa lengi. En margt er samt að athuga við fastaskólana, og langt er í land þang- að til þeir eru orðnir viðunanlegir þjóð, sem vill heita siðuð. Fyrsta skilyrðið er, að ráðnir séu til þeirra góðir kennarar, kennarar, sem skilja tilgang skólahaldsins og uppeldisins. Annað er það, að skólahúsin séu góð, með hagfeldu fyrirkomulagi og hreinlegu og vel völdu umhverfi. f>riðja atriðið er, að fé til skólanna sé ekki veitt svo af skornum skamti, að neyðarbrauð sé fyrir kennarana, að þiggja þá stöðu. Loks verður fólkið, sem notar skól- ana, að líta á þá frá sanngjörnu sjón- armiðí. f>að verður að hafa trú á þeim og unna þeim, stofnunum, sem einmitt eru settar á fót til að hjálpa mönnum í uppeldisstarfinu, hjálpa þeim til að gera börnin að mönnum í fullkomn- um skilningi. En margur hugsar á þá leið, að ekki þurfi sérstakar stofnanir til þess, að gera börnin að mönnum; þau muni geta náð því takmarki með aldrinum fyrir utan alla skóla. f>enna hugsunarhátt manna verður að umbera; þeir verða að hafa tíma til að jafna sig og losna við þá heimsku. III. Eg skal leyfa mér að lýsa íslenzku barnaskólafyrirkomulagi, sem mér er nákunnungt, ekki til fyrirmyndar, heldur viðvörunar, og er eg viss um, að víðar er líkt ástatt. Skóli þessi, sem eg á víð, er búinn að standa í allmörg ár og hefði því átt að vera kominn af bernskuskeiði. f>á er fyrst að minnast á skólahús- ið. f>að er ofurlítið, með gluggum á báðum hliðum; birtunni með öðrum orðum vitlaust hagað og óþægilega fyr- ir nemendur. í húsinu er að eins ein skólastofa og er gólfflötur hennar 324 □ fet. Hún er því ekki nema fyrir 25 börn; en samt verður að hrúga þar saman meir en 40. Og ofan á þetta bætist, að enginn staður er fyrir börnin hvíldartímann milli kenslustunda nema forstofan, og hún þó mjög lítil og að öllu ónóg fyr- ir börnin að hreyfa sig í; þau verða að standa þar í hnapp eða fara út, en það leyfir ekki veður nema stund- um. Bekkir og borð skólans eru mesta ómynd og öll sundurliðuð bæði af elli og sífeldri færslu. Taka verður borð og bekki út úr skólastofunni á hverri viku, með þvi að skólanefndin Ieigir »Good-Templur- umi skólahúsið til fundarhalda. Fram af skólastofunni er lítið her- bergi og forstofa; herbergið átti upp- haflega að vera geymsluherbergi fyrir kensluáhöld skólans; en þau eru því miður ekki svo mikil enn, að sérstakt herbergi þurfi fyrir þau. Skólahús þetta stendur fremur hátt og liggja tún að því á alla vegu. þau eru mjög þýfð og mjög blaut alt skóla- árið, nema í miklum frostum, og því mjög óhentug til leikvallar fyrir börn- in. |>ýfið er ávalt jafn-óþægilegt. Kringum sjálft húsið er komið flag, og verða börnin að ösla bleytuna í ökla; grjót hefir verið borið þangað í hrúgur og telja það sumir vott þess, að einhvern tíma á ókomnum öldum muni verða lögð stétt 1 kringum það. Ekki á skólinn önnur kensluáhöld en fáein landabréf. Til stuðnings við kenslu annarra námsgreina alls engin tæki. Laun við skólann eru frámunalega lítil, sem stafar víst af fátækt; en þó er kennarastarfið svo mikið og erfitt, að einn kennari getur alls ekki leyst það skammlaust af hendi. Síðastliðið skólaár voru nemendur 43 í skólanum og dagleg kensla 6 stundir. Kenslan stóð yfir 7 mánuði, frá 1. okt. til 30. apríl. |>eir, sem að börnunum stauda, ósk- uðu eftir, að skólatíminn væri lengdur um 7. mánuðinn (apríl) og greiddu skólagjald hver með sínu barni þann mánuð. þetta er þó gleðilegur vottur þess, að ekki eru allir héraðsbúar sofandi um uppfræðslu og menning barna sinna. Aðsókn að skólanum er mikil, og heimasetur barnanna mjög ótíðar, þann tíma, sem kent er; þó eiga sum börnin langt að. þegar hið athugaverða við skóla þennan er dregið saman, eru gallarnir margir; og þó mun ekki langt þurfa að leita, til þess að finna líkt við aðra barnaskóla. Tilfinnanlegast verður þá, hvað skóla- húsið er lítið og fyrirkomulag þess á eftir tímanum. því má og aldrei gleyma, er skól- um er aflað húsnæðis, að leikfimisstofa er eins nauðsynleg eins og hinar vana- legu kenslustofur. Líkamskraftur barn- anna þurfa að lagast og eflast jafnt og kraftar sálarinnar. Annars er hætt við, að jafnvægið raskist. Heiibrigða, hugsandi og fjöruga sál í vel uppöld- um og hraustum líkama þurfa ung- mennin að eignast, og ráðin til þess höfum vér í höndum; oss brestur ekki annað en að vilja og kunna að nota þau. Lítilmannlegt er að standa í stað. En hitt er þó enn verra, að láta sér fara aftur. H. fSvartasti bletturinnno afturhalds- málgagnsins (Gullbr. og Kjósarsýsla) á von á að verða litaður mjallhvítur, hreinsaður og helgaður einum afturhaldshöfðingjanum hér í höfuðstaðnum, ef svo væri, að hon- um vildi slys til og hann yrði afturreka í fyrsta róðrinnm. Þá eru þeir nógu góðir, • sauðsvörtustu heimskingjarnir* suður með sjónum. Alkunnur »praktíserandi læknir* var gerður út þangað í fyrra dag til þess að greiða spámanninum veg. Höfuðpaur- inn einn úr forustusveit afturhaldsliðsins var á þönum um allan höfuðstaðinn til að útvega reiðskjóta i þá för, þá »lækninga- ferð«. Svo kvað Framfara-Gr. eiga aðarka á stað í sömu erindum mjög bráðlega. Póstgufusbip Ceres, kapt. Kiær, lagði á stað héðan laugard.kveld 17. þ. m. til Austfjarða og þaðan út. Farþegar M. Lund lyfsali og mágkona hans frk. Hansen, Sig. Signrðsson lyfjasveinn; enn fremur Sigurður Benediktsson (Geysi) og hans fólk til Ameriku. Loks margt verkafólk til Austijarða. Siðdegismessa á morgun í dómkirkj- unni kl. 5 (J. H.). Eftirlaunafárið. Herra ritsjóri! Eg er því samdónoa, sem þér segið í hugvekju yðar um eftirlauuamálið (16. apríl þ. á.), að eft- irlauu séu alls eigi fyrirgirt með því, að nema öll almenn eftirlaunalög úr gildi, með því að fjárveitingarvaidið getur ávalt veitt þeim og þeim manni, sem því sýnist, eftirlaun, hvort heldur vill með sérlögum eða þá í fjárlögun- um, sem er viðlíka tryggilegt til fram- búðar, með því að ekki mun vera nokkurt dæmi þess hér, að maður, karl eða kona, er fengið hefir sér veitt einu sinni eftirlaun eða ellistyrk í fjárlögum, hafi ekki haldið þeim til frambúðar, alveg eins og þau hefðu veitt verið með sérlögum. Eg er því sannfærður um, að eftir- laun mundu alls eigi hverfa úr sög- unni, þótt hin almennu launalög væri úr gildi numin eða úr þeim dregið stórum með mikilli lækkun eftirlaun- anna. Eg fortek það ekki að vísu, að fjár- veitingarvaldið mundi synja um eftir- laun eða ellistyrk stöku sinnum, ef auðmaður ætti í hlut. En hve oft mundi það við bera vor á meðal í bráðina, ekki algengara en auðsafn er hér á landi? . Eg er mjög á því, að lækka beri eftirlaunin, þótt ekki séu þau alveg afnumin með lögum. En sannfærð- ur er eg samt um það, að alloft mundi það að engu haldi koma, held- ur mundi ellistyrkurinn aukinn með fjárlögunum. Til eru meir að segja eigi allfá dæmi þess að undanförnu, að lögboð- in eftirlaun, þótt fullhá þyki almenn- ingi, hafa verið hækkuð af þinginu til mikilla muna. það eru t. d. örfá ár síðau, að maður fór frá embætti, sem átti að fá að lögum 1200 kr. í eftir- laun, en fjárlaganefndin í neðri deild færði það umtalslaust upp í 2000 kr., og enginn þingmaður hafði uppburði í sér til að mótmæla þvf með nokkuru íyígj- Stundum er og haft það lag, ef eft- irlaun þykja lág, að bæta þau upp með vísindalegum styrk, sem stendur þá um aldur og æfi, án þess að mik- ill ávöxtur sjáist vísindamenskunnar. f>að er ekki ætíð mikið að marka, þótt einhver þingmaður prédiki sparn- að fyrir kjósendum sínum, þegar hann er að reyna að uá sér í atkvæði þeirra, og heiti öllu fögru um að halda vel um opið á landssjóðspyngjunni, ef hann komist á þing og verði t. d. nokkurs ráðandi í fjárlaganefnd. f>eir eru stundum ótrúlega fljótir að gleyma því þá, að þeir eru ekki að miðla úr sjálfs sín vasa, þegar þeir eru að sýna af Rér höfðingskap vinum sínum og skjólstæðingum. |>eir eru þá stund- um mestir höfðingjar í útlátum, sem sínkastir eru ella í viðskiftum. Mér er minnisstætt dæmi, sem gerðist á þingi 1895. þá hafði gam- all embættismaður nýfengið lausn og skyldi hafa í eftirlaun að Iögum rúml. 2100 kr. Hann hafði beztu ástæður, börn hans öll lÖDgu upp komin og komin í góáa stöðu, sum ágæta að efnahag. Vin átti hann þá á þingi, sera þ á var all-mikilsráðandi, og kom þeim félögum saman um, að reyna að vita, hvort þingið fengist nú ekki til að hækka hin lögmæltu eftirlaun með sérlögum upp í 2650 kr. þetta var gert. Mörgum fanst þetta býsna- áleitið við landssjóð. En mjög litlu munaði þó, að sérlög þessi gengi fram. Frumvarpið féll með 2 atkvæða mun — 10 með, en 12 á móti. Lítill efi er á því, að ef maðurinn, sem eftir- launanna skyldi njóta, hefði haft al- menningshylli utan þing og innan, mundi hafa orðið meir en nægur meiri hluti fyrir þessu frumvarpi. Httnn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.