Ísafold - 24.05.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.05.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu einni eða tvÍBV. i viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Upp8Ögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. ár??. Reykjavík laugardaginn 24. maí 1902. 31. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0. 0 F. 845309. I. II .__________ Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbókasafn opið bvern virkan dag kj. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nud., mvd. og ld. tij útlána. Okeypis lækning á spítals.num á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 «g kl. 6 á hverjum helgum degi. Skiftir nm, hver á heldur. Fútt leggja kjósendur í béruðum meiri áherzlu á, þeir sem annars ekki láta stjórnast af tómum kunningsskap ▼ið þingmannaefnin eða kunningja þeirra, en að fulltrúinn sé kunnugur þörfum og óskum héraðsbúa, og er af þvl sprottin meðfram hin mikla um- hugsun um að láta kjörið lenda á ÍDn- anhéraðsmanni, en fara ekki út fyrir héraðið í þingmannaleit, nema þeir séu þá að minsta kosti upprunnir í héraðinu. f>eir eru færri, þótt til kunni að vera, sem það vakir einnig fyrir, að láta ekki þingfararkaupið lenda utan héraðs. þetta er engan veginn ámælisvert að öðru jöfnu. En það átti nú alls ekki að vera umtalsefnið hér, heldur hitt, hve kjós- endum hættir við að Iíta of skamt, þegar þeir eru að bera fyrir brjósti hóraðshagsmunina. |>eim hættir við að líta eingöngu á það, að þingmannsefninu séu kunnar þarfir og óskir héraðsbúa og að þeir hafi vilja á að fá þeim framgengt. Og því skyldu þeir ekki v i 1 j a það? f>að er vandalítil dygð. f>að er ekki ann- að en að hafa vilja á að halda hylli 'kjósenda. f>að er sama sem að vilja sjálfum sér vel, — vilja halda þing- sætinu. f>eir líta sjaldnar á hitt, kjósendur, hvort þingmaðurinn eða þingmanns- efnið hefir m á 11 til að koma fram vilja sínum héraðinu til hagsmuna, að því leyti, sem þeir ríða ekki ranglát- -lega bág við bagsmuni almennings, þjóðarinnar í heild BÍnni; lengra á hvorki vilji né máttur nokkurs þing- manns að ná. f>eir líta minna á það, hvort mað- urinn á svo mikið undir sér á þingi, er svo mikils metinn þar og vel lát- inn, — hvort hann lætur svo mikið til sín taka og að sér kveða, að sann- gjarnar kröfur hans fái nægilegt fylgi. Hvert það kjördæmi, sem ant er um að sjá sínum hagsmunum borgið, hlyt- ur að láta sér mest um það hugað, að fulltrúi þess sé vel metinn og at- kvæðamikill á þingi, en ekki t. d. hand- ónýtur skjalari, sem þar er smáður og lítilsvirtur, ef eigi hafður beint að háði fyrir afkárahátterni, lítilmensku og amlóðaskap. f>að er lítill vafi á því, til dæmis að taka, að Árnesingar hefðu haft drjúgum meira fylgi fyrir sínum sér- staklegu héraðsmálum á síðasta þingi, ef þeir hefðu haft samvalda og sam- henta atkvæðamenn fyrir fulltrúa þá, en ekki jafnlítilsmetinn liðlétting og ólaginn til nýtilegs erindareksturs eins og þeir slysuðuBt þá til að senda á þing frá sér sem nr. 1, sem sé hinn alkunna f>jðlfsmann. Sogsbrúarmálinu hefði að Hkindum reitt öðru vísi af með öðrum flutn- ingsmanni. Hann bar það ekki upp á þinginu fyrir en við 7. umræðufjár- laganDa, 2 dögum virkum fyrir þing- lok, — hafði áður að eins skrifað um það fjárlaganefnd, en látið málið eftir það eiga sig, er hún vildi ekki sinna því. Manni, sem nokkuð hefði að kveðið og verið nokkurs metinn, mundi naumast hafa orðið mikið fyrir að mæla svo fyrir því máli og fylgja því svo eftir, að það hefðist fram, jafn- góðan málstað sem þar var að verja. En það er nú svo á þinginu, að góð- ur málstaðut er ekki einhlítur til sig- urs nema stundum; hann þarf m a n n til að skýra hann og afla honum fylgis. Annað héraðsmál, sem maður þessi (H. f>.) ætlaði að afla sér á frægðar og frama, var frumvarpið um að létta af héraðsbúum kostnaði af gæzlu og viðhaldi brúnna á f>jórsá og Olfusá. HanD gerði sig að aðalflutningsmanni þess; en ekki var þinggengið meira en það, að samt kerast hann ekki í nefnd þá, er þingdeildin kaus í málið, reiðist því og fer að reyna að skeyta skapi sínu á samflutningsmönnum sínum, í stað þess að hugsa mest um framgang mál8in8, fær fyrir það ómjúka ofaní- gjöf og æpir þá allfreklega á vernd forseta, — kallar á mömmu sína, og segir að þeir séu slæmir við sig, hinir strákarnir! — en fær enga áheyrn, heldur hálfgildings-snuprur, sem þing- heimur gerir að góðan róm. Málið síðan felt. En þá ætlar hann að gerast e n n meiri maður en áður og arkar nú á stað einn saman með nýtt frumvarp málinu til viðréttingar: um uppgjöf á helming lánsins til annarar brúarinnar, þeirrar, sem Símon situr við. En ekki lifði það nema örfáar mínútur; þá var þ a ð komið í sömu gröfina sem hitt. Laxveiðafrumvarp var hann enn- fiemur að burðast með, er kjósendum hans mörgum var mikið áhugamál; en alt fór það í mola, eins og hin. Eina héraðsmálið, er byr hlaut á þinginu, var fjárveitingin til Stokkseyrarskipa- lægisins. En hverju var það að þakka nema því, að það var þing- mönnum Bangvellinga engu minna á- hugamál, nema fremur væri, með því, að þeim kemur Stokkseyri í enn meiri þarfir? Að öðrum kosti er mjög hætt við, að eins hefði farið fyrir því máli og hinum. Ekki er til neins að kenna því um, að þingmaður þessi var í minni hluta i aðalflokksmáli þingsins—raunar könn- uðust nú ekki flokksmenn hans við minnihluta-stöðu sína —. f>ví nefna má fjölda dæma fyrir því, að menn úr þeim flokki, minni hl. í stjórnbót- armálinu, komu sínu fram á þingi engu síður en hinir, bæði fjárveiting- um og öðru. Og einhvern veginn hef- ir á því staðið. Orsökin er auðvitað sú, að »skiftir um hver á heldur«. Hvað þeir hugsa sór. Ekki er það mikill vottur um ein- lægni og trúleik afturhaldsliðsins við stjórnbótarfrumvarpið fyrirhugaða frá ráðgjafanum, ef marka má það sem einn skrafmikill postuli þess, Kvenna- brekkukennimaðurinn, prédikar í aftur- haldsmálgagninu hér fyrir skemstu, 16. þ. m. Það er hvorki meira né minna en mjög áleitin tilraun til að gylla upp tíumanna-óskapnaðinn alræmda og sýna fram á yfirburði þess frumvarps fram yfir það, sem oss stendur nú til boða ! Vór sleppum nú heimskuþvælunni um, að ráðgjafabúsetan, sem nú er í boði, sé einmitt það, sem fram á var farið í 10-m.frv. Þetta blað hefir skýrt það mál svo rækilega hvað eftir annað, að varla er neinu barni með opin aug- un ætlandi að geta vilst á því framar. Þá væri gyltur eir sama sem gull, éf fals-búsetan alræmda þeirra tímenning- anna með undirtylluráðgjafann væri sama sem hin káklausa búseta, sem nú er í boði. Þá væri svart hvítt. Sama er að segja um það, móti betri vitund framflutt, að það sé »ekki Val- týingum að þakka, að málið horfir nú svona vænlega við«. Með öðrum orð- um: e k k i þeim að þakka, sem hafa viljað semja og samið hafa svo viðstjórn- ina, að samningar komust á, heldur hin- um, andvaltýingum, sem hafa fordœmt samningstilraunirnar og barist gegn þeim; heimastjórn ekki þeim að þakka, sem báru fram formlega varakröfu um hana (ávarpið), heldur þeim, sem enga formlega kröfu báru fram um hana nó neina stjórnarbót! Sama er ennfremur að segja um þau marghröktu ósannindi, að Valtýingar hafi gert það nauðugir og tilknúðir, að nefna heimastjórn á nafn. Deilan í neðri deild í þinglokin í fyrra var um þingsályktun eða ávarp. Þingsályktun- in (frá andvaltýingum) var feld af því, að húti var sjóðvitlaust hneyksli: áskor- uh til stjórnarinnar um að taka ekkert mark á nýsamþyktu stjórnarbótarfrum- varpi þingsins! En ávarp, samhljóða því frá efri deild, með eindregnum heima- stjórnaróskum, það fengu andvaltýing- ar felt í neðri deild. Því næst kemur höf. enn með hauga- vitleysuna þá, að búsetan só höfuðat- riðið í stjórnarbótinni, en e k k i þing- ræði og þjóðræði og hrein og óskift meðalganga milli þings og konungs. Eftir þeirra kenningu œttu Finnlend- ingar nú að vera stjórnfrjáls þjóð, með því að þeir »hafa æðsta mann fram- kvæmdarvaldsins í landinu sjálfu«, þ.e. landstjórann rússneska; þar er því eftir kenningu Kvennabrekkuspámannsins stjórnarástandið ágætt að aðalatriðinu til, búsetunni. Það er að eins aukaat- riðin þingræði og þjóðræði, sem Finna skortir. Hið óþolandi gjörræðis- og harðstjórnarböl, sem Finnar eiga undir að búa, — það er harla lítils um vert að dómi Kvennabrekkuspámannsins. — Það er því að kenna, að þá skortir þessi auka-atriði, þjóðræði og þingræði. Búsetuna hafa þeir, aðalatriðið, og þá er þeim borgið! Heimskurella af þeim að gera sig ekki harðánægða með það. Svona er háttað stjórnspeki vitrings- ins þess, Dalaspámannsins, scm kunn- ugt er um að er önnur hönd þingskör- ungsins á Sauðafelli í öllum hans stjórn- málabollaleggingum. Viðsjárverðara er þó alt hið mikla fleyga- kerfi, sem höf. er með og dregið er út og samsett með samanburði á frum- vörpunum (10-m. og stjórnarflokksins) í einstökum greinum þeirra, og verið að benda á stórvægilega yfirburði tímenn- ingafóstursins fram yfir hitt. Það er eitt »yfirburða« barnalegt stórglapræði, nema annað verra búi undir en barna- skapurinn tómur. Til dæmis það, að gera innlendan »landsdóm« að skilyrði fyrir því, að stjórnartilboðinu só tekið. Það segir höf. að só eitt stóratriði. Eða. hitt með fjárlaga-fleyginn, ofan á þá öflugu tryggingu, sem felst í breytingunni á 28. og 36. gr., og svo það, að vór höfum sameinað þing. Það er með öðrum orðum, að þó að þingræðið sé fyllilega trygt á þennan hátt, þá er samt betra — viðfeldnara — að tryggja það með alt annari, nýrri aðferð, og sjálfsagt að láta ekki undan með það, þó að málið geti alt oltið um það! Og svo á þessu næst hið sjónvitlausa orðalag tímenninganna um, að ef þingið »hafi ekki g e t a ð komið sór saman um fjárlögin« (þrátt fyrir sameinað þing!) o. s. frv., það á að takast fram yfir liitt, sem vit er í og eðlilegt í alla staði] og lesa má í miðl.frv. frá 1889. Ekki kastar samt tólfunum fyrir höf.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.