Ísafold - 24.05.1902, Blaðsíða 3
123
hafði það ekki, þótt mikill merkis-
maður væri og mikils góðs maklegur.
f>etta sýnir, hvernig gengur stund-
um, þegar landsráðsmennirnir standa
við opna landssjóðsskrínuna, en marg-
ir munnarnir alt umhverfis þá, sem
gaman er að geta glatt með góðum
bita, og eiga kost á að geta sér með
því mikinn orðstír fyrir rausn og höfð-
ingskap, afla sér fjölda vina og ann-
ars gengis.
Eg heyri sagt, að þessi vinur eftir-
launamannBÍns, sem hér er átt við og
frumvarpið flutti fyrir hann um hækk-
un eftirlauna hans, hafi n ú tjáð sig
fyrir kjósendum sínum ákaflega hlyntan
afnámieðaiækkuneftirlauna. Eggeriráð
fyrir, að honum sé það alvara, en að
hann tali ekki eingöngu til að geðjast
kjósendum og afla sér kjörfylgis hjá
þeim; og þá segi eg, að það sé mikið
gleðileg framför, og hún því gleðilegri
fyrir það, að maðurinn er hniginn að
aldri, kominn ájþað skeið, er flestum er
hætt að fara fram.
|>að er sem sé bankastjórinn okkar.
Eg ætla mér nú ekki að kjósahann
samt, af því að eg hefi miklu meira
traust og áliti á öðrum manni, sem
hér er í kjöri. En mér þykir vænt
um að eiga hér með kost á að sýna,
að eg vil láta hann njóta sannmælis,
og telja honum til gildis það, sem
honum ber, þar á meðal þessa fram-
för í skoðunum hans á eftirlauna-
málum.
Béttsýnn kjósandi.
Stefnufesta.
Stefnufestu fóstra síns hrósar hann
mikið, kosningapostulinn austur þarna
við ána, telur hana einna dýrðlegasta
allra hans miklu mannkosta og þing-
mannskosta.
»S-t-e-f-n u-f-a-s-t-u-r eins og Jón Sig-
urðsson — annar Jón Sigurðsson að
stefnufestu«, segir hann, kjanisar á at-
riðis-orðunum og veltir drjúgum vöng-
um.
Vöflur spá sumir samt að á hann
kæmi, ef honum væri skipað að telja
fram reiprennandi öll stefnufestu-
dæmin.
Eða ef hanu ætti að leysa úr,
hvernig var háttað atefnufestu Jóns
SigurðssoDar. Hvort hún hefði átt
nokkuð skylt við Btefnufestu sauðkind-
arinnar, sem fæst ekki úr sporum og
spyrnir 1 hverja þúfu, eða annars
vegar asnast í þveröfuga átt við alt
vit, upp á fjöll, er heim skal halda,
austur, þegar halda skal í vestur, og
þar fram eftir götum.
Stefnufestudæmin, e f »postulinn«
kynni þau og hefði á hraðbergi, mundu
líklegast verða þessi frá sfðustu árun-
um:
1. Fyrir nokkrum árum (1895) var
það af honum (Símonarfóstranum) og
fleirum köliuð »uppgjöf allra vorra
landsréttinda*, að biðja stjórnina að
leggja þá fyrir næsta þing frumvarp til
stjórnskipunarlaga, sem hefði í sér
fólgin öll aðalatriðin úr stjórnbótar-
kröfum íslendinga, og meðal annars
það, að sérmál íslands yrðu ekki bor-
iu upp f ríkisráðinu, en lýst jamframt
hátíðlega yfir því, að haldið værí fast
við sjálfstjórnarkröfur íslands, eins og
hefðu komið fram á undarförnum
Þingum.
Pám árum síðar (1901) er sami
stjórnvitringur með fleirum flutnings-
maður að frumvarpi, þar sem ekki var
einungis ætlast til að sérmálin væri
borin upp f ríkisráðinu, heldur slegið
striki yfir það meginatriði í sjálfstjórn-
arkröfum vorum alla tíð frá dögum
Jóns Sigurðssonar, að ekki mætti vera
neinn milliliður milli konungs og al-
þingis annar en sá, er við það semdi
og ábyrgð bæri fyrir því, heldur skyldi
nú aldanskur ráðgjafi, sambandslaus
við þiugið, mega bera þar upp mál
vor, eu hafa hér undirtyllu, »utan-
veltugemsa«, sem kallaður væri
að vísu ráðgjafi líka. en v æ r i í
raun róttri ekki annað en landshöfð-
ingi í nýjum einkennisbúoingi.
2. Enn skemmra er síðan er stjórn-
bótarfrumvarp Pramfaraflokksins, þetta
sem samþykt var á síðasta þingi, var
í augum nefnds stjórnmálagarps alveg
óhafandi, hér um bil ekki annað en
landráð, sem hann og hans samflokks-
menn þurftu að berjast í móti af öll-
um mætti og með öllum hugsanleg-
um ráðum.
En nú, eftir að stjórnin hefir tjáð
sig því frumvarpi fylgjandi, ef vill
með búsetuviðauka þeim, er Eramfara-
flokkurinn hafði sagt æskilegan og
fengið fram knúið tilboð um, — þá er
hann orðinn þeirri stefnu samþykkur
í orði að minsta kosti.
8. Ekki er lengra síðan en á síð-
asta þingi, er maður þessi og hans
samflokksmenn fylgdu fram gagnó-
líkri stjórnarbúsetu þeirri, er nú er í
boði, fals-búsetuuni svo nefndri, með
undirtylluráðgjafa hér, mesta skaðræð-
istiltæki fyrir stjórnfrelsi vort og þjóð-
ræði, er nokkurn tíma hefir verið
komið upp með af mönnum, er hafa
látist vilja stjórnarbót.
Nú er hann, þessi náungi, orðinn í
orði kveðnu slíkri búsetu, »heima-
8tjórn« þeirra tímenninganna, alveg
mótfallinn, en hlyntur stjórnarbúsetu
þeirri, er ráðgjafinn hefir á boðstólum,
fyrir tilstilli Framfaraflokksins, sem
fekk komið ráðgjafanum í skilning um,
að hin »búsetan« væri steinn fyrir
brauð oss til handa, og hann lýsti
þvf »alveg óhafandú, bæði frá íslenzku
sjónarmiði og dönsku.
4. Hvatamaður gerðist hann þess
á sínum tíma, margnefndur föðurlands-
vinur, að sæta bæri því færi, er
bauðsc fyrir fám árum, að bæta úr
peningaskorti hér til almennra við-
skifta með hlutabankastofnun. það
var meðan Bened. heit. Sveinsson var
hanB andlegur leiðtogi og kennifaðir.
En að honum önduðum sneri hann
óðara við blaðinu og níddi sem mest
hann mátti þá tilraun síns fyrri lands-
málaleiðtoga og flokkshöfðingja, frum-
varp það, er hann hafði flutt síðustu
vikurnar, sem hann lifði; hann var þá,
að honum látnum, kominn undir aðra
húsbændur, sem hann hefir elt eins
og lamb alla tíð síðan, — sem
sé landsbankahöfðingjana og þeirra
drotna.
5. f>eim samróma og undirgefinn
fagnaði hann úrslitum hlutabanka-
málsins á síðasta þingi: að bankarnir
skyldu vera tveir, landsbankinn og
hlutabankinn fyrirhugaði.
En svo þurfti hann vitaskuld að
slæðast með í þeirri kútveltu þeirra,
að láta sér n ú mjög illa líka, að frum-
varp það fengi konungsstaðfesting,
frumvarp, sem samþykt hafði verið
nær í einu hljóði á þinginu. J>á var
jafnharðan öllum þingræðiskenningum
fyrir borð varpað. f>á áttu þær ekki
lengur við. |>á var lokið samkvæmn-
inni þeirri, þeirri trúarjátning hafnað.
6. Ekki er síður eftirtektaverð
»stefnufestan« jþjóðólfsmannsins í launa-
málinu. Eitt mesta bjargráð hans til
alþýðuhylli hefir verið megn ímugust-
ur á launahækkunum.
En hvernig fer, þegar á þing kem-
ur og kunningi hans einn og skóla-
bróðir vill fá launakækkun?
Hann verður hvorki meira né minna
en manna fyrstur til áð mæla með
henni, — með einu launahækkuninni,
sem það þing hafði til meðferðar!
Rækilegar gat hann ekki haft enda-
skifti á sjálfum sér.
Sjálfsagt mun hann reyua að klóra
þar í bakkann og villa sjónir fyrir
miður fróðum lesendum eða kunnug-
um með því, að hann hafi stungið
upp á minni launabót en stjórnin
hafði farið fram á. Hún hafði farið
fram á 1000 kr. hækkun (handa
sýslum. í S.múlas.), en úr varð að
eíns 500 kr., sem hann (H. f>.) mælti
með og meiri hluti varð fyrir. En
það vissu allir, að aldrei stóð til, að
hún yrði meíri, enda sagði svo þing-
maður þessi sjálfur, að stjórnin mundi
hafa farið svona langt af því, að ætl-
ast væri til, að þingið hefði nóg að
slá af (Alþtíð. B. 1233).
Og hvernig fer, þegar til atkvæða
kemur?
f>að sést á nafnakalli til 3. umr.
(1238 d.), að málið hefir hangið þar ú 1
atkvæði, þ. e. að ef þingmaður þedsi
og launahækkunarandstæðingur (H.
f>.) hefði greitt atkvæði í móti, var
málið fallið, fallið með 11 : 11. —
þessi örfáu »stefnufestu«-dæmi, talin
að handahófi, eru að eins lítið sýnis-
horn af miklum sæg, sera finna mundi
mega, ef vel væri leitað. f>au yrðu
þá ekki 6—7, heldur 10 sinnum 7 að
minsta kosti.
Ráðið til að dylja allan þann hringl-
anda og sífeldan kútvelting er vitan-
lega þetta vaDalega og altíðkaða úr
þeirri átt: að æpa í sífellu, að a ð r i r
séu Btefnulausir, mótstöðumennirnir
og þeirra talsmenn.
Kosningastaka
úr Árnessýslu.
Sankti Símon v'öngum veltir,
vœnlegar horfur lofar hátt.
En einslega’ segir hann: *Olán eltir
ungann minn«, og bölvar lágt.
Mannalát
Merkisbænda-öldungurinn Ketill Ketils-
son dbrm. í Kotvogi lézt 13. þ. m. að heim*
ili sínu; varð bráðkvaddur. Hann var kom-
inn að áttræðu. Hans verður að líkind-
nm minst hér frekara siðar.
Að heimili sinu Saltvik á Kjalarnesi,
andaðist merkis bóndinn Jón Jónsson 24.
marz siðastl.
Jón fæddist 14. eða 15. júli 1828 i J?ern-
ey. Faðir hans var Jón bóndi i þerney,
sonur Jóns sterka Ólafssonar á Hnausum,
bróður Björnj Ólsens klausturhaldara á
JÞingeyrum. Jón kvæntist 1852 Margréti
Arnadóttur frá Fitjakoti i sömu sveit.
Reisti hann bú á Grrund við Esjuberg 1854
og bjó þar unz hann var að leita þaðan
eftir skriðuhlaupin miklu, er urðu á Kjal-
arnesi 1886. Fluttist hann þá að Saltvík
og hjó þar til dauðadags. Eignaðist hann
12 hörn og eru 7 þeirra á lífi. Bjó hann
alla tið snotrn búi, þótt ómegð vseri mikil
fyrst framan af. Jón var maður. greindur
vel og fróður um margt. Lagði hann ein-
kum stund á að afla sér þekkingar i sögu
fósturjarðarinnar. Störf hafði hann ýms á
hendi í sveitarfélagi sinu, og þótti hann
jafnan leggja það eitt til mála, er skyn-
samlegt var. Hafði hann gott vit á lækn-
ingum, enda fól Jón landlæknir Hjaltalín
honum að vera bólusetjari, og gegndi hann
þeim starfa um 30 ár. f>á er hann dó, var
hann elztur hóndi í sinni sveit. Jón var
skemtinn og viðræðugóður og maður orð-
heppinn vel. Trúmaður góður og tryggur
i lund. (B.)
Gufuskip Isafold frá Bryde fór i
fyrra dag til Vestmanneyja, Vikur, Eng-
lands og Khafnar með fiskfarm.
------- /
Priiicess Melton,hotnvörpugufuskipið,
er hér rak upp í vetur, lagði á stað til
Englands 20. þ. m. viðgert af bjargráða-
skipinu Frederikshavn og með leiðbeining
Englendings, Robertsons, er hingað var
sendur i Vor snemma af hlutaðeigandi á-
byrgðarfélagi.
I heljar greipum.
Frh.
E'kkert þeirra hafði sérlega djúpsetta
sannfæringu, nema ef vera kynni þær
frk. Adams og frú Belmont. þau voru
öll böru þessa heims og sum ósam-
þykk um sérhvað það, er krossinn,
sem lá þar í grasinu, jarðtegnar. En
þá kom metnaðurinn, — Norðurálfu-
manuamikillætið og metnaður hinnar
hvítu kynkvíslar, er svall þeim í brjósti
og bauð þeim að vera fastheldin við
trú landa sinna. f>að voru mannleg-
ar hvatir, en syndsamlegar og ókristi-
legar; en alt að einu ætluðu þær nú
að gera þau að allsherjarpíslarvottum
kristinnar trúar.
Svo voru taugarnar í þeim þandar
orðnar og næmar, að hvað lítið hljóð
sem var, barst óðara að eyrum þeim
skýrt og glögt. Blaktið í pálmablöð-
unum yfir höfðum þeim varð í þeirra
eyrum að stríðum árnið, og þau heyrðu
lengst í burtu votta fyrir hófdyn úlf-
alda á stökki.
»|>ar kemur einhver«, hvíslaði Coch-
rane. »Reynið þér að dvelja fyrir
honum fimm mínúcur enn, Fardet*.
Fardet gekk fram, hneigði sig kurt-
eislega og rétti út hægri höndina, og
gerði sig allan sem líklegastan til að
fallast á hvað sem vera skyldí.
»|>ér megið segja hinum helga manni*,
mælti haan við túlkinn, »að eg aé
þess albúinn, að fallast á alt það, er
hann hefi kent oss, og sama mun sjálf-
sagt óhætt að segja um félaga mína
alla. En eitt er það, sem mér þætti
vænt um, að hann gerði, til þess að
gjöreyða öllum efa, er enn kynni að
leynast í brjóstum vorum. Sérhver
sannur átrúnaður vottar mátt sinn í
kraftaverkum þeim, er boðendur hans
fá unnið. Jafnvel eg, sem ekki er
annað en vesall kristinn liðléttingur,
getið unnið nokkur þess kyns verk
fyrir sakirtrúar minnar. En þér, sem
hafið miklu meiri háttar átrúnað,
hljótið að geta gert langt um meira,
og fyrir því bið eg yður að gefa oss
eitthvert merki, svo að vér getum sagt,
að ver vitum fyrir víst, að Jslam (Mú-
hameðstrú) sé máttugri*.
Svo veglátir sem Arabar eru og dul-
ir, þá býr þar niðri fyrir harla mikið
af forvitui. |>að sýndi sig á .því, hve
hljótt varð í hóp þeirra, er þeir heyrðu
það sem Fardet sagði, og Monsoor
þýddi fyrir þeirn, að það hafði mikil
áhrif á þá.
»Slíkir hlutir eru í höndum Allah«,
segir klerkur; »oss ber eigi að raska
lögmáli hans. En sé svo, að þér sé-
uð slíkum mætti gæddur, þá látið oss
sjá þess vott«.
Veðurathuganir
í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1902 maí Loftvog millim. Hiti (C.) b- Cf Ch c* P >-< tr æ o* Sk/magn Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld.17. 8 753,4 6,0 N i 3 5,4 1,3
2 755,9 7,5 N 2 4
9 760,1 5,3 N 1 3
Sd. 18. 8 765,2 4,8 N 2 1 0,4
2 766,4 7,6 NW 2 2
9 767,6 6,4 NE 1 i
Md.19.8 768,4 4,4 W 1 i 0,1
2 758,6 7,7 NW 1 i
9 768,3 7,0 w 1 4
Þd. 20. 8 765,3 6,5 ENE 2 10 2,0
2 763,0 7,5 E8E 2 10
9 760,8 6,8 SE 2 9
Md.21.8 758,7 7,4 0 10 1,6 4,7
2 753,1 7,6 8E 1 10
9 749,3 6,0 WNW 1 10
Fd.22. 8 754,5 5,8 w 2 8 6,7 3,2
2 752,7 7,6 NW i 8
9 746,4 6,5 E i 10
Fsd.23.8 747,0 9,2 s i 7 1,5 5,0
2 753,5 9,1 W 2 3
9 752,6 6,9 0 10