Ísafold - 12.07.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.07.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/j doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Reykjavík laugardaginn 12. júlí 1902. 43. blað. Forngripasafn opið md.. mvd. og ld. 11—12.' Landsbókasafti opið hvern virkau dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) Kid., mvd. og ld. til útlána. Okeypis augnlækning á spítalannm fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar ki. 11—1. Okeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag &L, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Erlend tíðindi. Tii 3. þ. mán. ná síðustu fréttir út- lendar, er hingað hafa borist. |>á var vika liðin frá er gerður var holdskurðurinn á Játvarði konungi, og hafði hann ekkert áfall fengið, svo að almenningur var orðinn vongóður um bata. En búist við að hann yrði rúm- fastur 3—4 vikur enn, og jafngóður naumast fyr en eftir 3 mánuði. Til marks um, hve karlmannlega hann bar þjáningar sínar áður en holdskurðurinn var gerður og hve fast hann sótti það, að þrauka fram yfir krýninguna, til þess að firra þegna sína og aðra krýningargesti vonbrigð- um og geypifjártjóni vegna undirbún- ingsins,— er þess getið, að daginn áður ók hann utan frá Windsor til aðset- hallar sinnar í Lundúnum, Bucking- ham-hallar, til þess að sinna stjórnar- störfum, en var þá svo yfirkominn af kvölum, þótt ekki léti á bera, að það steinleið yfir hann, er hann kom þung- að, og lá hann í óviti 7 mínútur. f>á var farið að hyggja betur að ástandi hans, skotið á læknaráðstefnu og af- ráðið að gera holdskurðinn hið bráð- asta, nceð því að líf konungs lægi við ella. Frederick Treves heitir læknir sá, er skurðinn gerði, en viðstaddir voru 4 aðrir, þeirra á meðal Lister lávarður, hinn heimsfrægi uppgötvari gérilskæðra lyfja. Kínverskt herskip eitt sprakk í loft ^PP á höfninni í Nanking 22. f. m. °g létust þar 150 marma. Sama dag brann mikið af borginni Kazan á Bússlandi. Hann stóð 975 daga, »Búa-ófriður- xnn mikli«, er Bretar nefna nú svo, og kostaði þá (Breta) líf eða heilsu 92,000 manna og 4000 miljónir króna. Jþað fé er meira en fúlgan mikla, ó- grynnin annáluðu, er Bismarck lagði á Frakka í hernaðarskaðabætur eftir ófriðinn 1871. f>að voru 5 miljarðar franka, sama sem rúml. 3,500 milj: kr., eða nær 500 milj. minna en þetta. Býsna-dýrt gaman, og sigurinn að aumum finst sviplíkur sigri Pyrhusar konungs, er hann sagði um svo, að yani hann annan slíkan, væri úti um aig. Nær 700 milj. kr. skýrði hermála- ráðherra Bandamanna í Norður-Ame- riku frá nýlega ag feostað hefði þá ó- friðurinn í Filippseyjum. Nýjar óeirðir f Kína, af völdum »hnefamanna«, 0g kristniboðamorð því samfara. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKJ SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrnstu í samanburði við gæðin. Fæst hjd kaupmönnum. Handskilviiidur. Um handskilvindur hefir töluvert ritað verið í blöð hér upp á síðkastið og hefi eg lesið það með athygli. Fyr- ir því bið eg yður um rvxm fyrir nokkr- ar' línur um það mál í yðar heiðraða blaði. En ekki legg eg út í frekari umræður um það. Svo segir í einhverju kvæði: »Fylgið tímanum, en ekki straumn- um«. Mér væri næst skapi að segja: •Fylgið framförunum, en ekki straumn- um«. jpað er eðlilegt, að hver smiður eða söluumboðsmaður auglýsi sína vöru og lofi hana. En hitt er eigi síður nauðsynlegt, að kaupendur fylgist nokkurn vegin með framförunum, svo að þeir viti, hvers og hvaða vélat og á- höld eru í mestu áliti og hvar þau fást. Eg skal msð fám línum lýsa sögu þriggja skilvinda, sem nú gánga hér í verzlun. j>að var á árunum 1875—1879, er hugmyndin um að skilja mjólk með miðflótta-afli ruddi sér fyllilega til rúms. Margar skilvindur hafa verið reynd- ar og meðal þeirra, sem þótt hefir mest í varið til frambúðar, eru Alfa de La- vals, Burmeister & Waíns, og Kofoed og Houbergs Alfa de Lavals-lagið fekk einkaleyfi 1879. Skilkúlan var þá hér um bil með sama lagi sem flatvaxin kúla, og að innan var skilvindan að mjólkurrás ekki ólík því, sem Alexandra-skilvind- an er nú. j>essi skilvinda var um- bætt að ýmsu á árunum 1879—1890, þangað til undir aldamótin, er hún var smíðuð með alveg nýju lagi, sem kallað var Lavals-Iag og því hefir hún haldið síðan að miklu leyti. j>að er sívalningslag með skil-diskum eða skál- um innan í. j>á kemur skilvinda sií, sem kend er við Burmeister & Wain eða Magle- kilde-Pedersen. Hún er frá 1879. j>að er eins um hana og hina, að gerðar voru á henni ýmsar umbætur. Hún hélt sér uppi í samkepninni fram yfir 1890, er Alfalagið kom. þá urðu höf- undar þessarar skilvindu að kannast við, að ef þeir ættu að stamdast sam- kepnina, mætti til að finna annað og betra lag; og það kom 1899. Næsta ár, 1900, var fyrsta gufu- og handskil- vindan af því tægi send til mjólkur- skólans í Ladelund. Eg var þar þá staddur, er handskilvindan kom til skólans, og var þá ráðinn til íslands. Með ráði Böggilds ráðunauts og Pe- dersens forstöðumanns í Ladelund var eg fenginn til að reyna þessa skil- vindu, bæði til þess að sjá, hvernig hún gengi og skildi, og til þess að kynnast henni áður en eg færi hingað. Eg reyndi þá skilvindu þessa daglega hér um bil hálfan mánuð og tók frá á þeim tíma. 6 sýnishorn af undanrennu, er eg lét prófa í efnafræðisstofnun skólans. Baunin varð sú, að nún skildi mikið vapdlega, með því að ekki voru eftir nema 0,09—0,14% af feiti í undanrennunni, eða eins ogverksmiðj- an hafði heitið. Nú í vor hafa verk- smiðjueigendurnir tjáð mér, að þeir hafi enn umbætt skilvinduna dálítið og að þeir að gefnu tilefni láti semja alt, sem skilvindunni fylgi prentað, á íslenzku. Kofoed & Houbergs skilvinda eða Alexandraskilvindan kom á gang með einkaleyfi 1885. Hún var umbætt nokkuð 1889, hætt við sívalningslagið og tekin upp hér um bil hnöttótt skil- kúla, og gerðar nokkrar breytingar á innrás og útrás mjólkurinnar, og hefir hún haldið því lagi að raiklu leyti síðan. Fyrir utan þessar skilvindur eru margar aðrar, sem hafa verið notaðar og enn eru notaðar; en með því að eg þekki sumar þeirra lítið af reynsl- unni og aðrar alls ekki, ætla eg ekki að minnast frekara á þær. Ef vér nú virðum fyrir oss þessar tvær skilvindur, Alfa-lagið og Burmeist- er & Wains, þá sést, að þær hafa kept fast hvor við aðra. Og hafi Burmeister & Wains ekki komist fram úr Alfaskilvindunni að skilnæmleik, þá hefir hún komist fyllilega samsíða henni, en fram fyrir hana eða niður að ódýrleik. Bn það er þetta tvent og ekki annað, sem oss íslendinga varðar sérstaklega um. En Danir þurfa þar að auki að hugsa umþriðja kostinn: að skilvindan, jafnframt því, sem ’hún skilur sem allraminst af feiti eftir í undanrennunni, komist yfir að skilja sem allramesta mjólk á tilteknum tíma. j>etta er í stuttu máli saga þeirra skilvinda, sem mest er eftir sózt. Komi nýjar skilvindur á markaðinn og þær ef til vill betri, þá er að leita sér vitneskju um það. j>ví hér ríður sem endranær á því, að vilja jafnan fylgja tímanum og að geta það. Vitaskuld ætlast eg alls ekki til, að hver, sem á skilvindu, fleygi henni und- ir eins og kaupi sór nýja; það gæti orðið kostnaðarsamt gaman. En hitt spillir engu, að fylgja með framförun- um og geta þá ef til vill gefið ná- grönnum sínum góð ráð og bendingar, þeim, sem svo eru staddir, að þeir eiga óhægra með að fylgja með tím- anum. H. J. Grönfeldt. Vestmanneyjum 1. júli. Íaprílmán- uði var mestur hiti 20.: 10.4°, minstur að- faranótt 3. — 9,2°. í mai var mestur hiti 10.: 11,9°, minstur 29. ~ 3°. í júni var mestur hiti 3. og 30.: 14,4°, minstur aÖ- faranótt 17. og 20.: 3°. Úrkotna var í þess- um mánuði, talin í millimetrum: 54,3, 90, 8. og 41,2. I apríl var vindasamt i meira lagi, í mai gengu austan,- vestan- og norð- anstormar siðustu 10 daga mánaðarins; i júní voru hlíðviðri nema frá 20.—25.; þá voru austanstormar (ofsarok 23). Vorið hefir ve.rið mjög þurviðrasamt; hefir þvi gengið vel að þ u r k a, en jörð i 11 a að spretta. Má grasspretta teljast með lak- asta móti. Matjurtagarðar urðu einnig fyr ir ákaflega miklum skemdum i maistorm- unum, svo að margir þeirra mnnu jafnvel vera nær ónýtir. Frá vertiðarlokum til 18. júní var hér mesti landhurður af 1 ö n g n, meiri vorafli en nokkru sinni áður. Meðalhlutur mun hafa verið nálægt 300, hæstur yfir 700. Um miðjan júni aflaðist einnig sild i reknet; en sökum vöntunar á ishúsi var síldarveiðin minna stunduð en mátt hefði. En nú er i ráði að koma upp ishúsi síðari hluta sumars. Vörubirgðir hafa verið nægilegar, nema salt þraut, og flutti Laura þá hingað 260 tunnur frá Bvík; varð því ekkert tjón að þeim þrotum. » Heilhrigði yfirleitt mji^j góð. Ritaómur. Flóra íslands. Eftir Stefán Stefánsson. Khöfn 1901. 36 -þ 260. Með fjölda mynda. (Bókm.fél.). j>ar fengum vér loksins grasafræði að gagni, og er hún snildarlegt stór- virki í bókmentum vorum. Hvin byrjar á löngum og fræðandi formála, Svo kemur inngangur, sem segir frá, hvernig eigi að nafngreina plöntur, fergja þær og geyma. — Er ómissandi fyrir alla, sem vilja eignast plöntusöfn, að lesa inngang þenna oft og rækilega. Svo kemur kafli, sem heitir Gróður- athuganir. Hann er sérlega fagur og þó vísindalega sannur. Hann sýnir, að höfundurinn hefir þann mikla kost, sem marga lærdómsmenn vantar: hann er hrifinn af fróðleiksefni sínu og elsk- ar því fegurð jurtaríkisins. Seinast í kafla þessum hvetur hann prestana til að gefa söfnuðunum leiðbeining í að þekkja grös, eftir messu. j>etta er ágæt uppástunga, og eg óska þess innilega, að henni yrði fylgt hvar sem hægt er. j>á mundu vakna og vaxa mjög margar góðar og fagrar hugsanirog tilfinningar, sem nú liggja í dái, og guðrækni og siðprýði aukast og eflast og þekking á nytsemi og feg- urð náttúrunnar verða miklu almenn- ari. Næst á eftir þessum kafla kemur Skipulag plönturíkisins', er það stutt, Ijóst og gagnort yfirlit yfir alt jurta- ríkið. Svo kemur Greining œttanna og nokkurra frábrugðinna kynja. Hún er yfirlit yfir æðri plönturnar, eða plönt- ur þær, sem taldar erú upp í þessari bók, — því um þangbakteríur, sveppi, skófir og mosa var ekki hægt að rita í þetta sinn. Til þess þyrfti aðra jafnstóra bók. j>á byrjar hin eiginlega jurtalýsing; hún byrjar á burknunum, en endar á fíflunum. Jurtalýsingarnar eru svo nákvæmar, gagnorðar og ljósar, að sérhver, sem les þær með nokkurri eftirtekt, ætti að geta lært að þekkja jurtir eftir þeim. En bæði þar og allvíðast í bók- inni koma fyrir mjög mörg ný orð, sem fæstir þekkja. En það gerir ekkert

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.