Ísafold - 26.07.1902, Page 1
Kereur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l1/^ doll.; borgist fyrir miðjan
jnlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX. árg.
Reykjavík laugardaginn
26. .júlí 1902.
46. blað.
Biðjið ætíð um
OTTO M0NSTBD S
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadriúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
I. 0. 0 F. 84889. ______
Forngripasafn opið md., mvd. og ld
11—12.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
nad., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1.
Ókeypis tannlækning i Pósthússtræti 14,
1). 1. og 3. mánud. hvers raán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Mmia bcr,
að gjalddagi fyrir
Ísaíold var 15. þ.m.
SKBIFSTOFA ÍSAFOLDAB er
opin kl. 12—2; en afgreiðslan allan daginn
(7 árd,—8 siðd ). Þar, í afgreiðslunni, er
tekið við borgun fyrir blaðið, auglýsingum,
bókapöntunum og blaða, handritum til prent-
unar í ísafoldarprentsmiðju, m. m.; þar er
og bóka- og pappirsverzlun.
A þjóðliátið
Reykjavikur
2. ágiist
næstkomandi verða kappreiðar, ræðu-
höld og söngur, hljóðfærasláttur, íþrótt-
ir, dans o. fl. skemtanir. Nákvæmar
á götijauglýsmgum.
cTCátíð arnefnóin.
Davíö Östlund
prédikar í Good-Templarhúsinu á
sunnudaginn kl. 61/2 síðd.
Frá 26. júlí til 31. ágúst
Díestkomandi, að báðum dög-
um meðtöldum, verður
liandsbankinn opinn til af-
greiðslu frá kl. 10—1 hvern
virkan dag.
Bankastjórn til viðtals
kl. 101/*—ÍIV^-
Landsbankinn 24. júlí 1902.
Tryggvi Gunnarsson.
IsafólcT
kemur út um þing*-
tímann að stað-
aldri tvisvar í viku,
miðvikudaga o g
laugardaga.
Þingbyrjun.
j>á er nii þingliðið drifið alt til höf-
uð8taðarins og sezt þar í herbúðir
sínar.
Velkomið segja þeir það, að vanda,
sem fyrir eru, en þó öllu innilegar nú
en endranær, vegna mjög svo öruggrar
vonar um, að aukaþingi þessu hlotn-
ist sú hamingja og frægð, að binda
sama sem enda á hina afar langvinnu
og mæðulegu baráttu fyrir nauðsvn-
legri umbót á stjórnarskipun landsins,
með allvel viðunanlegum og sæmileg-
um kostum.
þetta blað hefir spáð því hvað eftir
annað og fullyrt hér um bil, að hvað
sem liði vilja og áformi nokkurra hinna
óbilgjörnustu þingmanna úr aftur-
baldsliðinu, þá mnndi stjórnbótar-
frumvarp Islandsráðgjafans eiga sér
víst fylgi mikils meiri hluta á þing-
inu, ekki einungis hvers manns í Fram-
farafiokknum, heldur og allmargra af
hinum. Mikill meiri hluti þingsins
mundi koma sér saman um að sam-
þykkja það alveg óbreytt. Og annað
en það eina stjórnbótarfrumvarp
mundi eigi verða upp borið á þinginu.
Dagurinn eða dagarnir næstu á
undan þingsetningu eru vanalega not-
aðir til að tala sig saman um deilda-
skipun og embættismannakosningu m.
m., og þá um leið til að heyra, hvern-
ig í mönnum liggur um aðalmál þings-
ins, ef svo á stendur.
Isafold vonar, að það verði ekki
virt henni til óviðurkvæmilegrar óþag-
mælsku, þótt hún láti þess getið, að
árangurinn af þeim forspjöllum hefir
orðið full vissa fyrir vel rífum
meiri hluta með stjórnbótarfrum-
varpi ráðgjafans alveg óbreyttu.
Og er það mikil gleðifrétt.
Hitt skiftir minstu þar á borð við,
hvort þeir, sem eru annars sinnis,
kjósa heldur að leggja árar í bát þeg-
ar í stað, eða þeir fara að brjótast
eitthvað í að leggja stein í götufrum-
varpsins. f>að má telja alveg víst, að
allar tilraunir í þá átt verði alveg ár-
angurslausar, — nema í hæsta lagi
til að svala geði sínu, ef svölun skyldi
kalla þá.
f>að skiftir og minstu, úr því svo er
komið, þótt Framfaraflokkurinn sé í
minni hluta á þessu aukaþingi. Flokk-
amir renna sarnan að svo miklu leyti,
sem þarf til að tryggja aðalmálinu
þau úrslit, sem hann hefir barist fyr-
ir. f>að er Þ a ð , sem mestu skiftir,
Má vera, að það fari svo, að lítið
sem ekkert beri nú á flokkaríg eða
sundurlyndi, meir að segja ekki einu
sinni í embættaskipun þingsins. f>ví
það getur varla heitið því nafni, þótt
andstæðingar Framfaraflokksins noti
vald sitt til að tildra einir einhverju af
sínum gæðingum upp í einhver hin
minni háttar þingembætti eða því um
líkt. f>að er alveg meinlaust glingur,
sem ekki er nema ánægja að vita hlut-
aðeigendum vera hugfró að.
Brosleg réttarrannsókn.
Hr. ritstjóri! f>egar eg kom hingað
til Eeykjavíkur í gser, mætir mér sú
fregn, að hinn virðulegi mótkandídat
minn við þíngkosninguna í Isafjarðar-
sýslu í vor, sýslumaður H. H a f-
8 t e i n, er féll þar með nær 100 at-
kvæða mun, hafi í þ. m., skömmu
eftir burtför mína frá ísafirði, byrjað
sakamálsrannsókn í Slóttuhreppi í því
skyni, að leiða það í ljós, að eg, og að
líkindum samþingismaður minn, síra
Sig. Stefánsson í Vigur, höfum
beitt mútum og fégjöfum til atkvæða-
fylgis við kosninguna í vor.
Sýslumaður hefir sýnilega þózt all-
mikill maður af þessum tiltektum sín-
um, því að svo mun það eiga að skilj-
ast, að biaðið »Vestri«, sem er mál-
gagn hans, skýrir 19. júlí síðastl. frá
rannsóknum þessum, og dróttar þar
að mér þessum tilhæfulausa
og ærumeiðandi áburði.
f>ar sem mál þetta er þannig orðið
að blaðamáli — að líkindum að til-
hlutun sýslumannsins, eða með hans
ljúfa vilja og samþykki, — vil eg leyfa
mér að fara nokkrum orðum um þessa
kynlegu réttarrannsókn.
Mér er sagt, að tildrög rannsóknar-
innar sóu þau, að dag þann, er sýslu-
maður H. Hafstein hélt mann-
talsþing að Sléttu í Sléttuhreppi, hafi
einn eða fleiri af hinum æstari fylg-
ismönnum sýslumannsins fylt bónd-
ann f>orberg Jónssoní Miðvík,
og fengið hann síðan til þess í ölæði
að rita undir kæru, er þeir höfðu sam-
ið, og var kæran síðan send á hæla
sýslumannsins — hann var svo sem
ekkert við riðinn —, til Grunnavíkur,
þar sem er næsti þingstaðurinn, og
brá sýslumaður þegar við, til að hefja
rannsóknir þessar.
Bg hélt nú að vísu sízt af öllu, að
sýslumaður H. H a f s t e i n teldi sig
rétta manninn til þess að sitja í
dómarasæti í ísafjarðarsýslu við slíka
rannsókn, og skal eg nú greina hér
orsakirnar til þeirrar skoðunar minnar.
Áður en sýslumaður H. Hafstein
kom , til ísafjarðarsýslu, og hóf þar
kosningaundirróður sinn, þektist það
þar eigi, að neinum kjósanda væri
greiddur farareyrir, eða veitt ókeypis
far til kjörfundar; en er sýslumaður
bauð sig fram við þingkosningarnar
1900, tók hann upp á því, samfara
öðrum koaningaundirróðri, að kjósend-
ur hans úr Grunnavíkur- og Sléttu-
hreppum fengu ókeypis flutning til og
frá kjörfundi, auk þess er sýslumaður
hýsti þá síðan í heyhlöðu sinni; og
mun mörgum enn minnisstætt, hvern-
ig kjósendur hans frá Hornströndum
voru þá til reika eftir ísafjalðar-»trakt-
eringarnar«, er þeir mættu á kjörfund-
inum með prentaða atkvæðamiða, og
gátu sumir jafnvel eigi stafað sig fram
iir nöfnunum.
Á undan þingkosningunni í vor gerði
nú einn af fremstu bændum og fylgís-
mönnum okkar síra Sigurðar Stefáns-
sonar í Sléttuhreppi, Á r n i bóndi
Sigurðsson í Skáladal, mér við
vart um það, að þar sem hverjum
manni, er vildi kjósa þá Hafstein
og M a 11 í a s, væri, af hálfu sýslu-
manns og hans liða, boðinn ókeypis
flutningur til og frá kjörfundi, þá
hefðu ýmsir, er ætluðu að kjósa okk-
ur síra S i g n r ð, farið fram á það,
að verða hins sama aðnjótandi, og
skrifaði eg þá Arna bónda bréf, og
sendi honum 70 kr., til þess að greiða
fargjöld þeirra kjósenda, er hefðu á-
kvarðað sig til þess, að kjósa okkur
síra Sigurð; en lagði jafnframt ríkt
á við hann í bréfinu, að féð mætti alls
ekki nota til annars en fargjalda-
greiðslu, eða þá til sendiferða, er hann
teldi nauðsynlegar, til þess að annast
um kosningaundirbúninginn, og benti
honum jafnframt á það, að ekki mætti
verja neinu til að vinna menn til fylg-
Í8 við okkur síra S i g u r ð, eða til
atkvæðakaupa, og benti eg honum á
ákvæði hegningarlaganna, er þar að
lúta. Loks mæltist eg og til þess, að
hann legði út fyrir mig til bráðabirgða,
ef fé þetta hrykki ekki, þar sem mér
var þá ókunnugt um, hve margir
fylgismenn okkar síra Sigurðar væru
í Sléttuhreppi — sem hefir nær 50
kjósendur —, og auðvitað því ókunn-
ugra, hve margir vildu nota sér þá
fargjaldsgreiðslu, er þannig stóð til
boða.
Áður en eg sendi Árna bónda bréf
þetta, tók eg — til vonar og vara —
afskrift af þeim kafla bréfsins, er hafði
ofannefnda viðvörun að geyma, og
mun eg eiga það eftirrit í fórum mín-
um á Bessastöðum, og bið yður, hr.
ritstjóri, væntanlega að birta það síð-
ar; enda heyri eg, að sýslumaður hafi
heimtað, að Á r n i bóndi legði bréf
þetta fram í rétti, og er það því »in
actis», og er mér ekkert kærara en
það.
Að Á r n i bóndi Sigurðsson f
Skáladal, sem er maður mjög gætinn
og greindur, hafi að nokkru leyti mis-
brúkað fé þetta, þrátt fyrir viðvörun
mína, kemur mér mjög óvart, enda
þori eg að fullyrða, að svo hefir eigi
verið; en hvað einstökum kjósendum
í Sléttuhreppi kann að hafa á milli
faríð, er mér ókunnugt og allsendis
óviðkomandi, þar sem enginn kjósandi
í Sléttuhreppi hefir meðtekið fé af
minni hendi, og eg hefi lagt jafn-ríkt
á, að varast alla ólögmæta notkun
fjárins, sem að ofan segir.
Mér er nú eigi kunnugt um, hvað
sýslumaður kann að hafa bókað eftir
kjósendum í Sléttuhreppi; það getur
ekki lotið að mér eða mínum gjörðum,
og er mér óviðkomandi, þótt eg á
hinn bóginn hafi mína skoðun um þá
notkun embættisvaldsins, að hinn fallni
mótkandídat minn haldi slíkar rann-
sóknir yfir fáfróðum almúgamönnum,