Ísafold - 26.07.1902, Síða 2
182
er eigi vildu hafa hann sem þingmann,
og fæstir geta gert sér glögga grein
fyrir, hvað saknæmt er eða saklaust í
þessum efnum, og því síður, að þeir
geti dæmt ura það, hvort dómarinn
leggur réttan skilning í það, sem þeir
segja, eður þveröfugan.
Bn hvaða álit almenningur ve3tra
muni hafa á prófum þessum, sést af
því, að það er þar í almæli, að einn
þeirra, er yfirheyrður var, H j á 1 m a r
bóndi Jónsson í Stakkadal, hafi
borið fyrir rétti, að af hálfu mín,
eða flokksbræðra minna, hafi engu
ólöglegu verið við sig beitt, en að á
hinn bóginn hafieinnafat-
kvæðasmöl um Hafsteins s ý s 1 u-
manns boðið sér 50 kr., ef
hann vildi kjósa Hafstein;
en þetta segir sagan, að sýslumanni
bafi láðst að bóka, eða álitið það mál-
inu óviðkomandi.
þegar þess nú enn fremur er gætt,
að það er héraðskunnugt í Isafjarðar-
sýslu, að kjósendur sýslumanns Haf-
s t e i n s úr Grunnavíkur- og Sléttu-
hreppnum voru í vor fluttir ókeypis á
og af kjörfundi, og að Arnfirðingar og
Dýrfirðingar, er hann kusu — næráO
að tölu — fengu ókeypis far báðar
leiðar, og »frítt uppihald á Isafirði« m.
m., auk svo margs og margs, er svslu-
maður og hans liðar höfðust að á
undan kosningunni, þótt eg eigi fari
út í það að þessu siuni, þá er sízt að
furða, þó að menn kynji á því, að
vita hann, sýslumann H. Hafstein,
sitja í þessu máli í dómarasæti.
það var mál manna í ísafjarðar-
sýslu, sem eg hygg naumast sönnu
fjarri, að kosningaundirbúningurinn
muni alls hafa kostað sýslumann H.
H a f s t e i n h á 11 á annað þús-
u n d; og svo er höfðuð sakamálsrann-
sókn af hálfu þessa mótkandídats
míns út af því, að mótflokkur hans,
tilneyddur af tiltæki og heimskuleg-
um fjáraustri sjálfs hanB, veitir kjós-
endum úr fjarlægum hreppi ókeypis
farareyri, sem og er í alla staði lög-
mætt.
Eg skal að lokum taka það fram,
fyrir hönd okkar síra S i g u r ð a r, að
okkar vegna má gjarnan rannsaka
okkar gjörðir, hvar sem vill í kjör-
dæminu; því að hvorugar okkar þyk-
ist þar hafa neitt að óttast, og það
er ekkert verri meðferðin á landssjóðs
fé eu stundum hefir þekst.
En hitt er annað mál, að ekki væri
vanþörf á, að fjáreyðsla Hafsteins
og liðsmanna hans við kosningar þess-
ar yrði þá rannsakað jafnhliða, til að
sjá, hvort þar er alt hreint; og það
ættu að vera tiltök til þess, að slík
rannsókn fengi framgang.
Hitt, að mótkandídat minn,
sem er gramur yfir kosningaóförum
sínum, sé að rannsaka mínar gjörðir í
þessu efni, finst mér ónéitanlega dá-
lítið skrítið réttarástand, og þá ekki
sízt, er eg minnist þess, að hann hefir
núnýskeð ótilkvaddur vikiðdóm-
arasæti í meiðyrðamáli, er eg hafði
höfðað gegn ábyrgðarmanni »Vestra«,
hafandi fundið sig knúðan til, að lýsa
því yfir úr dómarasætinu, að hann sé
s j á 1 f u r höfundur hinnar nafnlausu,
ærumeiðandi níðgreinar, sem var sakar-
efni.
p. t. Reykjavik 25. júlí 1902.
Skúli Thoroddsen.
Sigling. Hér kom í gær kanpfar Amy
(70, S. Thorkilssenj frá Mandal með timb-
urfarm til B. Gnðmundssonar.
Sömnl. gnfnskip Dido (193, Sandved) frá
Leith með ýmsar vórur i verzl. Edinborg.
Brlend tíðindi.
Fréttir ná til 18. þ. m.
Þá var JátvarSur konungur orðinn
það hress, að hann hafði fluttur verið
3 dögum áður frá Lundúnum suður að
Sundi og út á skemtiskip sitt þar,
Victoria and Albert. . Hann þoldi vel
flutninginn og voru allar horfur á, að
sjávarloftið mundi hressa hann og flýta
óðum fyrir fullum bata.
Kryning ráðgerð 9. ágúst. En hugs-
að til að haga svo til, að minni áreynsla
fylgi. Og færra verður miklu um
tigna höfðingja útlenda en til stóð.
Margir þeirra farnir og koma ekki aft-
ur. Þó verða þeir viðstaddir, Friðrik
konungsefni Dana og Valdimar bróðir
hans.
Þau tíðindi hafa orðið á Englandi
fyrri hluta mánaðarins, að Salisbury lá-
varður hefir látið af stjórnarformensku,
fyrir ellihrumleika sakir, en við tekið
systursonur hans, Arthur Balfour, er ver-
ið hefir lengi leiðtogi íhaldsflokksins í
neðri málstofunni og önnur hönd frænda
síns þar, mikilhæfur maður og mjög
vel látinn. Sumir höfðu spáð Cham-
berlain þeirri upphefð; en það varð
ekki.
Fleiri ráðherrar sleptu völdum, þeirra
meðal Cadogan Irajarl, en flestir halda
þeim þó.
Önnur veruleg tíðindi hafa ekki gerst.
,Kristileg viðleitni4.
Um þann félagsskap (sbr. síðasta
bl.) flutti höfundur hans, Dr. Francis
E. Clark, frá Ameríku, ágætan fyrir-
lestur í fyrra kveld í Jðnaðarmanna-
húsinu, á ensku, en frk. Ólafía Jóhanns-
dóttir var túlkur.
Hann lýsti fyrst uppruna félagsins
og markmiði þess: að temja sér verk-
lega og í félagi kristilegt líferni. Ekki
nóg, að vera sæmilega að sér í kristn-
um fræðum, fremur en að kunna bók-
lega reglur fyrir húsasmíðum eða pent-
list; lítið lið í slíkri kunnáttu öðru-
vísi en að verkleg framkvæmd fylgi,
— að hönd og auga verði verkið tamt.
Félögin, eitt eða fleiri í hverjum söfn-
uði, hafa reglulega bænafundi á viku
hverri, en fást að öðru leyti við ýms-
ar framkvæmdir til eflingar guðsríkis
og skifta sér í nefndir til þess, ýmist
til innanfélagsstarfa (eftirlitsnefnd með
bænahaldsfundum, söngnefnd, sunnu-
dagaskólanefnd) eða til ýmiss konar
mannúðarframkvæmda út á við, svo
sem til að líkna fátækum, vitja glæpa-
manna í fangelsum og tala um fyrir
þeim, sem margsinnis hefði borið góð-
an árangur og þeir orðið trúaðir menn
og nýtir borgarar, er fangelsisvistinni
var lokið.
Félagsskapurinn hefði yfir höfuð
blómgast margfalt meir og borið tífalt
meiri ávöxt en stofnendur hans hefði
getað látið sér til hugar koma í upp-
hafi. Meðal annars lýsti það sér f
því, að nú orðið væri þeir söfnuðir
margir auðþektir úr, þar sem hann
hefði fest rætur á fyrstu árunum; þar
væri miklu meira um ávaxtarsamt
kristilegt líf en annarsstaðar.
Til dæmis um vöxt hans og viðgang
í Ameríku gat hann þess, að í borg-
inni Philadelphia einni væri 400 fé-
lagsdeildir. Um heim allan eru félags-
deildirnar nú meir en 62,000 og félags-
menn 4 miljónir.
Meðal annars væri fjöldi deilda f
her Bandaríkjanna, bæði landhernum
og skipaliðinu, og héldu þar sína viku-
fundi og bænasarakomur.
Merkilegt væri það, hver áhrif fé-
lagsskapur þessi hefði á ólíka sértrú-
arflokka og kirkjudeildir: eyddi ríg
þeirra í milli og drægi þær til sam-
vinnu, kendi þeim að gleyma smá-
mutium, er í milli bæri, en leggja alla
áherzlu á bræðraband kærleikans, sem
kappkosta ætti að láta ná um heim
allan.
Auk vikufundanna í hverri félags-
deild væru oft haldnir allsberjarfundir
í félaginu, fyrir eitt eða fleiri lönd.
Kvaðst hann hafa verið nýlega á fundi
í Manchester, þar sem voru saman
komnar 10,000 manna. Einu sinni
hefði verið 56,400 manna á einum fundi
íAmeríku. Slíkum fundum fylgdi auk-
inn áhugi fyrir félagsmálum; fundar-
mönnum yxi þróttur og trúarhiti, er
þeir fyndu, að hér væri eins og ein
sál í mörg þúsund líkömum.
En vitanlega væri minst undir höfða-
tölunni komið, heldur hinu, hvað dyggi-
lega væri unnið í kyrþey til eflingar
guðsríkis, bæði í hugskoti sjálfs manus
með kristilegri sjálfsafneitun, og eins
út á við, hver eftir sínum mætti. »Ekki
með valdi, heldur fyrir minn anda«,
segir drottinn.
»En er ekki þetta óþarft, þar sem vér
höfum kristil. kirkju"
Eg skal ekki um það dæma, hvort
svo er hér eða annarstaðar, þar sem
eg þekki miður til. En hitt veit eg,
að heima í mínu landi er þessa mikil
þörf. það er sitt hvað, að vera safn-
aðarmaður, eða lifandi safnaðarlimur,
sem vill gefa Kristi alt, vinna alt fyrir
Krist. Eg verð að játa það með hrygð,
að hin eldri kynslóð kristins safnaðar
í minu landi hafði aldrei lært að vinna
fyrir Krist. Viðleitni vor stefnir að
því, að komandi kynslóðir bæti það
upp.
En er þá ekki nóg að hafa sunnu-
dagaskóla ?
Nei; þar eru trúarbrögðin kend
munnlega og bóklega, en ekki hitt, að
framkvæma þau. það þarf að temja
sér þau verklega.
En þá »kri8tileg unglingafélög«? Gera
þau ekki sama gagn?
Mér þykir mjög vænt um þau, og
er sjálfur í einu þeirra í Boston, og
mér þykir mjög væut um að þau
eru komin hér á stofn. En þau hafa
öðru vísi lagaðan verkahring en félög-
in með *kristilegri viðleitni«.
það er mestaþörf á hvorumtveggju,
og þau vinna saman í bróðerni. Meist-
arinn mikli þarf að láta vinna mörg
verk og af ýmsu tægi. I Boston eru
hundrað deildir Kristilegrar viðleitni,
sín í hverjum söfnuði, en Kristilegt
unglingafélag eitt fyrir allan bæinn,
með því að starfsviði þess er öðruvísi
háttað.
það er einkeunilegt um þennan fé-
lagsskap með kristilegri viðleitni, það
er eins og alstaðar sé jarðvegur
fyrir hann, miklu fremur en annan
kristilegan félagsskap. Hann dafnar
t. d. mætavel hingað og þangað í
heiðnum löndum, t. d. Kína, Japan,
Indlandi o. s. frv. Kínverjar eiga sér
bústað þúsundum saman úti á stór-
ánum þar í landi; þar eru fáeinar
kristnar sálir innan um mikla mergð
heiðingja, hafa engan kennimann og
því síður kirkju, en hafa í þess stað
þennan félagsskap, með sínum bæna-
haldsfundum á hverri viku. Sömuleið-
is þar sem strjálbygð er mikil, svo
sem í Ástralíu og Suður-Afríku. Ekki
þarf nema 2—3 einlæglega kristnar
sálir til þess að ganga í félag og halda
uppi bænafundum, og hefir reynslan
sýnt, hve ómetanlega blessun það hefir
í för með sér.
Eg veit ekki, hvort Drottinn álítur
þörf á slíkum félagsskap hér. Sé svo,
mun hann upp vekja einhvern til að
koma honum á stofn; eg er ekki hér
kominn til þess. J>að er á Drottins
valdi, hvort það verður gert og hve-
nær«.
f>ví næst mintist ræðum. á náttúru-
fegurð lands vors, þar sem hann hafði
farið um (hann fór til fungvalla og
Geysis) og kvaðst mundu róma hana
hvar sem að hann færi. Mintist enn
fremur á það, er forfeður vorir hefðu
fundið Vínland hið góða, og stæði
líkneski Leifs hepna í þess minningu
í Boston. Skamt þaðan, er hann ætti
heima, hefðu fundist fornar rústir í
jörðu eftir þá, og hefði auðmaður einn
reist þar nýlega háan turn til minn-
ingar. Kvaðst mundi leyfa sér að bera
kveðju vestur frá niðjum hinna frægu
fornkappa, sem fundið hefðu Ameríku,
og mundi mikið þykja til þess koma.
»Guð blessi ísland*.
Síra Árni prófastur Jónsson flutti
Dr. Clark þakkir fyrir áheyrenda hönd,
á ensku.
Stjórnarfrumyörp.
Auk stjórnbótarfrumvarpsins leggur
stjórnin þessi 7 frumvörp fyrir auka-
þingið:
1. Um sóttvarnir.
2. Um síldarnætui-.
3. Um bann gegn botnvörpuveiðum,
viðauki við lögin frá 6. apríl 1898.
4. Um viðauka við Landsbankaveð-
deildarlögin (12. jan. 1900).
5. Um breyting á lögum 13. sept.
1901 um tilhögun á löggæzlu við fiski-
veiðar í Norðursjónum.
6. Um breyting á hlutabankalögun-
um frá 7. júní 1902 (leiðrétt ritvilla).
7. Frv. til fjáraukalaga 1902—1903.
Sóttvarnarlagafrumvarpið mun vera
þetta, sem samið var hér og sent stjórn-
inni í Khöfn veturinn fyrir þingið 1901,
en hún komst með engu móti til að af-
greiða til þingsins þá. Allmikil) laga-
bálkur.
Aukafjárveitingin ráðgerða nemur rúm-
um 45 þús. kr., og það mestalt, liðug-
ar 43 þús., til að fullgera Lagarfljóts-
brúna, eftir slysið í fyrra.
Botnvörpulagafrumvarpið samkvæmt
því, er ráðgert var af íslandsráðherran-
um (sbr. ísafold 19. þ. m.).
SíldarnótafrumvarpiS er umbót á sams
konar frv. frá síðasta þingi, er synjað
var staðfestingar vegna þess galla, að
þar umrædd skyldukvöð var einnig lát-
in ná til danskra þegna.
Veðdeildarlagaviðaukinn erum, að auka
megi tryggingarfé hennar um alt að
200,000 kr., er Landsbankinn leggur til,
og svo að verja megi alt að 41/., þús.
kr. fyrir endurskoðun á reikningum veð-
deildarinnar og fyrir skrifstofuhald.
Syfjuð réttarmeðvjtund.
Nýstárlegar geta þær kannske ekki
heitið, aðfarir ísfirzka yfirvaldsins út
af kosningaundirbúningnum í því kjör-
dæmi f vor, — aðfarir hans sem valds-
manns og dómara, eftir hrakför hans
á kjörfundi ísfirðinga.
En þeir, sem kunnugir eru meðferð-
inni á Samsonar-málinu m. m., ogminn-
ast ýmissa aðfara snæfelska yfirvalds-
ins og þá sömuleiðis Dalavaldsmanns-
ins, sem alt virðist vera metið gott
og blessað í augum yfirmanna þeirra
og alveg eins og það á að vera, —
þeir furða sig vitanlega ekki mikið á
hátterni téðs yfirvalds, né hinu, þótt
reynt kynni að verða að hagnýta »rétt-
arprófin* hans, sem ekki hefir verið
látið undir höfuð leggjast að koma
hingað »í tæka tíð«, til að koma því
fram þann veg, sem ekki lánaðist að