Ísafold - 09.08.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.08.1902, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. Keykjavík laugardaginn 9. á«úst 1902 50. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanhurði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/j doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). XXIX. árg. cy Muna ber, að gjalddagi fjrir ísalold var 15. f. ni. I. 0. 0 F. 84822._______________ Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nad., mvd. og ld. til ótlána. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Pósthússtræti 14, b. 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. SKRIFSTOFA ÍSAFOLDAR er opin kl. 12—2; en afgreiðslan allan daginn (7 árd,—8 siðd.). Þar, i afgreiðslunni, er tekið við borgun fyrir blaðið, auglýsingum, bókapöntunum og blaða, handritum til prent- unar í ísafoldarprentsmiðju, m. m.; þar er og bóka- og pappírsverzlun. S t j órnar skr áin. Afgreidd frá neðri deild. Frumvarpið var til 3 umr. og vænt- anlega allra-síðustu í neðri deild í gær. Breytingartill. frá mpiri hluta nefnd- arinnar, um að skíra landritarann heldur annaðhvort höfuðsmann eða atjórnhöfðingja, var tekin aftur, og var svo að sjá, sem enginn ætlaði að taka til máls. En þá reis upp Sighvatur gamli og kvað óviðfeldið að hleypa rnálinu frá deildinni án þess að tala. »Talið« varð þó ekki langt, til allrar hamingju, og fáum mun ljóst, hvert það stefndi. Og enginn svaraði því, annað en að Guðl. Guðmundsson tók það fram, að það, sem þingmaðurinn hefði verið að segja, væri alveg þýðingarlau8t fyrir málið. Kvaðst að öðru leyti árna málinu alls góðs að skilnaði. því næst var til atkvæða gengið með nafnakalli og sögðu allir já. Er nú frumvarpið með öllu óbreytt, eins og það var lagt fyrir þingið af stjórnarinnar hendi, að öðru en því, að samþykt var við 2. umr. orðabreyt- ingin »ráðherra íslands* f. »ráögjafinn yfir íslandi«, og að feld voru burtu orðin »í kaupstöðum og hreppum* eftir »karlmenn« í 6. gr. b. (alveg óþörf). Efri deild ætlaði að hafa málið á dagskrá í dag, en hætti við það vegna veikinda eins þingmanns (Sk. Th.). Hún hefir það sjálfsagt á dagskrá á mánudaginn. Nefnd verður auðvitað sett í það þar, fyrir siða sakir að minsta kosti. En gengið er að því vísu, að ekki verði gerðar neinar breyt- ingar á frv. í efri deild; og verður það þá væntanlega búið frá þinginu um næstu helgi. Ný uppgötvun. Ný peningalind. Að tilhlutun Búnaðarfélags íslands hefi eg gert tilraun til á einum bæ (Helgafelli í Mosfellssveit) með mjaltir á ásauðum, eftir hinu alþekta, fræga Hegelundsmjalta-lagi. Er þetta fyrsta tilraunin, sem mér vitanlega hefir verið gerð, til að end- urbæta mjaltir á ásauðum. Um Norðurlönd, þar sem Hegelunds- mjalta-lagið hefir rutt sér til rúms tvö síðastliðin ár, eru ásauðir ekki mjólkaðir. En hr. konsulent J. Hegelund hefir talið það ekkert efunarmál, að mjalta- lag sittmundi mega hafa við ær, eins og við kýr, með þeim einum afbrigð- um, að haga handtökunum eftir þeim mismun, sem er á júgurstærð og speu- um á mjólkurám á móts við það, sem er á kúnum. Grundvallarreglan fyrir mjöltunum yrði auðvitað að vera hin sama. Hr. Hegelund hvatti mig til að gera tilraun í þessa átt hér heima og taldi mikla þörf á slíku, þar sem sauðfjárræktin eí aðal-atvinnugrein landsmanna, og landið frá náttúrunn- ar hendi mjög vel lagað fyrir mjólkur- ásauðarækt, og hefir sú atvÍDna verið stunduð frá landnámstíð. Eg vil þegar taka það fram, að til- raunir mínar á mjöltum á ánum hepnuðust miklu betur en eg hafði gert mér von um. Eftir að eg hafði mjólkað fyrstu ána, var eg sannfærð- nr um, að hér væri um mikla endur- bót að tefla. Og þetta nýja mjaltalag á m i k 1 u betur við ær en kýr. Hvernig á þessu stendur að líkindum, vil eg ekki minnast neitt á að sinni. Enda skiftir það minstu eitt fyrir sig. Eg gerði tilraunir þessar á marga vegu, svo lengi sem mór þurfa þótti. Hætti ekki fyr en eg hafði fengið vissu fyrir, hve mikluþað nemur, aðmjólkaær með þessu lagi, og hver handtök henta bezt, eða í hverju þar verður að fara út fyrir það lag, sem Hegelund hefir, þó svo, að grundvöllurinn haggist ekki, því hann styðst við margra ára vís- indalegar athuganir um skapnað júg- ursins. Eg hafði stöðugt 6 ær til þess, að gera tilraunir á, og að öðru hvoru reyndi eg mjaltir á fleirum, bæði þeim sem voru í góðri nyt og lítilli o. s.frv, þegar mjaltakonan var búin að mjólka með venjulegum hætti og eftir minni beiðni að þurtotta hverja á betur en hún var vön að gera, fór eg undir hverja á um leið og hún slepti höndum af júgrinu, til þess að vera viss um, að engin mjólk hefði sigið niður í júgrið, sem venja er til, þegar frá líður rajöltum. Undir eins eftir fyrstu handtökin, þá streymdi mjólkin úr júgrinu, sem mjaltakonan gat ekki náð með sínu lagi. Mælt var á hverju máli úr ánum, það sem mjaltákonan fekk, og svo það, sem eg fekk á eftir, og venju- legast var það J/6 af mjólkinni, sem eg fekk, og stundum Yj. því betri, sem ærin var til mjólkur, þess meiri var þessi hreytu-mjólk. — Að meðaltali mjólkuðu ærnar á Helga- felli ekki nema 1 pela í mál, því að hagbeit er rýr og ær farnar að geld- ast lítið eitt þar. Sú mjólk, sem eg fekk á eftir, var oftast rúmur peli úr 5 ám, og þessi mjólk er margfalt smjörmeiri en venju- leg mjólk. Hvað er nú áunnið með þessu mjaltalagi’ það fyrst, að ærnar verða nythærri eftirleiðis, betri mjólkurær. |>að annað, að hver ær gefur miklu meiri arð þegar í stað með því, sem fæst, þegar þær eru hreyttar með þessu lagi. þar sem ær mjólka vel, fæst úr hverri á um 50 pt. af mjólk sumar- langt; þá ætti eftir mínum athugun- um, að fást 60 pt. á þessum jörðum úr hverri á að meðaltali, mjólkaðri með nýja laginu. þessir 10 pt. eru nú sjálfsagt þriðjungi betri en venjuleg mjólk. — Ef kúamjólkurpottur er metinn á 10 a., þá má ekki meta venjulega sauða- mjólk minna en 14 aura virði (hún hefir nálega hálfu meira í sér af feiti og ostaefni) og það reiknar Torfi Bjarnason hana. Eftir því ætti hver pt. af hreytumjólk úr ánum að vera 21 eyris virði. — Mér þykir það ekki sérlega hátt metið, því það má fremur kallast rjómi en mjólk. Eg set pt. á 20 aura og þessi 10 pt. eru þá 2 króna virði. Til eru margar jarðir, þar aem ekki fæst að meðaltali meira en 30 pt. af mjólk sumarlangt úr hverri á. þar er ágóðinn vitanlega minni, — hreytu- mjólkin hlutfallslega minni, en gæði hennar geta verið fult eins mikil. — þar er mismunurinn 6 pt. á 20 aura eða 1 kr. og 20 aur. Meðalærnyt er talin 40 pt. um sumarið. — Meðalhagnaður af því, að mjólka ær með þessari aðferð, verður þá á hverja á 1 kr. 60 a., auk þess, sem ær eftir 1—2 ár eru orðnar að öðru leyti nythærri. pað mun nú láta nærri, að á öllu landinu séu 200,000 mylkar ær. — Sagt er að ekki muni koma öll kurl til grafar, þegar framtalsskýrslur eru samdar. En hvað sem nú því líður, þá verður 200,000 margfaldað með 1 kr. 60 a. =- 320,000 kr. Hve margar dagsláttur mætti slétta fyrir þessar auknu tekjur landsmanna? En svo eru nú kýrnar, sem eg minnist ekki á í þessari grein. Ef farið er í harðan reikning, þá eru þessar fjárhæðir ekki hreinn ágóði. pví rétt.er, að reikna tímann, sem gengur til þess, að mjólka. í mesta lagi, og einkum á meðan fólk er ekki vel vant við að hreyta þannig, fer til þess 1£ mínúta, að hreyta ána, sama sem 1 kl.stund til að hreyta 40 ær. Nú vinna stúlkur til jafnaðar að sumrinu 14 st. á dag, þótt karlmenn vinni ekki nema 12 st.; þær hafa þjónustu á höndum o. s. frv. Gerum nú ráð fyrir, að full-dýrar kaupakonur séu teknar til að mjalta, og að þeim sé ætlað 8 kr. um vikuna og 4 kr. í fæði eða 2 kr. á dag, kaup og fæði. |>á er það hér um bil 15 aurar, sem kvenmanninum ber um kl-stund hverja, eða 30 aurar fyrir að hreyta í tvö mál 40 ær. — Og gengur þá frá tekjunum rúmlega einn þriðji í mjalta- kostnað. Eg fyrir mitt leyti geri ekki mikið úr því, sem kvenfólkið afkastar meira á dag, þótt þær séu á að gizka J stund lengur að mjólka á málum en ella. — þessir heimilis-snúningar og matarsýsl yrði alveg eins gert fyrir því. En rétt er þó að líta á þetta. Og vinnu- tjónið verður ekki mikið á móts við það, sem ærnar verða nythærri, og kynstofninn breytist smátt og smátt í mjólkurkyn. f>að er á móti öllu náttúrlegu eðli, ef þetta er ekki eitt bezta ráðið til, að fá gott mjólkurkyn. Ærnar mjólka af sér hold og þurfa því meira fóður að vetrinum — mun einhver segja. »Veit eg það, Sveinki«, sagði Jón Arason forðum. Ef eg á vél, sem malar gull og þarf að eins rafmagn eða kol fyrir 1 kr. á kl.stund til þess, að auka afl sitt svo, að hún geti malað gull fyrir 9 krónur fram yfir það, sem hún malar með venjulegum krafti; þá mundi það þykja misráðið, að sjá eftir 1 kr. til þess, að græða 9 kr. s. Þ■ Loftritunin. Br í geysihraðri framför. Mareoni hefir tekist nýlega að loft- rita 1600 enskra mílna vegalengd ú landi (mestalt), e'ða frá Cornwall, jv.r sem hann hefir aðalstöð sína, og aus r í Kronstadt á Rússlandi. Þar láítal- herskip, Carlo Alberto, og hafði Mar- coni búið þar út viðtökutól í svo góðu lagi, að skeyti skildist þar glögt þann óraveg, vestan af Cornwall á Englandi. Nú ætlar hann sér að fara að eiga við loftritun beint á milli Englands og Ítalíu. Fyrnefnd vegaleugd,' 1600 mílur enskar, er sama sem rúmar 340 mílur danskar eða 68 þingmannaleiðir. Það er meira en 5 sinnum ísland alt af enda og á. Vid hámessu (kl. 12) á morgun embættar síra Jón Helgason í fjarveru dómkirkju- prestsins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.