Ísafold - 14.08.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.08.1902, Blaðsíða 2
Allsherjarþing G.-T.-reglunnar f>að var 40. aðalfundur reglunnar og stóð 8.—16. f. m. Voru þar saman komnir fulltrúar frá stórstúbum reglunnar, úr öllum álfum heims og fjöldi annarra félagsmanna hvaðanæfa, svo mörgum hundruðum skifti, að ótöldum miklum fjölda sænskra félagsmanna. Fyrsta fundarkveldið var aðkomn- um fundarmönnum fagnað með mikilli viðhöfn, í stærsta og veglegasta leik- húsi borgarinnar, er var troðfult og aðgöngumiðar þangað upp seldir þrem dögum áður, fyrir uppsett verð. f>ar var af konungs hálfu, sem var ekki heima í ríki sínu, Gústaf sonur hans og ríkiserfingi, ásamt mágkonu sinni Ingibjörgu Friðriksdóttur Danakonungs- efnis og f>yri systur hennar. Forsæti hafði á samkomu þessari Lagerheim greifi, utanríkisráðherra Svíakonungs og Norðmanna, og fagn- aði gestum með fagurri ræðu á frönsku. Á tvær hendur honum á leikpallin- um sátu fulltrúar þeir frá ýmsum lönd- um, er kveðju skyldu flytja þar, og margt stórmenni Svía, ráðherrar og ríkisþingmenn, blaðamenn og aðrir. Yfirmaður G.-T.-reglunnar, J o s e p h Malins frá Birmingham, svaraði á- varpi utanríkisráðherrans, skýrði í fám orðum frá starfi G.-T.-reglunnar í heiminum og flutti þakkir fyrir heim- boðið til fundarhalds þessa þar í Stokljhólmi. f>á tók til máls yfirmaður reglunn- ar í Svíþjóð, Styhrlander ríkis- þingmaður, og flutti kveðju frá stórstúk- unni þar. Eftir það stóðu upp fulltrúar frá ýmsum löndum, og skýrðu í fáum orð- um frá hag reglunnar, hver í sínu landi, fyrstur fulltrúinn frá fósturlandi hennar, Bandaríkjunum, G eo rge C o t- terill mannvirkjafræðingur; og þá hver af öðrum, þeirra á meðal full- trúinn héðan frá Islandi, kand. H a r- aldur Níalsson; og segja blöð svo frá um hann, en ekki aðra, að gerður hafi verið ákaflega mikill róm- ur að ræðu hans (stormande bifall — stort jubel). f>ótti áheyrendum harla mikið til þess boma, að hér á landi væri tvö- falt meira um Goodtemplara en þar Bem flest er annarstaðar (en það er einmitt í Svíþjóð); 18. hver maður á landinu bindindismaður, en 7. hver í Reybjavík; og þá hitt enn fremur, að hér væri alveg bannað að búa til á- fenga drykki og sömuleiðis að selja eða veita áfengi á helgum dögum. Skemt var milli þess, sem ræður voru fluttar, með margvíslegum söng og hljóðfæraslætti, af fyrirtaks söng- mönnum og söngflokkum. Auk Goodtemplara héldu önnur bindindisfélög af Norðurlöndum alls- herjarþing í Stokkhólmi sömu vik- » una. Einn daginn lögðu þau saman við Goodtemplara og gengu í prósessíu um helztu stræti borgarinnar og urðu ekki færri en 30,000 saman, er gengu undir meir en 300 merkjum; og hefir aldrei jafn-mikils háttar prósessía sén verið þar. Oscar konungur kom heim, meðan á þingmu stóð, og kvaddi þá á sinn fund yfirmann G.-T.-reglunnar, fyrnefndan Malins, og sveit manna með honum; talaði hann lengi við þá félaga og lauk miklu lofsorði á framkvæmdir fé- lagsins. Næsta allsherjarþing reglunnar á að halda að þrem árum liðnum áBelfast á Írlandí.' Malins var endurkosinn í yfirmanns- embættið þangað til, og ýmist kjörnir eða skipaðir í embætti með honum fulltrúar frá ýmsum löndum; varhr. Har- aldur Níelsson einn þeirra, til sæmdar við Island. Stjórnarskrármálsræða Magnúsar Andréssonar við 2. umr. i Nd. 7. ág. Af því að eg er einn þeirra sex manna, sem greiddu atkvæði með stjórnarskrárfrumvarpinu 13. ágúst í fyrra í efri deild, og sá eini þeirra, sem nú aiga sæti hér í deildinni, vil eg svara þm. Snæf. með fáum orðum, þar sem hann sagði, að hann hefði getað skilið stefnuna í því máli alt þangað til 13. ágúst, en þá yrði hún sér óskiljanleg, og bar oss á brýn, að það hefði verið kapp, sem hefði ráðið atkvæðagreiðslunni. Slíkt er þung ásökun, að kapp hafi verið látið ráða meira en sannfæring í slíku velferðarmáli; en þrátt fyrir það vil eg afsaka mig með hógværum orðum, til þess að spilla ekki friði manna. |>egar hingað fréttist um stjórnar- umskiftin í Danmörku, var oss, þeim mönnum, sem þá áttu sæti í efri deild, öldungis ókunnugt um skoðun hinnar nýju Btjórnar á því, hversu mikillar stjórnbótar hún vildi unna oss Islend- ingum; en meðan svo var, var ekki hyggilegt, að byggja á öðrum grund- velli en áður var lagður í málinu. Alt öðru máli hefði verið að skifta, hefði oss verið kunnugt um, að það væri vilji stjórnarinnar, að fara lengra en frumvarpið; þá hefði mátt bera oss kappgirni á brýn. I öðru lagí voru margir vonarlitlir og jafnvel vonlausir um, að hin nýja stjórn mundi finna önnur og betri ráð til, að koma málum vorum í við- unanlegt horf, en áður hafði verið stungið upp á af mönnum hér á landi og átt hafði verið við af þjóð og þingi árum saman. Höfðu þrjár aðferðir verið reyndar til að flytja stjórnina inn í landið, en engin þeirra hafði fullnægt óskurn manna. Hin fyrsta og elzta var svo nefnd benedizka. Mátti heita, að hún væri fallin úr sögunni, því mörgum, og þar á meðal mér, ægði meðal annars sá kostnaður, er hún hlyti að hafa í för með sér. Hið sama má og segja um nmiðlun- ina« frá 1889. Loks var tímenninga-frumvarpið, sem kom fram á síðasta þingi, og jafnvel hvorugur flokkurinn gerði sig ánæeðan með, enda sögðu flutnings- menn þess í umræðunum um það, að það væri aö eins tilraun til þess, að finna nýjan veg í málinu. þegar það sýndi sig, að vér höfðum sjálfir ekki fundið hagkvæma tilhögun á stjórn landsins, óttaðist eg, að hin nýja stjórn mundi ekkí verða fundvís- ari á hagkvæmt innlent stjórnarfyrir- komulag en vér sjálfir; þess vegna fanst mér sjálfsagt, að greiða atkvæði með frumv., er hafði þó óneitanlega í sér fólgnar miklar réttarbætur. fannig hugsaði bæði eg og fleiri, er atkvæði greiddu með frv. Oss fanst óhyggi- legt að fella það upp á óvissar vonir. En jafnframt hugsuðum vór oss ekki hina nýju stjórn svo illviljaða þinginu, að hún sætti færi, ef hún sæi sér leib á borði, til að gera oss ilt, heldur hugsuðum vér hana svo vel- viljaða, að ef hún sæi sér fært að veita oss innlenda stjórn, þá mundi hún engu að síður veita oss það, þótt vér samþyktum frumvarþið, ef vér að eins jafnframt létum hana vita, að frv. fæli ekki í sér hinar fylstu óskir þjóð- arinnar. Yér samþyktum því frv., en skýrð- um jafnhliða stjórninni frá, í ávarpi til konungs, — er eftir minu áliti var hin eina rétta leið, — að íslendingar myndu ekki fyllilega ánægðir fyr en þeir hefðu fengið innlenda stjórn. því fór fjarri, að vór létum leiðast af kappi. Vér hugsuðum einmitt mjög vel og rækilega um málið þá dagana. Ef illar afleiðingar hefðu hlotist af gjörðum vorum, þá hefði eg getað skil- ið, að menn væru gramir við oss sex- menningana. En nú hafa afleiðingarnar ekki reynst skaðlegar. Vér höfum þvert á móti fengiðþað, sem farið var fram á í frv., og í við- bót það, sem óskað var eftir í ávarp- inu, sem sé innlenda stjórn. Og eg tel mjög ósennilegt, að tilboð stjórnarinnar nú hefði orðið fullkomn- ara, þótt frumvarpið í fyrra hefði ekki verið samþykt. Atkvæðagreiðsla vor stafaði ekki af neinni kappgirni, heldur höfðum vér íhugað málið ítarlega, eftir því sem föng voru á, bæði á fundum og hver vor með sjálfum sér. Hvað hefði oss átt að ganga til þess, að samþykkja frv., ef vér hefðum haft nokkrar líkur til að ætla, að meira væri fáanlegt en farið var fram á í því? Eg fullyrði, að v*ór hugsuðum um það eitt, hvað þjóðinni mundi verða fyrir beztu, en létum alls ekki leiðast af neinni kappfýsi. Sjálfstjörn liéraða og framfærslustofnun. í 54. tbl. »f>jðlf8« 6. f. m., sem eg hef nýlega fengið að sjá, hefir ritstj. gjört mig að umtalsefni, í sambandi við kosningar í Árnessýslu. Vingjarn- leg eru ummælin ekki, og líkar mér það vel, því eg tel mér heiður, en atls ekki vansa í því, að vera í flokki þeirra manna, sem ritstj. hefir reynt að svala sér á, á þessum síðustu og verstu tímum. Ekki kom mér það heldur á óvart, að ritstj. hallar þar réttu máli. En þótt eg telji víst, að fáir taki orð hans trúanleg, álít eg þó rétt að leiðrétta missögli hans. í fáum orðum, sem eg talaði, benti eg kjósendum á framkomu þingmanns- efnisins á síðasta þingi, í máli því — fátækramálinu — sem allur almenn- ingur leggur hvað mestan hug á, og það af gildustu ástæðum. þetta gerði eg án allra ónota eða þykkju. f>ær tillögur þingmannsefnisins í þessu máli, sem eg tók fram, geta menn lesið f tíðindum frá síðasta þingi (umr. í neðri deild dálk 582 og 595). Á fyrri staðnum stingur þingm. upp á, að afnema hreppsnefndir og amts- ráð; og svo þegar landshöfðingi minn- ir hann á, að til séu líka sý3lunefnd- ir, tekur hann þær mjög ánægðurmeð, og segist vilja, »að sem mest sé lagt undir vald sýslumanna*. Á siðari staðnum gerir hanuþájátn- ingu, að hann að vísu felli sig vel við hugmynd 2. þm. Bkagf. um framfærslu- stofnun, en sé þó hræddur um, að slík stofnun geti orðið landinu of vaxin. »Eg get búist við«, segir hann, »að svo margir fari á stofnunina, að öll sýslan lendi þar á endanum*. Eg tók þetta fram af því, að eg ætlaði þingmannsefninu að gera grein fyrir, færa ástæður fyrir þessum mjög svo einkennilegu skoðunum sínum, því það hafði hann ekki gert á þingi, eða þá að hann á kjörfundinum lýsti því yfir, að hanu væri fallinn frá þessum skoðunum. En hann gerði hvorugt. Hann leyfði sér að kalla orð min rang- færslur, orð sín slitin út úr sambandi o. s. frv. f>etta var öll rökfærslan. Hitt er satt, að flokksmenn hans á kjörfundinum gjörðu æðimikinn róm að máli hans og karlmannlegri frammi- stöðu í þessu máli; en af þessu öfunda eg hvorki þingmannsefnið né sveitunga mína og aðra kjósendur hans hér í sýslu. Eg, og sjálfsagt mjög margir fleiri, hef það álit, að það sé mjög mikils- vert fyrir héruðin — sveitarfélög, sýslu- fólög, ömt — að þau hafi sem mest sjálfsforræði og séu sem minst háð annarlegu valdi í öllum þeim málum, sem snerta þau sérstaklega, og að þetta sé ekki svo lítill eða veikur þáttur í sjálfstjórn þeirii, sem allur almenning- ur þráir svo mjög. Jpví þótti mérþað líka svo nauða-einkennilegt, að frelsis- hetjan ! þjóðólfska, sem sí og æ þykist berjast fyrir frjálsri, innlendri stjórn, skyldi vilja svifta héruðin þeim vísi, sem þau hafa fengið í þessa átt. — Vitanlega á þingmannsefuið ýmsa góð- kunningja meðal sýslumanna landsins og ef til vill meðal annarra stjórnar- vatda, og vill máske auka vald þessara þjóðkunnu ástvina sinna. En efasamt tel eg, að nokkrir aðrir en ÁrUesingar vilji fylgja honum í því, að innleiða gamla einveldið í fátækra- og öðrum héraðsmálum, og meðal Árnesinga er það, Bem betur fer, ekki nema nokkur hluti. Um síðara atriðið — ummæli þing- mannsins um voða þann, sem af fram- fær8lustofnuninni mundi stafa, — hef eg það eitt að segja, að eg minnist ekki að hafa nokkurn tíma heyrt eða séð löndum mínum gefinn jafn-Iúaleg- ur vitnisburður, og þeir, sem vita það, að þingmaðurinn hefir hvergi dvalið í sveit nema í Árnessýslu, og er þvf sjálfsagt lítt bunnugur alstaðar annar- staðar, þeir freistast til að ímynda sér, að Árnesingar eigi þar sér í lagi óskil- ið mál.—Miklar eru þakkirnar. Verði þeim að góðu. J/7 1902. St. Stephensen. Fjárveitingar. Rúmar 87 þús. kr. stendur til að veittar verði á þessu aukaþingi úr landssjóði í viðbót við það sem stendur f reglulegum fjárlögum það 2 ára tíma- bil, er nú stendur yfir. Eða svo hefir neðri deild skilið við fjáraukalögin„ hvernig sem efri deild snýst við því. Nær helmingur þess, eða rúml. 41 þús., fer til að fullgera Lagarfljóts- brúna, er hætta varð við í fyrra, sem kunnugt er. Nokkuð af því, um 18 þús., er þó endurveiting. þar næst eru ætlaðar 18 þús. kr„ tíl sóttvarnarhúsa í kaupstöðum Iands- ins, — 6 þús. í Reykjavík og 4 þús. í hverjum hinna kaupstaðanna. því næst eru veittar 3 þús. kr. næsta ár til rannsóknar á byggingar- efnum landsins og leiðbeiningar í húsa gerð. J>að er endurtebning fjárveit- ingarinnar til Sigurðar heit. Pétursson- ar; og mun vera hafður í huga til þess starfa Jón þ>orláksson frá Vestur- hópshólum, er lýkur námi í mann- virkjafræði í vetur í K.höfn og er mesti efnismaður. Fénu skal varið eftir tillögum Búnaðarfélags íslands. l>á eru ætlaðar 20,000 kr. næsta ár til tilrauna að flytja kjöt í kældu skipi til útlanda — uppbót fyrir hvert það pund, er selst lægra verði en svo, að seljandi fái fyrir það 18 aura í kropp- um undir 45 pd., en 20 a. í þyngri bropp- um, að frádregnum kostnaði. Skal þá greiða seljanda það, sem á vantar í 18 eða 20 aura, þó ekbi meira ,en 5 a. á hvert pd.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.