Ísafold - 14.08.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.08.1902, Blaðsíða 3
Kosningakigamálið. f>að er nú loks bviið í neðri deild, frumvarpið um heimullegar kosningar til alþingis, og er ekki alveg vonlaust um, að það hafist fram á þessu þingi, þrátt fyrir sýnilegan vott þess meðal meiri-hluta-manna, að þeim væri sumum harla vel vært, þótt því hlektist á. |>að lætur harla vel í eyrum almenn- ings, að vera því máli hlyntur, og þar með heilagur og saklaus af allri við- leitni að liaia áhrif á kjósendur sér til fylgis með nokkrum sköpuðum hlut öðrum en sannfæringar-aflinu. Bn það er annað, að eiga ef til vill yfir höfði sér gersamlegt fráhvarf kjósenda, ef fyrirmunað er að líta eftir, hvernig þeir neyta kosningar- réttar síns, — hvernig þeir efna t. d. misjafnlega fengin loforð um kjörfylgi við það eða það mikils háttar þing- mannsefni vegna auðvalds eða em- bættistignar. Málið kemst væntanlega í nefnd í efri deild á morgun. Lög frá alþingi f>essi 6 smálög hefir nú þingið lok- ið við: 1.—2. Um löggilding verzlunarstaða við Flatey á Skjálfanda og Oshöfn við Héraðsfióa. 3. Um kjörgengi kvenna: Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sera standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kjörgengi, þeg- ar kjósa á i hreppsnefnd, sýslunefnd, hæj- arstjórn, sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa, ef þær fullnægja öllum þeim skilyrðum, sem lög á kveða fyrir þessum réttindum, er karlmenn snertir. Heimilt er þeim þó að skorast undan kosningu. 4. Um að selja salt eftir vigt: 1. gr. Allir kaupmenn, verzlunar-um- hoðsmenn og kaupfélög, er reka verzlun hér á landi fyrir eiginn reikning eða í utn- hoði annarra, skulu, hvort, sem verzlun þeirra fer fram á sjó eða landi, selja salt •ftir vigt. 2. gr. Brjóti nokkur gegn fyrstu grein skal hann sæta 100—500 kr. sektum, er renna að 2/s í landssjóð og að */3 til upp- ljóstrarmanns. 3. gr. Með mál út at' lögum þessum skal farið sem opinber lögreglumá). 4. gr. Með lögum þessum eru lög um að selja salt eftir vigt 24. nóv. 1893 úr gildi numin. 5- Um aíldarnætur. 1. gr. Þegár sildarnætur eru fluttar til Islands frá öðrum ríkjum, skal skýra lög- reglustjóra frá þvi. Þegar síldarnæturnar hafa verið notaðar við reiðar, má ekki flytja þær aftur frá landinu. 2. gr. Brot gegn ákvæðum fyrstu grein- ar varða sektum frá 50—500 kr., sem renna i landssjóð. Með mál, er af því risa, fer sem um almenn lögreglumál. 6. Um breyting á Iögum fyrir ía- land 13. sept. 1901 um tilhögun á lög- gæzlu við fiskiveiðar í Norðursjónum: 1. gr. Eyrri hluti 2. gr. laga fyrir ls- land 13. sept. 1901 um tilhogun álöggæzlu við fiskiveiðar i Norðursjónum skal hljóða svo, sem hér segir: Hlutaðeigandi lögreglustjórar annast um skrásetning skipanna eftir 1. gr. og eins um mæling þá, sem giöra þarf í þessu skyni, séu þau ekki þegar eftir hinum al- mennu reglum mælingarskyld, svo og um útgáfu fiskiveiðaskirteinis og merking skip- anna. Fyrir þetta greiðist ekkert gjald. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi þann dag, er skýrt er frá staðfesting þeirra i B-deild Stjórnartíðindanna. Ný þingmál Frv. um breyt. á yfirsetukvenna- lögum 17. des. 1875 — að koma yfir- setukonum á laudssjóðinn (Sighv. og Ari). Frv. um löggilding verzlunarstaðar við Járngerðar8taðavík í Grindavík (B. Kr. og f>. J. Thor.). Frv. til laga um skyldu embættis- manna til að safna sér ellístyrk eða kaupa sér geymdan lífeyri (Eir. Br., o. fi. í nefnd). Tillaga um að skipa 5 m. nefnd í neðri deild til að hugleiða ráðstafanir gegn útbreiðslu berklaveikinnar hér á landi (M. A.). Tillaga um að skora á landsstjórn- ina um að hlutast til um afnám grískukenslu í latínuskólanum, fækkun latínukenslustunda, og aukna kenslu í nýju máluuum, eðlisfræði og náttúru- sögu (Kr. J. og Sig. Jenss.). Þiiignefndir. Berklaveikisnefnd: Magnús Andr., þórður J. Thoroddsen, L. H. B., P. Jónss., |>orgr. þórðarson. Manntalsþingafrv.: Jón Magnúss., Egg. Ben,, L. H. B., J. Jónss., St. St. kennari. Fjáraukalaganefnd í efri d., skipuð í dag: Hallgr. Sveinsson, Sig. Jenss., Eir. Briem, Eggert Pálss., Jósafat. Stjórnarskrárnefnd (sjá að framan). Afnám gjafsókna. |>að mál, frv. frá Skúla Thoroddsen, gekk liðugt til 2. umr. í efri deild snemma þings, og til nefndar, er var því hlynt, meiri hlutinn, þeir flutn- ingsmaður og Eggert Pálsson, en 3. nefndarmaðurinn, amtmaðurinn, vitan- lega í móti, eins og áður. Eigi að síður var gengið að því vísu, að málið mundi hafast áfram gegnum deildina, með sömu atkvæðum og áð- ur, og þá líklegast gegnum þingið alt. En þá gerir sá í varaforsetatign upp- hafni og í fátækramálamilliþinganeínd mildilega útvaldi og þar með i mandar- ína-stóttina hálf-innlimaði Guðjón Strandaþingmaður svo vel og snýr við blaðinu, og tekur höndum saman við embættismennina um að fella frum- varpið frá 3. umr. Amtmaður var sá eldstólpi, er á uud an gekk Guðjóni og lýsti svo myrkvaðri samvizku hans, að nú sýndist hon- um engin leið rétt nema sú, er hann vísaði í sinni óumræðilegri embættis- dýrð. Amtmaður, maðurinn, sem einna mest mun eftir liggja af sanugjarnri og viturlegri hagnýting gjafsóknarrétt- arins hin síðari árin, eða hitt heldur. Fróðleg munu kjósendum Guðjóns þykja þessi tíðindi, sé svo, sem hermt hefir verið af kjörfundi þeirra í vor, að Guðjón hafi heitið þar iðrun og yfirbót fyrir banatilræði það, er hann veitti sama máli í fyrra í bræði sinni, og þeim óskiljanlega ósamkvæmni við fyrri framkomu sína. Stjórnhöfðiiigi, en ekki stjórnherra, var emhættisheitið, sem þeir «þingsins herra« og hans félagar ætluðu að gefa landritara vorum fyrirhuga'ða. — »Ráðgjafinn yfir Is- landi« stendur á einum stað í fremstu’grein inni í síðasta blaði, í stað »ráðgj. fyrir Island*. Með Hólum (Ust-Jakobsen) fór 7. þ. m. til Vest.manneyja héraðslæknir Þorsteiiin Jónsson og eitthvað af farþegum til Aust- fjarða. Loftriti til íslands. Eftir nokkrar bollaleggingar varð það að samkomulagi í neðri d., að setja í fjáraukalögin svo lagaða og orðaða athugasemd: *Af fjárveitingunni undir 12. gr. staflið D í fjárlögum 1902 og 1903 (35,000 kr. sem fyrsta borgun í 20 ár) má verja svo miklu, sem nauðsyn krefur, til þess að koma á loftrita (aerograf) milli Eeykjavíkur og út- landa og milli 4 stöðva á Islandi, einnar í hverjum landsfjórðungi, að því áskildu, að samningarnir um þetta verði, áður en þeir eru fullgerðir, lagð- ir undir atkvæði alþingis, ög að tillag- ið frá Islands hálfu verði eigi hærra en sem samsvarar 2/6 af allri þeirri fjárhæð, sem danska ríkið (Danmörk og ísland) leggur til«. ÞingmáSafundur nokkurs konar var haldinn hér í bæn- um mánudagskveldið 11. þ. m., í Iðn- aðarm.húsinu, fyrir forgöngu Einars Benedikcsonar máJfm., út af stjórnar- skrármálinu, og borin þar upp og sam- þykt (40: 19) eftir nokkrar umræður áskorun til þingsins um að fella burtu úr stjórnarskránni ríkisráðsetu íslands- ráðherrans. Húsfyllir var; en örfáir, er atkv. greiddu að tiltölu. Fáeinir þm. tóku þátt í umræðum og voru tillögunni mótfallnir. Aftur var fundur haldin um sama efni í gærkveldi og á sama stað, og tilkvaddir allir stúdentar í bænum, en aðrir ekki. f>ar fekk málið lítinn byr og var engin tillaga upp borin. |>ar hafði hr. E. B. sagt »heimastjórnar- flokknum« svo nefnda heldur óþyrmi- lega til syndauna. Póstgufuskip Ceres (Kiær) lagði á stað austur um land og norður 8. þ. m. Með því fóru til Fáskrúðsfjarðar Georg læknir Georgsson og franskur klerkur; til Seyðisfjarðar Jóh. Jóhannesson sýslum., Jón Jónsson kaupstjóri frá Múla og hörn hans, Lárus S. Tómasson bóksali og Þor- steinn Skaftason prentari; til Húsavikur frk. G. Guðjohnsen og dr. Ben. Einarsson frá Chicago; til Sauðárkróks Sig. Briem póst- meistari og Halldór Þórðarson bókhindari og prentsmiðjueigandi; til ísafjarðar Jóakim Jóakimsson snikkari. Auk þess nokkrir Englendingar kringum )and. Yeðurathuganir i Reykjavík, eftir aðjunkt Bj'örn Jensson. 1902 ágúst Loftvog j millim. Hiti (C.) í>- ct- VeðurhæS: Skýmagn Urkoma 1 millim. | Minstur hiti(C.) Ld. 2. 8 762,3 9,9 N 1 1 5,6 2 761,8 13,7 WNW 1 1 9 762,1 9,7 8 1 2 Sd. 3. 8 763,4 12,0 E 1 6 7,2 2 764,4 11,4 S 2 10 9 764,9 9,6 E8E 1 9 Md.4. 8 764,5 11,0 SE 1 9 0,2 8,0 2 764,2 12,7 S 1 9 9 764,0 10,1 SE 1 9 Þd. 5. 8 763,8 9,8 SE 1 9 t 7,9 2 763,0 12,7 ssœ 1 8 9 765,0 10,7 0 7 Md.6. 8 764,3 9,8 0 3 5,8 2 764,3 12,7 s 1 10 9 763,8 11,1 W 1 4 Fd. 7. 8 762,2 10,9 w 1 8 0,7 8,4 2 761,7 12,4 sw 1 10 9 761,4 9,9 w 1 10 Fsd.8. 8 761,1 10,9 w 1 10 0,9 9,0 2 762,2 12,4 w 1 8 9 764,0 11,7 WNW 1 8 I heljar g’reipum. Frh. »f>að er yður eiugöngu að þakka«. »Mér?« »Já, og eg, sem var að þrátta við yður.— eg, vanþakklátt lítilmennú. »En hvernig víkur því við, að eg gat orðið til þess að bjarga ykkur?« »f>að voruð þér, sem sömduð svo um við hann Tippy Tilly og þá hina, að þeir skyldu fá svo og svo mikið, ef þeir kæmi okkur aftur lifandi til Egiptalands. f>eir laumuðust burtu í myrkrinu og fálu sig í pálmakvosinni. f>egar þið voruð farin, skriðu þeir fram úr fylgsni sínu og skutu þessa sem áttu að lífláta okkur. Mér þótti leitt, að þeir skutu bannsettan kennimann- inn; eg held mér hefði tskist að telja trú fyrir honum og gera hann krist- inn. En nú ætla eg með yðar leyfi að flýta mér og faðma hana frk. Adams að mér, því hann Belmont hef- ir konuna sína og Stephens hana frk. Sadie, og þe3S vegna finst mér ósköp sennilegt, að hún frk. Adarns hafi hug á mér«. Hálfur mánuður var liðinn, og vara- gufubáturinn, sem sendur hafði verið til að taka þetta úr helju heimta ferðafólb, var kominn langt norður fyrir Assiout. Morguninn eft- ir átti báturinn að verða kominn norð- ur að Baliani, en þaðan er haldið með hraðlest til Kairo. f>etta var því síðasta kveldið, sem þan voru saman Frú Schlesinger og barnið hennar, er komist höfðu burtu heil á húfi, hafði landamæraliðíð sent áður norð- ur í Kairó. Frk. Adams hafði legið mikið veik eftir þessi ósköp, sem yfir hana höfðu gengið, og þetta var fyrsta skiftjð, sem hetíni hafði verið lofað upp á þilfarið, eftir að þau höfðu borðað miðdegisverð. Hún sat nú í hægindastól, megurri, óþýðari og þó ástúðlegri innanbrjósts en nokkuru sinni áður. Sadie sat hjá henni og var að hlúa að herð- unum á henni með ábreiðum. Ste- phens færði þeim kaffi og setti það á stráfléttuborð við hliðina á þeim. Hinum megin á þilfarinu sátu þau Belmontshjónin hæg og hljóð og hjart- anlega samhuga. Fardet hallaði sér upp við öldustokkinn og var að leggja út af því, hve hirðulaus stjórnin brezka væri, er hún liti eigi betur eftir á landamærum Egiptalands. Hersirinn stóð fyrir framan hann keikur og stóð glóandi endinn á vindilstúf fram undan yfirskegginu á honum. En hvernig vék því við um hers- inn? Hver mundi hafa kanuast þar við hinn gamla, hruma mann frá Libyu-öræfum? Yfirskeggið var að vísu enn ofurlítið gráýrótt. En hárið hafði fengið aftur hinn mjúka, hrafn- svarta lit, er samferðamenn hans höfðu dást mest að á leiðinni upp eftir Níl. Hann hafði tekið því þur- lega og látið eins og hann vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, er verið var að aumka hann fyrir, hvernig hann var, þegar hann kom aftur til Halfa úr öræfaferðalaginu. því næst hvarf hann niður í káetu sína og kom það- an aftur stundu síðar alveg eins í sjón og hann hafði verið áður en hann lenti í hrakningunum. Og hann leit svo hvatskeytlega og ókunnuglega framan f hvern þann, er tók til að blína á hann, að engiun maður hafði sálarþreb tii að koma með neina at- hugasemd um þann kynjakraft, er valda mundi slíkum umsbiftum. Eftir það tók samferðafólk hersisins eftir því, að hver nær sem hann brá sér eitthvað frá skipinu, þótt ekki væri nema 50—60 faðma, þá stakk

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.