Ísafold - 17.09.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.09.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða U/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viÖ áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. arg. Reykjavík miðvikmlaginn 17. september 1902. 61. blað. Um 1000 Ms. fy rirtaks skemtsögur: Yendetta, Heljar greipar, 4 bindi ails, alvag óReypis. Nýir kaupendur að ÍSAFOLD 30. árg., 1903, sem verður 80 arkir stórar, fá í kaupbæti Vendettu alla i 2 bindum og auk þess söguna * greipar. verða aíís 1000 bls. Sögur þassar báðar eru heimsfrægar skáldsögur. Áf Vendettu seldust 200,000 eintök í Vesturheimi á örstutt- um tíma. pa,r að auki fá nýir kaupendur skil- vísir á sínum tíma sérprentaða hina nýju sögu, sem nú er að byrja í Isafold og heitir Fórn Abrahams, sem er fyrirtaks-skáldsaga út af Búa- ófriðinum og verður viðlíka löng eins og bæði Vendetta og Heljargreip- ar. f>á sögu (Fórn Abrahams) fá ann- ars allir þeir sérprentaða, er verða kaupendur blaðsins þegar henni er lokið. Sjálft er blaðið ísafold hér um bil helmingi ódýrara, árgangurinn, en önn- ur innlend blöð yfirleitt eftirefnismergð. Forsjállegast er, að gefa sig fram Sem fyr3t með pöntun á blaðinu, áðnr en upplagið þrýtur af sögunum.— f>etta eru hin mestu vildarkjör, sem nokkurt fsl. blað hefir nokkurn tíma boðið. ABODD er landsins lang- stærsta blað og eigulegasta í alla staÖi. í $ A B O Lr D er þó ekki dýrari en sum önnur hérlend blöð, sem eru ef til vill fullum fjórðungi minni ár- .gangurinn. í jA A B O Lf D er því hið lang- ódýrasta blað landsins. ÍS ABOIiD gefur þó skilvísum kaupendum sínum miklu meiri og betri kaupbæti en nokkurt hér lent blað annað. í A B O Lr D gerir kaupendum sinum sem allra-hægast fyrir með því að lofa þeim að borga í innskrift hjá kaupmönnum hvar sem þyí verður komið við. í A B O Lf D styður öfluglega og eindregið öll framfaramál landsins. í jíí A B O If D er og hefir lengi verið kunn að því, að flytja hinar 'vönduðustu og beztu skemtisögur. I. 0. 0. F. 849I98V2.______________ Forngripasafn opið md., mvd. og Id 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag k . 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. t.ii útlána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 b. 1. og 3. mánnd. hvers oián. kl. 11—1. Nokkrar aöfluttar vörur. Mörgum mun virðast svo, sem kaup á alls konar manaðarvöru og glys- varningi sé farið að aukast meira en svo, að vel henti fjárhag landsmanna, eða gleypi nú orðið að minsta kosti heldur mikið í samanburði við tekj- urnar, sérstaklega þar sem tekjur flestra séu lítið meiri en svo, að þeir hafi í sig og á — sig og slna —, og það þó oft með allra mestu herkjum. Árið 1899 nema allar aðfluttar vör- ur til landsins nokkuð meir en 8 milj- ónum kr. Fimtungur þessarar fjárhæðar felst í korni, mjöli og hrísgrjónum eða um 1 milj. 680 þús. kr. Við þetta er einkum að athuga, að rúgmjölið nemur nál. 4ð0 þús. kr., og ætti að mega spara um 50 þús. kr. á því, væri kornið malað í landinu, auk þess sem óefað má ganga að því vísu, að slíkt mjöl mundi hafa meira nær- ingargildi, væri hveitimeira að tiltölu eu rúgmjöl það, sem nú flyzt og oft mun vera úrsigti að meira eða minna leyti. Alment mun þó ekki hægt að gefa kaupmönnum sök á þessu, svo framarlega sem ekki er um mjög lé- Iegt mjöl að tefla, því það mun vænt- anlega selt heldur með lægra verði en beztu mjöltegundir. Vírðist liggja nærri, að það ætti að vera eitt af verkefnum Landsbúnaðarfélagsins, að styðja að því á einhvern hátt, að mölunarmylnum væri komið upp hvar- vetna þar, sem því verður við komið. J>á flyzt alk konar b r a u ð til landsins fyrir hér um bil 140 þús. kr. Ættu bökunarhús hér á landi að sjálf- sögðu að taka að sér að birgja land- ið að öllu því brauði, er landsmenn þarfnast, og ættu þau ekki að þurfa neina vernd löggjafarvaldsins til þess, að gera það. Af s m j ö r i flytjast um 165 þús. pund, sem kosta 86J þús. kr., og er að líkindum mestur hluti þess smjör- líki, sem og sjá má á verðinu, 52J e. pd. að meðaltali. |>ar sem Dæringar- gildi góðs smjörlíkis munar ekki svo miklu frá meðalsmjöri, ætti ekki að amast svo mjög við inuflutningi smjör- líkis, með því að fátækara fólk einkum í kauptúnum og þilskipaútvegurinn get- ur með því móti fengið ódýrara feit- meti eu með því að kaupa kúasmjör eða sauða; en smjöri bænda er hins vegar opnuð leið með verðlaunum til að selja smjör sitt erlendis, og fara þau verðlaun hækkandi eftir þvf, sem þeir hafa haft betri vöru á boðstólum, og þar af leiðandi komið henni í hærra verð. Af o s t i flytjast um 22£ þús. pd. og koSta rúm 11 þús. kr., eða nál. 50 a. pundið að meðaltali. Æskilegt væri, að aðflutningur á þessari vöru- tegund hyrfi áður langir tímar líða, og ostar þeir, er landmenn þarfnast, væri búnir til í landinu sjálfu. Niðursoðin matvæli kaupum vér að fyrir 16 þús. kr. og önnur matvæli fyrir 13 þús. kr. Ástæða væri að taka til alvarlegrar íhugunar, hvort ekki væri hægt að sjóða niður hér á landi mestan hluta þeirra matvæla, sem nú eru flutt hingað niðursoðin frá öðrum löndum. Að minsta kosti var látið mjög vel af niðurstöðu þeirri á sauða- kjöti, er fór fram á Siglufirði fyrir nokkrum árum, en nú mun lögð nið- ur. En eigi slíkar vörur að ganga út, þarf bæðí varan sjálf að vera góð, og allur ytri frágangur að vera engu síðri en á sams konar vörum erlendis, en því mun einkum bafa áfátt verið um niðursuðuna á Siglufirði. |>á koma aðfluttar kartöflur, 3,400 tunnur fyrir nær 32 þús. kr., að með- altali rúmar 9 kr. tunnan. |>etta ætti að hverfa sem fyrst úr verzlunar- skýrslunum, og nægar kartöflur að vera ræktaðar í landinu sjálfu. Nú eru afurðir af kartöflugörðum hér á landi 17x/2 þús. tunnur árið 1900, og ætti því ekki að þurfa í svip að auka kartöfluræktina nema um rúman sjött- ung, til þess að landið fæddi sig sjálft að þeirri matvöru. Kaffi með kaffirót og sykur alls konar er æðistór útgjaldaliður, sam- tals fast að 1 miljón (980 þús. kr.), nærri J/8 af öllum aðfluttum vörum; og væri líklega ástæða til að íhuga, hvort þessi eyðsla vor væri ekki nokk- uð úr hófi fram, sérstaklega kaffieyðsl- an. Um sykur verður ekki sagt hið sama, með því að svo mikil næring er í því efni. Af kaffibaunum kaupum vér hátt upp í */2 milj. pd., fyrir meir en 270 þús. kr. eða 58 a. pd., en af kaffirót 277 þús. pd., er kosta nær 130 þús. kr. eða 46 a. pundið. f>egar kaffið er í jafn-lágu verði og það hefir verið þetta ár, er athugaudi, hvort það er nokkur búhnykkur, ad nota svo mikla kaffirót sem gert er (rúmlega 1 pd. af kaffirót móts við 2 pd. af kaffibaun- um). |>egar kaffirótin er að eins ódýrari en kaffibaunirnar, auk þess sem mjög rótarblandið kaffi er án efa töluvert óhollara en ella. Tóbak alls konar kaupum vér fyrir uokkuð meir en 400 þús. kr., og virð- ist tóbakseyðslan fara sívaxandi. Sér- staklega byrja unglingar á tóbaksbrúk- un, einkum reykingum, miklu yngri, en gerðist fyrir nokkrum árum, eink- um í kaupstöðunum. þetta er vara, sem ekki er hægt að mæla neina bót, töfrandi og deyfandi munaðarvara, sem hefir ekkert næringargildi, hressir ekk- ert, og styðst við ekkert nema heimsku- lega tízku, sem orðin er hér að vana. þessi gífurlega tóbakseyðsla er því at- hugaverðari, með því hún hefir óholl áhrif á taugakerfið og þar af leiðandi á alla heilsuna, sérstaklega ef mikið kveður að henni. Að vísumunnaum- ast vera við því að búast, að dkorin verði upp herör og barist gegn tó- baksbrúkun að sfnu leyti eins og drykkjuskapnum, en full ástæða væri til, að sem flestir drægju úr henni, ef þeim sýndist þá ekki ráð að hætta við hana að fullu og • öllu. Ug að sjálfsögðu ættu allir að varast að stuðla að því beinlínis, að óþroskaðir unglingar byrjuðu á tóbaksbrúkun, því það mun vera nóg miður holt, sem þeir læra af dæmum hiuna fullorðnu. í sambandi við ýmsar munaðarvör- ur mætti minnast á brjóstsykrið. Ekki er hægt af verzlunarskýrslunum, að sjá hvað mikið vér kaupum af því á ári hverju, enda skal eg fúslega játa, að hér sé ekki um að tefla mjög mikla fjárhæð, Hitt er athugaverð- ara, að eimitt þessi vara er beitan, sem kornung börn læra á eyðslusemi og munaðarfýsn. Væri að líkindum hyggilegt fyrir fyrir foreldrana, að reyna heldur að hafa hemil á þeirri eyðslu barna sinna, sem virðist fara vaxandi ár frá ári. Húsmannalííið i Danmörku. Meginþorri hinnar dönsku þjóðar eru húsmenn (eins konar bændur, smá- bændur) og verkamenn. Eg hefi átt kost á að kynnast persónulega mönn- um af þessum stéttum. Og lífskjör þessara stétta voru gerð að umtals- efni í hagfræðis- og félagsfræðis-fyrir- lestrastundunum við Askov skóla í vetur. Eg hefi því átt kost á, að fá svo glögga hugmynd um kjör þessara stétta, að eg get borið þau saman við kjör smábændanna og verkafólksins hér á landi. Sjálfseignar-bændurnir í Danmörku ’nafa flestir á jörðum sínum býli handa húsmönnum. Einkum eru þau á jörð- um stórbændanna, svo nefndum herra- görðum, og eru þau þar oft mörg. fæssir húsmenn, eða smábændur, eru verkamenn sjálfseignarbændanna, um leið og þeir eru sínir eigin verkamenn. Sumstaðar eru þessir húsmenn alveg sínir eigin herrar, vinna einungis fyrir sitt litla bú; einkum er þetta á .Tóolandi; þar hafa þeir fengið útmælda jarðar- skika í heiðarlandi (Jótlaudsheiðum) til ræktunar, og mun eg minnast á það nánara síðar. Húsmenn hafa flestir 1 kú, 2—3 svín, og nokkur hænsni. fæirhafaog sumir2kýrogmatjurtagarð flestir. Fyrir 3 árum (1899) hafði 6. hver húsmaður (16ý) Bjálfur akneytí eða akjóa til jarð- yrkjuvinnu, 10 af hundraði hesta eða uxa, en 6 höfðu kýr, sem þeir beittu fyrir plóg. Hinir 84 af hundr. urðu að láua hesta eða uxa hjá bændum; 17 fengu þá ókeypis, 32 leigðu þá, hvar sem þeim líkaði, en 35 voru skuld- bundnir að leigja hestana hjá lands- drotnum sínum og vinna það af sér. þessir 35 húsmenn af hverju hundr- aði voru einnig skuldbundnir til að vinna bændum, sem áttu lóðina og búskofann, sem þeir bjuggu í, að öll- um bústörfum, hve nær sem var, eins og hjú, og láta umhirðingu á býli sínu verða út undan. Með öðrum orðum: þeir voru eins konar vinnumenn, með því léni, að hafa hús sér fyrir konu sína og börn, með 2—4 dagslátta landsskika, sem þeir guldu eftir afarháa landskuld með vinnu sinni. Allur þorri húsmanna á við þröng- an kost að búa. |>eir ern sjaidan skuldugir, af því að þá brestur láns-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.